14.5.2009 | 22:42
Meira um súrnun sjávar.
Ég vil benda á frétt í fréttablaðinu í dag (14 maí) um áhyggjur manna af súrnun sjávar. Skýrsluna sem þeir vísa í má finna með því að smella hér (pdf skjal, 4,5 MB).
Annars hef ég mynnst á súrnun sjávar áður hér á síðunni sjá færslurnar CO2 - vágestur úthafanna, Súrnun sjávar, Skýrslur um ástandið á Norðurslóðum. og Fleiri neikvæð áhrif á kórallinn.
Fréttir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 00:29
Er það virkilega ekki sólin?
Þær raddir heyrast ansi oft að það sé sólin sem sé meginorsökin í þeirri hlýnun sem hefur verið á jörðinni undanfarna áratugi. Það er ekkert óeðlilegt við að halda því fram, sólin er jú hrikalega öflug og öflugust allra náttúrulegra ferla sem eru að verki hér á jörðu. En að hún sé að valda hlýnuninni sem nú er í gangi, þá sýna gögnin annað.
Sólin er hitagjafinn fyrir jörðina, það held að megi segja að sé almenn vitneskja og fyrr á öldum tengdist hitaferill jarðar og útgeislun sólarinnar órjúfandi böndum (að mestu leiti). Þessi bönd hafa þó rofnað og eitthvað annað ferli hefur tekið við (vísindamenn eru almennt séð ammála um að útblástur manna á CO2 sem sé aðalorsökin nú).
Á myndinni má sá TSI (Total Solar Irradiance - sem gæti þýtt heildar útgeislun sólar) og hnattrænt hitastig (tekið af skepticalscience.com - mynd unnin upp úr grein Usoskin 2005).
Takið eftir því hversu vel hitastigsferlinn fylgir útgeisluninni, hér fyrir ofan, eða þar til fyrir nokkrum áratugum síðan, en þá er talið að útblástur CO2 hafi orðið nægur til að taka yfir sem ráðandi þáttur í þróun hitastigs jarðarinnar. Myndin segir okkur líka að ef að hitastigið myndi fylgja útgeislun sólar, þá væri nokkuð kaldara á jörðinni en staðreyndin er í dag.
Eitt af því merkilegasta við þessa mynd, er að hún hefur verið notuð til að sýna fram á að hlýnunin sé af völdum sólarinnar - sjáið t.d. næstu mynd sem tekin er úr "heimildamyndinni" the Global Warming Swindle.
Svindl mynd úr Global Warming Swindle, takið eftir að þeir ákváðu að sýna TSI ferilinn ekki lengra en þar sem áhrif sólar fara dvínandi.
Lokapunktur rannsóknarinnar sjálfrar (Usoskin 2005) kom ekki fram í myndinni, en þar segir:
Ég hef aðeins minnst á TSI áður og þá sérstaklega deilur um túlkun gervihnattagagna frá árinu 1978 til nútímans á TSI (sjá ACRIM eða PMOD - deilur um útgeislun sólar). Ég hef aðeins verið að fylgjast með þeirri deilu undanfarið. Deilurnar snúast fyrst og fremst um túlkun á eyðu í gervihnattagögnum sem upp kom í byrjun tíunda áratug síðustu aldar. Þar er fyrst og fremst um að ræða síðasta partinn í fyrsta línuritinu í þessari færslu (rauðu línuna). Gögnin sem um ræðir eru svona:
Aðal deilurnar snúast um það, hvort a eða b sé réttara við að tengja saman ACRIM I og ACRIM II.
Menn deila þó um það hvort munur á milli þessara línurita sé nógu mikill til að það skipti máli í sambandi við hlýnun jarðar. Þeir sem standa að ACRIM samsetningunni segja að þessi litla uppsveifla í útgeislun TSI nægi til að útskýra hlýnun jarðar undanfarna áratugi. PMOD línuritið bendir aftur á móti til þess að útgeislun sólar hafi minnkað lítillega undanfarna áratugi og útskýri því ekki hlýnunina sem orðið hefur undanfarna áratugi.
Nýlega kom út grein (Lockwood & Frolich, 2008) sem höfundar telja að styrkji PMOD samsetninguna og svo kom önnur grein (Scafetta & Willson, 2009) sem höfundar telja að styrkji ACRIM samsetninguna. Umræður um þessar greinar má sjá á RealClimate.com, en þar vakti sérstaka athygli mína eftirfarandi greining:
LF08 conclude that the PMOD is more realistic, since the change in the TSI levels during the solar minima, suggested by ACRIM, is inconsistent with the known relationship between TSI and galactic cosmic rays (GCR). It is well-known that the GCR flux is generally low when the level of solar activity is high, because the solar magnetic fields are more extensive and these shield the solar system against GCR (charged particles). However the two effects don't always go in lockstep, so this is suggestive rather than conclusive.
Það er semsagt til þekkt samband á milli TSI og CCR (geimgeisla) sem segir að þegar TSI er í lágmarki, þá aukast geimgeislar. ACRIM samsetningin virðist ekki taka tillit til þessara tengsla, en eins og segir, þá er ekki útilokað að þessi tengsl hafi ekki átt sér stað akkúrat í gatinu sem verið var að fylla upp í, það þykir þó ólíklegt og gerir ACRIM samsetninguna ólíklega.
Það bendir því allt til þess að PMOD samsetningin sé réttari og að útgeislun sólar hafi verið á niðurleið á sama tíma og hitinn var á uppleið (þ.e. að ástæður hlýnunarinnar verði að leita annars staðar frá). En þótt svo vildi til að ACRIM væri réttara, þá stendur eftir efinn um það hvort þessi litla aukning skipti einhverju máli hvað varðar hitastig á jörðinni.
---
Aðrar mælingar og rannsóknir styðja þá fullyrðingu að sólin sé í aukahlutverki hvað varðar hlýnunina undanfarna áratugi:
Fjöldi sólbletta - sem hafa jafnast út frá 1950 og eru nú í lágmarki (án þess að hafa haft teljandi áhrif á hitastig).
Útgeislunarútreikningar Max Planck stofnunarinnar sem sína að útgeislun hefur verið stöðug frá 1950.
Sólgosavirkni og bylgjumælingar (Radio Flux) sýna enga aukningu síðustu 30 árin.
Niðurstöður eftirfarandi rannsókna eru á sama veg, sveiflur í sólinni útskýra ekki hlýnunina síðustu áratugi: Solanki 2008, Lockwood 2007, Foukal 2006, Haigh 2003, Stott 2003, Solanki 2003, Waple 1999, Frolich 1998 og eflaust mun fleiri.
Nú var fyrir stuttu að berast fréttatilkynning um niðurstöðu nýrra rannsókna (birtar í Geophysical Research Letters) sem gerðar voru til að kanna réttmæti kenningar um það að aukin virkni í sólinni ]myndi leiða til aukinna geimgeisla sem myndu minnka skýjamyndun og um leið hleypa meira af geislum sólar inn í lofthjúpinn - og leiða til hýnunar á jörðinni.
Það skal tekið fram að ekkert bendir til þess að sólin hafi aukið virkni sína, eins og textinn hér ofar á blaðsíðunni sýnir fram á, en þótt það myndi vera að gerast (þ.e. að sólin væri að færast í aukanna), þá sýndi rannsóknin fram á að sú breyting myndi vera 100 sinnum of lítil til að hafa áhrif á loftslag.
Það má því fullyrða með nokkurri vissu að sólin sé ekki að valda hlýnuninni sem orðið hefur undanfarna áratugi.
Mótrök | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.5.2009 | 17:59
Loftslagsbreytingar örari en áður var talið
Vil bara benda á frétt frá umhverfisráðuneytinu, svo þetta verði ekki textalaust, þá ætla ég hikstalaust og fölskvalaust að stela textanum, ég hef svo sem bent á sumt af þessu áður.
Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum eru enn hraðari en talið hefur verið til þessa. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem haldin var í tengslum við ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Tromsö í Noregi fyrir skömmu.
Ráðherrafundurinn í Tromsö var 7. ráðherrafundur Norðurskautsráðsins, en þeir eru haldnir á tveggja ára fresti. Átta ríki eiga sæti í Norðurskautsráðinu, auk fulltrúa samtaka frumbyggja.
Efnt var til ráðstefnunnar til að kynna og ræða nýjustu niðurstöður rannsókna um bráðnandi hafís og jökla á heimsvísu, með þátttöku ráðherra og vísindamanna, auk Al Gores, friðarverðlaunahafa Nóbels. Þar kom fram að niðurstöður nýjustu rannsókna sýni að loftslagsbreytingar á Norðurslóðum séu enn hraðari en talið var í skýrslu Norðurskautsráðsins frá 2004 (ACIA). Sú skýrsla var fyrsta heildstæða úttekt á áhrifum loftslagsbreytinga á Norðurslóðum og vakti mikla athygli, þar sem hún sýndi að breytingar á nyrstu svæðum jarðar væru tvöfalt hraðari en að meðaltali á jörðinni. Útbreiðsla hafíss á Norður-Íshafi minnkar um 12% á áratug og var árið 2007 sú minnsta í sögunni og miklu minni en nokkrar spár höfðu gefið til kynna. Að auki hefur hafísinn þynnst. Í ACIA-skýrslunni sagði að Norður-Íshafið kunni að verða að mestu íslaust á sumrum sum ár um miðja þessa öld, en nýjar athuganir benda til að slíkt kunni að geta gerst jafnvel innan áratugar.
Bráðnun Grænlandsjökuls hefur aukist mikið, en einnig framrás skriðjökla. Svipuð þróun er einnig í gangi á hluta Suðurskautslandsins. Hopun jökla er einnig ör í Himalaja- og Andes-fjöllum, sem hefur áhrif á vatnsmiðlun yfir 40% mannkyns. Líkleg afleiðing bráðnunar jökla á heimsvísu er að hækkun sjávarborðs verði nálægt einum metra á næstu 100 árum, sem er mun meira en talið var líklegt í nýjustu úttekt Vísindanefndar S.þ. um loftslagsbreytingar (IPCC).
Aukning á losun gróðurhúsalofttegunda á síðustu árum virðist vera jafnvel meiri en spáð var í svartsýnustu spám IPCC. Jafnvel þótt tillögur ríkja sem hingað til hafa verið settar fram í samningaviðræðum um loftslagsmál kæmust til framkvæmda dygði það aðeins til þess að takmarka hlýnun við 4,5°C frá því sem var fyrir iðnbyltingu, en ekki innan við 2°C eins og mörg ríki, þ.á m. Ísland, vilja. Ótti manna við að hlýnun lofthjúpsins geti farið yfir ákveðinn vendipunkt, sem þýði enn aukna og óviðráðanlega hröðun loftslagsbreytinga, hefur aukist. Þar vega þungt vísbendingar um aukna losun metans frá þiðnandi sífrera á Norðurslóðum, en slík losun gæti orðið álíka mikil og öll losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. (http://www.umhverfisraduneyti.is)
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 17:41
Fleiri neikvæð áhrif á kórallinn.
13.5.2009 | 00:10
Ekki eini jökullinn sem er að minnka.
11.5.2009 | 18:58
Bækur um loftslagsbreytingar
10.5.2009 | 17:03
Hokkístafurinn
Mótrök | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.5.2009 | 00:22
Annar kaldasti apríl á þessari öld!
Mótrök | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2009 | 18:36
Rækjan
7.5.2009 | 22:03
Skýrslur um ástandið á Norðurslóðum.
7.5.2009 | 18:39
Hafís á Norðurskautinu í apríl.
6.5.2009 | 23:52
Mótrök
Mótrök | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 19:04
Er yfirborð Grænlandsjökuls að hækka?
Mótrök | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)