Færsluflokkur: Gögn

Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar

Mikil styrkaukning á CO2, þá aðallega úr úthöfum á Suðurhveli Jarðar, er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Nature. Þetta er enn ein staðfestingin á því hversu ráðandi styrkur CO2 er í hitabúskap jarðarinnar.

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar

--- 

Tengt efni á loftslag.is

 

 


Tröllakrabbinn – ágengur við Suðurskautslandið

Líkt og í vísindaskáldsögu, þá virðist sem þúsundir tröllakrabba séu á leiðinni upp landgrunnshlíðar Suðurskautsins. Þeir virðast koma af miklu dýpi, um 6-9 þúsund feta dýpi – sem samsvarar um 1800-2700 m dýpi.

Í  milljónir ára hefur lífríki landgrunnsins við Suðurskautið verið laust við rándýr í líkingu við tröllakrabbann, að því að talið er – því er líklegt að mjúkskelja lífverur Suðurskautsins, sem þróast hafa fjarri slíkum dýrum, eigi eftir að fara illa út úr þessari innrás.

[...]

Nánar á loftslag.is, Tröllakrabbinn – ágengur við Suðurskautslandið - þar sem einnig má sjá stutt myndband um efnið.

Tengt efni á loftslag.is

 


Fornhitastig sjávar við Íslandsstrendur

Hér er áður birt færsla af loftslag.is um sömu rannsókn og mbl.is fjallar um. 
Nýlega birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences (PNAS) fróðleg grein sem áhugasamir um fornhitastig sjávar við Íslandstrendur og tengsl við atburði úr íslensku fornannálunum, ættu ekki að láta framhjá sér fara. 

Í greininni er sagt frá rannsóknum á skeljum úr sjávarseti við Íslandsstrendur, en með mælingum á samsætuhlutfalli súrefnis 18 í skeljunum er hægt að búa til sjávarhitaferil fyrir þann tíma sem skeljarnar lifðu, sem er á milli 2-9 ár.

Staðsetningu borkjarnanna sem notaðir voru við rannsóknina má sjá á þessari mynd (Patterson o.fl. - PNAS). Vekjum sérstaka athygli á kjarnanum MD99-2266, út af Ísafjarðardjúpi sem mest var notaður við þessa rannsókn.

 

Hver skel gefur ákveðna skyndimynd af því hvernig sjávarhiti var á því svæði, á þeim tíma þegar skeljarnar lifðu og sýna auk þess árstíðabundnar breytingar í sjávarhita - nokkuð sem ekki hefur verið áður hægt á jafn nákvæman hátt við rannsóknir á fornhitastigi. Hitastig sjávar gefur nokkuð góðar vísbendingar um það hvernig hitastig var almennt á landinu á sama tíma, sérstaklega út við ströndina.

Með skoðun á rituðum heimildum fornannálanna þá kom í ljós að það sem var skrifað um veðurfar frá tímum landafundanna og fram að sautjándu öld (hungursneyðar og hafís t.d.), sýndi nokkuð góða samsvörun við sjávarhita út frá skeljunum.  Því er ein af niðurstöðum greinarinnar að þessar tvær aðferðir við að meta hitastig styðji hvora aðra.

Mynd sem sýnir sjávarhita frá sirka 360 fyrir krist og fram til 1660. Fylltu táknin sýna hæsta hita hvers árs og ófylltu táknin lægsta hita hvers árs. Línurnar sýna hvar tengd eru saman gögn úr borkjarnanum MD99-2266 (Patterson o.fl. - PNAS) Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.

 

Það má ljóst vera að hér er komin fram aðferð sem á örugglega eftir að gefa góða raun við að meta fornan sjávarhita og líklegt að ef hægt er að endurtaka þessa rannsókn fyrir fleiri staði, þannig að úr fáist hnattræn dreifing - þá verði hægt að meta loftslagsbreytingar langt aftur í tímann með meiri nákvæmni en áður. Upplausnin á þessum gögnum er meiri en í öðrum gögnum, sem sýnt hafa frekar árlegan breytileika en ekki breytileika innan hvers árs eins og þessi sýnir (hægt er að fá sjávarhita á vikufresti, jafnvel daglega fyrir stærri skeljar).  Meðalárshiti eru vissulega góðar upplýsingar, en fyrir gróður og dýr - hvað þá menn, þá skiptir mestu máli hvernig hitastig breytist á árstíðarfresti - sérstaklega er nauðsynlegt fyrir okkur á norðlægum breiddargráðum að fá hlýtt sumar.

Það skal þó tekið fram að rannsaka þarf töluverðan fjölda af skeljum til viðbóart til að fá samfellda mynd af breytingunum - eins og áður segir, þá sýnir hver skel einungis breytingu í hitastigi fyrir 2-9 ár og hingað til er einungis búið að mæla 26 skeljar.

Talið er líklegt að auðveldara verði að kortleggja staðbundnar veðurfarssveiflur, t.d. sveiflur í Norðuratlantshafssveiflunni (NAO) með þessari aðferð, en þær sveiflur hafa t.d. mikil áhrif á veðurfar hér við Íslandsstrendur og víðar í Norður Evrópu. Höfundar segjast ætla að halda áfram með þessa rannsókn og stefna að því að ná fram upplýsingum um hitastig við Íslandsstrendur allt aftur til loka síðasta jökulskeiðs fyrir um 10-11 þúsund árum.

Heimildir og ítarefni

Greinina sjálfa má lesa á heimasíðu PNAS: Two millennia of North Atlantic seasonality and implications for Norse colonies

Fréttasíða tímaritsins Nature - Nature News hefur fjallað um málið: Shellfish could supplant tree-ring climate data

Áhugavert yfirlit yfir veðurfarssögu út frá Fornannálum, eftir Sigurð Þór Guðjónsson má finna á heimasíðu Veðurstofunnar: Veðurannálar - Uppskrift Sigurðar Þórs Guðjónssonar

Á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar Íslands má nálgast upplýsingar um mældan sjávarhita síðustu áratugi: Sjávarhitamælingar við strendur Íslands


mbl.is Fornritin góð heimild um veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Okkur er það ánægja að kynna gestapistil sem birtist í dag (16. feb.) á Loftslag.is. Höfundur er Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér undir má lesa inngang pistilsins, allan pistilinn má lesa á Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Inngangur

Ártalið 2035 hefur verið mjög til umræðu í dagblöðum og vefmiðlum um víða veröld frá því í nóvember sl. Skyndilega komst í hámæli að margumrædd loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, hefði spáð því í viðamikilli skýrslu sinni að jöklar Himalayafjalla bráðnuðu svo ört í hlýnandi loftslagi að þeir yrðu líklegast með öllu horfnir árið 2035. Það mundi þýða að um 12.000 rúmkílómetrar jökulíss, sem jafngildir meir en þreföldu rúmmáli allra jökla á Íslandi, bráðnuðu úr fjöllunum á komandi aldarfjórðungi og rynnu til sjávar um stórfljót á borð við Ganges, Indus og Brahmaputra. Þessi frægu fljót má kalla lífæðar hundraða milljóna manna í Asíulöndum og þótt ekki mundu þau þurrkast upp ef jöklarnir hyrfu mundu rennslishættir þeirra breytast og áhrifin á landbúnað og lífsskilyrði á Indlandi og víðar yrðu að líkindum veruleg.

Varla er ofmælt að gagnrýni á umrædda spá og fleira í starfi nefndarinnar hafi gengið Himalayafjöllunum hærra í heimspressunni að undanförnu og verður nánar að því máli vikið síðar í þessum pistli. En hugum fyrst að stuttu yfirliti um snjó- og ísþekju í þessum mesta fjallgarði Jarðar, sem stundum hefur verið nefndur Himinfjöll á íslensku.

Nánar á Loftslag.is:

Hægt er að gera athugasemdir við færsluna á Loftslag.is.


Hitastig októbermánaðar á heimsvísu

Helstu atriðið varðandi hitastig októbermánaðar á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir október 2009, mánuðurinn var sá 6. heitasti samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,57°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar, sem er 14,0°C.
  • Hitastig fyrir land var 0,82°C yfir meðaltali 20. aldar, og var því sá 6. heitasti samkvæmt skráningu.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu var október 5. heitasti samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 0,50°C yfir 20. aldar meðaltalin, sem er 15,9°C.
  • Fyrir árið, frá janúar til loka október, er sameinað hitastig fyrir bæði land og haf 14,7°C. Tímabilið er jafnheitt og tímabilið fyrir 2007, í 5. sæti með hitafrávik upp á 0,56°C.

[Mun nánari skýringar varðandi hitastig októbermánaðar má finna í færslu á Loftslag.is]

Annars er athyglisvert að fylgjast með því hvernig loftslagsráðstefnann í Kaupmannahöfn mun þróast. Strax er byrjað að tala um að draga málið á langin, þar sem erfitt virðist vera að ná sátt.

Fleiri tengdar færslur af Loftslag.is:


loftslag


mbl.is Loftlagsmálin rædd í Singapúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrnun sjávar - Loftslag.is

Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað "hitt CO2-vandamálið" (á eftir hlýnun jarðar). Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.
Breyting á pH gildi sjávar frá 18. öld til lok 20. aldar. Mynd fengin af earthtrends.wri.org.

---

Til að lesa alla greinina, klikkið á Loftslag.is - einnig er boðið upp á spjallborð, sjá tengil á hliðarstikunni á Loftslag.is.

Loftslag.is opnar formlega þann 19. september, en hægt er að kíkja á ýmsar síður nú þegar.

loftslag


Enn ein skýrslan

Nú er komin út enn ein skýrslan sem maður þarf að prenta út og lesa í sumarfríinu. Hér er um að ræða skýrslu sem ætluð er að brúa bilið frá IPCC skýrslunum 2007 og uppfæra þá þekkingu sem bæst hefur við síðan þá. Hún er unnin upp úr ráðstefnu sem haldin var í mars í Kaupmannahöfn og virðist full af nýjum upplýsingum sem hjálpa mun þjóðum heims að ákveða hvað skuli gera, hvað varðar viðbrögð við loftslagsbreytingum. Eftir að hafa rennt mjög lauslega í gegnum skýrsluna þá sýnist mér að það helsta í skýrslunni sé þetta:

Skýrslan sýnir fram á að staðan er verri í dag, en áætlanir IPCC gera ráð fyrir og að hættan hafi aukist á dramatískum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá fer hún yfir viðbrögð til að takmarka áhrifin. Þá segir í skýrslunni að aðgerðarleysi sé óafsakanlegt í ljósi þeirra þekkingar sem við búum yfir. Eflaust er mun meira í henni, en skoða má skýrsluna ->Hér<-

Á sama tíma birtir umhverfisstofnun þær fréttir að losun íslendinga á gróðurhúsalofttegundum hafi aukist um 6% milli árana 2006 og 2007.


Data Currantly Unavailable

Ansans, nú er ekki lengur hægt að skoða hafísútbreiðslu á heimasíðu NSIDC, nú birtist bara eftirfarandi mynd:

daily_temp_unavailable

Svo virðist sem söfnun gagna hafi farið hrakandi og að ekki væri lengur hægt að treysta á þau gögn sem síðan miðaði línurit sitt við.

Síðasta myndin sem ég á er frá því í byrjun maí:

20090504_Figure2
Gögn frá þessu ári blá, árið sem var með minnstu útbreiðslu þ.e. 2007, grænt og meðaltal áranna 1979-2000 dökkgrá (þarna er einnig tvö staðalfrávik frá meðaltalinu.

Þeir eru víst að reyna að setja af stað nema í nýjum gervihnetti og vonast til að geta haldið áfram að senda út gögn fljótlega - vonandi gerist það.

Á meðan er hægt að notast við japönsk gögn sem sýna útbreiðsluna nokkuð vel (held ég - veit ekki hvort þau eru minna eða meira nákvæm). Þau eru reyndar ekki með meðaltalið til að bera saman við, enda ná þau eingöngu aftur til ársins 2002.  Dálítið kraðak, en gögnin fyrir þetta ár eru sýnd rauð:

AMSRE_Sea_Ice_Extent
Hafísútbreiðsla norðurskautsins frá árinu 2002, af heimasíðu ijis.iarc.uaf.edu. Smellið tvisvar til að stækka.


Uppfærsla - Wilkins íshellan

Það var í fréttum um daginn að ísbrúin sem hélt Wilkins íshellunni saman væri brostin (sjá færslu). Í kjölfarið bjuggust vísindamenn við því að íshellan myndi byrja að brotna upp næsta sumar (á Suðurskauti - þar er vetur nú).

Nú hafa borist myndir frá gervihnettinum TerraSAR-X sem sýna að hún er nú þegar byrjuð að brotna upp.

tsx20090423annotated
Mynd frá TerraSar gervihnettinum (smelltu á myndina tvisvar til að sjá hana stærri).


Sólin

Hér má sjá umfjöllunina sem þessi frétt er skrifuð upp úr.

Eins og segir í greininni þá var ákveðið hámark í sólinni árið 1985, um það eru flestir vísindamenn sammála (sjá þó hvernig mönnum greinir á í þessari færslu hér). Sólin hefur semsagt dregið úr virkni sinni á sama tíma og það hefur hlýnað.

Ef það er rétt að sólin dragi smám saman úr virkni sinni á næstu áratugum, þá má draga þá ályktun að hlýnunin verði ekki eins áköf og hún var í lok síðustu aldar, en líklegt þykir þó að það haldi nú samt áfram að hlýna, sérstaklega þar sem útblástur hefur ekkert dregið saman samkvæmt nýjustu tölum um útblástur á CO2, þrátt fyrir efnahagssamdrátt. 

aggi_2008_fig2
Útblástur gróðurhúsalofttegunda til loka árs 2008 (smella til að stækka, mynd frá www.esrl.noaa.gov).

Það hefur nefnilega verið sýnt fram á að útblástur CO2 er búið að vera ráðandi í að stjórna hitafari síðastliðna áratugi, sjá t.d. hér, sérstaklega myndina neðst.

Hér er svo myndband fyrir þá sem eru á þeirri skoðun að það sé sólin sem sé að valda hinni hnattrænu hlýnun, sem nú er í gangi.


mbl.is Dregur úr virkni sólar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband