Jákvæð frétt

Mér þótti rétt að benda á þessa frétt, það er spurning hvort við ættum að sækja um, afturvirkt Wink
mbl.is Japanir beita grænum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ACRIM eða PMOD - deilur um útgeislun sólar

Fólk hváir sjálfsagt yfir titlinum á þessari færslu, leyfið mér að útskýra:

Ég var að skoða enn sem áður fyrr bloggsíðu Ágúst H Bjarnasonar,, en hann er hafsjór fróðleiks um loftslagsmál. Hann hallast örlítið í efasemdarátt um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum (vona að honum sé sama þótt ég túlki skoðanir hans svona, en oftar en hitt þá kemur hann með hlið efasemdarmanna).

Hann setti inn á bloggsíðu sína nýja grein sem segir að útreikningar á útgeislun sólar útfrá gervihnattamælingum bendi til þess að það sé mögulega sólin sem sé að valda hlýnun á jörðinni.

Málið snýst um að túlka gögn sem líta svona út og fá þau til að fitta saman svo það verði samfeldur ferill samanber eyðuna sem kölluð er ACRIM GAP á myndinni (þannig skil ég það allavega eftir að hafa reynt að lesa mig til á netinu):

earth_obs_fig1
Daglegt meðaltal útgeislunar sólar frá nokkrum mismunandi gervihnöttum frá nóvember 1978 (mynd frá acrim.com - smella á tvisvar til að fá stærri útgáfu).

Tveir hópar hafa túlkað gögn frá þessum gervihnöttum á mismunandi hátt

earth_obs_fig27
Túlkun PMOD (mynd frá acrim.com - smella á tvisvar til að fá stærri útgáfu).

PMOD túlkar gögnin á þann hátt að sólin hafi minnkað lítillega útgeislun sína á þessu tímabili (nánast staðið í stað fyrir utan reglulegar sveiflur).
Niðurstaða: Hlýnun undanfarna áratugi tengjast ekki virkni sólar og því er hlýnunin af mannavöldum.

 

earth_obs_fig26
Túlkun ACRIM (mynd frá acrim.com - smella á tvisvar til að fá stærri útgáfu).


ACRIM túlkar gögnin á þann hátt að sólin hafi aukið lítillega útgeislun sína á þessu tímabili.
Niðurstaða: Hlýnun undanfarna áratugi tengjast mögulega aukinni virkni í sólinni og því er hlýnunin ekki af mannavöldum

Það kemur kannski ekki á óvart en báðir aðilar segja hinn hafa túlkað gögnin vitlaust, sjálfsagt verður um það deilt áfram á næstunni eftir þessa nýju grein, en auðvitað er nauðsynlegt að hafa gögnin rétt.

Svo er það aftur spurning hvort þessi munur skipti miklu máli, það má segja að annar höfunda greinarinnar sem vísað er í sé búinn að breyta skoðun sinni örlítið, en árið 2006 var niðurstaða Scafetta þessi:

since 1975 global warming has occurred much faster than could be reasonably expected from the sun alone.

Lauslega þýtt: "Frá 1975 hefur hlýnun jarðar átt sér stað mun hraðar heldur en raunhæft er að ætla frá sólinni einni." En nú er komið annað hljóð í strokkinn (úr greininni 2009):

Increasing TSI between 1980 and 2000 could have contributed significantly to global warming during the last three decades

Ekki beint afdrifarík niðurstaða, en lauslega þýtt þá segir: "Aukning á útgeislun sólar milli 1980 og 2000 gæti hafa stuðlað marktækt að hlýnun jarðar síðustu þrjá áratugi". 

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu, en þar sem þetta er frekar ný grein þá hefur ekki orðið mikil umræða um hana á netinu. Ég hugsa að það sé rétt að fylgjast vel með þessari umræðu, en jafnframt passa sig á því að þarna er um lítinn mun á breytingum á útgeislun sólar (á milli þessara túlkana), það lítil breyting að ekki verður hægt að skýra út hlýnun jarðar út frá sólinni einni, jafnvel þó maður taki niðurstöðu ACRIM sem þá einu réttu (þannig skil ég allavega þær umræður sem ég hef lesið um þessar túlkanir).

p.s. ef ég fer með miklar fleipur í þessari færslu þá endilega leiðréttið mig, ég er enginn sérfræðingur í svona gögnum


Orkusetur

Heimasíða Orkuseturs er nokkuð góð. Þar eru reiknivélar sem reikna út eyðslu mismunandi tegunda bíla og nú er komin reiknivél sem sýnir munin á glóperum og sparperum (auk annarra reiknivéla). Sjá reiknivélarnar hér.

Við Íslendingar erum fámenn þjóð, dælum reyndar slatta af CO2 út í loftið miðað við höfðatölu (11,5 tonn á ári sem er meira en hin norðurlöndin), en notum þó að mestu "endurnýtanlegar" orkuauðlindir til framleiðslu á raforku (endurnýtanlegar eru innan gæsalappa, því líftími virkjana er mismunandi).

Nú þegar bensín og olía eru jafn dýr og hefur verið síðastliðin misseri og við erum í miðri kreppu, þá er um að gera fyrir hvern og einn að vanda valið á bifreiðum, því það er mikill munur á því hvað þær eyða á hundraðið að meðaltali (að auki minnkar þú útblástur ef vel er valið sem er óneitanlega mikill  kostur). Ef þú þarft að skipta um bíl, skoðaðu þá vel reiknivélina sem ber saman eyðslu mismunandi bifreiða: Samanburður á bifreiðum.  

Einnig er um að gera að reyna að spara raforku:  Perureiknir


Myndband

Mig langaði að prufa að setja inn svona YouTube-myndband og hér er það fyrsta.


Pólitík í loftslagsmálum

Pólitík þeirra sem hafna hlýnun jarðar af mannavöldum Davíð Gíslason skrifaði áhugaverðan pistil um Afneitunarvélina . Mæli með þeim pistli og ekki síst fréttaskýringunni sem hann vísar í ( Denial Machine ). Ég kann ekki að setja inn myndbönd enn sem...

Útblástur eldfjalla

Í umræðuna um loftslagsmál, koma stundum fram fullyrðingar um það hversu lítil áhrif mennirnir hafa miðað við eldfjöllin. Það er einhver míta í gangi þar, sem er kannski eðlilegt því eldfjallafræðingar héldu uppi þeirri mítu á árum áður. Eldfjallið Anak...

Endajaxlakenningin

Mér var bent á línurit sem olli mér heilabrotum (sá það fyrst hér hjá Ágústi Bjarnasyni): Það er Dr. Roy Spencer (einn af andstæðingum kenninga um hnattræna hlýnun af mannavöldum) sem bjó þetta línurit til. Mér skilst að það eigi að sýna fram á að nú sé...

Ráðstefnan.

Þeir sem ekki vita, þá byrjaði þessi ráðstefna á þriðjudaginn og endaði í dag. Nú þegar hefur ýmislegt áhugavert komið fram, eins og ég hef minnst á áður (t.d. ný gögn um súrnun úthafana ) Fyrir þá sem vilja lesa um ráðstefnuna, þá er heimasíða hennar...

CO2 - vágestur úthafanna

Ég er sjómannssonur, frændur mínir og vinir eru margir hverjir sjómenn. Ég eyddi 12-13 sumrum frá 12 ára aldri út á sjó, verðmæt reynsla. Mig langar í litla trillu þegar ég verð kominn á seinni hluta ævinnar, stunda handfæri og jafnvel leggja nokkur...

CO2 útblástur

Ég rakst á áhugaverða síðu í The Guardian sem sýnir heildarútblástur CO2 fyrir árið 2006. Myndin sýnir Kína í efsta sætinu, en árið 2005 voru Bandaríkin í efsta sæti. Smelltu á myndina til að sjá heildarútblástur fyrir jörðina. Einnig er hægt að smella á...

Vöktun plantna á tindum Tröllaskaga.

Starri Heiðmarsson, fyrrum vinnufélagi minn af Náttúrufræðistofnun er grasafræðingur, nánar tiltekið fléttufræðingur. Nú fyrir stuttu hélt hann erindi sem hét Vöktun tegundafjölbreytni við loftslagsbreytingar . Ég missti reyndar af þessu erindi, en ég...

Sofandi risi?

Ég rakst á áhugaverða frétt á heimasíðu um loftslagsbreytingar á vegum hins virta tímarits Nature, en sú grein heitir á ensku A sleeping giant? Greinin fjallar í stuttu máli um hættuna af því þegar stór forðabúr af metani (sem er gróðurhúsalofttegund)...

Ráðstefnur um loftslagsmál

Á visir.is birtist grein í dag um ráðstefnu, sem ég var reyndar búinn að frétta af á öðrum vettvangi . Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum Vísir, 09. mar. 2009 17:00 Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum Segja vitleysu að Jörðin sé að hlýna. Óli...

Tíu mótrök gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum

Nokkur rök manna gegn þessari kenningu eru vissulega skiljanleg, en hafa öll verið hrakin eftir því sem ég best veit, ég tek sem dæmi nokkrar vinsælar fullyrðingar: 1: Sveiflur í sólinni valda hitnun jarðar. Svar: það er rétt að sólin sem hitagjafi hefur...

Hlýnun jarðar af mannavöldum.

[Endurbirt, en ég ákvað að færa alla umræðu um hlýnun jarðar af mannavöldum af blogginu hoskibui.blog.is og hingað yfir, fleiri greinar verða færðar hingað yfir] Fyrir þá sem vita ekki út á hvað hlýnun jarðar gengur, þá sýnist mér þetta vera svona...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband