Hvað veistu um hitastig á Jörðinni?

Tags: Léttmeti, Lofthiti, Tenglar

Heimasíða NASA um hnattrænar loftslagsbreytingar er skemmtileg – allavega fyrir áhugafólk um loftslagsbreytingar og mjög notendavæn. Þar er meðal annars skemmtilegt próf þar sem hægt er að athuga þekkingu sína á hitastigi Jarðar.

Til að taka prófið, smelltu þá á myndina hér fyrir neðan (eða á þennan tengil - NASA Global Climate Change site). Á forsíðunni hægra megin er glugginn “Cool Stuff” og má þar meðal annars finna prófið “Hot Challenge”. Sá sem þetta skrifar fékk ekki fullt hús stiga – þorir þú?

Tengt efni á loftslag.is:


Miðaldabrellur

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar. Höfundur Mark Richardson

Hokkíkylfan er víðfræg í heimi loftslagsbreytinga, en efasemdamenn eiga þó sín eigin línurit sem þeir segja að sýni fram á að hún sé röng. Eitt af þeim vinsælli er línurit frá árinu 1990 sem tekið er úr IPPC skýrslu, sem sýnir hlýnun miðalda.


Mynd 1 – Mat fyrstu úttektar IPCC á hitabreytingum í Evrópu frá árinu 900.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig línuritið leit út í “heimildamynd” Durkin, The Great Global Warming Swindle:


Mynd 2 – Sama mynd og ofan, lítillega breytt fyrir The Great Global Warming Swindle, takið eftir textanum NOW.

Niðurstaða nýjustu rannsókna benda til að miðaldarhlýnunin hafi að meðaltali verið kaldari en hitastig er í dag, en myndir eins og The Great Global Warming Swindle, bloggsíður og hugmyndabankar (e. think tanks) olíuiðnaðarins segja annað – og nota til þess myndir eins og hér fyrir ofan. Svo virðist sem þessar myndir séu byggðar á línuriti sem birtist í grein eftir Lamb 1965:

 

Gögnin eru hitastigsbreytingar fyrir mið England, en eftir 1680 þá er notað 50 ára meðaltal á hitamælingum HadCET. Sem betur fer hafa mælingar haldið áfram frá því þessu línuriti lauk (sem var í kringum 1920), þannig að hægt er að athuga hver hitinn nú er í raun og veru. Á mynd 4 sjáum við HadCET með 10 ára meðaltali (punktalína) og 50 ára meðaltali (heil lína). Við framlengjum 50 ára meðaltalið og þá kemur í ljós að hitastig nú er um 0,35°C meira en í síðasta punkti í grein Lamb. En þar sem hlýnun jarðar jókst gríðarlega upp úr 1980 þá vantar töluvert upp á að það sýni rétta mynd, miðað við stöðuna í dag. Því er gott að hafa til samanburðar 10 ára meðaltal og þá sjáum við að hitastigið hefur aukist um sirka 1°C frá síðusta punkti Lamb.


Mynd 4 – HadCET gögn frá árinu 1680, með 10 ára hlaupandi meðaltali (punktalína) og 50 ára hlaupandi meðaltali (heil lína).

Ef skoðuð er aftur mynd 2, þá er merkt inn hægra megin, með stórum stöfum, NOW og svo virðist vera sem að sú mynd sé því í raun að segja okkur að núverandi hitastig sé hið 50 ára meðaltalið sem er með miðgildi á öðrum áratug 20. aldar. Þar sem við lifum á 21. öldinni þá er það svolítið kjánalegt. Hér fyrir neðan eru merkt inn tvö NOW. Hið neðra sýnir nýjasta 50 ára meðaltal og hið efra sínir nýjasta 10 ára meðaltal:


Mynd 5 – Hvar erum við nú? Neðri línan sem merkt er NOW sýnir hvar við erum miðað við nýjasta 50 ára hlaupandi meðaltal. Efri sýnir aftur á móti hvar við erum miðað við 10 ára meðaltal.

The Great Global Warming Swindle og aðrar heimildir efasemdamanna sem sýna þessa mynd og segja að miðaldarhlýninin hafi verið heitari en hitinn er í dag, eru ekki að sýna heildarmyndina. Þær eru að sýna, að á mið Englandi var hlýrra í kringum árið 1200 heldur en það var árið 1920 – í raun eru þessar heimildir einnig að sýna að síðasti áratugur er heitari en hvaða 50 ára tímabil línuritsins, að meðtöldu miðaldarhlýnuninni, þ.e. ef við framlengjum þau gögn sem til eru til dagsins í dag.

Margar samskonar myndir eru í hávegum hafðar á efasemdasíðum, en þessi mynd er einstaklega uppfræðandi, þar sem hún sýnir þrjár af algengustu brellunum við að fela hlýnunina. Fyrsta brellan er að fela hitastigskvarðann og/eða gildi hitastigsins. Önnur brellan er að velja eitt landsvæði í heiminum og sú þriðja er að klippa í burtu eða hunsa mælingar sem sýna undanfarna hlýnun.

Það virðist vera til töluvert af dæmum frá ýmsum svæðum heims þar sem hlýrra var á miðöldum og þó að flestar rannsóknir bendi til að, hnattrænt séð, nú sé hlýrra en þá, þá er ljóst að vísindamenn halda áfram að rannsaka fornloftslag (ef það var hlýrra, þá myndi það benda til að jafnvægisvörun væri hærri). Það er þó mikilvægt að vega og meta sönnunargögn sem að manni er rétt – þau geta verið misvísandi eins og dæmin sanna.

Tengdar færslur


Samhengi hlutanna - Ístap Grænlandsjökuls

Oft er gott að fá samhengi í hlutina. Það er hægt að gera með því að bera hlutina sjónrænt við eitthvað sem við teljum okkur þekkja. Stundum vill það verða þannig að gögnin og tölfræðigreiningarnar skyggja á stærðarsamhengið. Gott dæmi um þetta er sá massi sem Grænlandsjökull missir á ári hverju. Þegar vísindamenn ræða um massatap Grænlandsjökuls er oftast talað um gígatonn. Eitt gígatonn er einn milljarður tonna. Til að gera sér þetta í hugarlund, þá er gott að hafa það í huga að 1 gígatonn er u.þ.b. “1 kílómeter x 1 kílómeter x 1 kílómeter”, (reyndar aðeins stærra í tilfelli íss, ætti að vera 1055 m á hvern veg). Til að gera sér í hugarlund hvað 1 gígatonn er þá skullum við bera það saman við hina frægu Empire State byggingu:

Hversu mikið er massatapið á Grænlandsjökli? Með því að fylgjast með og mæla breytingar í þyngdarafli í kringum ísbreiðuna hafa verið notaðir gervihnettir síðasta áratug (Velicogna 2009). Á árunum 2002 og 2003 var tap í ísmassa Grænlandsjökuls u.þ.b. 137 gígatonn á ári.

En massatap Grænlandsjökuls hefur meira en tvöfaldast á innan við áratug. Hraði massatapsins á tímabilinu 2008 til 2009 var um 286 gígatonn á ári.

Þetta er skýr áminning um það að hlýnun jarðar er ekki bara tölfræðilegt hugtak, sett saman á rannsóknarstofum, heldur hefur raunveruleg áhrif.

Þessi færsla er lausleg þýðing af þessari færslu á Skeptical Science.

Tengt efni á Loftslag.is:


Magnandi svörun að verki

Þetta er áhugaverð frétt hjá mbl.is - þeir fá rós í hnappagatið að fylgjast svona vel með, við sáum minnst á þessa grein fyrst í dag.

Til að byrja með viljum við tengja á greinina sjálfa, eftir þá Screen og Simmonds (2010), en hún heitir The central role of diminishing sea ice in recent Arctic temperature amplification. Þeir sem hafa ekki áskrift af Nature, verða að láta sér nægja ágripið, en þar segir í lauslegri þýðingu:

Hlýnun við yfirborð sjávar hefur verið næstum tvisvar sinnum meiri á Norðurskautinu en sem nemur hnattrænu meðaltali síðustu áratugi - nokkuð sem kallað er Norðurskautsmögnunin (Arctic amplification). Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur stjórnað hlýnun Norðurskautsins og Jarðarinnar í heild; hin undirliggjandi ástæða Norðurskautsmögnunarinnar hefur verið óljós hingað til. Hlutverk minnkunar í snjó og hafísútbreiðslu og breytingar í straumum loftshjúps og sjávar, skýjahula og vatnsgufa er enn ókljáð deiluefni. Betri skilningur á þeim ferlum sem hafa verið ráðandi í hinni magnandi hlýnun er nauðsynlegt til að dæma um líkur, og áhrif, á framtíðarhlýnun Norðurskautsins og hafíssbráðnunar.

Í þessari grein sýnum við að hlýnun Norðurskautsins er mest við yfirborðið flest árin og er að mestu leiti í samræmi við minnkun í hafísútbreiðslu. Breytingar í skýjahulu hafa, aftur á móti, ekki haft mikil áhrif á undanfarna hlýnun. Aukning í vatnsgufu lofthjúpsins, sem er að hluta afleiðing minnkandi útbreiðslu hafíss, gæti hafa aukið á hlýnun í neðri hluta lofthjúpsins yfir sumartímann og í fyrri hluta haustsins.

Niðurstaða okkar er sú að minnkandi hafís hefur haft afgerandi hlutverk í Norðurskautsmögnuninni. Sú niðurstaða styrkir tilgátur um að sterk magnandi svörun milli hafíss og hitastigs sé hafið á Norðurskautinu, sem eykur líkurnar á hraðari hlýnun og frekari bráðnun hafíss, sem mun líklega hafa áhrif á vistkerfi Pólsins, massabreytingar jökulbreiða og mannlegar athafnir á Norðurskautinu.

Þetta er nokkuð mikið að melta í einum bita. Útskýringu má finna á loftslag.is á því hvað magnandi svörun er, en þar segir meðal annars:

"Magnandi svörun (e. positive feedback) er hugtak sem er frekar mikið notað í loftslagsfræðum. Þar er átt við ferli þar sem afleiðingin magnar upp orsökina og veldur keðjuverkun með hugsanlega slæmum stigvaxandi áhrifum. Á hinn bóginn getur afleiðing myndað dempandi svörun (e. negative feedback) á móti orsökinni og dregið úr henni.

Magnandi svörun

Við hlýnun jarðar eru ýmis ferli sem valda magnandi svörun.  Við hlýnun eykst t.d. raki eða vatnsgufa í andrúmsloftinu og þar sem vatnsgufa er gróðurhúsalofttegund þá magnar það hlýnunina upp.

Annað þekkt ferli er hið svokallaða Ice-Albeido effect þ.e. þegar hafís bráðnar vegna hlýnunar jarðar þá endurspeglast minna sólarljós út úr lofthjúpnum og sjórinn gleypir meiri hita og því hitnar meira og meiri hafís bráðnar."

Magnandi svorun

Tengdar færslur á loftslag.is 

Lesa meira um hafís á loftslag.is


mbl.is Bráðnun íss veldur meiri hlýnun en hingað til hefur verið talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna hækka gróðurhúsalofttegundir hitastig

Í myndbandi, sem hægt er að sjá á Loftslag.is, frá ChangingClimates er á einfaldan hátt farið yfir það hvers vegna gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig. Reynt er að lýsa eðli gróðurhúsalofttegunda á leikrænan hátt, það má spyrja sjálfan sig...

Vinnuhópur 1 fær toppeinkun

Nýlega birtist samantekt og gagnrýni á fjórðu úttekt IPCC frá árinu 2007 – gagnrýnin er sú að fjórða úttektin innihaldi allt að 30% af óritrýndum greinum (sjá NOconsensus.org ). Það skal tekið fram að hér er á ferðinni gagnrýni frá efasemdamönnum...

Kólnun í Norður Evrópu - ekki hnattræn

Hér er greinilega ákveðinn misskilningur í gangi hjá fréttamönnum mbl.is. Það er ekki verið að spá kuldaskeiði, nema ef hægt er að segja að lítilsháttar kólnun í Norður Evrópu sé hægt að flokka sem kuldaskeið. Þess ber að geta að þessi staðbundna kólnun...

Opinn þráður I

Þessi færsla er hugsuð sem einskonar hvati á hverskonar umræðu um loftslagsmál. Athugasemdir eru opnar fyrir alls kyns innlegg í umræðuna. Það má koma með hvað sem er sem tengist loftslagsvísindunum eða umræðunni um þau á einhvern hátt í athugasemdir hér...

Yfirlýsing GSA um loftslagsbreytingar

Á fundi í síðustu viku, uppfærði GSA (Geological Society of America – Jarðfræðafélags Bandaríkjanna) yfirlýsingu sína um loftslagsbreytingar og vísindin þar á bakvið. Þar segir meðal annars, lauslega þýtt: Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt að...

Fjöldaútdauði lífvera

Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar sem og á loftslag.is Við loftslagsbreytingar, þá er ein af stóru spurningunum sú hvort náttúran muni ná að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Svarið má finna með því að skoða jarðsöguna. Í...

Hrakningar Monckton

Í tveimur nýjum myndböndum frá Greenman3610 , öðru nafni Peter Sinclair, skoðar hann á kaldhæðin hátt rökleysur Lord Monckton um loftslagsmál. Lord Monckton hefur verið iðinn við að leggja fram fullyrðingar um að vísindin á bak við loftslagsfræðin séu...

Nokkrar færslur um sólvirkni og loftslag

Oft verður mönnum tíðrætt um samhengi milli loftslags og sólvirkni og er stundum fullyrt að hlýnunin undanfarna áratuga sé af völdum sólvirkni. Því fer víðsfjarri, því undanfarna nokkra áratugi hefur sólvirknin minnkað á sama tíma og hlýnun hefur aukist....

Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu

Tímabil lítillar virkni Sólarinnar, leiðir af sér breytingar í lofthjúp jarðar sem verða til þess að það verður óvenjulega kalt í Norður Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Environmental Research Letters fyrir stuttu. Vísindamenn greindu 350...

Vetrarhámark hafíssins

Hafísinn náði hámarksútbreiðslu í mars, sem er seinna en oft áður. Það er hætt við að þessi hafís sé tiltölulega þunnur, sem gæti haft áhrif á hafíslágmarkið í september. Hér undir má sjá mynd um útbreiðslu hafíss í marsmánuði af heimasíðu NSIDC sem og...

Saga loftslagsvísindanna

Saga hugmynda og kenninga um loftslagsbreytingar er nokkuð löng. Þegar vísindamenn uppgötvuðu ísaldir fortíðar varð mönnum ljóst að miklar loftslagsbreytingar hefðu átt sér stað í fyrndinni. Menn tengdu það breytingum í hita sólar, eldgos,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband