Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Vitnisburður vísindamanna

Í öðru myndbandinu frá áheyrnarfundi í bandaríska þinginu svara loftslagsvísindamennirnir Dr. Richard Alley og Dr. Ben Santer ýmsum spurningum um loftslagsbreytingar, fyrra myndbandið má sjá hér. Fróðlegt er að sjá hvernig þetta fer fram þarna í BNA. Það virðist ekki alltaf vera auðvelt að svara flóknum spurningum á stuttum tíma og á sama tíma reynir spyrjandinn jafnvel að láta ljós sitt skína. En persónulega finnst mér vísindamennirnir skila þessu vel þrátt fyrir umgjörðina. Spurning hvort það væri ekki betra að lesa sig í gegnum eitthvað af þeim skýrslum sem til eru, í stað þess að hafa einskonar morfís keppni til að finna “sigurvegara” þar sem takmarkaður tími og aðrar takmarkanir eru settar varðandi möguleikann til að svara að viti. En jæja, þeir félagar (Alley og Santer) standa sig allavega með ágætum í þessum myndbandsbúti.

Dr. Richard Alley og Dr. Ben Santer eru báðir virtir loftslagsvísindamenn.

[...]

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Vitnisburður vísindamanna.

Tengt efni á loftslag.is:


Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

Sjávarstöðubreytingar eru með verri afleiðingum loftslagsbreytinga og þó að óvissan sé nokkur um hvaða afleiðingar verða af þeim – hvar og hversu miklar, þá þykir nokkuð ljóst að þær munu hafa slæm áhrif víða. Talið er að þær muni hafa hvað verstar afleiðingar á þéttbýlustu svæðum heims og þar sem nú þegar eru vandamál af völdum landsigs vegna landnotkunar og þar sem grunnvatn er víða að eyðileggjast vegna saltsblöndunar frá sjó. Einnig verða ýmis strandsvæði í aukinni hættu af völdum sjávarstöðubreytinga vegna sterkari fellibylja framtíðar.  

Hvernig eru sjávarstöðubreytingar mældar?

GRACE gervihnötturinn

Sjávarstöðubreytingar eru mældar á ýmsan hátt, sem síðan er samræmt til að gefa sem besta mynd. Til eru hundruðir sírita sem mæla flóð og fjöru og tengdir eru GPS mælum sem mæla lóðréttar hreyfingar landsins (landris og landsig). Einnig eru radarmælingar frá fjölmörgum gervihnöttum sem gefa upplýsingar um breytingar á sjávarstöðu yfir allan hnöttinn. Mælitæki sem mæla hitastig og loftþrýsting, ásamt upplýsingum um seltu sjávar eru einnig gífurlega mikilvæg til að kvarða gögnin, auk nýjustu og nákvæmustu gagnanna sem nú koma frá þyngdarmælingum gervihnattarins GRACE – en hann gefur nákvæmar upplýsingar um breytingu á massa, lands og sjávar. 

Yfirlitsgrein eftir Merrifield o.fl. 2009 um GLOSS (Global Sea Level Observing System) gefur nokkuð góða mynd um það hversu margar og fjölbreyttar stofnanir og einstaklingar vinna að því að kortleggja sjávarstöðubreytingar. Þessar rannsóknir eru óháðar hvorri annarri og staðfesta hverja aðra.

Rís sjávarstaða jafnt og þétt yfir allan heim?

Þegar maður heyrir tölur um sjávarstöðubreytingar, þá er yfirleitt verið að tala um hnattrænt meðaltal. Það er margt sem hefur áhrif á staðbundnar sjávarstöðubreytingar. Sem dæmi þá gætu áhrifin orðið minni hér við strendur Íslands á sama tíma og þau gætu orðið mun meiri við Austurströnd Bandaríkjanna.

[...] 

Nánar á Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar


Gorgeirinn og vísindamaðurinn

Tekið úr orðabók:

Gorgeir
Yfirlæti, hroki, rembingur

Vísindamaður:
Maður sem iðkar vísindi, er lærður í e-i grein vísinda 

Eftir þessar útskýringar er ekki úr vegi að skoða myndband sem sjá má á loftslag.is og fjallar um einskonar áheyrnarfund hjá bandarískri þingnefnd, sjá nánar, Gorgeirinn og vísindamaðurinn

Tengt efni á loftslag.is:

 


Mýta beint í æð...

Við birtum eftirfarandi færslu á gærkvöldi, áður en við tókum eftir þessari frétt. Merkilegt val á myndefni fyrir efnið. Í fréttinni er talað um að 2010 verði eitt það hlýjasta ár frá upphafi mælinga og svo er sýnt myndband af grátandi fólki á flugvöllum og vetrarkuldum í Evrópu. Það er óþarfi að gera lítið úr þeim fréttum almennt að það ríkir vetrarríki í Evrópu um þessar mundir og að kuldarnir munu hugsanlega hafa áhrif á hvar í röðinni árið lendir, en við teljum að þetta val á myndefni við fréttina styðji við mýtuna sem er tekin fyrir hér undir og endurtökum  við hana því núna:

Mýta: Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun (skipta út landi, svæði, héraði eftir því sem við á). 

Þessi mýta er sjaldgæf, en virðist miða að því að koma því að hjá fólki að kalt veður eða kuldamet á ákveðnum stað á ákveðnum tíma þýði að ekki sé nein hlýnun um að ræða.

Ég ætla að velta upp spurningu sem virðist stundum koma upp og sérstaklega þegar kalt er. Spurningin er þessi:

Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða?

519121

Veðrið er síbreytilegt, það er erfitt að reikna það út og lítil breyting í lægðakerfum jarðar getur orðið til þess að kuldamet eru slegin á ákveðnum svæðum (reyndar einnig hitamet – sem dæmi, þá er mjög kalt í Skandinavíu á meðan óvenju hlýtt er á Vesturströnd Grænlands).

Fréttir af kuldatíð á ákveðnum stað á ákveðnum tíma er einmitt það – fréttir af veðri og skal alls ekki rugla því saman við loftslag – en loftslag er tölfræðileg lýsing á veðurfarslegum þáttum þegar til lengri tíma er litið (oft notast við 20-30 ára tímabil). Það sama á vissulega við um fréttir af hitastigi á Grænlandi síðustu daga – sá hiti segir í raun lítið um loftslag.

Af því leiðir að óvenjulegir kuldar á ákveðnum stað og ákveðnum tíma segja í raun lítið um hnattræna hlýnun, þar sem kuldamet eru einnig slegin þegar hnattræn hlýnun er í gangi. Kuldametin gerast þó færri en hitametin, eins og raunin hefur orðið í t.d. Bandaríkjunum, en þar hefur tölfræði hitameta verið skoðuð undanfarna áratugi – en nú er það svo að hitamet hvers dags síðastliðinn áratug hafa komið um tvisvar sinnum oftar en kuldamet (sjá Frétt: Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum).

Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.

 

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú að jafnvel þegar hnattræn hlýnun er í gangi eins og nú, þá geta komið óvenju kaldir dagar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þeim fækkar þó samanborið við óvenju hlýja daga.

Eitt er áhugavert við þá sem að fjalla mikið um kuldamet og tengja það við að að ekki sé að hlýna. Þetta eru oft sömu mennirnir og neita að viðurkenna að það sé að hlýna og telja að ekkert sé að marka hitamælingar sem notaðar eru til að staðfesta hlýnun jarðar- en taka þarna fegins hendi við upplýsingum um að það sé óvenju kalt á einhverjum stað á ákveðnum tíma.

[...] 

Á loftslag.is má einnig sjá myndband sem fjallar um þetta, Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.

  


mbl.is Árið 2010 eitt það hlýjasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun

Mýta: Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun (skipta út landi, svæði, héraði eftir því sem við á). 

Þessi mýta er sjaldgæf, en virðist miða að því að koma því að hjá fólki að kalt veður eða kuldamet á ákveðnum stað á ákveðnum tíma þýði að ekki sé nein hlýnun um að ræða.

Ég ætla að velta upp spurningu sem virðist stundum koma upp og sérstaklega þegar kalt er. Spurningin er þessi:

Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða?

519121

Veðrið er síbreytilegt, það er erfitt að reikna það út og lítil breyting í lægðakerfum jarðar getur orðið til þess að kuldamet eru slegin á ákveðnum svæðum (reyndar einnig hitamet – sem dæmi, þá er mjög kalt í Skandinavíu á meðan óvenju hlýtt er á Vesturströnd Grænlands).

Fréttir af kuldatíð á ákveðnum stað á ákveðnum tíma er einmitt það – fréttir af veðri og skal alls ekki rugla því saman við loftslag – en loftslag er tölfræðileg lýsing á veðurfarslegum þáttum þegar til lengri tíma er litið (oft notast við 20-30 ára tímabil). Það sama á vissulega við um fréttir af hitastigi á Grænlandi síðustu daga – sá hiti segir í raun lítið um loftslag.

Af því leiðir að óvenjulegir kuldar á ákveðnum stað og ákveðnum tíma segja í raun lítið um hnattræna hlýnun, þar sem kuldamet eru einnig slegin þegar hnattræn hlýnun er í gangi. Kuldametin gerast þó færri en hitametin, eins og raunin hefur orðið í t.d. Bandaríkjunum, en þar hefur tölfræði hitameta verið skoðuð undanfarna áratugi – en nú er það svo að hitamet hvers dags síðastliðinn áratug hafa komið um tvisvar sinnum oftar en kuldamet (sjá Frétt: Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum).

Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.

 

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú að jafnvel þegar hnattræn hlýnun er í gangi eins og nú, þá geta komið óvenju kaldir dagar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þeim fækkar þó samanborið við óvenju hlýja daga.

Eitt er áhugavert við þá sem að fjalla mikið um kuldamet og tengja það við að að ekki sé að hlýna. Þetta eru oft sömu mennirnir og neita að viðurkenna að það sé að hlýna og telja að ekkert sé að marka hitamælingar sem notaðar eru til að staðfesta hlýnun jarðar- en taka þarna fegins hendi við upplýsingum um að það sé óvenju kalt á einhverjum stað á ákveðnum tíma.

[...] 

Á loftslag.is má einnig sjá myndband sem fjallar um þetta, Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.

  


Fjórar gráður

Vísindamenn bresku Veðurstofunnar (UK Met office) hafa áður sýnt fram á möguleika þess að Jörðin geti hitnað um yfir 4°C á seinni hluta þessarar aldar, ef ekki verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú er nýútgefið  hefti Konunglegu Vísindaakademíunnar (A Philosophical Transactions of the Royal Society)þar sem birtar eru ítarlegar rannóknir á því hvernig búast má við að loftslag Jarðar verði við 4°C hækkun hitastigs og afleiðingar þess.

[...]

Nánar á loftslag.is, Fjórar gráður

Tengt efni á loftslag.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband