Hitastig | Maí 2010

 

Helstu atriðið varðandi hitastig maímánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir maí 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,69°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar (14,8°C).
  • Fyrir tímabilið mars-maí 2010, er sameinað hitastig fyrir bæði land og haf það heitasta, með hitafrávik upp á 0,73°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar fyrir tímabilið (14,4°C).
  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir tímabilið janúar til maí 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafrávik upp á 0,68°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar.
  • Hitastig sjávar á heimsvísu var 0,55°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og er það næst heitasta fyrir maímánuð samkvæmt skráningum.
  • Fyrir tímabilið mars-maí 2010 var hitastig sjávar á heimsvísu 0,55°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og er það heitasta skráning fyrir tímabilið.
  • Hitastig á landi á heimsvísu fyrir bæði maí mánuð og tímabilið mars-maí er það heitasta samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 1,04°C og 1,22°C yfir meðaltali 20. aldar.
  • Fyrir norðurhvelið er bæði meðalhitastig maímánaðar 2010 fyrir landsvæði og sameinað hitastig lands og sjávar það heitasta frá því mælingar hófust.  Sjávarhitastigið var það næst heitasta fyrir maímánuð á norðuhvelinu. Fyrir tímabilið mars-maí var hitastig á norðurhvelinu það heitasta fyrir tímabilið.
  • El Nino ástandið hætti í maí 2010.

Maí 2010

Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn og tímabilið janúar – maí.

Sjá nánar á loftslag.is, Hitastig | Maí 2010

 

Heimildir og annað efni af loftslag.is:

 

 


Sjávarstöðubreytingar

Hérna má sjá hvernig sjávarstaðan hefur breyst frá um 1870. Gögnin frá 1993 eru beint frá gervihnöttum. Það er að sjálfsögðu einhver óvissa í þessum mælingum sérstaklega fyrir 1993. En þarna sést að sjávarstöðubreytingar eru meiri nú en fyrir 1993. Núna hækkar sjávarstaðan um 3,32 mm á ári, en fyrir 1993 er talið að sjávarstaðan hafi hækkað um 1,7 mm á ári frá 1870.

Tengt efni á loftslag.is:


Lausnir

Þetta gæti verið rétt hjá Obama að þetta umhverfisslys á Mexíkóflóa muni hugsanlega opna augu almennings fyrir öðrum lausnum til orkuöflunar. Það er svo sem hægt að nefna ýmsar lausnir, m.a. vindorku, sólarorku, kjarnorku og fleira. M.a. munu metan- og rafmagnsbílar hafa möguleika á að ná augum landsmanna í framtíðinni. Hvað sem verður, þá höfum við, á loftslag.is, skrifað sitthvað um ýmsa þá möguleika sem eru til umræðu, sjá nánar umfjöllun um nokkrar lausnir og tengt efni á loftslag.is:

 


mbl.is Obama vill hreina orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er kolefnisfótspor?

thumb_footprint-sandÞað mikið talað um losun koldíoxíðs vegna athafna manna. En hvað er verið að tala um og  hvað er kolefnisfótspor (e. carbon footprints)?

Þegar talað er um kolefnisfótspor í sambandi við loftslagsbreytingar, þá er fótspor myndlíking fyrir þau áhrif sem eitthvað hefur. Í þessu tilfelli má segja að kolefni sé notað sem einhverskonar samnefnari fyrir þær gróðurhúsalofttegundir sem valda hnattrænni hlýnun.

Þar af leiðandi má kannski orða það þannig að kolefnisfótspor sé einhverskonar samnefnari á áætluðum heildaráhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda sem eitthvað veldur. Þetta eitthvað getur svo verið hvað sem er, t.d. athafnir, hlutir, lífsstíll, fyrirtæki, lönd eða jafnvel allur heimurinn.

Hvað er CO2e?

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eða svokölluð hnattræn hlýnun af mannavöldum er talin eiga sér stað vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Aðal gróðurhúsalofttegundin er koldíoxíð (CO2). CO2 verður m.a. til við brennslu jarðefnaeldsneytis. Það eru einnig aðrar gróðurhúsalofttegundir sem við þurfum að huga að en eru þó losaðar í mun minna magni. Metan (CH4) er dæmi lofttegund sem m.a. kemur frá landbúnaði og er 25 sinnum áhrifameiri gróðurhúsalofttegund en CO2 á hvert kílógram. Einnig má nefna gróðurhúsalofttegundir, eins og t.d. nituroxíð (N2O), sem er u.þ.b. 300 sinnum öflugri en CO2 og ýmsar lofttegundir frá kælitækjum sem geta verið nokkur þúsund sinnum öflugri en CO2.

Á Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurnvegin á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%). Hver hlutur eða athöfn getur valdið margskonar áhrifum vegna þess að fleiri gróðurhúsalofttegundir koma við sögu í mismunandi magni í hverju tilfelli. Þannig myndi kolefnisfótsporið ef allt er tiltekið vera nánast óskiljanlegt hrafnaspark þar sem margar gróðurúsalofttegundir í mismunandi magni koma fyrir. Til að koma í veg fyrir það, er kolefnisfótsporinu lýst sem koldíoxíð jafngildi (e. equivalent) eða CO2e. Þetta þýðir að heildaráhrif allra gróðurhúsalofttegunda sem hlutur eða athöfn sem hefur í för með sér er lýst með tilliti til þeirra áhrifa sem yrðu miðað við það magn sem þyrfti að vera af koldíoxíði til að hafa sömu áhrif. CO2e er því það magn sem lýsir því, miðað við ákveðið magn og blöndu af gróðurhúsalofttegundum, hversu mikið magn af CO2 hefði sömu áhrif til hlýnunar andrúmsloftsins, þegar reiknað er á ákveðnu tímabili (almennt eru notuð 100 ár).

Bein losun og óbein losun

Það er nokkur ruglingur varðandi kolefnisfótspór, þegar kemur að því að skoða muninn á beinni og óbeinni losun. Hið raunverulega kolefnisfótspor á hlut eins og plast leikfangi, svo dæmi sé tekið, er ekki bara bein losun sem verður til við framleiðslu og flutning leikfangsins til verslunar. Það þarf einnig að skoða margskonar óbeinna losun, eins og t.d. þá losun sem verður til við vinnslu olíu sem notuð er við framleiðslu plastsins. Þetta eru aðeins dæmi um þær athafnir í ferlunum sem hafa áhrif á losunina. Ef við spáum í það, þá getur verið að mjög erfitt að rekja alla ferlana sem eru á bak við þá losun sem kemur frá einum hlut eða athöfn. T.d. eitthvað svo hversdagslegt sem notkun skrifstofufólks í plastverksmiðjunni á pappírsklemmum úr stáli. Til að fara enn nánar út í þessa sálma má svo skoða námaverkamanninn sem vinnur í námunni sem járnið í stálið kemur frá…og svo framvegis nánast út í hið óendanlega. Verkefnið við útreikninga á kolefnisfótspori leikfangs úr plasti, getur í raun innihaldið fjöldan allan af ferlum sem taka mætti inn í dæmið. Nákvæmur útreikningu er nánast ómögulegur og sum áhrifin eru líka mjög smá miðað við heildaráhrifin.

Til að nefna annað dæmi, þá er raunverulegt kolefnisfótspor við það að keyra bíl ekki einungis sú losun sem verður til við bruna eldsneytisins, heldur einnig sú losun sem varð til við vinnslu olíunnar í bensín, flutningur þess til landsins og á bensínsstöðvarnar, ásamt þeirri losun sem verður til við framleiðslu bílsins og viðhalds, svo eitthvað sé nefnt.

Hinn nauðsynlegi en ómögulegi útreikningur

Kolefnisfótsporið eins og það er skilgreint hér að ofan er varðandi þær mælingar sem taka þarf tillit til við athugun á losun gróðurhúsalofttegunda vegna loftslagsbreytinga. Það er nánast ómögulegt að leysa þetta úrlausnarefni nákvæmlega. Við eigum engan möguleika á að skilja nákvæmlega hver áhrif banana eru samanborið við allt mögulegt annað sem við getum keypt, nema við getum tekið inn í dæmið allan ferilinn, þ.e. ræktun, flutning, geymslu og aðra ferla sem máli skipta. Hvernig er best að nálgast dæmi sem er nánast ómögulegt sökum mikils flækjustigs?

Ein aðferð sem stundum sést, er að gefast hreinlega upp og mæla á einfaldari hátt, jafnvel þó að stór hluti þess sem verið er að reyna reikna út detti út úr myndinni. Í raun er þó reynt að nálgast viðfangsefnið með því að skoða heildarmyndina og reyna að gera eins raunhæfa áætlun og hægt er varðandi þá losun sem fylgir þeim hlut eða athöfn sem skoða á. Þetta er hægt þrátt fyrir hið háa flækjustig sem oft þarf að hafa í huga í hverju tilfelli. Kunnátta varðandi þá óvissu sem fylgir útreikningunum þarf að vera ljós ásamt því hvernig nálgast beri óvissuna á heiðarlegan og áreiðanlegan hátt.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


Hver er þróun hitastigs frá síðustu ísöld?

Þessi færsla fer undir spurningar og svör á loftslag.is á næstu dögum. Hitastigsþróun á jörðinni síðustu 12 þúsund ár má lesa út úr myndinni hérundir: Á þessari mynd má sjá þróun hitastigs frá síðustu ísöld og fram til nútíma samkvæmt proxígögnum frá...

Kolefnisfótboltaspor

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta í Suður-Afríku byrjar í dag eins og flestir vita. Við flesta stærri íþróttaviðburði, eins og t.d. Ólimpíuleikarnir og HM í fótbolta er reynt að kolefnisjafna viðburðina, helst þannig að kolefnisfótsporið verði hlutlaust....

Hafís | Maí 2010

Við stefnum að því að þessi færsla verði sú fyrsta af nýjum föstum þætti á loftslag.is . Á fyrstu dögum hvers mánaðar kemur yfirlit á NSIDC varðandi hafísinn á norðurslóðum og munum við birta helstu gröf og myndir sem skipta máli ásamt örlitlum texta....

Ísbirnir

Úrdráttur úr tveimur færslum um ísbirni af loftslag.is. Niðurstaða rannsókna, sem farið hafa fram við Beauforthaf við norðurströnd Alaska, hafa gefið beinar mælingar sem sýna fram á tengsl milli hnignandi hafíss og afkomu ísbjarna. Í grein sem birtist í...

Eðlur á undanhaldi

N ý rannsókn bendir til að árið 2080, þá muni um 20% allra eðlutegunda verða útdauðar. Þótt notaðar séu bjartsýnustu sviðsmyndir hvað varðar minnkandi losun á CO2 í framtíðinni, þá bendir greining alþjóðlegs teymis vísindamanna til þess að allt að 6%...

Hagfræði og loftslagsbreytingar

Inngangur Það er nokkuð almenn einning meðal vísindamanna sem vinna að loftslagstengdum rannsóknum, um að athafnir mannsins og þá sérstaklega bruni jarðefnaeldsneytis hafi áhrif að loftslagið á hnattræna vísu. Eftir áratuga rannsóknir og umræður, m.a....

Lax og silungur við loftslagsbreytingar

Lax og silungur hafa á undanförnum áratugum fækkað – og á sumum svæðum töluvert. Mengun, rýrnun búsvæða og ofveiði hafa hingað til verið taldir helstu sökudólgarnir, en nýjar vísbendingar benda til þess að loftslagsbreytingar geti verið helsti...

Loftslagsbreytingar - vísindin

Hvað eru loftslagsbreytingar og hver er hinn vísindalegi grunnur á bakvið þær kenningar sem nú eru uppi um hlýnandi jörð? Eitt af kortunum sem sýnir áætlaða aukningu á hitastigi jarðar (globalwarmingart.com) Á þessum síðum verða skoðaðar kenningar um...

Hitt og þetta

Sitthvað af loftslag.is. Fréttir, bloggfærslur, gestapistlar og myndbönd er meðal þess efnis sem birst hefur nýlega: Fellibylir á Atlantshafi 2010 Frétt – Spá NOAA varðandi fellibyljatímabilið 2010 í Atlantshafinu Hitabylgjur í Evópu Frétt um nýja...

Fellibylir á Atlantshafi 2010

N OAA hefur gefið út spá fyrir fellibyljatímabilið í Atlantshafi . Tímabilið er skilgreint þannig að það byrjar 1. júní og er um 6 mánuðir að lengd. Það má gera ráð fyrir því að hámark tímabilsins sé í ágúst til október, þar sem stærstu og flestu...

Hlýnun og jöklar

Jörðin er að hlýna og það getur haft ýmsar afleiðingar. Á loftslag.is má sjá margskonar efni ásamt Helstu sönnunargögnum . Nokkrar greinar sem tengjast efninu af loftslag.is: Jöklar: Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts Ted | Myndskeið af hreyfingu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband