Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

“Tvöföldun á styrk CO2 þýðir aðeins 1,64°C hækkun hitastigs…” eða kannski ekki

Nýtt myndband úr smiðju Potholer54 þar sem hann tekur fyrir glænýja mýtu sem er þó komin á fulla ferð í netheimum, sérstaklega Vestanhafs, þeir eru jú oft fljótir til á þeim slóðum ;)

En samkvæmt mýtunni þá hefur komið fram, í nýlegri rannsókn NASA, að hitastig muni aðeins hækka um 1,64°C við tvöföldun CO2 og að það muni taka um 200 ár að ná því hitastigi…já, en ekki höfum við nú samt heyrt um þetta í alvöru fréttum – kannski það sé eitthvað samsæri í gangi..? Lýsing Potholer54 á myndbandinu er eftirfarandi:

Í síðustu viku birtist rannókn vísindamanna hjá NASA GISS sem leiddi til æsifengina yfirskrifta um það að Jörðin muni aðeins hlýna um í mesta lagi 1,64°C á um tveimur öldum. Hljómar þetta of vel til að vera satt? Að sjálfsögðu er það svo.

Ég hef sett þetta myndband saman skjótar en ég venjulega, þar sem þessi mýta hefur nú þegar orðið að einskonar veiru. En gallarnir á þessari mýtu eru svo augljósir að maður getur ekki annað en velt því fyrir sér afhverju fólk sem vill kalla sig “efasemdarmenn” hefur ekki meiri efasemdir en svo að það aflar ekki einu sinni grun heimilda varðandi staðreyndir.

En þetta er svo gott dæmi um gagnrýnislausa hugsun sumra þeirra sem “efast” um loftslagsvísindin og um hækkun hitastigs vegna aukina gróðurhúsaáhrifa að það er næstum grátlegt.

Sjá má myndbandið á loftslag.is:

 


Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Þegar rætt er um hokkíkylfuna, þ.e. í umræðu um loftslagsbreytingar, þá er verið að meina línurit sem sýnir hitastig Jarðar út frá veðurvitnum (e. proxy records)  síðustu þúsund ár eða svo (Mann o.fl. 1998). Hin mikla hlýnun í seinni tíð er þá líkt við boginn kylfuendan. En það má finna fleiri hokkíkylfur þegar skoðuð eru gögn um loftslagsbreytingar. Línurit sem sýnir styrk CO2 sem menn hafa losað út í andrúmsloftið, þá mest við bruna jarðefnaeldsneytis, hefur lögun sem minnir um margt á hokkíkylfu ef skoðuð eru síðastliðin 1000 ár.

Heildar árleg losun CO2 út í andrúmsloftið (Boden o.fl. 2009)

Hin mikla aukning í losun CO2 út í andrúmsloftið jafnast á við aukninguna í styrk CO2 í andrúmsloftinu, sem nú hefur náð styrk sem ekki hefur sést hér á Jörðu í 2 milljónir ára (Tripati o.fl. 2009).

Styrkur CO2 í andrúmsloftinu, úr ískjarna Law Dome, Austur Suðurskautinu (græn lína - Etheridge o.fl. 1998) og beinar mælingar frá Mauna Loa Hawaii (Fjólublá lína - Tans 2009).

Geislunarálag loftslags (e. Climate forcing) er mælikvarði á breytingu í orkubúskap Jarðar – hvernig hiti minnkar eða eykst í loftslaginu. Ýmislegt getur orðið þess valdandi að þetta álag breytist, líkt og breytingar í sólvirkni, örður (smáar agnir í lofthjúpi Jarðar – t.d. frá eldfjöllum), breytingar í sporbraut Jarðar og styrkur CO2. Síðastliðin 1000 ár þá hafa stærstu þættir í breytingu geislunarálagsins verið breytingar í v irkni Sólar, örðum og CO2. Þegar þessir þættir eru settir saman þá fæst kunnuglegt form:

Sameiginlegt geislunarálag frá sólvirkni, CO2 og örðum - geislunarálag vegna eldvirkni var sleppt (Crowley 2000).

Þessi mynd sýnir okkur að hiti hefur verið að safnast fyrir á Jörðinni undanfarna rúma öld. Það sést líka vel ef skoðað er hitastig út frá veðurvitnum síðastliðin 1000 ár:

Hitastig á Norðurhveli Jarðar út frá veðurvitnum (blá lína - Moberg o.fl. 2005) og yfirborðshitamælingar frá 1850 á Norðurhveli Jarðar (rauð lína, 5 ára meðaltal - HadCRUT)

Á síðastliðnum áratug hafa ýmsar óháðar rannsóknir á hitastigi síðastliðna þúsund ára litið dagsins ljós. Þær rannsóknir hafa notað ýmis ótengd gögn og með ýmis konar úrvinnslu gagnanna.

Ýmis línurit sem sýna hitastig á Norðurhveli Jarðar síðastliðin þúsund ár, út frá veðurvitnum (Mann o.fl. 2008).

Allar þessar hokkíkylfur sýna svipaða mynd – við mennirnir erum að valda umtalsverðri og skjótri röskun á loftslagi Jarðar.

Heimildir og ítarefni

Unnið upp úr handbókinni Guide to Skeptism eftir John Cook á Skeptical Science

Mann, M., Bradley, R. og Hughes, M. (1998), Global-Scale Temperature Patterns and Climate Forcing Over the Past Six Centuries, Nature, 392:779-787

Boden, T.A., G. Marland, og R.J. Andres. (2009). Global, Regional, and National Fossil-Fuel CO Emissions. Carbon Dioxide Information Analysis Center, Oak Ridge National Laboratory, U.S. Department of Energy, Oak Ridge, Tenn., U.S.A. doi 10.3334/CDIAC/00001

Tripati, A. K., Roberts, C. D. og Eagle, R. A., (2009), Coupling of CO and ice sheet stability over major climate transitions of the last 20 million years. Science 326 (5958), 1394-1397.

Etheridge, D.M., Steele, L.P., Langenfelds, R.J., Francey, R.L., Barnola, J.- M. og  Morgan, V.I. (1998), Historical CO records from the Law Dome DE08, DE08-2, and DSS ice cores. In Trends: A Compendium of Data on Global Change. Carbon Dioxide Information Analysis Center, Oak Ridge National Laboratory, U.S. Department of Energy, Oak Ridge, Tenn., U.S.A.

Tans, P., (2009), Trends in Atmospheric Carbon Dioxide – Mauna Loa,NOAA/ESRL. www.esrl.noaa.gov/gmd/ccgg/trends

Crowley, T.J., (2000), Causes of Climate Change Over the Past 1000 Years, IGBP PAGES/World Data Center for Paleoclimatology Data Contribution Series #2000-045.  NOAA/NGDC Paleoclimatology Program, Boulder CO, USA.

Moberg, A., o.fl. (2005), 2,000-Year Northern Hemisphere Temperature Reconstruction. IGBP PAGES/World Data Center for Paleoclimatology Data Contribution Series # 2005-019. NOAA/NGDC Paleoclimatology Program, Boulder CO, USA.

HadCRUT3 global monthly surface air temperatures since 1850. http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/index.html

Mann, M., Zhang, Z., Hughes, M., Bradley, R., Miller, S., Rutherford, S. og Ni, F. (2008), Proxy-based reconstructions of hemispheric and global surface temperature variations over the past two millennia, Proceedings of the National Academy of Sciences , 105(36):13252-13257


Ský og meiri hnattræn hlýnun

Nýjustu og fullkomnustu loftslagslíkönin spá töluverðri hlýnun vegna styrkaukningar gróðurhúsalofttegunda líkt og koldíoxíð (CO2) í andrúmsloftinu. Líkönin greinir aftur á móti á um hversu mikla hlýnun megi búast við. Sá munur er að mestu leiti vegna mismunar á því hvernig loftslagslíkönin túlka ský. Sum líkönin spá því að skýjahula muni aukast við hlýnun og að sú aukning muni auka speglun á sólargeislum og þar með dempa hina hnattrænu hlýnun. Önnur líkön reikna með að skýjahula muni minnka og þar með muni hlýnunin magnast.

Í grein sem birtist nýlega í tímaritinu Journal of Climate, þá er könnuð færni líkana til að herma eftir skýjum og leggja höfundar fram nýja framsetningu á því hvernig best er að greina þá svörun sem ský veita við hlýnandi loftslag.

Til að greina betur skýin, þá notuðu höfundar líkan sem líkti eftir takmörkuðu svæði yfir Austur Kyrrahafi og landsvæðunum þar í kring. Ský á þessu svæði eru þekkt fyrir að hafa töluverð áhrif á loftslag, en loftslagslíkön eiga í erfiðleikum með að líkja eftir þeim. Þetta svæðisbundna líkan nær aftur á móti nokkuð vel að líkja eftir skýjahulu nútímans, auk skýjabreytinga vegna breytinga í El Nino. Þegar búið var að sannreyna að líkanið hermdi vel eftir núverandi aðstæðum, þá var líkanið keyrt miðað við ætlað hitastig eins og búist er við eftir eina öld. Við það kom í ljós tilhneyging skýjanna til að þynnast og minnka í þessu líkani.

Ef rétt reynist, þá er loftslag í raun viðkvæmara fyrir styrkaukningu á CO2 í andrúmsloftinu en áður hefur verið talið og flest loftslagslíkön að vanreikna mögulega hlýnun – þar sem minnkandi skýjahula myndi  magna upp hlýnunina.

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Journal of Climate, Lauer o.fl. 2010 (ágrip):  The Impact of Global Warming on Marine Boundary Layer Clouds over the Eastern Pacific—A Regional Model Study

Umfjöllun um greinina má finna á heimasíðu háskólans á Hawaii: Cloud Feedbacks Amplify Global Warming

Tengt efni á loftslag.is


Bardagi vísindamanna

Eitt af þeim atriðum sem kom fram í hinu svokallaða Climategate máli á sínum tíma var tölvupóstur þar sem Dr. Ben Santer var mjög harðorður gagnvart öðrum vísindamanni. Hann orðaði það þannig honum þætti það mjög freystandi að “beat the crap out of Pat Michaels” (ísl. “berja Pat Michaels í klessu”). Pat Michaels er loftslagsvísindamaður sem vinnur m.a. fyrir olíuiðnaðinn og “efast” um að hlýnun jarðar af mannavöldum sé mikil. Þeir “félagar” tókust loks á, eins og sést í þriðja myndbandinu sem við sýnum frá áheyrnafundi um loftslagsmál, sem fram fór á vegum bandaríska þingsins.

En hvernig fór þessi bardagi svo, gjörið svo vel, dæmið sjálf.

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Bardagi vísindamanna

Tengt efni á loftslag.is:

 


Magnandi svörun í Alaska


1752844082_dedae2f9a7Loftslagsbreytingar eru að auka alvarleika skógarelda í Alaska, sem veldur því að meira losnar af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri grein sem birtist nýlega í Nature Geoscience. Þessir auknu skógareldar í Alaska hafa losað meira CO2 út í andrúmsloftið síðasta áratug, en skógar og freðmýrar Alaska náðu að binda á sama tíma.

Undanfarin 10 ár, þá hefur svæði sem skógareldar hafa farið yfir í innsveitum Alaska tvöfaldast, mest vegna síðsumars skógarelda. Hér er á ferðinni einskonar magnandi svörun, þar sem hækkandi hitastig veldur því að skógareldar Alaska verða umfangsmeiri og alvarlegri – sem aftur losar meira af CO2 út í andrúmsloftið – sem aftur hækkar hitastig.

Margt bendir til þess að vistkerfi norðurslóða muni verða fyrir mestum áföllum vegna hækkandi hitastigs jarðar og að þau muni í stað þess að binda kolefni í stórum stíl losa það og auka þar með á gróðurhúsaáhrifin.

Heimildir og ítarefni

Greinina má lesa hér Turetsky o.fl. 2010 (ágrip): Recent acceleration of biomass burning and carbon losses in Alaskan forests and peatlands

Umfjöllun um greinina má lesa lesa á Science Daily: Northern Wildfires Threaten Runaway Climate Change, Study Reveals

Tengt efni á loftslag.is

Hænuskref

Þetta eru vonandi fyrstu skrefin að bindandi samning á næsta ári, svo maður leyfi sér að vera bjartsýnn.

Okkur hefur því miður ekki gefist tími til að skrifa mikið um COP16, en vonandi gefst okkur þó tími á næstunni til að grafa aðeins dýpra í þýðingu þessa samkomulags, á loftslag.is. Það birtist einn gestapistill á dögunum á loftslag.is, eftir Mikael Lind, sem fjallaði um Cancún og ábyrgð Íslands, sjá á loftslag.is, Hlýnun jarðar, Cancun og ábyrgð Íslands í loftslagsmálum, mælum með honum.


mbl.is Stóraukin framlög til þróunarríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikileaks og loftslagsmál

Nú er varla talað um annað en leka ýmissa skjala, yfir á wikileaks. Þau skjöl virðast ná til ýmissa mála og höfum við á loftslag.is rekist á nokkrar umfjallanir um loftslagsmál í tengslum við þau.

Nánar er hægt að lesa um þetta á, Wikileaks og loftslagsmál


Stöðuvötn hitna

Undanfarin aldarfjórðung hafa stöðuvötn Jarðar hitnað í takt við hinar hnattrænu loftslagsbreytingar, samkvæmt rannsókn vísindamanna NASA.

Notuð voru gervihnattagögn og yfirborðshiti 167 stöðuvatna víðs vegar um heim mældur. Samkvæmt þessari rannsókn hafa vötnin verið að hitna um 0,45°C að meðaltali á áratug, en sum vötnin hafa verið að hitna um allt að 1,0°C á áratug.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Stöðuvötn hitna

Tengt efni á loftslag.is


Vatnsgufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin

Röksemdir efasemdamanna…

Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Hún veldur um 90 % allra gróðurhúsaáhrifanna. Þar sem vatnsgufan er miklu mikilvægari gróðurhúsalofttegund en t.d. CO2 er þá ekki rökrétt að segja að hún sé mengun og óæskileg?

Það sem vísindin segja…

Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Vatnsgufa er einnig ráðandi við svokallaða magnandi svörun í loftslaginu og magnar upp þá hlýnun sem að breyting í styrk CO2 í andrúmsloftinu veldur. Út af þessari magnandi svörun, þá er loftslag mjög viðkvæmt fyrir hlýnun af völdum CO2.

Vatnsgufa er ráðandi gróðurhúsalofttegund. Gróðurhúsaáhrif (eða geislunarálag) fyrir vatn er um 75 W/m2 á meðan CO2 veldur um 32 W/m2 (Kiehl 1997). Þessi hlutföll hafa verið staðfest með mælingum á innrauðum geislum sem endurvarpast niður til jarðar (Evans 2006). Vatnsgufa er einnig ráðandi í magnandi svörun í loftslagskerfi jarðar og aðal ástæðan fyrir því hvers vegna hitastig er svo viðkvæmt fyrir breytingum í CO2.

Ólíkt utanaðkomandi geislunarálagi líkt og CO2 sem hægt er að bæta við í andrúmsloftið, þá er magn vatnsgufu í andrúmsloftinu fall af hitastigi. Vatnsgufa kemur í andrúmsloftið með uppgufun og ræðst magn hennar af hitastigi sjávar og andrúmsloftsins, sem aftur ræðst af svokölluðu Clausius-Clapeyron sambandi. Ef meira vatn bætist við andrúmsloftið, þá þéttist það og fellur sem regn eða snjór á næstu einni eða tveimur vikum. Á sama hátt – ef á einhvern óskiljanlegan hátt öll vatnsgufan yrði tekin skyndilega úr andrúmsloftinu, þá myndi uppgufun jafna það út og raki andrúmsloftsins ná fyrri styrk á stuttum tíma.

[...] 

Lesa meira á loftslag.is, Vatnsgufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin


Eru loftslagsvísindin útkljáð?

Röksemdir efasemdamanna…

Margir halda að búið sé að útkljá vísindin um loftslagsbreytingar. Óvissan er mikil, of mikil til að hægt sé að fullyrða nokkuð um hvort mennirnir hafa einhver áhrif á loftslagsbreytingar.

Það sem vísindin segja…

Vísindin eru aldrei 100% útkljáð – vísindi snúast um að minnka óvissu. Mismunandi svið vísinda eru þekkt með mismunandi vissu. Sem dæmi, þá er þekkingin minni á því hvaða áhrif örður hafa á loftslagsbreytingar, heldur en hlýnunaráhrif CO2. Þeir þættir sem minna er vitað um breyta ekki þeirri staðreynd að loftslagsvísindin eru mjög vel ígrunduð.

Algengt er að heyra efasemdamenn segja að “loftslagsvísindin séu ekki útkljáð”, þar sem þeir meina í raun að óvissa innan loftslagsvísindanna sé of mikil til að réttlæta minnkandi losun á CO2. Þau rök sýna ákveðinn misskilning á því hvernig vísindin virka. Í fyrsta lagi þá gera þau rök ráð fyrir að vísindin séu á tvívíðu plani – þ.e. að vísindin séu ekki útkljáð fyrr en þau fara yfir ákveðna ímyndaða línu og þá séu þau útkljáð. Þvert á móti, þá eru vísindin aldrei 100% útkljáð. Í öðru lagi gera þessi rök ráð fyrir því að lítil þekking á einu sviði vísindanna útiloki góða þekkingu á öðru sviði vísindanna. Sú er ekki raunin. Til að svara spurningunni “eru loftslagsvísindin útkljáð”, þá þurfa menn að átta sig fyrst á því hvernig vísindin virka.

Lesa meira á loftslag.is: Eru loftslagsvísindin útkljáð?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband