Færsluflokkur: Fréttir
19.1.2011 | 21:35
Hitahorfur fyrir árið 2010 – upprifjun
Á loftslag.is er endurbirting færslu frá því fyrir ári síðan (18. janúar 2010), þar sem farið var yfir hitahorfur ársins sem var framundan þá og skoðaðir þeir þættir sem talið var að myndu hafa áhrif á hitastigsþróun ársins 2010. Það má segja að þessar vangaveltur hafi gengið merkilega vel eftir, þar sem hitastig ársins 2010 endaði sem eitt það heitasta síðan mælingar hófust, sjá t.d. Árið 2010 hlýjast samkvæmt NASA-GISS.
En gjörið svo vel, fróðleg upprifjun, Hitahorfur fyrir árið 2010 upprifjun
Tengdar færslur á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 14:27
Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu…eða hvað!
Enn eitt fróðlegt myndband frá Potholer54. Núna tekur hann fyrir tvær staðhæfingar sem hafa heyrst í umræðunni. Þetta eru staðhæfingarnar um; 1) að olíulekin í Mexíkóflóa muni breyta hafstraumum og svo fullyrðingunni; 2) að kaldir vetur og snjór eigi að heyra fortíðinni til vegna hlýnunar Jarðar Er þetta eitthvað sem rannsóknir vísindamanna styðja og/eða kemur þetta fram í rituðum heimildum vísindamanna..?
Jæja, sjón er sögu ríkari, myndbandið má sjá á loftslag.is, Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu eða hvað!
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.1.2011 | 18:29
Eru jöklar að hopa eða stækka?
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Þótt einstök tilfelli heyrist af stækkandi jöklum þá er leitnin yfirgnæfandi í átt til hops (minnkunar) jökla, hnattrænt séð. Í raun þá eykst hraði bráðnunar sífellt og hefur gert það frá miðjum áttunda áratugarins.
Jöklar bregðast beint og nokkuð fljótt við breytingum í loftslagi. Þegar hitastig eykst, þá eykst sumarbráðnun. Hins vegar þá eykst að sama skapi nýmyndun íss yfir vetrartíman vegna meiri úrkomu (í formi snjókomu). Hitastig hefur þó ráðandi rullu enda er sterk fylgni milli lofthita og massajafnvægis jökla (Greene 2005). Oftast er það svo að þegar hiti eykst þá hörfa jöklar.
[...]
Nánari lesning ásamt myndum, gröfum og heimildum á loftslag.is, Eru jöklar að hopa eða stækka?
Tengt efni á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2011 | 11:22
Styrkur CO2 í sögulegu samhengi – 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum
Myndband, sem er hægt að nálgast á loftslag.is (sjá tengil hér undir), sýnir styrk CO2 í andrúmsloftinu í sögulegu samhengi. Fyrsti hlutinn er frá janúar 1979 til janúar 2009, þar sem við fylgjumst með þróuninni á því tímabili. Síðar er svo farið í ferð afturábak 800 þúsund ár aftur í tímann og þróunin skoðuð í samhengi við nútímann. Til að sjá textann og full gæði er góð hugmynd að stækka myndbandið yfir allan skjáinn og stilla á hæstu upplausn.
Til að nálgast sjálft myndbandið, smellið á Styrkur CO2 í sögulegu samhengi 800 þúsund ára ferðalag í tíma á aðeins 3 mínútum
Tengt efni á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2011 | 08:08
Óvenjulegt veður árið 2010
Margir urðu varir við óvenjulegt veðurfar á síðasta ári og þótti það öfgafyllra en oft áður. Þótt ekki sé hægt að tengja einstaka veðuratburði við loftslagsbreytingar þá er þetta samt einmitt það sem búast má við af hlýnandi loftslagi þ.e. að öfgar aukast. Á loftslag.is er myndband þar sem Heidi Cullen hjá Climate Central fjallar um fimm loftslagstengda atburði síðasta árs.
Til að sjá myndbandið smellið á Óvenjulegt veður árið 2010
Tengt efni á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.1.2011 | 17:28
Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum
Hafísútbreiðslan á Norðuskautinu í desembermánuði 2010 var sú minnsta fyrir desembermánuð síðan gervihnattamælingar hófust. Þessi litla útbreiðsla hafíssins er talin hafa haft áhrif á myndun hins sterka neikvæða fasa í hinni svokölluðu Norðuratlantshafssveiflu (NAO), svipað og gerðist veturinn 2009-2010 nánar má lesa um NAO o.fl. því tengt hjá Einari Sveinbjörnssyni: Samtíningur um sérkennilegt tíðarfarið
Hér má sjá að desember 2010 var með minnstu útbreiðslu hafíss fyrir mánuðinn frá því gervihnattamælingar hófust.
Fleiri gröf og myndir, ásamt fróðlegu myndbandi um hitastig í desembermánuði á, Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum
Heimildir:
- NSIDC.org hafísinn desember 2010
- Myndirnar eru af heimasíðu NSIDC
- Samtíningur um sérkennilegt tíðarfarið
- Global Warming. Winter Weirding.
Tengt efni á loftslag.is:
- Hafísinn í nóvember næst minnsta útbreiðsla fyrir mánuðinn
- NOAA ástand Norðurskautsins 2010
- Sigling um bæði Norðaustu- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Tag Hafís
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2010 | 00:43
Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?
Í nýju myndbandi á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair) fyrir skilgreiningarnar hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Hvers vegna er stundum talað um loftslagsbreytingar og stundum um hnattræna hlýnun. Sumir efasemdarmenn hafa valið að misskilja þetta á einhvern hátt og telja jafnvel að það sé eitthvað samsæri í gangi Jæja, en hvað um það, lýsing höfundar á myndbandinu er eftirfarandi varúð þarna er talað um afneitun
Það að nota orðið loftslagsbreytingar í staðin fyrir hnattræna hlýnun er það einhver útsmogin, orvelsk afbökun á tungumálinu, einskonar sálfræðilegur orðaleikur til að ná taki á hugsunum fólks, og sem er búið til af sálfræðilegum loddurum hins Nýja Alheimsskipulags.
Loftslagsafneitarar gera sér ljóst að aðeins þeir geta séð í gegnum hin illu plön hugsanalögreglu heimsins.
Hvaða dularfulla og leynilega samsæri liggur að baki þessa tröllvaxna hugsanaspils?
Já, já, hann er ekkert að skafa utan af kaldhæðninni, það er hægt að skera út ísstyttur í þessi orð hans, en myndbandið má allavega sjá á loftslag.is, fyrir þá sem þora: Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?
Tengt efni á loftslag.is Greenman3610 myndbönd:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2010 | 21:09
Mótvægisaðgerðir varðandi loftslagsvandann
Hluti af færslu um Lausnir og mótvægisaðgerðir af loftslag.is.
Mótvægisaðgerðir
Til að þessar lausnir séu framkvæmanlegar, þá þarf að koma til mótvægisaðgerða fólks, fyrirtækja og stofnana. Þessi aðgerðir fela m.a. í sér ný markmið sem fela í sér breytta ákvarðanatöku í m.a. fjárfestingum. Breytingar á fjárfestingarstefnu gætu stuðlað að minnkandi losun koldíoxíðs til framtíðar. Þarna er rætt um að langtímamarkmið t.d. fyrirtækja feli einnig í sér einhverskonar losunarmarkmið á gróðurhúsalofttegundum.
Hér verða skoðuð nánar atriði sem eru athyglisverð úr þessari skýrslu, með útgangspunkti í skýrslu vinnuhóps 3. Fyrst og fremst þá eru helstu niðurstöður skýrslu vinnuhópsins varðandi mótvægisaðgerðir eftirfarandi:
- Hægt er að ná áþreifanlegum árangri til minnkunar losunar gróðurhúsalofttegunda og kostnaður við mótvægisaðgerðir virðist vera viðráðanlegur
- Allar stærstu losunar þjóðirnar verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
- Aðgerðir þurfa að hefjast sem fyrst til að hægt sé að ná árangri til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda og þar með koma í veg fyrir að hitastig stígi um of
- Mótvægisaðgerðir snúast fyrst og fremst um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, þá aðalega koldíoxíðs
- Maðurinn hefur valdið hættulegum loftslagsbreytingum maðurinn getur lagað það
Mótvægisaðgerðir í ýmsum geirum
Nokkrar mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslu Vinnuhóps 3, hjá Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) og eru taldar upp í eftirfarandi upptalningu:
- Raforkumál: Meðal atriða sem nefnd eru: Aukning í skilvirkni; skipt á milli eldsneytistegunda; notkun kjarnorku; endurnýjanleg orka (vatns-, sólar-, vindafl, o.þ.h.); byrja að dæla koltvíoxíði aftur í jarðskorpuna (CCS carbon capture and storage). Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir að hægt sé að dæla fleiri efnum í jarðskorpuna; nútímalegri kjarnorku verum; nútímalegri endurnýjanleg orka (virkjun sjávarfalla og betri sólarorkuver)
- Samgöngur: Meðal atriða sem nefnd eru: Farartæki sem eru með betri nýtingu eldsneytis; bílar sem nota hybrid tækni; notkun bio-eldsneytis; meiri notkun almenningssamgangna og miðla eins og reiðhjóla; betra skipulag samgöngumála. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir enn betri bio-eldsneytis farartækjum; skilvirkari flugvélum; endurbættum útgáfum af rafmagns og hybrid farartækjum.
- Iðnaður: Meðal atriða sem nefnd eru: Meiri skilvirkni í rafbúnaði; orku og hita nýting verði betri; endurnýting efnis; betri stjórnun lofttegunda frá iðnaðinum. Í framtíðinni: enn betri skilvirkni þar sem tæknin er betri; CCS fyrir fleiri efni.
- Byggingar: Meðal atriða sem nefnd eru: Skilvirkni í lýsingu og öðrum rafmagnstækjum; betri einangrun bygginga; sólar upphitun og kæling. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir enn betri hönnun bygginga, m.a. þar sem gervigreindar byggingar; samþætt notkun sólarorku í nýbyggingum.
- Landbúnaður: Meðal atriða sem nefnd eru: Notkun lands til að auka inntöku koltvíoxíðs í jarðvegi; bætt tækni við ýmiskonar ræktunar aðferðir; bætt notkun áburðar. Í framtíðinni verða væntanlega umbætur varðandi hvað uppskeran gefur af sér.
- Skógrækt: Meðal atriða sem nefnd eru: Skógrækt, endurnýjun skóga; betri stjórnun skógarsvæða; minni eyðing skóga; notkun skógarafurða í bio-eldsneyti. Í framtíðinni er einnig gert ráð fyrir hugsanlega bættri notkun tegunda og kvæma.
Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.12.2010 | 08:05
Vísindin sett á gapastokk
Í myndbandi á loftslag.is skoðar Greenman3610 hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun hefði verið síðan 1995, sem er ekki sannleikanum samkvæmt. Það kom þó ekki í veg fyrir að sumir fréttamiðlar og fjöldin allur af bloggsíðum endurómuðu það sem einhverja staðreynd og reyndu setja vísindin á gapastokk, ef svo má að orði komast. En hvernig nálgast maður upplýsingar um vísindin? Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:
Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjarkinn þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.
Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?
Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum hér.
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Vísindin sett á gapastokk
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.12.2010 | 09:49
Við minni virkni sólar
Í grein sem birtist í Geophysical Research Letters er velt upp þeirri spurningu hvaða áhrif það myndi hafa á loftslag ef sólin færi yfir í tímabil lítillar virkni, líkt og gerði á sautjándu öld og hafði áhrif til kólnunar (ásamt öðrum þáttum) á svokallaðri Litlu Ísöld. Samkvæmt höfundum þá hefði sambærilegt skeið á næstu áratugum og öld, væg áhrif til mótvægis við hlýnun jarðar.
[...]
Nánar má lesa um þetta í færslu frá því í mars síðastliðnum á loftslag.is, Við minni virkni sólar
Tengt efni á loftslag.is:
Fréttir | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)