12.6.2010 | 10:46
Hver er ţróun hitastigs frá síđustu ísöld?
Ţessi fćrsla fer undir spurningar og svör á loftslag.is á nćstu dögum.
Hitastigsţróun á jörđinni síđustu 12 ţúsund ár má lesa út úr myndinni hérundir:
Á ţessari mynd má sjá ţróun hitastigs frá síđustu ísöld og fram til nútíma samkvćmt proxígögnum frá ýmsum stöđum. Svarta línan er međaltal proxígagna sem unnin eru út frá 8 mismunandi gagnasöfnun sem eru sýnd međ hinum línunum og er notast viđ gögn frá ýmsum stöđum í heiminum sem eru unnin međ nokkrum ađferđum, sjá nánar hér. Eins og sjá má er međalhitastig í heiminum 2004 merkt ţarna inn og er ţađ nokkuđ hátt miđađ viđ hitastig síđustu árţúsunda. Ef litiđ er á ţróunina frá ţví fyrir u.ţ.b. 8 ţúsund árum, má sjá ađ hitastigiđ lćkkar jafnt frá ţeim tíma fram til u.ţ.b. byrjun 20. aldar. Punktalínan er međalhitastig á miđri síđustu öld. Ţađ ber ađ taka ţađ fram ađ međ proxígögnunum er ekki hćgt ađ sýna hitastigiđ í betri upplausn en sem 300 ára međaltalshitastig (sjá nánar hér), en hitastigiđ 2004 er hitastigiđ á ţví eina ári, og ţví er beinn samanburđur á ţessum tölum ekki alveg borđliggjandi, vegna mismunandi ađferđafrćđi.
Heimildir:
- Wikipedia Temperature record
- Mynd http://en.wikipedia.org/wiki/File:Holocene_Temperature_Variations.png
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Sćlir. Til ađ fá ţarna raunhćfan samanburđ á hitanum í dag og sl. 12 ţús. ár ţyrftum viđ vćntanlega ađ bíđa í 150 ár, m.v. ađ međalhitinn er reiknađur út frá 300 árum. Međalhiti okkar tíma vćri semsagt reiknađur útfrá árunum 1860-2160.
Ég er eiginlega ađ minna á međ ţessu ađ ţađ er ekki hćgt ađ útiloka mjög heit tímabil í nokkra áratugi á síđustu 12 ţúsund árum sem slá algerlega út síđustu áratugi. Segjum líka ađ ţađ kólni aftur á ţessari öld gćti svo fariđ ađ núverandi hlýindi jafnist út og verđi ekkert áberandi á svona stórum skala. Ég ţó ekkert ađ spá ţví ađ ţađ muni kólna, líklegra finnst mér ađ hlýnun haldi áfram í heildina.
Emil Hannes Valgeirsson, 13.6.2010 kl. 14:15
Ţetta er rétt hjá ţér Emil. Ţađ er, eins og ţú nefnir, alls ekki hćgt ađ útiloka út frá ţessum gögnum ađ ţađ hafi veriđ heitir áratugir á tímabilinu sem slái út hlýnunina í dag, bćđi stađbundiđ og ekki síđur á heimsvísu. Ţar sem ţetta er byggt á óbeinum mćlingum ţá gefur ţetta okkur einnig ađeins (vonandi góđa) vísbendingu um ţađ hvernig hitastig hefur ţróast í heiminum síđastliđin 12 ţúsund ár, međ ţeim skekkjumörkum sem ađferđinni fylgja.
Sveinn Atli Gunnarsson, 13.6.2010 kl. 16:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.