Færsluflokkur: Blogg
8.3.2011 | 10:37
Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar
Vegna anna hafa venjubundnar hafísfréttir hvers mánaðar orðið útundan í síðasta mánuði, þannig að þetta verður tvöfalt að þessu sinni. Þetta verður samt stutt, en meira af gröfum og myndum frá báðum mánuðunum sem smá uppbót.
Hafísinn hefur verið í minnsta lagi bæði í janúar og febrúar, báðir mánuðirnir voru með lægstu útbreiðslu fyrir mánuðina síðan mælingar hófust.
[...]
Fleiri gröf og myndir má sjá á loftslag.is, Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar
Tengt efni á loftslag.is:
- Hafísyfirlitið fyrir desember 2010 ásamt stuttu myndbandi um hitastigið í mánuðinum
- NOAA ástand Norðurskautsins 2010
- Sigling um bæði Norðaustu- og Norðvesturleiðina á sama sumri heppnaðist
- Íshafsbráðnun og siglingaleiðir
- Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss i ár
- Tag Hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2011 | 00:30
Visthæfar reykistjörnur eru sjaldgæfar
Losun á meira en 320 gígatonnum af kolefni úr jarðlögum mynduðum af fyrri lífhvolfum (þ.e. sem lífverur til forna mynduðu), hefur bætt við meira en helming af upprunalegu magni andrúmsloftsins (~590 gígatonn af kolefni) út í kerfi andrúmslofts og sjávar. Það hefur sett af stað ferli sem breytir efnasamsetningu andrúmsloftsins um sirka 2 ppm aukningu á styrk CO2 á ári, sem er aukning sem á sér ekki samanburð í sögu jarðar, ef frá eru taldir atburðir eins og árekstur loftssteina við jörðina.
Nýlegar rannsóknir á fornloftslagi með mismunandi aðferðum (þ.e. kolefni δ13C úr jarðvegi, hlutfalli borons/kalsíum og forn laufblöð), benda til þess að núverandi styrkur CO2 - sem er 388 ppm og jafngildisstyrkur CO2 upp á 460 ppm (jafngildisstyrkur reiknar þá einnig áhrif metans í andrúmsloftinu) muni auka lofthita umfram það sem hann var fyrir iðnbyltinguna um 3-4°C í hitabeltinu og allt að 10°C á heimskautunum [1]. Það myndi þýða íslaus jörð.
Þannig aðstæður ríktu á Plíósen (tímabil fyrir 5,2 -2,8 milljónum ára), á þeim tíma sem Australopithecine frummaðurinn var að taka sín fyrstu skref út úr hitabeltisskógum Afríku [2]. Loftslag á Plíósen breyttist smám saman og frummenn fluttu sig um set. Sá staður er ekki til, sem að þær 6,5 milljarðar nútímamanna sem nú fylla heiminn, geta flust til. Ekki þýðir að ræða að flýja Jörðina til þeirra reykistjarna sem geimvísindastofnanir heims hafa kannað hingað til, fyrir fé sem er mun hærra en það fé sem fengist hefur í umhverfisrannsóknir [3].
[...]
Nánar á loftslag.is, Visthæfar reykistjörnur eru sjaldgæfar
Tengt efni á loftslag.is:
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 08:59
Fjöldaútdauði lífvera
Við loftslagsbreytingar, þá er ein af stóru spurningunum sú hvort náttúran muni ná að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Svarið má finna með því að skoða jarðsöguna. Í jarðsögunni, þá hafa komið tímabil þar sem loftslag hefur breyst gríðarlega. Við þær breytingar urðu gjarnan fjöldaútdauðar, þar sem margar lífverur dóu út og í kjölfarið kom hægfara bati lífríkisins. Saga kóralrifja gefur okkur innsýn í þessa atburði, þar sem kóralrif eru langlíf og saga þeirra í gegnum jarðsöguna tiltölulega vel þekkt (Veron 2008). Með því að skoða þau, þá sést að kóralrif hafa orðið fyrir áhrifum þessara fjöldaútdauða, sem tók þau milljónir ára að jafna sig af. Þau tímabil eru þekkt sem reef gaps (eða kóralrifjabil).
Mynd 1: Tímalína útdauða lífvera. Fimm tímabil eru merkt sérstaklega þegar mikill útdauði lífvera varð. Svartir kassar sýna tímabil þegar bil varð í vexti kóralrifja, múrsteinsmunstur sýnir tímabil töluverðar vaxtar kóralrifja(Veron 2008).
Það hafa orðið fimm tímabil fjöldaútdauða lífvera í sögu jarðar:
- Fyrsta fjöldaútdauða atburðurinn varð í lok Ordovisium, en steingervingagögn benda til þess að 60% af ættkvíslum lífvera í sjó og á landi hafi þurrkast út.
- Fyrir 360 milljónum ára, í lok Devon, þá umbreyttist lífvænlegt umhverfi fyrir kóralla, yfir í óhagstætt í 13 milljónir ára og fjöldaútdauði númer tvö varð á Jörðinni.
- Steingervingagögn í lok Perm benda til fjöldaútdauða lífvera eða allt að 80-95% útdauði sjávarlífvera. Kóralrif birtast ekki aftur fyrr en eftir um 10 milljón ár, lengsta eyða í myndun kóralrifja í jarðsögunni.
- Í lok Trías varð fjöldaútdauði um helmings hryggleysingja sjávar. Um 80% ferfætlinga á landi dóu út.´
- Fyrir 65 milljónum ára, við lok Krítar er frægasti útdauðinn, en þá þurrkuðust út risaeðlurnar. Nánast ekkert stórt landdýr lifði af. Plöntur urðu einnig fyrir barðinu á sama tíma og sjávarlífverum í hitabeltinu var útrýmt að mestu. Hnattrænn hiti Jarðar var 6-14°C hærri en hann er í dag og sjávarstaða yfir 300 m hærri en nú. Á þessum tíma þá þöktu höfin allt að 40% af núverandi yfirborði meginlandanna.
En hvað olli þessum fjöldaútdauða lífvera? ...
[...]
Nánar á loftslag.is, Fjöldaútdauði lífvera
Tengdar færslur af loftslag.is
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2011 | 08:43
Ósérhæfðir sérfræðingar
Endurbirting.
Myndband frá Potholer54, þar sem hann skoðar ýmsar persónur sem telja sig vita betur en loftslagsvísindamenn og titla sig sumir sem verandi loftslagsvísindamenn þrátt fyrir að fátæklegar heimildir þar um. Hann skoðar meðal annars hina alræmdu Oregon Petition, þar sem talað er um undirskriftir 32.000 vísindamanna. Eru allir vísindamenn á þeim lista og þá við hvaða fræðigreinar? Myndir þú leita til veðurfræðings vegna húðvandamáls? Nei líklega ekki, en hvers vegna er þó oft leitað til þeirra sem ekki eru sérfræðingar um loftslagsmál um sérfræðiálit þeirra á málinu?
Jæja, en höfum ekki fleiri orð um þetta, gefum Potholer54 orðið og skjáinn um stund.
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Ósérhæfðir sérfræðingar
Tengdar færslur á loftslag.is
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 08:45
Grautur af gróðurhúsaáhrifum
Það er merkilegt hvernig umræðan um loftslagsmál hefur oft á tíðum hangið í sama farinu. Fyrir 13 árum síðan birtist grein eftir Pál Bergþórsson, fyrrum Veðurstofustjóra, varðandi umræðu um loftslagsmál. Þá, líkt og nú, var haldið á lofti alls kyns rökleysum sem áttu á einhvern hátt að gera lítið úr rannsóknum vísindamanna varðandi hlýnun Jarðar og breytingum á loftslagi. Núna 13 árum síðar má segja að svipuð öfl ráði enn ferðinni þegar kemur að umræðunni, þar sem reynt er í krafti staðhæfinga og fullyrðinga (sem oftast standast ekki nánari skoðun) að gera lítið úr loftslagsvísindunum og rannsóknum vísindamanna. Það má segja að mýtusíðan hér á loftslag.is sé afsprengi þeirrar umræðu.
Grein Páls nefnist Grautur af gróðurhúsaáhrifum og þar ræðir hann m.a. um aðferðafræði hina sjálfskipuðu efasemdarmanna og segir m.a. eftirfarandi:
Þannig hefur verið reynt að gera tortryggilegar þær staðreyndir sem máli skipta, drepa málinu á dreif.
Þetta er nokkuð sem við á loftslag.is höfum marg oft séð í umræðunni. Og það virðist ekki hafa mikil áhrif þó svo almennur einhugur virðist ríkja meðal vísindamanna um áhrif gróðurhúsalofttegunda á hlýnun andrúmslofts. Sá einhugur vísindamanna hefur síst minnkað og orðið enn meiri en áður á síðustu árum.
[...]
Fleiri tilvitnanir í grein Páls má lesa á loftslag.is, Grautur af gróðurhúsaáhrifum
Tengt efni á loftslag.is:
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
28.2.2011 | 09:07
Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju
Myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610 (Peter Sinclair). Í þetta skiptið skoðar hann það sem vísindin hafa að segja um rannsóknir á m.a. ískjörnum, hitastigi og hafís. Hinn fróðlegi og skemmtilegi Dr. Richard Alley kemur fram og útskýrir rannsóknir sínar og segir einnig sína skoðun á því hvernig hans eigin rannsóknir hafa verið mistúlkaðar og rangfærðar af afneitunarsinnum eins og t.d. þeim hjá WattsUpWithThat já, það er ekkert nýtt undir sólinni í þeim efnum
Þess má einnig geta að Dr. Alley kemur inn á eldgos á Íslandi í útskýringum sínum á fræðunum og ískjarnarannsóknum mjög fróðlegt, gjörið svo vel:
Sjálft myndbandið má sjá á loftslag.is, Hvaða sögu segja ískjarnar okkur og hvernig má rangfæra þá vitneskju
Tengt efni á loftslag.is:
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 09:47
Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
Röksemdir efasemdamanna
Þar sem nýmóðins tölvulíkön geta ekki með góðri vissu spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tíman, hvernig getum við treyst tölvulíkönum sem eiga að spá fyrir um loftslag jarðar eftir hundrað ár?
Það sem vísindin segja
Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.
Þessi rök bera vott um misskilning á muninum á veðri, sem er sveiflukennt og óútreiknanlegt og loftslagi sem er tölfræðileg lýsing á veðri yfir ákveðið tímabil. Þetta er svipað því að geta ekki spáð með vissu hvort þorskarnir eða skjaldarmerkið koma upp þegar þú kastar upp krónu, en þú getur sagt með tölfræðilegri vissu líkurnar á því hvor hliðin kemur upp ef þú kastar nógu krónunni nógu oft. Ef við skoðum þetta út frá veðri, þá er ekki hægt að spá nákvæmlega hvaða leið ákveðin lægð fer, á meðan meðalhita og meðalúrkomu er hægt að áætla fyrir visst langt tímabil.
[...]
Nánar á loftslag.is, Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?
Tengdar færslur á loftslag.is:
Blogg | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2011 | 19:08
Monckton á móti Monckton
Christopher Monckton hefur haldið mörgu fram um loftslagsfræðin og fátt af því hefur staðist nánari skoðun. Við höfum skrifað aðeins um hans þátt í afneitun vísindarannsókna á loftslagi. En hvers vegna er þessi áhugi á honum? Jú, kannski vegna þess að hann virðist vera öfgakennt dæmi þeirra sem hafa sett sjálfa sig í hóp sjálfskipaðra efasemdarmanna sem fullyrða út og suður um fræðin án þess, að því er virðist, að frekari gagnrýn hugsun búi að baki.
Núna hefur Potholer54 tekið Monckton fyrir á fróðlegan hátt, þar sem hann setur að hluta til röksemdir Moncktons upp á móti röksemdum Moncktons sjálfs, skemmtileg flétta. En sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Monckton á móti Monckton
Tengt efni á loftslag.is:
- Áhrif olíuleka á hafstrauma og endalok snjókomu eða hvað!
- Tvöföldun á styrk CO2 þýðir aðeins 1,64°C hækkun hitastigs eða kannski ekki
- Póstpoki Potholer54
- Fregnir af yfirvofandi ísöld hraktar
- Ósérhæfðir sérfræðingar
- 32.000 sérfræðingar
- Al Gore gegn Durkin
- Fleiri myndbönd Potholer54
- Myndbönd eftir Greenman3610
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2011 | 15:11
Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
Í vísindum er aðeins eitt sem er betra en bein mæling, gerð í hinum raunverulega heimi, en það eru margar sjálfstæðar beinar mælingar sem allar vísa á sömu niðurstöðu. Það eru til mörg bein sönnunargögn sem öll benda til að fingraför mannkyns hafi áhrif á hnattræna hlýnun.
[...]
Það má lesa nánar um þessi fingraför, ásamt ýmsum fleiri bakgrunnsupplýsingum á loftslag.is, Fingrafar mannkynsins á hnattrænu hlýnunina
Tengt efni á loftslag.is:
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 12:32
Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar
Röksemdir efasemdamanna
Það sem vísindin segja
Því hefur lengi verið haldið fram að einhverjir óskilgreindir þeir hafi breytt heiti fyrirbærisins hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar. Í raun lýsa þessi tvö heiti tveimur mismunandi fyrirbærum og hafa þessi heiti verið notuð jafnhliða í áratugi. Einu aðilarnir sem hafa gert það að markmiði sínu að skipta yfir í heitið loftslagsbreytingar eru efasemdamenn um hnattræna hlýnun.
Hnattræn hlýnun (e. global warming) eða loftslagsbreytingar (e. climate change)
Bæði heitin eru mikið notuð í vísindagreinum, vegna þess að þau vísa í tvö mismunandi eðlisfræðileg fyrirbæri. Eins og við má búast, þá þýðir hnattræn hlýnun að langtíma leitni hitastigs sé að rísa hnattrænt. Loftslagsbreytingar eru einnig lýsandi heiti og vísar í hnattrænar breytingar í loftslagi sem afleiðing af hækkandi hitastigi Jarðar. Sem dæmi þá eru breytingar í úrkomumunstri, breytingar í tíðni og lengd hitabylgja og þurrka og annarra öfgaveðuratburða.
[...]
Skiptir þetta einhverju máli? Hverjir breyttu þessu og/eða var þessu breytt? Hvers vegna er þetta eiginlega í umræðunni? Lesa má nánar um þetta og skoða gröf og útskýringar á loftslag.is - Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar.
Heimildir og ítarefni
Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science, sjá einnig hér.
Tengt efni á loftslag.is
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)