COP15: Helgin í hnotskurn

COP15Það sem aðallega situr eftir, eftir yfirlestur helstu frétta af loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn nú um helgina, eru fréttir af mótmælum og handtökum. Það hafa þó einnig staðið yfir stíf fundarhöld og ráðherrar ýmissa landa komu til Kaupmannahafnar til að taka þátt í ráðstefnunni, enda margir lausir endar sem þarf að ganga frá ef einhver von á að vera á því að samningar náist. 

Sjá nánar á Loftslag.is - Helgin í hnotskurn

Eldri yfirlit og ítarefni:


mbl.is Uppnám á loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarstöðubreytingar

Ekki ætlum við hér að taka sérstaka afstöðu til þessarar skýrslu sem um er rætt í fréttinni, en við höfum skrifað ýmislegt um sjávarstöðubreytingar á heimasíðunni Loftslag.is. Nýlega kom út skýrsla, sem kölluð er Kaupmannahafnargreiningin, í henni kom eftirfarandi fram:

Sjávarborðshækkun endurmetin: Fyrir árið 2100, er líklegt að sjávarborð muni hækka 2. sinnum meira en áætlanir vinnuhóps 1, í matsskýrslu 4 hjá IPCC gerðu ráð fyrir, án nokkurra mótvægisaðgerða gæti sú tala farið yfir 1 meter. Efri mörk hafa verið áætluð um 2 metra sjávarborðshækkun fyrir 2100. Sjávarborð mun hækka í margar aldir eftir að jafnvægi er komið á hitastig, og nokkra metra sjávarborðshækkun á næstu öldum er því talið líklegt.

Einnig langar mig að benda á fína umfjöllun Halldórs Björnssonar á vef Veðurstofunnar um Kaupmannahafnargreininguna.

Meira ítarefni um sjávarstöðubreytingar:

Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna - Tómas Jóhannesson

Myndband: Bráðnandi ís, hækkandi sjávarstaða - Fróðlegt myndband frá NASAexplorer 

Ítarleg skýrsla um loftslag Suðurskautsins - Nýleg skýrsla um gang mála á Suðurskautinu


mbl.is Hafið gæti hækkað um 2 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða samningsforsendur hafa þjóðirnar með til Kaupmannahafnar

COP15Það eru mjög ólíkar væntingar og kröfur sem einstakar þjóðir og samtök þjóða hafa til þeirra samninga sem reynt er að ná saman um í Kaupmannahöfn. Sjá helstu áherslur varðandi hugsanlega samningagerð fyrir nokkrar helstu þjóðirnar í yfirliti af Loftslag.is.

Einnig viljum við minna á yfirlitssíðu, með öllum færslum varðandi COP15 ráðstefnuna í Kaupmannahöfn á heimasíðunni Loftslag.is


mbl.is Ban Ki-moon hæfilega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög, miljarðar og mótmæli

COP15Í dag birtum við færslu á Loftslag.is, þar sem farið var í gegnum helstu væntingar og kröfur ýmissa þjóða til loftslagssamninganna í Kaupmannahöfn. Þar má sjá að það eru mörg ólík sjónarmið sem þarf að hafa í huga áður en hugsanlegum samningum er náð. Það er misjöfn nálgun á hversu bindandi samningurinn eigi að vera. Sum lönd, eins og t.d. Japan, styðja þá hugmynd að hvert land setji sér eigin takmörk um losun. Annað atriði sem mun verða hindrun er að finna flöt á því hvaða viðmiðunarár á að miða losunina við, sum lönd miða við 1990 og önnur lönd við 2005. Nokkur ríki styðja lægri markmið varðandi hitastigshækkun, þ.e. 1,5 gráðu markið í stað 2 gráður. Þar er fyrst og fremst verið að tala um eyríki og önnur lönd sem eru viðkvæm fyrir sjávarstöðubreytingum. Sjá nánar “Kröfur og væntingar þjóða

Einnig er kominn ný færsla þar sem farið er yfir helstu atriði dagsins frá 5. degi ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og má nálgast hana á Loftslag.is - Dagur 5 - Drög, miljarðar og mótmæli

Eldir yfirlit má nálgast hér:

 Ásamt öllum færslum af Loftslag.is er varða COP15.


mbl.is Vonlítill um samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfur og væntingar þjóða til samninga

Það er mikill munur á væntingum og kröfum einstakra þjóða og samtaka þjóða til þeirra samninga sem reynt er að ná um loftslagsmál í Kaupmannahöfn. Sjá helstu áherslur varðandi væntanlega samningagerð fyrir nokkrar helstu þjóðirnar í yfirliti, sem lesa má...

Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða

Í yfirliti dagsins á loftslag.is er meðal annars fjallað um það verkefni að reyna að ná samstöðu um losun gróðurhúsalofttegunda innan aðildarríkja ESB, en leiðtogafundur verður um málið í kvöld. Einnig er fjallað um kröfur eyríkja um að stefnt skuli að...

Uppnám, þrýstingur og titringur

Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fjallaði að miklu leiti um danska skjalið, sem lekið var til breska blaðsins The Guardian. Í skjalinu voru drög að loftslagssamningi á heimsvísu. Þar sem m.a. annars er lagt til að þróunarþjóðirnar skuli...

Leki, framlög, bið og barátta ásamt tölvupóstum

Á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í dag komu fram skjöl sem lekið var úr innsta hring þátttakenda og eru talin varða samning sem átti að reyna að ná samkomulagi um í næstu viku. Fulltrúar þróunarlandanna voru ekki sáttir við innihald þessara skjala...

Tölfræðin segir að enn sé að hlýna

AP fréttastofan sendi hitagögn frá NOAA og NASA (bæði mælingar á jörðu og úr gervihnöttum) til fjögurra sjálfstæðra tölfræðinga sem fengu ekki að vita hvað fælist í gögnunum – en þeir fengu það hlutverk að gera á þeim venjubundin tölfræðileg próf...

Bætur, áskoranir og grátur

Fyrsti dagur loftslagsráðstefnunnar er að kvöldi kominn. Yfirlit yfir nokkra af helstu viðburðum dagsins er komið á Loftslag.is. Á Loftslag.is munum við fylgjast með framvindunni á meðan á ráðstefnunni stendur. Færsla dagsins ber titilinn " Bætur,...

COP15 - hvað mun gerast í Kaupmannahöfn

Það er ekki gott að vita hvað kemur út úr loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Á Loftslag.is er hægt að lesa sitthvað um ráðstefnuna sem byrjar á morgun, eins og t.d. eftirfarandi: Kaupmannahöfn í stuttu máli Nokkur lykilatriði varðandi ráðstefnuna...

Bráðnun íss og hækkandi hitastig

Umfangsmikil rannsókn á jöklum Suðurskautsins og Grænlands sýnir að jökulþynning á Grænlandi er byrjuð á Norður-Grænlandi, sjá fréttina " Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu ". Nýlega kom skýrsla um loftslag Suðurskautsins , þar sem farið er m.a....

Getraun - verðlaun í boði

Á loftslag.is var rétt í þessu að fara í loftið getraun sem áhugafólk um loftslagsmál á ekki að láta framhjá sér fara - sérstaklega ekki fyrst að verðlaun eru í boði Sjá á loftslag.is: Getraun - verðlaun í boði

Samhengi hlutanna

Alla síðustu viku þá var umræðan sterk í ýmsum bloggmiðlum og fréttamiðlum, bæði hér heima og erlendis, um að vísindamenn við Háskólann í East Anglia (CRU) hefðu stundað falsanir á loftslagsgögnum og hefðu fleira misjafnt í pokahorninu (sjá Blogg: Að...

Hvers vegna er verið að ræða minni losun gróðurhúsalofttegunda?

Já, hvers vegna er það? Er um tískubólu að ræða eða hugsanlegt samsæri vísindamanna og stjórnmálamanna? Nei, þetta er alvöru mál, sem finna þarf lausn á. Þetta er alvarlegt, vegna þess að mælingar sýna fram á að hitastig fari hækkandi og lang flestir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband