Hafísútbreiðsla í júní 2010

Útbreiðsla hafíss í júní mánuði var sú minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, frá 1979 til 2010. Hitastigið á Norðurskautinu var yfir meðallagi og hafísinn hörfaði frekar hratt í mánuðinum. Í júní byrjaði ástand sem nefnist tvípóla frávik (dipole anomaly), sem er loftþrýstingskerfi í lofthjúpnum sem m.a. var að hluta til meðvirkandi árið 2007, þegar hafísútbreiðslan var sú minnsta samkvæmt mælingum við lok sumarsins.

- - - 

Sjá má nokkrar skýringarmyndir og gröf í fréttinni á loftslag.is, sjá - Hafís | Júní 2010

Tengt efni á loftslag.is:

 


Fræðslumyndband um súrnun sjávar

Eins og kemur fram í fræðslumyndbandi um súrnun sjávar, frá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration), þá er súrnun sjávar hnattræn breyting á efnafræði sjávar – sem er að gerast nú, sem bein afleiðing af auknum styrk CO2 í andrúmsloftinu. Áhrif þess á lífríki sjávar eru fyrst nú að verða kunn. Til að læra meir um Súrnun sjávar þá mælum við með myndbandinu sem sjá má í færslunni; Fræðsla um súrnun sjávar.

Tengdar færslur á loftslag.is

 


Tvö alvarleg mál

Sjávarstöðubreytingar eru með verri afleiðingum loftslagsbreytinga og þó að óvissan sé nokkur um hvaða afleiðingar verða af þeim – hvar og hversu miklar, þá þykir nokkuð ljóst að þær munu hafa áhrif víða. Talið er að þær muni hafa hvað verstar afleiðingar á þéttbýlustu svæðum heims og þar sem nú þegar eru vandamál af völdum landsigs vegna landnotkunar og þar sem grunnvatn er víða að eyðileggjast vegna saltsblöndunar frá sjó. Einnig verða ýmis strandsvæði í aukinni hættu af völdum sjávarstöðubreytinga vegna sterkari fellibylja framtíðar.  

Sjá nánar í færslunni; Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

Súrunun sjávar verður þegar CO2 leysist upp í úthöfunum, sem veldur það falli í pH gildi sjávar. Þessi breyting á efnafræði sjávar hefur áhrif á lífverur sjávar og vistkerfi á ýmsan hátt, sérstaklega á lífverur eins og kórallar og skeldýr, en skeljar þeirra eru úr kalsíum karbónati. Nú þegar hefur sýrustig yfirborðssjávar lækkað um 0,1 pH frá því sem það var fyrir iðnbyltinguna og nú þegar eru áhrif þessara breytinga farið að gæta í dýpri lögum sjávar.

Sjá nánar í færslunni;  Súrnun sjávar – hinn illi tvíburi

Tengt efni á loftslag.is: 


mbl.is Yfirborð hafsins hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum


thumb_michael_mannEinn vísindamannanna sem lentu hvað harðast í hinu svokallaða Climategatefjaðrafoki, Michael Mann, var nýlega sýknaður af öllum áburði um að hafa staðið að vísindalegum misgjörðum. Nefnd á vegum Penn State háskólans fjallaði um mál hans og komst að þessari niðurstöðu. Þetta er því enn einsýknun vísindamanns í kjölfar þessa máls. Í Climategate-málinu var tölvupóstum loftslagsvísindamanna stolið og efni þeirra tekið úr samhengi og það notað til að sverta mannorð vísindamannanna og þannig var reynt að draga athygli frá sjálfum vísindunum og rannsóknum þeim sem vísindin byggja á. Á heimsíðu Penn State má lesa um þetta og sjá alla skýrsluna, þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

Prófessor Michael Mann hjá Penn State hefur verið hreinsaður af misgjörðum, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt var í dag (1. júlí). Rannsóknin á Mann fór fram eftir að fram komu staðhæfingar um óviðeigandi rannsóknarniðurstöður. Málið kom upp á yfirborðið eftir að þúsundum tölvupósta var stolið og þeir birtir á internetinu. Tölvupóstunum var náð úr tölvukerfi CRU við háskólann í East Anglia á Englandi, sem er einn helsti geymslustaður gagna varðandi loftslagsbreytingar.

Nefnd fræðimanna frá fjölmörgum rannsóknarsviðum, allir fastráðnir við Penn State, byrjuðu þann 4. mars vinnuna við rannsókn á því hvort að Mann hefði “tekið þátt í, beint eða óbeint, einhverjum athöfnum sem brugðu alvarlega út af viðurkenndum aðferðum innan vísindasamfélagsins…”. Mann er einn af leiðandi vísindamönnum varðandi rannsóknir á loftslagsbreytingum.

Einnig má lesa fréttatilkynningu um skýrsluna hér. Í myndbandi á loftslag.is má sjá stutt viðtal sem tekið var við prófessor Michael Mann eftir að niðurstaða nefndarinnar var birt. Hann kemur m.a. inná hvaða áhrif þetta mál hefur haft á vinnu hans og annara vísindamanna. Sjá má myndbandið í færslunni á loftslag.is: - Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum

Tengt efni á loftslag.is:

 


Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla

Í myndbandi frá Ted.com , sem sjá má á loftslag.is, sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að hopa og hop þeirra er talið vera...

Mýtusíðan fær andlitslyftingu

Í tilefni af uppfærslu á einni af föstu síðunum, þá birtum við hana hér til upplýsinga. Hægt er að nálgast hana uppfærða hér til hægri undir tenglinum Mýtur á loftslag.is, en reglulega bætast við nýjar í sarpinn. Þá má benda á að nú þegar er búið að...

Kolefnisfótspor HM 2010

Í dag hefjast 8 liða úrslit á HM í fótbolta og væntanlega eru margir sem fylgjast spenntir með, sá sem þetta skrifar er engin undantekning þar á. Það er af því tilefni, ekki úr vegi að líta aðeins á kolefnisfótspor HM 2010. Kolefnisfótspor HM 2010: 2,8...

Hafís og siglingaleiðir

Hafís í Norður-Íshafi hefur farið minnkandi á undanförnum árum og áratugum og talið er að hækkandi hitastig Jarðar sé meðal þess sem er drifkraftur þeirrar þróunar. Við höfum skrifað nokkuð um þróun hafíss á loftslag.is og langar okkur að benda á nokkrar...

Yfirvofandi ísöld og vísindaleg umræða

Síðustu vikuna höfum við birt 2 myndbönd á loftslag.is sem okkur langar til að nefna hér á blogginu: Í fyrra myndbandinu eru skoðaðar sögusagnir um yfirvofandi ísöld vegna stöðvunar Golfstraumsins. Hvernig komu þessar sögusagnir til og hverju spáðu...

Spár um lágmarksútbreiðslu hafíss í ár

Undanfarin ár hafa nokkrir vísindamenn og áhugamenn um hafís Norðurskautsins gefið út spár um það hvernig útbreiðsla hafíss verður háttað í lok sumarbráðnunar. Þetta er meira til gamans gert en alvöru, en einnig er þetta nokkur keppni milli þeirra sem...

Er CO2 mengun?

Hér er endurbirt færsla af loftslag.is frá því í vetur (sjá Er CO2 mengun? ) Í umræðunni um loftslagsmál heyrist oft sú fullyrðing að CO2 sé ekki mengun, því það sé náttúrulegt og nauðsynlegt fyrir líf á jörðinni. Gott og vel, það hljómar sem mjög...

Samhljóða álit vísindamanna styrkist

Nýlega birtist grein í PNAS (Proceedings of the National Academy of Sciences) þar sem staðfest er samhljóða álit ( e. consensus ) loftslagsvísindamanna að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og séu af völdum manna (Anderegg o.fl. 2010). Gerð var...

Kolefnisfótspor | Bjór

Kolefnisfótspor af hálfum lítra af bjór í koldíoxíð jafngildi, CO2e : 300g CO2e: Innlendur bjór af krana á hverfiskránni 500g CO2e: Innlendur átappaður bjór í Vínbúðinni, eða erlendur bjór af krana á kránni 900g CO2e: Átappaður erlendur bjór í...

Olíulekinn í samhengi

Olíulekinn í Mexíkóflóa er gríðarlegt umhverfisslys. Mér hefur persónulega fundist fréttaflutningur hér á landi (og víðar) vera út frá einhverjum undarlegum vinkli um það hvað BP er alveg að fara að gera... eða næstum búið að koma í veg fyrir... í...

Hafísútbreiðslan í maí

Fréttin hér undir er af loftslag.is, sjá Hafís | Maí 2010 . Það er ekki úr vegi að rifja hana upp í sambandi við þessa frétt mbl.is. ... Hafísútbreiðslan á norðuskautinu minnkaði verulega í maí eftir að hafa verið mikil í apríl. Hitastigið var yfir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband