Færsluflokkur: Blogg

Þróun loftslagslíkana

Til gamans þá horfum við á hvernig upplausn loftslagslíkana hefur breyst undanfarin ár. Reynið að stelast ekki til að sjá hvernig þetta lítur út neðst og giskið á hvaða landsvæði verið er að líkja eftir í efstu myndinni – smám saman skýrist myndin eftir því sem upplausnin eykst:

Mynd 1.4 í IPPC skýrslu vinnuhóps 1 AR4 frá árinu 2007. Landfræðileg upplausn mismunandi kynslóða loftslagslíkana sem notuð voru árið 1990 (FAR), 1996 (SAR), 2001 (TAR) og svo 2007 (AR4).

Skemmtilegt að sjá hvernig útlínur landa Norður Evrópu verða smám saman greinilegar.

Heimildir og ítarefni:

Rakst á þetta hjá David Appel: Progress in Climate Models

Úr skýrslu IPCC: AR4 WG 1 kafli 1 sjá mynd 1.4 á blaðsíðu 113.

Tengt efni á loftslag.is


Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″

Eitthvað hefur fréttum af hitastigi á heimsvísu verið ábótavant upp á síðkastið hér á loftslag.is. En fyrir því eru einfaldar ástæður, sem eru að sjálfsögðu hinir miklu kuldar um allan heim sem við viljum að sjálfsögðu ekki greina frá – enda myndi hið endalausa fjáraustur frá kolefnissköttunum stöðvast við þess háttar váfréttir ;) … En spaugi sleppt, þá hefur einfaldlega ekki gefist tími í allt sem hugur okkar hér á ritstjórninni leitar til – það þarf að velja og hafna.

Þess ber, í ljósi þessa tímaleysis okkar, að geta að við erum að leita fyrir okkur um einhverja aðila sem eru tilbúnir að skrifa fast á loftslag.is, svokallaða “fasta penna”, eins og við veljum að kalla það. Ef einhverjir hafa áhuga á að taka að sér smá skrif (engar kvaðir um magn, en innihald þarf að tengjast loftslagsmálum á einhvern hátt) þá endilega hafið samband. Við munum þá gaumgæfa CV-ið, ættartengsl og pólitískar skoðanir viðkomandi í kjölfarið – gott er að þekkja einhverja gallharða stjórnmálamenn með lævísar skattahugmyndir – það hjálpar bara ;) Launin eru ótakmörkuð virðing pólitískra venslamanna og vina, vanþakklæti “efasemdamanna”, stanslaust þakklæti Al Gore og elítunnar sem senda okkur reglulega feita tékka úr digrum sjóðum kolefnisskatta og hinnar svokölluðu grænu gjaldtöku. Þar fyrir utan er þetta ágætis námskeið í ensku (alveg ókeypis og á eigin vegum), svo ekki sé talað um réttritun okkar ylhýru íslensku og þjálfun í ritvinnslu (einnig ókeypis og eftir áhuga viðkomandi) :D

En núna, eftir þetta létta hjal, skulum við líta á hitastig (afkomu) fyrsta ársfjórðungs í stuttu máli og myndum og athuga svo hvaða “Hnatthitaspámeistara-tal” þetta er í yfirskriftinni…

[...]

Nánar má lesa um hitastig fyrsta ársfjórðungs og "Hnatthitaspámeistara" á loftslag.is,  Hnatthitastig fyrsta ársfjórðungs og “Hnatthitaspámeistari Íslands 2011″

Tengt efni:


Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja

Einn af þeim stöðum sem eru að hlýna hvað hraðast er Alaska og miðja þess einna mest. Shannon McNeeleyh o.fl. (2011) skoða í nýrri rannsókn hversu viðkvæm samfélög frumbyggja geta verið gagnvart breytingum í kjölfar hlýnunar – í svokölluðu Koyukuk-Middle Yukon svæði.  Sérstaklega var skoðað hvernig hlýnun Jarðar hefur áhrif á getu frumbyggja til að veiða og þá sérstaklega elgi sem er ríkur partur af fæðu frumbyggja.

Síðastliðna áratugi hafa veiðmenn á svæðinu átt erfitt með að klára elgskvótann áður en veiðitímabilinu líkur. Veiðimenn svæðisins benda á hlýrri haust, auk breytinga í úrkomu og þar með grunnvatnsstöðu sem helstu ástæður þess að elgir hafa breytt hegðun sinni....

[...]

Nánar er hægt að lesa um þetta á loftslag.is, Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja 

Tengt efni á loftslag.is


Gróðurhúsaáhrifin mæld

Flestir vita að gróðurhúsaáhrifin valda því að Jörðin er mun heitari en annars væri og að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er að auka þau áhrif. En fæstir þekkja þó hvað það er í raun og veru í andrúmsloftinu sem gerir það að verkum að gróðurhúsaáhrifin verða og hvers vegna lítil breyting í snefilgösum í andrúmsloftinu – líkt og koldíoxíð (CO2) – skiptir svona miklu máli.

Það hefur verið þekkt frá því á nítjándu öld að sumar lofttegundir gleypa innrauða útgeislun sem berst frá Jörðinni, sem um leið hægir á kólnun frá Jörðinni og hitar upp yfirborð hennar. Þessar svokölluðu gróðurhúsalofttegundir eru meðal annars koldíoxíð (CO2) og vatnsgufa, auk ósons, metans og fleiri lofttegunda. Meirihluti lofttegunda í andrúmsloftinu sleppa þó þessari innrauðu útgeislun í gegnum sig, t.d. niturgas og súrefni. Auk þess má nefna að ský gleypa einnig innrauða útgeislun og leggja þar með sitt að mörkum til gróðurhúsaáhrifanna. Hins vegar þá valda ský því einnig að sólargeislar berast minna til jarðar og því eru heildaráhrif þeirra í átt til kólnunar.

[...]

Lesa nánar um þetta á loftslag.is, Gróðurhúsaáhrifin mæld

Tengt efni á loftslag.is

 


Kærar þakkir

Við í ritstjórn loftslag.is viljum þakka lesendum okkar stuðninginn í gegnum tíðina, en samkvæmt nýjustu upplýsingum þá má flestum vera ljóst að ekki er lengur þörf á heimasíðunni loftslag.is.

Flestir hafa orðið varir við kólnun jarðar undanfarna mánuði og ár og þrátt fyrir að “hnattrænt séð” hafi orðið nokkur hlýnun, þá er ekki verjandi lengur að halda úti heimasíðu sem gengur út á hlýnun sem engin er og ef einhver er þá er fylgni hennar við losun manna á gróðurhúsalofttegundum lítil.

Auðvitað mun myndast ákveðið gap í starfi okkar ritstjóra, en upplýsingastefna okkar á loftslag.is hefur hlotið afhroð. Við viljum þó að dyggir lesendur okkar hafi ekki áhyggjur af okkur – við finnum okkur eitthvað nýtt og verðugt málefni til að skrifa um.  Þeir fjölmörgu sem lagt hafa okkur lið, með peningagjöfum og aðstöðusköpun eru beðnir velvirðingar á því að þessi blekkingaleikur er búinn.  Í okkar huga var þetta jú eingöngu leikur – leikur í jöfnuði, gerður til að styrkja alþjóðlegar hugmyndir um kolefnisskatt og koma Íslandi á kortið í alþjóðavæðingu heimsins – með virkri samstöðu félaga okkar í Evrópu, Asíu og Ástralíu.

Með kærri kveðju og þökk frá fyrrum ritsjórum loftslag.is

Höskuldur og Sveinn

Tengt efni:

Vísindin hafa talað


Inngeislun sólar síðustu áratugi

Til að halda því til haga, þá má hér undir sjá graf þar sem hitastig og inngeislun sólar eru borin saman.

Hér má sjá styrk inngeislunar sólar frá um 1880 til ársins 2000 borin saman við hitastig (skv. NASA GISS). Eins og sést var smávægileg aukning í inngeislun sólar framan af öldinni, neðri myndin. Á efri myndinni má sjá þróun hitastigs og inngeislunar sólar á jörðinni, en samkvæmt myndinni þá hefur hitastig hækkað nokkuð jafnt fá um 1975 þó að inngeislun sólar hafi verið minnkandi á sama tímabili. TSI (Total Solar Irradiance) hefur sveiflast um 1365,5 – 1366,5 W/m2, sem er u.þ.b. 0,1% sveifla á tímabilinu, og það er ekki talið geta útskýrt hlýnunina, sérstaklega frá því eftir 1975.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn blá lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk blá lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn rauð lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk rauð lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni – TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD. 

Ítarefni: NASAexplorer – Hitastigið 2009 og Sólin; Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?; Sólvirkni og hitastig; Geimgeislar Svensmark og hlýnun jarðar

Tekið af föstu síðunni, Helstu sönnunargögn hér á loftslag.is – þar sem sjá má fleiri sönnunargögn varðandi hlýnun jarðar.

Tengt efni á loftslag.is:


Samfélög trjáa á flakki

Nú þegar mikil hlýnun er að verða á svæðum tempraðra skóga Rússlands, eru samfélög trjáa að færast til norðurs, t.d. hin sígrænu tré rauðgreni og þinur. Á sama tíma þá eru nyrstu samfélögin að hnigna og sérstaklega einkennistegund landsvæðana í norðurhluta Rússlands, lerki.

Vísindamenn frá háskólanum í Virginíu unnu að rannsókninni og komust að því að þessi færsla muni aukast á næstu áratugum vegna grundvallarmismunar á lerki og sígrænum trjám.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Samfélög trjáa á flakki

Tengt efni á loftslag.is

 


Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga

Hafísútbreiðslan á Norðurskautinu virðist hafa náð hinu árlega hámarki þann 7. mars síðast liðinn. Hafíshámarkið í ár jafnaði 2006 sem minnsta hámark til þessa.

[...]

Nánari greining á loftslag.is, Hafíshámarkinu náð – Lægsta hámarkið frá upphafi mælinga

Tengt efni á loftslag.is:


Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO)

Röksemdir efasemdamanna…

Hlýnunin er af völdum Kyrrahafssveiflunnar (Pacific Decadal Oscillation-PDO). Það fer eftir því í hvaða fasa PDO er hvert hitastig jarðar er, á 20-30 ára tímabilum er PDO í kuldafasa og svipaðan tíma í hlýjum fasa.

Það sem vísindin segja…

Það er engin leitni í PDO og þar með getur PDO ekki verið orsök leitninnar í hinni hnattrænu hlýnun.

Kyrrahafssveiflan (The Pacific Decadal Oscillation – PDO) er loftslagsfyrirbæri í Norður Kyrrahafi. Sveiflan er á milli heitari fasa (jákvæð gildi) og kaldari fasa (neikvæð gildi) sem hvor um sig stendur yfir í 10-40 ár. Fasarnir eru í tengslum við yfirborðshita sjávar (sea surface temperatures – SST). Þótt óvíst sé með orsakir PDO sveiflunnar, þá eru afleiðingar einna helst breytingar á sjó í norðaustanverðu Kyrrahafi og breytingar á brautum skotvinda (e. jet stream) í háloftunum.

Athyglisvert er þó að þessar fasabreytingar eru ekki fastur punktur í tilverunni við Kyrrahafið; oft á tíðum koma styttri tímabil hlýrra ára (1-5) inn í köldu fasana og köld ár þegar sveiflan er í hlýjum fasa. Auk þess er skiptingin í “kaldan” og “hlýjan” fasa ekki eins lýsandi og virðist við fyrstu sýn. Kaldi fasinn tengist t.d. mjög háum sjávarhita í Norður-Kyrrahafi (sjá mynd hér fyrir neðan).


Mynd 1: PDO hlýr fasi (vinstri) og kaldur fasi (hægri). Mynd frá JISAO.

[...] 

Færsluna í heild má lesa loftslag.is, Er hlýnun Jarðar af völdum Kyrrahafssveiflunnar (PDO) 

Tengt efni á loftslag.is


Vælubílinn takk

Athyglisvert þykir okkur á loftslag.is hversu langt rebúblikanar seilast í að fá samúð almennings, sjá tilvitnun á mbl.is í fréttinni sem tengt er við: 

Hafa repúblikanar haldið því fram að ekki séu öll kurl komin til grafar í rannsóknum á hlýnun jarðar og hafa sakað leiðandi sérfræðinga í þeim málefnum sem hafa komið fyrir þingnefnd í dag um að vera hrokafulla og tilheyra elítu.

„Þeir reyna bókstaflega að láta menn líta út fyrir að aðhyllast kenningu um flata jörð en þeir eru bara ósammála þeim á vísindalegan hátt,“

Þetta er ekki spurning um að vera ósammála á vísindalegan hátt - til þess að vera ósammála því að grípa eigi til viðeigandi ráðstafana þá þurfa menn að í fyrsta lagi að brjóta ýmsar vísindalegar nálganir - t.d. að líta á öll loftslagsgögn í samhengi. 

Fingraför mannkyns á hina hnattrænu hlýnun eru ýmis og koma úr ólíkum áttum. Það er að okkar mati frekar mikil pólitísk lykt af þessari nálgun repúblíkana. Ef við tökum t.d. einn af þeim sem svokölluðu sérfræðingum (Christopher Monckton) sem repúblíkanar hafa kallað fyrir þingnefnd varðandi loftslagsmál, þá er alveg ljóst að þeir kalla ekki til bestu sérfræðinga varðandi efnið, þegar leita á svara varðandi vísindin. En svona er þetta, hún er skrítin tík, þessi pólitík.

....

Á loftslag.is má lesa um sögu hugmynda og kenninga um loftslagsbreytinga og það hvernig áhrif CO2 var uppgötvað. Þar má einnig lesa um orsakir fyrri loftslagsbreytinga og hvernig vitneskja um fornloftslag styður við þá ályktun og yfirlýsingu vísindamanna að bregðast verði við hnattrænni hlýnun.

Lesa má um grunnatriði kenningarinnar og hvernig mælingar staðfesta kenninguna. Einnig má lesa um það hvernig gróðurhúsaáhrifin eru mæld og Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar.


mbl.is Tekist á um loftslagsvísindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband