Færsluflokkur: Vísindi og fræði
8.1.2012 | 11:38
Mýtan um yfirvofandi kuldatímabil
Á nýju ári förum við á loftslag.is hægt af stað, en rétt er að hita upp með stórgóðu myndbandi frá Greenman (Peter Sinclair). Þar veltir hann fyrir sér algengri mýtu um yfirvofandi kuldatímabil, gefum honum orðið:
Einn af gullmolum þeirra sem afneita hnattrænni hlýnun, er mýtan um hina yfirvofandi Ísöld
Eins og venjulega, þá tekst afneitunarsinnum með sinni hávaðavél að snúa út úr því sem raunverulegur vísindamaður segir um rannsókn sína að í rannsókninni sé engin spá um ísöld hvort heldur hún yrði lítil eða stór.
---
Myndbandið má sjá á loftslag.is, Mýtan um yfirvofandi kuldatímabil
Tengt efni á loftslag.is
- Við minni virkni sólar
- Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
- Taktur loftslagsbreytinga síðastliðin 20 þúsund ár, á norður- og suðurhveli jarðar
- Mýtur
24.12.2011 | 12:00
Jólakveðja
Við óskum lesendum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Það verður rólegt á loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Við minnum á að töluvert lesefni er að finna á loftslag.is, sjá t.d. Leiðakerfi síðunnar og tilvísanir í ýmsar mikilvægar síður hér.
23.12.2011 | 10:38
3D Sólarorka
Nú um daga er vinsælt að skella sér í 3D bíó. En 3D (alla vega hugtakið 3D) er einnig komið á kort vísindamanna varðandi sólarorku. Vísindamenn við MIT (Massachusetts Institute of Technology) telja að með því að skipta út flötum sólarpanilum fyrir þrívíða uppbyggingu panilanna, þá sé hægt að ná allt að 20 sinnum meiri skilvirkni í sólarsellunum.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, 3D Sólarorka
Tengt efni á loftslag.is:
21.12.2011 | 08:44
Hinn hraði útdauði
Frá því fyrstu lífverur jarðar urðu til, fyrir um 3,8 milljörðum ára, þá hefur hurð skollið nærri hælum fyrir lífverur jarðar oftar en einu sinni. Á síðustu 500 milljón árum, þá hafa fimm sinnum orðið fjöldaútdauði lífvera (e. mass extinction). Þeir eru kallaðir af vísindamönnum Hinir fimm stóru (e. The Big Five). Þeir urðu í lok Ordóvisían, lok Devon, á mörkum Perm og Trías, í lok Trías og svo Krít-Tertíer. Þar á meðal er útdauðinn sem flestir kannast við, fyrir um 65 milljón árum sem þurrkaði út risaeðlurnar (Krít-Tertíer). Flestir vísindamenn telja að sá útdauði hafi orðið vegna loftsteinaregns og afleiðinga þess. Hins vegar eru vísindamenn alls ekki sammála um það hvað olli mun alvarlegri útdauða löngu fyrir þann tíma.
Á mörkum Perm og Trías, fyrri um 252 milljónum árum síðan, þá þurrkaðist út um 90-95 % af öllu lífi jarðar, jafnt hjá lífverum á þurrlendi sem og hjá sjávardýrum. Hinn mikli dauði (e. The Great Dying), eins og hann er stundum kallaður var alvarlegastur allra fjöldaútdauða lífvera í sögu jarðar og líklega sá tími sem jarðlíf hefur komist næst því að þurrkast út algjörlega. Tilgátur um ástæður útdauðans eru mikil eldvirkni, súrefnisþurrð sjávar og sem þykir ólíklegt árekstur loftsteina.
[...]
Nánar á loftslag.is - Hinn hraði útdauði
Tengt efni á loftslag.is
- Sjötta tímabil fjöldaútdauða í jarðsögunni
- Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag
- Áhrif fyrri loftslagsbreytinga á vistkerfi
- Hraðir flutningar, hærra og lengra
- Fjöldaútdauði lífvera
- Útdauðinn fyrir 250 milljónum ára
19.12.2011 | 12:00
Leysing Grænlandsjökuls árið 2011
Eins og flestir vita þá er Grænland hulið ís að mestu leiti. Á veturna hylur snjór Grænland, en á sumrin eftir leysingar koma í ljós jaðrar Grænlands - þar sem há fjöll og klettótt rísa upp úr jöklinum og jökulstraumar renna út í firðina. Undanfarinn áratug hefur þessi leysing aukist töluvert. Leysingavatn rennur í stríðum straumum um jöklana og niður í hann.
Samkvæmt skýrslu NOAA um leysingu Grænlands, þá sló leysingin 2011 ekki metið frá árinu 2010 - en hún var samt nokkuð yfir langtíma meðaltali. Kortið hér fyrir neðan sýnir glögglega hvar yfirborðsleysing var meiri (appelsínugult) og minni (blátt) en meðaltal (í dögum), samkvæmt gervihnöttum.
Það fer eftir hvaða nálgun er notuð í gagnavinnslunni hvort leysing árið 2011 var þriðja eða sjötta mesta frá því gervihnattamælingar byrjuðu árið 1979. Eins og sést á myndinni þá stóð leysing yfir sérstaklega lengi á suðvestanverðri bungunni. Sums staðar varði þessi leysing 30 dögum lengur en meðaltal. Í þriðja skiptið frá árinu 1979 var leysingin á meira en 30% af yfirborði Grænlandsjökuls. Bláu punktarnir við jaðrana sýna villu sem er vegna mikilla leysinga. Snjórin hverfur þar gjörsamlega og jökulísinn stendur ber eftir og gervihnettirnir ná ekki að gera greinarmun á vatni og jökli þar sem snjólaust er. Vísindamenn vita þrátt fyrir það, með því að mæla aðstæður á þessum svæðum, að þessi jaðarsvæði eru líka að bráðna.
Heimildir og ítarefni
Umfjöllun í Earth Observatory NASA: 2011 Greenland Melt Season: Image of the day NOAA skýrsla um Norðurskautið: Highlights of the 2011 Arctic Report Card Tengt efni á loftslag.is- Jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins bráðna hraðar
- Frekari sönnunargögn um að hlýnun jarðar sé raunveruleg
- Sláandi breytingar í jöklum Himalaya
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag
14.12.2011 | 10:44
Um niðurstöðuna í Durban
Árni Finnsson skrifaði gestapistil á loftslag.is um niðurstöðuna í Durban eins og hann upplifir hana. Þökkum við í ritstjórn loftslag.is honum fyrir áhugaverðan pistil.
Hann kemur inn á nokkur atriði varðandi niðurstöðuna í Durban, m.a. eftirfarandi:
Mjög jákvætt er að í Durban varð samkomulag um að þau ríki sem mest losa af gróðurhúsalofttegundum hefji á ný samningaviðræður um lagalega bindandi sáttmála.
[...]
Að óbreyttu stefnir í að hitastig andrúmsloftsins muni hækka um og yfir 3 gráður á Celcíus miðað við fyrir iðnbyltingu. Í Kaupmannahöfn náðist samkomulag um að halda skyldi meðalhitnun andrúmslofts jarðar innan við 2°C.
Það má kannski orða það sem svo að niðurstaðan hafi verið umfram þær væntingar sem gerðar voru til ráðstefnunnar í Durban fyrirfram, en þó virðist vera nokkuð gap í að ná langtímamarkmiðum sem áður hafa verið gerð.
Nánar má lesa pistil Árna á loftslag.is, Um niðurstöðuna í Durban
12.12.2011 | 15:26
Hin manngerða loftslagsbreyting samanborið við hina náttúrulegu
Síðustu viku hafa komið út tvær áhugaverðar greinar um hitastig jarðar. Annars vegar í Environmental Research Letters (Foster og Rahmstorf 2011) og hins vegar grein í Nature Geoscience (Huber og Knutti 2011). Báðar fjalla að einhverju leyti um hlut manna í loftslagsbreytingum samanborið við hinar náttúrulegu breytingar og sýna að hin hnattræna hlýnun heldur áfram, af mannavöldum.
Í rannsókn Foster og Rahmstorf voru greindar fimm leiðandi hitaraðir frá árunum 1979 til 2010 og náttúrulegar skammtímasveiflur teknar í burt: El Nino sveiflan, eldvirkni og virkni sólar. Með því að taka í burt þessar þekktu skammtímasveiflur, þá sýndu þeir fram á að hinn hnattræni hiti hefur aukist um 0,5°C síðastliðin 30 ár. Allar hitaraðrinar sýndu 2009 og 2010 sem tvö heitustu árin. Ef tekið var meðaltal allra hitaraðanna þá reyndist 2010 heitasta árið.
Í rannsókn Huber og Knutti kemur fram að náttúrulegur breytileiki hafi í mesta lagi haft um fjórðungs áhrif á hlýninina síðastliðin 60 ár. Samkvæmt rannsókninni þá eru a.m.k. um 74% af hlýnuninni af mannavöldum. Til að greina frá merki náttúrulegrar hlýnunar og mannlegrar, þá greindu vísindamennrirnir jafnvægi eða breytingar í flæði orku inn og út úr lofthjúpi jarðar með nýrri aðferð til að greina frá þetta merki.
Samkvæmt þessari greiningu þá hefur gróðurhúsalofttegundin CO2 hitað jörðina um 0,85°C frá því um miðja síðustu öld en það er nokkuð meira en hefur hlýnað (hlýnunin er um 0,5°C). Á móti koma kælandi áhrif frá örðum og náttúrulegum ferlum.
Þessar tvær rannsóknir sýna okkur annars vegar að hin hnattræna hlýnun heldur áfram og hins vegar sýna þær að hlýnunin undanfarna áratugi er að mestu leyti manngerð, þá vegna aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.
Heimildir og ítarefni
Foster og Rahmstorf 2011: Global temperature evolution 19792010
Ítarlegar umfjallanir um greinina má finna hjá Grant Foster sjálfum (Tamino), sjá: The Real Global Warming Signal og hjá NewScientist, sjá: No, global warming hasnt stopped
Huber og Knutti 2011 (ágrip): Anthropogenic and natural warming inferred from changes in Earths energy balance
Ítarlegar umfjallanir um greinina má finna á heimasíðu Nature, sjá: Three-quarters of climate change is man-made og á heimasíðu The Carbon Brief, sjá: At least three-quarters of global temperature rise since the 1950s caused by humans
Tengt efni á loftslag.is
- Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
- Er hlýnunin af völdum innri breytileika?
- Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin
- Eldgos og loftslagsbreytingar
- Við minni virkni sólar
- Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2011 | 09:50
Durban og COP17 – Í stuttu máli
Við höfum lítið sem ekkert rætt um loftslagsráðstefnuna COP17, sem haldin er í Durban um þessar mundir, hér á loftslag.is. Kannski er það vegna lítilla væntinga til fundarins eða kannski erum við bara önnum kafnir og látum það mæta afgangi. En hvað sem veldur, þá viðurkenni ég fúslega að áhugi minn er dempaður og ég hef lítið fylgst með hingað til. Reyndar byrjuðu efasemdamenn með pompi og prakt þegar þeir þyrluðu hinu vanalega ryki í augu fólks rétt fyrir fundinn, sjá Climategate 2.0 Enn eitt plathneykslið í uppsiglingu? - það virðist þó hafa verið frekar þróttlítið hjá þeim í þetta skiptið enda vill fólk almennt ekki láta plata sig oft með sömu útúrsnúningunum.
Það má m.a. finna yfirlit yfir það sem gerist í Durban á vef Guardian, Global climate talks og einnig myndir og stutt yfirlit frá degi til dags hér. Ein af nýjustu fyrirsögnunum á vef Guardian er á þessa leið Durban talks unlikely to result in climate change deal sem segir kannski sitthvað um árangurinn. Það má þó halda í þá von að það verði lagður einhver grunnur að samningi í náinni framtíð, þó skrefin verði hugsanlega smá fyrst um sinn. Það er í raun ekki ásættanlegt að draga þessi mál á langin. Þjóðir heims verða að taka sig saman og finna lausnir í sameiningu og leggja sérhagsmuni til hliðar fyrir heildina.
Talandi um hænuskref (vonandi í rétta átt), þá má taka þátt í undirskriftasöfnun á netinu til bjargar Jörðinni (hvorki meira né minna), sjá 48 hours to save our dying planet! undirritaður hefur þegar ritað nafn sitt þar í þeirri von að margt smátt geri eitt stórt og hvet ég áhugasama til að taka þátt enda mikilvæg málefni.
Á loftslag.is má sjá myndband þar sem gerð er tilraun til að útskýra hvernig svona ráðstefnur fara fram, tekur aðeins 3 mínútur.
Myndbandið má sjá hér, Durban og COP17 Í stuttu máli
Tengt efni á loftslag.is:
8.12.2011 | 09:02
Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
Nákvæm gögn eru söfnuð um útbreiðslu hafíss síðastliðin rúm 30 ár byggð á gervihnattagögnum, en auk þess eru nothæfar upplýsingar til um útbreiðslu hafíss síðustu öld, byggt á upplýsingum frá skipum og flugvélum. Gögnin sýna greinilega að bráðnunin undanfarna áratugi er mun meiri en öldina þar á undan. Nýleg greining á þeirri þekkingu sem til er um hafís Norðurskautsins (Polyak o.fl. 2010), bendir til þess að bráðnun hafíss nú sé meiri en verið hefur síðastliðin nokkur þúsund ár og ekki hægt að útskýra með náttúrulegum breytileika.
[...]
Nánar er hægt að lesa um þetta á loftslag.is - Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
Tengt efni á loftslag.is
6.12.2011 | 12:42
2011 – hið heita La Nina ár
Hnattrænn hiti fyrir árið 2011 mun að öllum líkindum verða í tíunda sæti frá því mælingar hófust, samkvæmt bráðabirgðamati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Árið er að vísu ekki búið, en ef áfram heldur sem horfir þegar tölur fyrir nóvember og desember verða komnar í höfn, þá þýðir það að þrettán heitustu árin frá því mælingar hófust hafa orðið síðustu 15 árin.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, 2011 hið heita La Nina ár
Tengt efni á loftslag.is