Færsluflokkur: Vísindi og fræði
6.7.2011 | 21:28
RÚV – Sannleikurinn um loftslagsbreytingar
Breskur fréttaskýringaþáttur um loftslagsbreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar. Á liðnum árum hefur hart verið deilt um loftslagsbreytingar og vísindin sem notuð eru til að mæla þær og meta. Í þættinum er leitað svara við því hvað við vitum í rauninni um loftslagið og áhrif þess á okkur. Þótt yfirvöld, vísindamenn og baráttufólk haldi því fram að loftslagið í heiminum sé að breytast er eins og margir trúi því hreinlega ekki að hnattræn hlýnun sé staðreynd. Talað er við vísindamenn sem eru á öndverðum meiði um málið og athugað hvað þeir geta verið sammála um og þar kemur sitthvað á óvart.
Eftir að hafa kynnt mér þetta lítillega, þá skilst mér að það verði rætt við þá John Christy og Björn Lomborg frá hlið efasemdamanna, en m.a. eiga þeir Bob Watson and Bob Ward að koma fram fyrir hönd þeirra sem telja að gróðurhúsavandinn sé raunverulegur, sjá nánar á vef BBC. Einnig er rætt við fleiri, m.a. loftslagsvísindamanninn Michael Mann, svo einhver sé nefndur. Þetta er einungis 30 mínútna þáttur og er því erfitt að sjá fyrir sér að spurningum varðandi þessi mál verði svarað svo vel sé, en þetta getur væntanlega orðið fróðlegt. Hér undir má sjá stutt brot úr þættinum (reyndar u.þ.b. 1/6 úr honum, þar sem um stuttan þátt er að ræða), en þarna er komið inn á villu IPCC varðandi jöklana í Himalaya og hið svokallað climategatemál, vonandi ná þeir að útskýra það nánar í þættinum spurning líka hvort þeir nefni augljósar villur efasemdamanna í leiðinni..? Merkilegt reyndar að þátturinn virðist hafa verið kallaður Whats up with the weather? í Bretlandi, sem er strax dáldið merkilegt, miðað við að umfjöllunarefnið eru loftslagsbreytingar. En allavega, þá mun ég horfa á þáttinn og vonandi gefst mér tækifæri á að skrifa eitthvað um hann síðar.
[...]
Myndbandið má sjá á loftslag.is, RÚV Sannleikurinn um loftslagsbreytingar
Tengt efni á loftslag.is:
- Climategate Nú ár er liðið skandallinn sem ekki varð
- Tag Climategate
- Mælingar staðfesta kenninguna
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2011 | 12:54
Víngerðarmenn í vanda
Hækkandi hitastig mun valda því að ræktendur hágæðavínviðja í Kaliforníu og fleiri stöðum í Bandaríkjunum munu lenda í vandræðum á næstu 30 árum, samkvæmt nýrri rannsókn sem vísindamenn Stanford Háskóla gerðu.
[...]
Nánar á loftslag.is - þar sem einnig má sjá stutt myndband, Víngerðarmenn í vanda
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslagsbreytingar með augum bænda
- Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun
- Gæði tékkneska bjórsins gæti versnað við hlýnun jarðar
- Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum
3.7.2011 | 18:44
Hvað er líkt með banana og kolamola?
Dr. Peter Griffith sem er vísindamaður hjá NASA, fjallar hér um kolefnishringrásina á einfaldan hátt og tekur sem dæmi banana og kolamola.
[...]
Sjá myndband á loftslag.is, Hvað er líkt með banana og kolamola?
Fleiri myndbönd á loftslag.is
1.7.2011 | 09:55
Dr. Jeff Masters um öfga í veðri
Hann segir meðal annars (lauslega þýtt):
Á hverju ári er óvenjulegt veður einhvers staðar á jörðinni. Met sem hafa staðið í áratugi falla. Flóð, þurrkar og stormar hafa áhrif á milljónir manna og óvenjulegt veður í sögu manna getur orðið. En þessi rússibanaferð öfgafulls veðurs árið 2010 hefur, að mínu mati, gert það ár að óvenjulegasta ári frá því áreiðanleg hnattræn gögn um efri lofthjúp jarðar (e. global upper-air data) voru fáanleg í lok fimmta áratugsins. Aldrei á þeim 30 árum sem ég hef starfað sem veðurfræðingur hef ég orðið vitni að ári líku 2010 hinn ótrúlegi fjöldi veðurhamfara og óvenjulegar sveiflur í vindafari jarðar er ólíkt öðru sem ég hef séð.
Í yfirliti hans er þetta markverðast fyrir árið 2010 að hans mati:
- Heitasta ár jarðar frá því reglulegar mælingar hófust (í lok 19. aldar)
- Öfgafyllsta vindakerfi norðurskauts fyrir vikið óvenjuöfgafullur vetur sérstaklega í norðurhluta Evrópu og við austurströnd Bandaríkjanna
- Hafís norðurskautsins: lægsta rúmmál í sögu mælingaa og þriðja lægsta útbreiðsla
- Met í bráðnun Grænlandsjökuls og óvenjulega stór borgarísjaki losnaði
- Önnur mesta sveifla frá El Nino og yfir í La Nina
- Annað versta ár í bleikingu kóralla (e. coral bleaching)
- Blautasta árið yfir landi
- Hitabeltisskógar Amazon lentu í annað skipti á fimm árum, í þurrki sem á ekki að verða nema á 100 ára fresti
- Minnsta virkni hitabeltislægða frá því mælingar hófust
- Óvenjuvirkt fellibyljatímabil í Atlantshafi, þriðja virkasta
- Í Suður Atlantshafi myndaðist fellibylur sem er mjög sjaldgæft
- Öflugasti stormur í sögu suðvestur Bandaríkjanna
- Öflugasti stormur fjarri strandríkjunum í sögu Bandaríkjanna
- Veikasti monsúntími í austur Asíu og síðastur að enda
- Engin monsúnlægð í suðvestur monsún Indlands í annað skipti í 134 ár
- Flóðin í Pakistan: verstu náttúruhamfarir í sögu Pakistan
- Hitabylgjan í Rússlandi og þurrkar: mannskæðasta hitabylgja í sögu mannkyns
- Úrhellisrigningar í Ástralíu valda mesta tjóni í sögu náttúruhamfara í Ástralíu
- Mesta úrhelli í sögu Kólumbíu valda verstu flóðahamförum í sögu þess
- Úrhelli varð með samsvarandi flóði í Tennessee Bandaríkjunum, sem tölfræðilega verða bara einu sinni á þúsund ára fresti
Heimildir og ítarefni
Bloggfærsla Dr. Jeff Masters: 2010 2011: Earths most extreme weather since 1816?
Tengt efni á loftslag.is
- Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?
- Tengsl milli loftslagsbreytinga og öfgaveðurs?
- Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Óvenjulegt veður árið 2010
29.6.2011 | 09:11
Loftslagsbreytingar með augum bænda
Höfundar tóku viðtöl við heimilisfólk 250 heimila í 18 þorpum í Himalajafjöllum sem öll eru staðsett í 2000-3ooo metra hæð. Til að skekkja ekki niðurstöðurnar þá var ekki spurt beint út um breytingar í veðrakerfum, heldur kannað hvort einhverjar breytingar hefðu orðið í lífsgæðum síðastliðin 20 ár og þaðan fylgt eftir með spurningum um t.d. þurrka og hitastig.
Sem dæmi þá sagði hópur kvenna frá þeirri reynslu sinni að þær þyrftu nú að þvo áhöld til geymslu matar oftar en fyrr, vegna þess að maturinn skemmdist fyrr sökum hærra hitastigs. Annað dæmi eru þorpsbúar sem bjuggu hæst, töluðu um óvenjuheit sumur og að það vori fyrr. Neðar í hlíðunum var síðan kvartað yfir auknum ágangi moskítóflugna og algengar plöntur finnast hærra í fjöllunum en áður á sama tíma og aðrar plöntur hafa horfið.
Breytileiki í landbúnaði er ekki eitthvað sem er óþekkt, en í viðtölunum kom fram að erfitt væri orðið að stunda ræktun vegna þess hversu ófyrirsjáanlegt veðrið er að verða.
Heimildir og ítarefni
Greinin sem til umfjöllunar er, má lesa í Biology letters og er eftir Chaudhary og Bawa 2011 (ágrip): Local perceptions of climate change validated by scientific evidence in the Himalayas
Umfjöllun um greinina má lesa á heimasíðu Science: Watching Climate Change Through a Farmers Eyes.
Tengt efni á loftslag.is
- Er hnattræn hlýnun góð?
- Minnkandi maísframleiðsla við hnattræna hlýnun
- Breytingar í árstíðasveiflum Alaska hefur áhrif á veiði frumbyggja
- Hverjir verða mest varir við afleiðingar aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda
- Skjól fjallgarða
24.6.2011 | 19:03
Eru auknir öfgar í veðri tengdir hnattrænni hlýnun?
Röksemdir efasemdamanna
Það koma alltaf öfgar í veðri eins og sjá má ef skoðaðar eru fréttir og annálar síðustu alda þurrkar, úrhelli og stormar hafa alltaf haft áhrif á okkur mennina. Öfgar í veðri eru því náttúrulegir og hnattræn hlýnun hefur ekki áhrif á það.
Það sem vísindin segja
Hnattræn hlýnun eykur líkurnur á öfgum í veðri.
Oftast þegar fólk heyrir af öfgafullu veðri, til dæmis flóðum eða þurrkum, þá spyrja menn sig hvort sá atburður hafi orðið vegna hnattrænnar hlýnunar? Því miður þá er ekki til neitt einhlítt svar við þeirri spurningu. Veður er mjög breytilegt og öfgar verða reglulega víða um heim. Til að svara spurningunni þarf að reikna út leitni og það tekur tíma sérstaklega þegar gögn eru fátækleg og jafnvel ófáanleg fyrir viss svæði.
Búist er við að öfgar í veðri aukist við hnattræna hlýnun jarðar, vegna þess að hækkandi hitastig hefur áhrif á veðrakerfin á margskonar hátt. Vart hefur verið við breytingar í tíðni öfgaveðurs samfara hnattrænni hlýnun og vísbendingar eru um að sumar þessara breytinga séu vegna áhrifa manna á loftslag.
Lesa færsluna í heild á loftslag.is
...
Ítarefni
Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science.
Tengt efni á loftslag.is
Flóð í miðvesturríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2011 | 22:04
Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni
Að meðaltali losum við mennirnir jafngildi heildarársframleiðslu allra eldfjalla og jarðhitakerfa jarðar af koldíoxíð (CO2) á einungis 3-5 dögum. Þetta er niðurstaða yfirlitsgreinar um losun CO2 af völdum manna og eldvirkni (Gerlach 2011).
Það virðist algengur misskilningur meðal almennings, en þó sérstaklega meðal efasemdamanna um hnattræna hlýnun af mannavöldum, að styrkur CO2 í andrúmsloftinu ráðist að mestu af eldvirkni. Svo er ekki. Á undanförnum áratugum hefur losun manna á CO2 aukist upp í að vera hundraðfalt meira en losun á CO2 vegna eldvirkni.
[...]
Nánar má lesa um þetta og m.a. skoða graf varðandi málið á loftslag.is, Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni
Tengt efni á loftslag.is
- Eldgos og loftslagsbreytingar
- Eldvirkni og loftslag
- Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010
- Frétt: Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?
- Útdauðinn fyrir 250 milljónum ára
- Mýta: Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2011 | 11:11
Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
Það virðast rúmast vel innan marka rökfræðilistarinnar hjá þeim sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum að halda tvennu fram: Annars vegar að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum og því hafi þeir rangt fyrir sér nú og hins vegar að halda því fram að það muni ekki hlýna heldur kólna og að jafnvel sé yfirvofandi önnur Litla Ísöld eða jafnvel nýtt kuldaskeið Ísaldar.
Þessi viðvörun er merkileg í ljósi þess að þeir sem vara við afleiðingum hlýnunar jarðar af mannavöldum, eru oft á tíðum kallaðir Alarmistar í samhengi við það að margir efasemdamenn vara við yfirvofandi kólnun og meðfylgjandi erfiðu tíðarfari. En við skulum líta aðeins á hvað er til í því að kuldatímabil eða kuldaskeið sé í vændum.
Litla Ísöldin og núverandi hlýnun
Það er ekki langt síðan jörðin gekk í gegnum kuldatímabil sem kallað er Litla Ísöldin (sveiflur eru miklar frá mismunandi stöðum á jörðinni, en almennt er talið að hún hafi staðið frá sautjándu öld og fram til miðja nítjándu öld sumir vilja meina að hún hafi byrjað mun fyrr jafnvel á þrettándu-fjórtándu öld). Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þá hafi verið töluverð hnattræn kólnun eða lítilsháttar og að einhverju leiti staðbundin kólnun um það eru menn ekki sammála.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?
Tengdar efni af loftslag.is:
- Er hlýnun jarðar slæm?
- Mýta Það er að kólna en ekki hlýna
- Mýta Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun
- Mýta Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar
14.6.2011 | 08:54
Vísindi í gapastokk
Í myndbandinu (sem sjá má á loftslag.is) ræðir Greenman3610 (Peter Sinclair), m.a. um hin marg umtöluðu tilfelli rangtúlkana sem fóru í gang varðandi orð Phil Jones, í viðtali við BBC á síðasta ári, um að hlýnunin síðan 1995 til 2009 væri ekki marktæk innan 95% örryggisstigsins (tölfræðileg skilgreining). Það var túlkað af einhverjum sem svo að ekki hefði hlýnað síðan 1995, sem er nett rangtúlkun.
Ný gögn þar sem árið 2010 er með í talnasafninu, og lengja því tímabilið um einungis eitt ár, sýna nú fram á að hlýnunin síðan 1995 er marktæk innan 95% öryggisstigsins, sjá nánari umfjöllun um það í eftirfarandi tengli, Global warming since 1995 now significant. Spurningin sem maður spyr sig nú, er hvort þeir sem héldu þessum rangtúlkunum á lofti muni nú sjá að sér og fjalla jafn mikið um þetta og hinar fyrri rangtúlkanir ég myndi ekki veðja á það sjálfur
En hvort sem hlýnunin var innan 95% öryggisstigsins eða 90% öryggistigsins (sem var tilfellið) fyrir tímabilið 1995 2009, þá er nú langt frá því að hægt sé að túlka það sem að það hafi alls ekki verið hlýnun á tímabilinu. En það getur einmitt verið þörf á að skoða lengri tímabil til að fá fram niðurstöður sem eru marktækar á 95% öryggisstiginu, í þessu tilfelli vantaði aðeins eitt ár upp á þá niðurstöðu. En eftir þennan langa formála, skulum við nú snúa okkur að endurbirtingunni:
Í myndbandinu skoðar Greenman3610 (Peter Sinclair) hvar best er að nálgast áreiðanlegar heimildir um loftslagsvísindin og einnig fer hann yfir mál þar sem fram kom frétt, á Daily Mail, um að Phil Jones (loftslagsvísindamaður) hefði fullyrt að engin hlýnun hefði verið síðan 1995, sem reyndist ekki sannleikanum samkvæmt, en það kom þó ekki í veg fyrir að sumir fréttamiðlar og fjöldin allur af bloggsíðum endurómuðu það sem einhverja staðreynd og reyndu setja vísindin á gapastokk, ef svo má að orði komast. En hvernig nálgast maður upplýsingar um vísindin? Eftirfarandi er lýsing Greenman3610 á myndbandinu:
Þar sem ég er ekki vísindamaður, þá dregur hið mikla magn upplýsinga um hnattrænar loftslagsbreytingar, úr mér kjark þegar kemur að því að skoða þær. Ég hef komist að því að lang áreiðanlegustu heimildirnar koma úr virtum ritrýndum tímaritum. En tímarit hafa mörg löng orð, mikið af smáu letri og lítið af myndum, sem auðveldar mér ekki lífið. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna þeir sem afneita loftslagsvísindunum líkar ekki við þau. En það er þar sem staðreyndirnar eru.
Hvernig er hægt að bera kennsl á góð vísindatímarit?
Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum hér.
- Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is, Vísindi í gapastokk
Tengt efni á loftslag.is:
- Hnattræn hlýnun upp á borðum
- CO2 er fæða fyrir plöntur
- Eru loftslagslíkön óáreiðanleg?
- Ráðist á loftslagsvísindin
- Í suðupotti loftslagsumræðunnar
- Climategate
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
12.6.2011 | 00:25
Tengsl milli loftslagsbreytinga og öfgaveðurs?
Á loftslag.is má nú sjá áhugavert og ögrandi myndband þar sem myndskreyttur er og lesinn texti eftir Bill McKibben, höfund og stofnanda 350.org.
Tengt efni á loftslag.is
- Aukin flóðahætta af völdum hnattrænnar hlýnunar
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Fjórar gráður
- Er að verða hnattræn veðurfarsbreyting?
- Eru tengsl loftslagsbreytinga og öfga í veðri ?