Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
31.3.2012 | 21:50
Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
Nákvæm gögn eru söfnuð um útbreiðslu hafíss síðastliðin rúm 30 ár byggð á gervihnattagögnum, en auk þess eru nothæfar upplýsingar til um útbreiðslu hafíss síðustu öld, byggt á upplýsingum frá skipum og flugvélum. Gögnin sýna greinilega að bráðnunin undanfarna áratugi er mun meiri en öldina þar á undan. Nýleg greining á þeirri þekkingu sem til er um hafís Norðurskautsins (Polyak o.fl. 2010), bendir til þess að bráðnun hafíss nú sé meiri en verið hefur síðastliðin nokkur þúsund ár og ekki hægt að útskýra með náttúrulegum breytileika.
Nú nýlega kom síðan út grein um ástand hafíssins á Norðurskautinu. Þar er ítarleg greining á þeim vísum (e. proxys) sem til eru um útbreiðslu hafíss síðastliðin 1450 ár (sjá Kinnard o.fl. 2011).
Kinnard og félagar söfnuðu saman 69 gagnasettum sem vísa í útbreiðslu hafíss á Norðurskautinu, ýmist beint eða óbeint. Mest voru notaðir borkjarnar í jökulís, en einnig trjáhringjarannsóknir, vatnaset og söguleg gögn þar sem minnst var á hafís. Mikið af vísunum geyma vísbendingar eða merki sem eru önnur en frá útbreiðslu hafíss - þá sérstaklega hitastig - en tölfræðilega greiningin sem notuð er veitir höfundum möguleika á að einangra frá breytileika í gögnunum sem þá er frábrugðinn hitamerkinu.
Sú tölfræðilega greining sýndi góða fylgni við hafísútbreiðslu síðsumars (ágúst), bæði fyrir allt Norðurskautið sem og fyrir gögn sem tengdust sérstaklega hafisútbreiðslu við Rússland. Samkvæmt greiningunni þá voru gögnin nægilega nákvæm til að áætla um útbreiðslu hafíss síðastliðin 1450 ár.
Áhugavert er að skoða útlit línuritsins, en glöggir lesendur loftslag.is kannast kannski við útlitið - en það minnir mjög á hokkíkylfur sem orðnar eru fjölmargar (sjá Hokkíkylfa eða hokkídeild?).
Meiri óvissa er eftir því sem farið er lengra aftur í tíman - þá aðallega vegna þess að þau gögn sem nothæf eru fækkar. Engu að síður er augljóst að í lok tuttugustu aldar er niðursveiflan fordæmalaus - allavega síðastliðin 1450 ár - bæði hvað varðar magn og lengd tímabils.
Heimildir og ítarefni
Byggt á umfjöllun Tamino í Open Mind: 1400+Years of Arctic Ice
Greinin birtist í Nature, Kinnard o.fl. 2011 (ágrip): Reconstructed changes in Arctic sea ice over the past 1,450 years
Yfirlitsgreinin um sögu hafíss birtist í Quaternary Science Review, Polyak o.fl. 2010: History of sea ice in the Arctic
Tengt efni á loftslag.is
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
- Hokkíkylfa eða hokkídeild?
- Frekari sönnunargögn um að hlýnun jarðar sé raunveruleg
- Myndband um hafíslágmarkið 2011
29.3.2012 | 08:17
Öfgar í veðri - líkurnar aukast
Heimildir og ítarefni
Coumou og Rahmstorf (2012): A Decade of Weather Extremes. Nature Climate Change [DOI: 10.1038/NCLIMATE1452]
Fréttatilkynningin á ensku: Weather records due to climate change: a game with loaded dice
Umfjöllun á RealClimate: Extreme Climate
Tengt efni á loftslag.is
23.3.2012 | 09:17
Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT
Eins og margir vita, þá eru margar hitagagnaraðir í gangi sem mæla þróun hnattræns hitastigs (sjá t.d. GISTEMP, NCDC og Berkeley Earth). Fyrir stuttu kom út ný útgáfa á gagnasettinu frá bresku veðurstofunni (Met Office) og háskólanum í East Anglia svokölluð HadCRUT gagnaröð. Sú gagnaröð hefur verið mikið notuð og nær allt aftur til 1850, en hefur þótt takmörkuð vegna lélegrar útbreiðslu mælistöðva nálægt Norðurskautinu.
Nýjasta útgáfan sem kölluð er HadCRUT4 hefur aukið við fjölda mælistöðva sérstaklega á norðurskautinu (400 stöðvar við Norðurskautið, Síberíu og Kanada). Einnig er búið að lagfæra gögnin vegna breytinga sem urðu á mælingum sjávarhita, sérstaklega þær sem teknar voru eftir seinni heimstyrjöldina (munur var á hvort hent var út fata og hitinn mældur í henni eða hvort mælt var vatn sem tekið var beint inn í vélarúmið).
Lesa má nánar um þetta og skoða myndband á heimasíðu loftslag.is: Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT
Heimildir og ítarefni
Fréttatilkynning Met Office má lesa hér: Updates to hadCRUT global temperature dataset
CRUTEM4 gögnin má nálgast hér og hér, ásamt tenglum í hrá gögn og kóða við úrvinnsluna.
RealClimate er með ítarlega umfjöllun um nýja gagnasettið, sjá: Updating the CRU and HadCRUT temperature data.
Tengt efni á loftslag.is
- Að efast um BEST
- Athugasemd varðandi meintar falsanir NASA
- Árið 2011 skv NASA GISS og hnatthitaspámeistarinn
- Minnkandi endurskin Norðurskautsins, magnar upp hnattræna hlýnun
- Norðurskautsmögnunin
21.3.2012 | 21:51
Sólvirkni
Ágúst Bjarnason birtir á bloggi sínu áhugaverða myndir meðal annars þessa:
http://sidc.oma.be/sunspot-index-graphics/sidc_graphics.php
Þar sem hvorugur ritstjóra loftslag.is fær lengur að tjá sig á bloggsíðu Ágústar (eftir vægar rökræður um hitagögn á heimasíðu Trausta fyrir mánuði síðan) þá viljum við koma með athugasemd hér.
Þessi mynd er frekar lýsandi fyrir sólvirkni undanfarna áratugi. Við á loftslag.is sýnum oft sambærilega mynd - þar sem teiknað hefur verið að auki inn hlýnun á sama tíma skv. NASA GISS. Sú mynd er svona:
Eins og sjá má þá hefur sólvirknin fallið nokkuð síðan fyrir um 50-60 árum. Á sama tíma hefur aftur á móti hlýnun haldið nokkuð stöðugt áfram.
Sama segja niðurstöður ýmissa rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum greinum undanfarinn áratug - sjá þessa mynd (smella á til að stækka):
Prósentuhluti áhrifaþátta á hnattræna hlýnun síðastliðin 50-65 ár samkæmt Tett o.fl. 2000 (T00, dökk blár), Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Stone o.fl. 2007 (S07, grænn), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár), Huber og Knutti 2011 (HK11, ljósblár) og svo Gillett o.fl. 2012 (G12, appelsínugulur). Smelltu á mynd til að stækka.
Eins og sjá má þá eru það mennirnir sem hafa hvað mest áhrif á loftslag á þessu tímabili eða samtals um eða yfir 100 % af mældri hlýnun.
Heimildir:
Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Tett o.fl. 2000
- Meehl o.fl. 2004
- Stone o.fl. 2007
- Lean og Rind 2008
- Stott o.fl. 2010
- Huber og Knutti 2011
- Gillett o.fl. 2012
16.3.2012 | 17:29
Glósublók Thoreau sýnir breytingu í vorkomu
Samanburður á nákvæmum glósum sem náttúrufræðingurinn Henry David Thoreau skildi eftir sig og gögn um nútíma veður og blómstur blóma hafa gert vísindamönnum kleyft að sýna fram á breytingu á vorkomu í austur Massacusetts síðastliðin 150 ár.
Vísindamenn frá Boston háskóla skoðuðu einmitt gögn frá Thoreau og fleiri náttúrufræðingum og komust að því að 43 algengar blómategundir blómstra að meðaltali 10 dögum fyrr nú en fyrir 150 árum síðan. Þær tegundir sem ná ekki að aðlagast eru að hverfa samkvæmt rannsókninni. 21 tegund af orkideum (e. orchid) uxu villtar í nágrenni heimabæjar Thoreau, Concord á þessum tíma - nú eru þær bara sex. Frá árinu 1860 hefur hitastig í Concord aukist um 2,5°C.
Heimildir og ítarefni
Greinin birtist í journal BioScience og er eftir Primack og Miller-Rushing (2012): Uncovering, Collecting, and Analyzing Records to Investigate the Ecological Impacts of Climate Change: A Template from Thoreaus Concord
Sjá umfjöllun á heimasíðu LiveScience: Thoreau's Notes Reveal How Spring Has Changed in 150 Years
Tengt efni á loftslag.is
- Háfjallaplöntur hverfa
- Loftmyndir sýna breytingar á vistkerfi Síberíu
- Hraðir flutningar, hærra og lengra
- Loftslagsbreytingar með augum bænda
- Könguló eykur útbreiðslu sína í Bandaríkjunum
12.3.2012 | 20:35
TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun
Einn fremsti vísindamaður heims í loftslagsfræðum útskýrir hér af hverju hann tekur þátt í umræðum um loftslagsmál í stað þess að sitja inn á rannsóknastofu við rannsóknir. Hann útskýrir hér hversu sterk sönnunargögnin eru og nauðsyn þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Það gengur erfiðlega að setja inn myndband hér á blog.is, en sjá má myndbandið á loftslag.is: TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun
Tengt efni á loftslag.is
- TED | Innlit í tímavél Suðurskautsins
- Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
- Dr David Suzuki á Íslandi afl náttúrunnar
- Sólarhringur sannleikans
- Carl Sagan frá 1990 um hnattræna hlýnun
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2012 | 08:48
Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki
Föstudagur 9. mars kl. 13-16.30
Stofa 231 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Þótt loftslagsbreytingar séu hnattrænt vandamál verður í málstofunni fyrst og fremst fjallað um þær í íslensku samhengi. Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson ræða íslenska vefinn loftslag.is sem þeir ritstýra, en hann er helgaður umræðunni um loftslagsmál á Íslandi. Guðni Elísson fjallar um siðferðilegan og pólitískan vanda þess að dæla upp olíu úr íslenska landgrunninu, en Halldór Björnsson varpar fram spurningum um aðlögun Íslendinga í kjölfar loftslagsbreytinga og Þorvarður Árnason talar um loftslagsbreytingar sem nýja tegund af umhverfisvandamáli. Síðast en ekki síst fjallar Hrafnhildur Hannesdóttir um breytingar á jöklum síðustu alda og hvernig megi bera saman veðurgögn (hita og úrkomu) frá upphafi mælinga til þess að stilla af jöklalíkön og spá fyrir um framtíðina.
Fyrirlesarar:
- Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson, ritstjórar loftslag.is: Loftslag.is - Umræða um loftslagsmál í fortíð, nútíð og framtíð
- Halldór Björnsson, deildarstjóri rannsókna og þróunar á veðursviði Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim
- Hrafnhildur Hannesdóttir, doktorsnemi í jarðfræði: Gildi sögulegra heimilda í rannsóknum á jöklabreytingum í Austur-Skaftafellssýslu
- Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði: Vekjum ekki sofandi dreka: Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu
- Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði: Hnattrænar loftslagsbreytingar sem umhverfismál
Málstofustjóri: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Sjá nánar á heimasíðu Hugvísindastofnunar Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki
8.3.2012 | 08:47
Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki
Föstudagur 9. mars kl. 13-16.30
Stofa 231 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Þótt loftslagsbreytingar séu hnattrænt vandamál verður í málstofunni fyrst og fremst fjallað um þær í íslensku samhengi. Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson ræða íslenska vefinn loftslag.is sem þeir ritstýra, en hann er helgaður umræðunni um loftslagsmál á Íslandi. Guðni Elísson fjallar um siðferðilegan og pólitískan vanda þess að dæla upp olíu úr íslenska landgrunninu, en Halldór Björnsson varpar fram spurningum um aðlögun Íslendinga í kjölfar loftslagsbreytinga og Þorvarður Árnason talar um loftslagsbreytingar sem nýja tegund af umhverfisvandamáli. Síðast en ekki síst fjallar Hrafnhildur Hannesdóttir um breytingar á jöklum síðustu alda og hvernig megi bera saman veðurgögn (hita og úrkomu) frá upphafi mælinga til þess að stilla af jöklalíkön og spá fyrir um framtíðina.
Fyrirlesarar:
- Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson, ritstjórar loftslag.is: Loftslag.is - Umræða um loftslagsmál í fortíð, nútíð og framtíð
- Halldór Björnsson, deildarstjóri rannsókna og þróunar á veðursviði Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim
- Hrafnhildur Hannesdóttir, doktorsnemi í jarðfræði: Gildi sögulegra heimilda í rannsóknum á jöklabreytingum í Austur-Skaftafellssýslu
- Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði: Vekjum ekki sofandi dreka: Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu
- Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði: Hnattrænar loftslagsbreytingar sem umhverfismál
Málstofustjóri: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Sjá nánar á heimasíðu Hugvísindastofnunar Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki