Afglöp, bjartsýni og formannsembætti

COP15Nú er 10. degi loftslagsráðstefnunar að ljúka. Samkvæmt fréttum dagsins, þá lítur ekki út fyrir að mikillar bjartsýni gæti varðandi það hvort samningar náist. Connie Hedegaard varð að láta formannsembættið í hendur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur í dag. Í ljós hefur komið nokkur óánægja með störf hennar, sérstaklega frá stóru þróunarríkjunum. Á þessum síðustu tímum ráðstefnunnar lítur út fyrir að erfitt verði að ná samkomulagi, m.a. vegna þess að þróunarríkin telja að of lítið fjármagn komi frá ríkari þjóðum. Lars Løkke Rasmussen og Gordon Brown héldu fund í kvöld þar sem þeir fóru yfir málin, ekki hefur enn komið fram, hvað þar fór fram.

Nánar er farið yfir atriði dagsins (dagur 10) ásamt greiningu á aðalatriðum dagsins á Loftslag.is

Eldri yfirlit og ítarefni:

 


mbl.is Heita 2.500 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gerist lítið í þessum málum á meðan Kínverjar opna eina nýja kolaorkustöð á viku ... á sama tíma beita náttúruverndarsinnar sér gegn hreinum orkugjöfum á Íslandi

omj (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband