Svar

Þetta er eiginlega svar við bloggfærslu sem Kristinn Pétursson kom með fyrir nokkru og ég ætlaði að svara hjá honum, en hann virðist vera með ansi sveiflukennda opnun á athugasemdakerfinu sínu, þannig að þegar ég ætlaði að fara að tjá mig hjá honum þá voru tímamörkin skyndilega liðin. Líklega tilviljun en mögulega er ég of duglegur að skipta mér af umræðu um loftslagsmál og mögulega er ég farinn að pirra suma. En hvað um það, meðan órökstuddar fullyrðingar um loftslag svífa um bloggið, þá er ég með haglabyssuna á lofti Devil

Forsagan er sú að hann notar myndir til rökstuðnings þess að það hafi verið hlýrra á norðurslóðum fyrir 2500 árum en nú er, ég var búinn að biðja hann um að benda mér á hvaða gögn liggja á bakvið þessum myndum, fræðilegur áhugi að mestu, en einnig efasemdir um að hægt sé að nota myndir sem þessar sem rök fyrir hlýnun án þess að vita hvaða gögn eru á bakvið þær (hann hafði engin svör). Myndirnar eru þessar og eflaust góðar og gildar - en það skiptir ekki máli ef maður veit ekki hvernig þær eru gerðar:

c_documents_and_settings_atthing_serverk_my_documents_my_pictures_galciers_in_iceland_2500_years_ago

c_documents_and_settings_atthing_serverk_my_documents_my_pictures_glaciers_in_iceland_1000_years_ago

En altént, þá vil ég klára að svara því sem hann segir síðast í athugasemdunum, en þar segir hann (og sjá má hér):

  1. Sápubox, hér hefur ekkert verið "rifist" að mínu mati. Skoðanaágreiningur er ekki "rifrildi".  Svo er til betra orð ... það er "mismunandi skilningur" á málefnum. Þú og Páll hafði fullt leyfi samkvæmt stjórnarskránni - og mitt leyfi líka - til að viðra ykkar skoðanir hér. Ég er þakklátur fyrir athugasemdir. þen þessi er ekki rétt...." Þetta rifrildi þitt við Pál er síðan bara fyndið, sérstaklega þar sem þú neitar að viðurkenna að þú hafir rangt fyrir í þeirri fullyrðingu þinni að vísindamenn hafi talið jörðina verið flata fyrir 300 árum."
  2. "fyndið rifrildi"... he,he......     Ég hélt því fram - og geri einn að spænski rannsóknarrétturinn hafi pyntað Calileo (og fleiri) til að viðurkenna að jörðin væri flöt - var það ekki þannig......
  3. Svo var ég að nota þessar myndir til rökstuðnings um að það hefði verið hlýrra - ég fann þessar myndir á síðu Ágústar H Bjarnasonar.... og myndirnar tala sínu máli...  Svo er ég ekki fáanlegur til að "rökræða" gerð myndanna???   Hvað ertu að fara??  Ef þú veist eitthvað sérstakt um þessar myndir -  annað en þær sýna - þá er þér velkomið að skrifa um það.......  
  4. Ég held þessu fram: Allt of margar fullyrðingar - um þessa "hlýnun jarðar"... og "gervi"-vísindamenn fara langt fram úr sjálfum sér - í alls konar fullyrðingum og hafna því að sólin sé helsti orsakavaldur að hreyttu hitafari jarðar...    vitna ég þá í bloggsíðu Ágústar H Bjarnasonar - þar sem besta fagmennska er notuð sem ég hef séð...
  5. Svo hafa auðvitað eldgos haft mikil áhrif....
  6. Að lokum aftur: Skoðanaágreiningur er ekki rifrildi - þetta eru hrein skoðanaskipti. Ef laust hefur enginn "rétt" fyrir sér í endanlegri merkingu.... þetta er þróun - og við erum að reyna að skilja orsakir og alfeiðingar - og munum halda því áfram...

Svo ég svari þessu:

1, 2 og 6: mér þótti þetta fyndið, sérstaklega þar sem búið var að útskýra fyrir þér nokkrum sinnum að þú hefðir rangt fyrir þér varðandi hina flötu jörð.

3: Mér þykir mikilvægt að vita hvað liggur á bakvið þessar myndir - þær einar og sér segja ekkert, en einhver gögn liggja á bakvið gerð þeirra (það geta verið góð gögn - en geta líka verið úrellt gögn). Líklegast hafa rannsóknir á setkjörnum eða frjókornamælingar leitt í ljós eitthvað hitastig á Íslandi eða í nágrenni Íslands (líklega frjógögn miðað við að Þorleifur Einarsson kom að gerð myndanna) - útfrá hitanum sem þau gögn segja til um hafa menn talið líklegt að jöklar hafi legið eins og myndirnar sýna. Ef svo er þá er skrítið að nota þessar myndir til rökstuðnings um að það hafi verið hlýrra þá (þótt það hafi eflaust verið svo). Rökréttast væri að nota gögnin sem liggja á bakvið myndunum sem grundvöll rökfærslu. Mér vitanlega er allavega ekki fræðilegur möguleiki að þessar myndir séu gerðar eftir gögnum um legu jökla, því jökulgarðar frá þessum stöðum hefðu jöklar litlu ísaldarinnar afmáð fyrir löngu. Ef svo er, þá væri kjörið að nota myndirnar sem rök.

4: Málið er að fullyrðingarnar koma frá þér og þínum, þú fullyrðir að vísindamenn hafi rangt fyrir sér og hefur fyrir þér Ágúst Bjarnason (sem segist vera hlutlaus í sínum málflutningi) - en mest allt eru þetta órökstuddar fullyrðingar af þinni hálfu. Bentu á eina færslu hjá Ágústi sem sýnir fram á að það sé sólin sem sé helsti orsakavaldur hlýnunarinnar undanfarna áratugi og útskýrðu af hverju. Þú getur einnig skoðað hvað ég hef skrifað um þetta hér og hér og reynt að hrekja þau orð.

5: Varðandi eldfjöll þá hef ég fjallað um þau hér.

---- 

Svo að athugasemd númer 35, en þar er rökstuðningur Kristins merkilegur:

bullkenningunni um þessa "hnattrænu hlýnun".... af manna völdum....  það hefur sekki sést svona mikill snjór á NA landi í mörg ár....  og Grænlandsjökull er farinn að hækka aftur......  "hnattræn kólnun"....

Hann vísar sem sagt í veðurfar einn vetur á takmörkuðu svæði í litlu landi sem mótrök gegn hnattrænni hlýnun. Einnig segir hann að Grænlandsjökull sé að hækka aftur en minnist ekkert á það hvernig hann fær það út.

Hér eru myndir sem sýna massabreytingar í Grænlandsjökli, fyrst neðan við 2000 m og síðan ofan við 2000 m:

greenland_mass_loss

Samtals gerir þetta þá:

greenland_mass_loss_total

Gervihnattagögnin ljúga varla.

Ég ætla ekki að gera það að venju minni að svara athugasemdum bloggfærslna hér, en mér fannst ég knúinn til þess að þessu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

ATH: Það skal tekið fram að ég er ekki að neita að það hafi verið hlýrra hér á landi fyrir nokkrum þúsundum ára - ég tek mark á íslenskum vísindamönnum - það er framsetningin og hvernig myndirnar eru notaðar til að "sanna" rangar fullyrðingar, sem knúðu mig til svara eða eins og ég var búinn að segja við hann en hann neitaði að rökræða af viti var þetta:

hlýnunin á miðöldum var staðbundin og náttúruleg. Hlýnunin nú er hnattræn og af manna völdum.

Loftslag.is, 4.5.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband