Er koldíoxíð (CO2) mengun?

loftslagÍ umræðunni um loftslagsmál heyrist oft sú fullyrðing að CO2 sé ekki mengun, því það sé náttúrulegt og nauðsynlegt fyrir líf á jörðinni. Gott og vel, það hljómar sem mjög skynsamleg rök og satt best að segja þá finnst manni við fyrstu sýn að þetta sé gott og gilt.

Skilgreining

Hér er skilgreining á mengun:

mengun -ar KVK: -skaðlegar breytingar í umhverfinu, einkum vegna umsvifa mannsins, geta haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið 

Á loftslag.is skoðum við þessa skilgreiningu aðeins betur og reynum að svara spurningunni: Er CO2 mengun?


Saga loftslagsvísindanna

Upphafið

Saga hugmynda og kenninga um loftslagsbreytingar er nokkuð löng. Þegar vísindamenn uppgötvuðu ísaldir fortíðar varð mönnum ljóst að miklar loftslagsbreytingar hefðu átt sér stað í fyrndinni. Menn tengdu það breytingum í hita sólar, eldgos, fellingahreyfingar fjalla sem breyttu vindáttum og sjávarstraumum. Einnig komu fram hugmyndir um að breytingar hefðu átt sér stað í andrúmsloftinu.

Árið 1896 rannsakaði sænskur vísindamaður að nafni Svante Arrhenius þá hugmynd að með brennslu jarðefnaeldsneytis, sem yki CO2 í andrúmsloftinu, myndi meðalhitastig jarðar aukast. Þetta þótti ekki líklegt á þeim tíma, þar sem eðlis- og efnafræðin á bakvið kenninguna var ekki nægilega þekkt.

Svante Arrhenius

Svante Arrhenius

Á fjórða áratug síðustu aldar, tóku menn eftir því að Bandaríkin og svæði umhverfis Norður-Atlantshafið hafði hlýnað töluvert síðastliðna hálfa öld. Vísindamenn töldu að þetta væri bara tímabundið skeið náttúrulegra breytinga af óvissum ástæðum. Reyndar hélt maður að nafni G.S Callandar á lofti kenningu um einhvers konar gróðurhúsaáhrif. En hver sem ástæðan fyrir hlýnuninni var, þá fögnuðu menn henni.

Á sjötta áratugnum fóru nokkrir vísindamenn að kanna gróðurhúsakenningu Callandars með betri tækni og útreikningum. Þessar rannsóknir sýndu fram á að CO2 gæti vissulega safnast upp í lofthjúpnum og myndi valda hlýnun. Mælingar sýndu fram á það árið 1961 að magn CO2 væri í raun að vaxa í lofthjúpnum.

Framfarir

Á næstu áratugum fleygði vísindunum fram, þegar fram komu einföld stærðfræðilíkön sem höfðu getu til að reikna út loftslagsbreytingar. Rannsóknir á fornloftslagi út frá frjókornum og steingervingum skelja tóku einnig kipp og smám saman áttuðu menn sig á því að meiriháttar loftslagsbreytingar væru mögulegar og höfðu  gerst. Árið 1967 sýndu útreikningar að meðalhiti jarðar gæti hækkað um nokkrar gráðu innan 100 ára af völdum útblásturs CO2. Ekki þótti ástæða til að hafa áhyggjur af þessu en sýnt hafði verið fram á að það þyrfti að rannsaka þetta betur.

---------------------------

Þetta er sýnishorn af fróðleik um loftslagsvísindin, af heimasíðunni Loftslag.is. Á næstunni munum við birta meira efni af heimasíðunni hér á blogginu.

[Restina af færslunni er hægt að lesa með því að smella á þennan tengil]

Annar pistill sem einnig kemur inn á sögu loftslagsvísindanna er fróðlegur gestapistill Halldórs Björnssonar sérfræðings af veðurstofunni. Pistill hans nefnist Um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra


Um loftslagslíkön

loftslagÍ nýbirtri færslu á loftslag.is er fjallað um loftslagslíkön, en í umræðunni um loftslagsmál og framtíðarhorfur um hlýnun jarðar af mannavöldum heyrist oft að loftslagslíkön séu óáreiðanleg og að loftslagskerfi séu of flókin til að takandi sé mark á loftslagslíkönum.

Í raun er þetta byggt á misskilningi á uppbyggingu loftslagslíkana og hvað þau eiga að sýna. Enginn loftslagsvísindamaður heldur því fram að þau séu fullkomin, en þau hafa náð að líkja allvel eftir fortíðinni og hafa sýnt að þau geta líkt töluvert eftir því sem síðar hefur komið fram og verið staðfest með mælingum.

Farið er lítillega yfir það hvernig fortíðin er notuð til að stilla loftslagslíkönin, hvernig spár hafa staðist hingað til og hvaða óvissa er. Einnig er velt upp spurningunni hvort við vitum nóg til að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar af mannavöldum.

Sjá á loftslag.is: Eru loftslagslíkön óáreiðanleg?


Hafíslaust á Norðurskautinu fyrir 3,3-3 milljónum ára

seaice_04

Í frétt á loftslag.is er fjallað um nýlegar rannsóknir á vegum Jarðfræðafélags Bandaríkjanna (US Geological Survey – USGS) en þar koma fram nýjar vísbendingar um að Norður Íshafið og Norður Atlantshafið hafi verið það heitt að hafís hafi horfið yfir sumartíman á mið Plíósen (fyrir um 3,3- 3 milljónum ára). 

Það tímabil einkenndist af svipuðu hitastigi og búist er við að verði í lok þessarar aldar og er mikið notað til samanburðar og skilnings á mögulegum skilyrðum framtíðarloftslags.

Bráðnun hafíss er talin hafa margbreytileg og viðamiklar afleiðingar, líkt og að stuðla að áframhaldandi hlýnun, meira strandrof vegna aukins öldugangs, áhrifa á vistkerfið og veðrakerfið.

Nánar má lesa um fréttina á loftslag.is: Frétt: Hafíslaust yfir sumartímann fyrir 3,3-3 milljón árum


Myndband um 32.000 "sérfræðinga"

Í myndbandi frá Greenman3610 sem birt er í nýrri færslu á Loftslag.is, fjallar hann um lista sem samkvæmt mýtunni inniheldur 32.000 nöfn sérfræðinga sem skrifað hafa undir sem mótvægi þess að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. Er það satt? Ekki ef marka...

Annáll - Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn

Við vonum að allir hafi átt ánægjulegar stundir um hátíðarnar. Á loftslag.is vorum við að birta yfirlit yfir nokkur helstu atriðin í heimi loftslagsvísindanna fyrir árið 2009. Komið er víða við, þó ekki sé t.d. talað mikið um COP15 , sem við dekkuðum hér...

Kuldatíð og hnattræn hlýnun

Í nýlegri færslu á loftslag.is er velt upp spurningunni: Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða? Spurningin virðist stundum koma upp á tímum sem þessum. Það er jú vetur á norðurhveli...

Kemur okkur öllum við

Á Loftslag.is höfum við orðið varir við að lesendur hafa áhuga á að vita meira um loftslagsbreytingar og hvað vísindin hafa um málið að segja. Þetta er málefni sem að okkar mati kemur okkur öllum við, hvar sem við búum, af hvoru kyninu sem við erum og...

Jólakveðja

Við óskum lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs . Það verður rólegt á Loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Loftslag.is nánar, þá viljum við benda á ýmsa tengla á...

Kaupmannahafnaryfirlýsingin

Talað var um þrjá möguleika varðandi útkomu loftslagsráðstefnunnar, eins og kom fram í pistli gærdagsins , sem eru; 1) lögformlegur og skuldbindandi samningur, 2) pólitískt samkomulag og 3) lokayfirlýsing (sem yrði túlkuð sem misheppnuð útkoma). Helstu...

Mögulegar leiðir?

Síðasti dagur viðræðnanna í Kaupmannahöfn er í dag. Nú er rætt um þrjár mögulegar leiðir varðandi loftslagssamning, hérundir skoðum við muninn á þessum 3 leiðum: Lögformlegur og skuldbindandi samningur: Svipar til og er bindandi eins og Kyoto...

Kröfur og væntingar þjóða

Eitt af stóra málinu við samningagerð svo margra þjóða er hversu ólík nálgun landanna er varðandi samninga. Það eru margskonar kröfur og væntingar sem þarf að ná saman um svo samkomulag náist. Þetta gætu því orðið erfiðir tímar sem eftir eru, þegar...

Afglöp, bjartsýni og formannsembætti

Nú er 10. degi loftslagsráðstefnunar að ljúka. Samkvæmt fréttum dagsins, þá lítur ekki út fyrir að mikillar bjartsýni gæti varðandi það hvort samningar náist. Connie Hedegaard varð að láta formannsembættið í hendur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra...

Stjórnmálaleiðtogar koma til Kaupmannahafnar

Leiðtogar ýmissa landa streyma núna til Kaupmannahafnar. Í gærkvöldi var opinber athöfn þar sem lokaáfangi ráðstefnunar var formlega settur. Þetta er sá áfangi þar sem stjórnmálaleiðtogar landanna koma saman og reyna að ná saman um lokaatriði...

8. dagurinn í Kaupmannahöfn

Áframhald var á mótmælum í Kaupmannahöfn í dag, þó meiri ró væri yfir þeim og mun færri handtökur en um helgina. Tölvupóstur sem um tíma var talin vera frá samninganefnd Kanadamanna olli ruglingi, þar sem það kom fram í tölvupóstinum að Kanadamenn ætluðu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband