Bandarísk rannsókn

Nú er bandarískt rannsóknateymi á vegum NASA að fara að mæla yfirborð jökla á Grænlandi og Íslandi. Ef ég skil þetta rétt, þá mun sérhönnuð flugvél fljúga í 12,500 metra hæð og radarmæla landslag jöklanna eða eins og segir:

Both radars use pulses of microwave energy to produce images of Earth's surface topography and the deformations in it. UAVSAR detects and measures the flow of glaciers and ice sheets, as well as subtle changes caused by earthquakes, volcanoes, landslides and other dynamic phenomena. GLISTIN will create high-resolution maps of ice surface topography, key to understanding the stresses that drive changes in glacial regions.

Sem sagt, gríðarlega spennandi verkefni og eiginlega skrítið að maður hefur ekki heyrt af þessu - kannski fylgist maður ekki nógu vel með.

Hvernig tengist þetta loftslagsbreytingum? Vísindamennirnir segja:

"We hope to better characterize how Arctic ice is changing and how climate change is affecting the Arctic, while gathering data that will be useful for designing future radar satellites," said UAVSAR Principal Investigator Scott Hensley of JPL.

Það verður fróðlegt að vita hvaða gögn koma út úr þessari rannsókn.


Straumar í Norður-Atlantshafi.

Ég varð bara að minnast á frétt sem ég var að lesa, aðallega af því að það fylgir góð skýringarmynd fréttinni.

Hún fjallar um nýjar rannsóknir á hitafari sjávar í Norður-Atlantshafi og hvernig nota megi þær til betri spáa um loftslagsbreytingar. Ég hef svo sem lítið um þetta að segja, þar sem ég hef litla þekkingu á málinu, en vísindamennirnir segja eftirfarandi (lauslega þýtt):

Hefðbundna skýringin er sú að breytileikinn í vatnsmassafærslum milli Norðurhafs og Norður-Atlantshafs stjórnist af breytingum í djúpsjó úr norðri. Við sjáum frávik sem hægt er að rekja til framlengingu Golfstraumsins yfir í Noregshaf.  

090504121923-large
Breyting frá heitum (rautt) og yfir í kaldan sjó (blá) í Norðurhafi. Svarta örin sýnir framlengingu á golfstraumnum yfir í Norefshaf og gráu örvarnar kalda djúpsjávarflæðið til baka.

Rannsóknin er sögð bæta þekkingu á Hita-Seltuhringrásinni í Atlantshafi frá heita Golfstrauminum í yfirborði og yfir í kalda djúpsjávarstrauma (sjá t.d. vísindavefinn). Rannsóknin er því sögð setja ný viðmið við að meta hvaða hafsvæði og mælingar eru best til að skilja loftslagsbreytingar að fornu og nýju og þar með hvaða grunn skuli nota við framtíðar vöktun og líkanagerð í tengslum við loftslagspár varðandi Norður-Atlantshaf og Norðursjávarsvæðin.

Hvort eitthvað sé til í þessu veit ég ekki, en myndin er flott - greinin sjálf birtist í Nature Geoscience, 2009: Eldevik et al. Observed sources and variability of Nordic seas overflow.


Hafísútbreiðsla

Ég rakst á forvitnilega frétt um teymi vísindamanna sem ætla að reyna að vinna úr og lagfæra gervihnattagögn frá sjöunda áratugnum til að sjá útbreiðslu hafíss á þeim tíma. Hingað til hafa eingöngu verið til gögn aftur til ársins 1979.  Eða eins og vísindamennirnir segja:

Expected Outcome and Impact
This project will provide an unprecedented improvement and assessment of a unique set of historical imagery. It will recover valuable data that is in danger of being lost. The recovered data will potentially extend our record of sea ice minimum extent, a key climate indicator, more than a decade longer than currently exists.

Þetta er flókið og erfitt verk og óljóst hvort þeim tekst þetta, en það verður áhugavert að fylgjast með því.

fig1
Dæmi um hvernig gögn er um að ræða, fyrir og eftir leiðréttingu (mynd frá http://cires.colorado.edu)


Svar

Þetta er eiginlega svar við bloggfærslu sem Kristinn Pétursson kom með fyrir nokkru og ég ætlaði að svara hjá honum, en hann virðist vera með ansi sveiflukennda opnun á athugasemdakerfinu sínu, þannig að þegar ég ætlaði að fara að tjá mig hjá honum þá voru tímamörkin skyndilega liðin. Líklega tilviljun en mögulega er ég of duglegur að skipta mér af umræðu um loftslagsmál og mögulega er ég farinn að pirra suma. En hvað um það, meðan órökstuddar fullyrðingar um loftslag svífa um bloggið, þá er ég með haglabyssuna á lofti Devil

Forsagan er sú að hann notar myndir til rökstuðnings þess að það hafi verið hlýrra á norðurslóðum fyrir 2500 árum en nú er, ég var búinn að biðja hann um að benda mér á hvaða gögn liggja á bakvið þessum myndum, fræðilegur áhugi að mestu, en einnig efasemdir um að hægt sé að nota myndir sem þessar sem rök fyrir hlýnun án þess að vita hvaða gögn eru á bakvið þær (hann hafði engin svör). Myndirnar eru þessar og eflaust góðar og gildar - en það skiptir ekki máli ef maður veit ekki hvernig þær eru gerðar:

c_documents_and_settings_atthing_serverk_my_documents_my_pictures_galciers_in_iceland_2500_years_ago

c_documents_and_settings_atthing_serverk_my_documents_my_pictures_glaciers_in_iceland_1000_years_ago

En altént, þá vil ég klára að svara því sem hann segir síðast í athugasemdunum, en þar segir hann (og sjá má hér):

  1. Sápubox, hér hefur ekkert verið "rifist" að mínu mati. Skoðanaágreiningur er ekki "rifrildi".  Svo er til betra orð ... það er "mismunandi skilningur" á málefnum. Þú og Páll hafði fullt leyfi samkvæmt stjórnarskránni - og mitt leyfi líka - til að viðra ykkar skoðanir hér. Ég er þakklátur fyrir athugasemdir. þen þessi er ekki rétt...." Þetta rifrildi þitt við Pál er síðan bara fyndið, sérstaklega þar sem þú neitar að viðurkenna að þú hafir rangt fyrir í þeirri fullyrðingu þinni að vísindamenn hafi talið jörðina verið flata fyrir 300 árum."
  2. "fyndið rifrildi"... he,he......     Ég hélt því fram - og geri einn að spænski rannsóknarrétturinn hafi pyntað Calileo (og fleiri) til að viðurkenna að jörðin væri flöt - var það ekki þannig......
  3. Svo var ég að nota þessar myndir til rökstuðnings um að það hefði verið hlýrra - ég fann þessar myndir á síðu Ágústar H Bjarnasonar.... og myndirnar tala sínu máli...  Svo er ég ekki fáanlegur til að "rökræða" gerð myndanna???   Hvað ertu að fara??  Ef þú veist eitthvað sérstakt um þessar myndir -  annað en þær sýna - þá er þér velkomið að skrifa um það.......  
  4. Ég held þessu fram: Allt of margar fullyrðingar - um þessa "hlýnun jarðar"... og "gervi"-vísindamenn fara langt fram úr sjálfum sér - í alls konar fullyrðingum og hafna því að sólin sé helsti orsakavaldur að hreyttu hitafari jarðar...    vitna ég þá í bloggsíðu Ágústar H Bjarnasonar - þar sem besta fagmennska er notuð sem ég hef séð...
  5. Svo hafa auðvitað eldgos haft mikil áhrif....
  6. Að lokum aftur: Skoðanaágreiningur er ekki rifrildi - þetta eru hrein skoðanaskipti. Ef laust hefur enginn "rétt" fyrir sér í endanlegri merkingu.... þetta er þróun - og við erum að reyna að skilja orsakir og alfeiðingar - og munum halda því áfram...

Svo ég svari þessu:

1, 2 og 6: mér þótti þetta fyndið, sérstaklega þar sem búið var að útskýra fyrir þér nokkrum sinnum að þú hefðir rangt fyrir þér varðandi hina flötu jörð.

3: Mér þykir mikilvægt að vita hvað liggur á bakvið þessar myndir - þær einar og sér segja ekkert, en einhver gögn liggja á bakvið gerð þeirra (það geta verið góð gögn - en geta líka verið úrellt gögn). Líklegast hafa rannsóknir á setkjörnum eða frjókornamælingar leitt í ljós eitthvað hitastig á Íslandi eða í nágrenni Íslands (líklega frjógögn miðað við að Þorleifur Einarsson kom að gerð myndanna) - útfrá hitanum sem þau gögn segja til um hafa menn talið líklegt að jöklar hafi legið eins og myndirnar sýna. Ef svo er þá er skrítið að nota þessar myndir til rökstuðnings um að það hafi verið hlýrra þá (þótt það hafi eflaust verið svo). Rökréttast væri að nota gögnin sem liggja á bakvið myndunum sem grundvöll rökfærslu. Mér vitanlega er allavega ekki fræðilegur möguleiki að þessar myndir séu gerðar eftir gögnum um legu jökla, því jökulgarðar frá þessum stöðum hefðu jöklar litlu ísaldarinnar afmáð fyrir löngu. Ef svo er, þá væri kjörið að nota myndirnar sem rök.

4: Málið er að fullyrðingarnar koma frá þér og þínum, þú fullyrðir að vísindamenn hafi rangt fyrir sér og hefur fyrir þér Ágúst Bjarnason (sem segist vera hlutlaus í sínum málflutningi) - en mest allt eru þetta órökstuddar fullyrðingar af þinni hálfu. Bentu á eina færslu hjá Ágústi sem sýnir fram á að það sé sólin sem sé helsti orsakavaldur hlýnunarinnar undanfarna áratugi og útskýrðu af hverju. Þú getur einnig skoðað hvað ég hef skrifað um þetta hér og hér og reynt að hrekja þau orð.

5: Varðandi eldfjöll þá hef ég fjallað um þau hér.

---- 

Svo að athugasemd númer 35, en þar er rökstuðningur Kristins merkilegur:

bullkenningunni um þessa "hnattrænu hlýnun".... af manna völdum....  það hefur sekki sést svona mikill snjór á NA landi í mörg ár....  og Grænlandsjökull er farinn að hækka aftur......  "hnattræn kólnun"....

Hann vísar sem sagt í veðurfar einn vetur á takmörkuðu svæði í litlu landi sem mótrök gegn hnattrænni hlýnun. Einnig segir hann að Grænlandsjökull sé að hækka aftur en minnist ekkert á það hvernig hann fær það út.

Hér eru myndir sem sýna massabreytingar í Grænlandsjökli, fyrst neðan við 2000 m og síðan ofan við 2000 m:

greenland_mass_loss

Samtals gerir þetta þá:

greenland_mass_loss_total

Gervihnattagögnin ljúga varla.

Ég ætla ekki að gera það að venju minni að svara athugasemdum bloggfærslna hér, en mér fannst ég knúinn til þess að þessu sinni.


Nokkrar gráður.

Ég rakst á nokkur stutt myndbönd á YouTube frá National Geographic Channel. Þar er verið að velta því upp hvað geti gerst við hverja gráðuhlýnun á jörðinni. Þetta er í hasarmyndastílnum.

Tveggja gráðu markið.

Eitt af því sem mikið er rætt þessa dagana er áætlun evrópusambandsríkja (og annarra ríkja) að reyna að miða við að það hlýni ekki meir en um 2°C, ef miðað er við árið 1990. Þetta er hægara sagt en gert segja sumir - meðan aðrir segja að þetta sé...

Flundran

Hér er áhugaverð grein úr fréttablaðinu. Bæði veiðimenn og vísindamenn eru í raun að kenna hlýnun sjávar um veikingu bleikjustofnsins. Talið er nefnilega að Flundran sé að aukast hér við land vegna hlýnunar sjávar, eins og sjá má í skýrslunni sem gefin...

Spurning um siðferði

Án þess að ég ætli að blanda mér mikið í deilur um olíuleitina (sem jarðfræðingur þá finnst mér það spennandi, en hef áhyggjur af umhverfisáhrifunum), þá vil ég benda á siðferði þessarar fullyrðingar félagsmálaráðherra. Feitletra það sem ég hjó eftir....

Nýjasta Nature

Fróðlegt væri að nálgast nýjasta heftið af Nature, en þetta hefti er að hluta tileinkað loftslagsbreytingum: Latest content : The Climate Crunch Research published in Nature reveals that once a trillion tonnes of anthropogenic carbon has been released...

Uppfærsla - bráðnun hafíss á Norðurskautinu.

Bráðnun hafíss á Norðurskautinu virðist samkvæmt þessari mynd ganga hægar en búist var við: Bráðnun það sem af er 2009 nálgast meðaltalið (mynd NSIDC). Það verður fróðlegt að sjá hvað þeir segja um apríl mánuð, en fréttatilkynning kemur yfirleitt frá...

Uppfærsla - Wilkins íshellan

Það var í fréttum um daginn að ísbrúin sem hélt Wilkins íshellunni saman væri brostin ( sjá færslu ). Í kjölfarið bjuggust vísindamenn við því að íshellan myndi byrja að brotna upp næsta sumar (á Suðurskauti - þar er vetur nú). Nú hafa borist myndir frá...

Samhljóða álit vísindamanna

Ég fékk athugasemd við síðustu færslu, frá honum Magusi, sem ég var búinn að lofa að svara, þegar ég hefði tíma. Hann vitnar einnig í texta á heimasíðu - Hér - en segir ennfremur: "Concensusinn" sem skýrsla SÞ um hnatthlýnunina átti að sýna fram á er...

Málið er...

... að í útreikningum Milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (The Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC), var tekin sú ákvörðun að miða ekki við mögulegar breytingar á jökulskjöldum Grænlands og Suðurskautsins, vegna þeirrar óvissu sem...

Climate Denial Crock - hlýnun frá 1998!

Alltaf áhugavert að skoða nýjasta Climate Denial Crockið.

Loftslagspólitík

Ég var á því í gærkvöldi að hætta þessu bloggi, en vegna hvatningar frá bloggvinum og út af tölvupósti sem ég fékk, þá hef ég ákveðið að halda áfram. Þessi færsla og síðasta eru líklega undantekningafærslur, því ég fjalla lítið um pólitík hér, en meira...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband