Færsluflokkur: Fréttir

Vont, verra… BEST

Svo virtist fyrir nokkrum misserum að Richard Muller væri vonarstjarna “efasemdamanna” og líklegastur til að afsanna kenninguna um hnattræna hlýnun af mannavöldum – eða það las maður víða á veraldarvefnum á sínum tíma. Nú fyrir skömmu birtust fyrstu niðurstöður frá rannsóknateymi hans og “efasemdamenn” virðast ætla að afneita niðurstöðum hans líkt og annarra.

Hvað gerðist eiginlega – Peter Sinchlair (Greenman3610) fer lauslega yfir málið á sinn kjarnyrta og kaldhæðna hátt.

[...]

 

Myndband Peter Sinclair má sjá á loftslag.is, Vont, verra… BEST


Loftslagsbreytingar og hörmungar fyrri tíma

Ný grein bendir til þess að margar meiriháttar mannlegar hörmungar – stríð og plágur – megi rekja til loftslagsbreytinga. Þetta eru svo sem ekki ný sannindi – en beinar rannsóknir á orsakasamhengi hafa reynst erfiðar.

Framfarir í fornloftslagsfræðum hafa nú auðveldað fræðmönnum að horfa lengra aftur til baka en áður. Einn þessara fræðimanna, David Zhang í háskólanum í Hong Kong skoðaði nýlega hvernig heit og köld tímabil hafa áhrif á samfélög manna. Zhang (o.fl. 2011) tóku saman mikið magn tölfræðigagna og notuðu öflug tölfræðitól við að greina gögnin. Notaðir voru 14 mismunandi þættir, líkt og hæð manna, gullverð, trjáhringaþykkt og hitastig frá Evrópu milli áranna 1500 og 1800, auk annarra þátta.   Rannsakað var hvort orsakasamhengi væri á milli þessara þátta. Síðan skiptu þeir tímabilinu niður í styttri tímabil, 40-150 ár hvert, til að sjá hvort stór atburður á þessum tímabilum var í raun vegna hitasmismunar á tímabilinu – en sýndi ekki bara leitni við hitastig.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Loftslagsbreytingar og hörmungar fyrri tíma

Tengt efni á loftslag.is


Eitt af fingraförum aukinna gróðurhúsaáhrifa

Til að byrja með skal tekið fram að um er að ræða frétt um heiðhvolfið, sjá mynd:

lagskipting_lofthjups_jardar 

Mynd tekin af heimasíðu stjornuskodun.is

Í kjölfarið á því er rétt að minnast á að þessi kólnun í heiðhvolfinu er í takt við það sem spáð er að gerist við hnattræna hlýnun - þ.e. að það kólni í heiðhvolfinu samfara minni útgeislun af völdum aukinna gróðurhúsalofttegunda eða eins og stendur í leiðarvísinum:  Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir:

Fingraför mannkyns #7, kólnun í efri hluta lofthjúpsins

Við það að gróðurhúsalofttegundir beisla meiri varma í neðri hluta lofthjúpsins fer minni varmi upp í efri hluta lofthjúpsins (heiðhvolfið og ofar). Því er búist við hlýnun í neðri hluta lofthjúpsins og kólnun í efri hluta lofthjúpsins. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamælingum og veðurbelgjum [1].

Frávik hitastigs (gráður á selsíus) í efri og neðri hluta lofthjúpsins, mælt með gervihnöttum (RSS). [64] 

Heimildir og ítarefni

1. Jones o.fl. 2003 (ágrip): Causes of atmospheric temperature change 1960-2000: A combined attribution analysis.

64. Mears og Wentz 2009 (ágrip): Construction of the Remote Sensing Systems V3.2 atmospheric temperature records from the MSU and AMSU microwave sounders.

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Mikil ósoneyðing yfir N-heimskauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir

Við á loftslag.is erum stoltir að kynna nýjustu afurðina í samstarfi loftslag.is og Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á  The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.

[...]

Þess má geta að við munum á næstu vikum setja inn efni úr leiðarvísinum í færslur á loftslag.is. Fyrstu færslurnar hafa nú þegar birst, sjá hér undir.

Nánar má lesa um leiðarvísinn á loftslag.is - Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir

Fleiri færslur gerðar úr leiðarvísinum:


Loftslag.is er tveggja ára – 606 færslur, 82 fastar síður og þýðingarmikið efni

Í dag á loftslag.is afmæli og í tilefni þess er hér færsla sem verður gott að grípa til í framtíðinni. Hér fyrir neðan eru ýmsar færslur á loftslag.is sem hafa öðlast þann sess í huga okkar í ritstjórn að vera þýðingarmiklar, m.a. vegna fjölda tilvísana okkar sjálfra í þær. Þess má geta að þetta er færsla númer 606 á loftslag.is, þá eru ótaldar fastar síður sem eru orðnar 82 á þessu augnabliki.

 

Vera má að við gerum þessa færslu að fastri síðu, jafnvel með viðbótum síðar.

Sagan og kenningin

Koldíoxíð áhrif og mælingar:

Áhrif CO2 uppgötvað
Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
Gróðurhúsaáhrifin mæld

Svörun loftslags við aukningu gróðurhúsaloftegunda:

Jafnvægissvörun loftslags
Hver er jafnvægissvörun loftslags?

Fyrri tímar og framtíð:

Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
Loftslag framtíðar

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem finna má enn fleiri tengla á þýðingarmikið efni, í ýmsum flokkum, sem við höfum skrifað á þessum fyrstu tveimur árum, sjá Loftslag.is er tveggja ára – 606 færslur, 82 fastar síður og þýðingarmikið efni


Viðburður: Sannleikurinn um loftslagið – 24 hours of Reality


Við viljum vekja athygli á viðburði þann 14.-15. september þar sem vekja á athygli á loftlagsbreytingum með nýrri margmiðlunarsýningu um hlýnun jarðar.

 

Verkefnið ber heitið „The Climate Reality Project“ og er á vegum Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, og samtaka hans. Fimm ár eru frá því að kvikmyndin An Inconvenient Truth kom út og því heldur Gore alþjóðlegan viðburð sem á að sameina heimsbyggðina á ögurstundu í hnattrænni meðvitund til að koma áleiðis mikilvægum skilaboðum: Loftslagsbreytingar eru staðreynd og þær eru þegar hafnar.

Al Gore hafði samband við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, til að fá Ísland til þess að taka þátt í þessu verkefni og úthlutaði forsetinn verkefninu til Garðarshólms og Norræna Hússins. Sýningin fer fram í Norræna húsinu og í húsi Garðarshólms á Húsavík 15. Sept kl. 19.00 en er einnig send beint út frá vef verkefnisins.

Norræna húsið opnar kl. 18.30 þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson nýráðinn framkvæmdastjóri Landverndar tekur á móti fólki. Sýnt verður beint frá fyrirlestri á Húsavík og umræðum sérfræðinga um hvernig málið snýr að Íslandi. Almennar umræður verða svo í lokin. Dagskrá lýkur kl. 20:30.

Á Húsavík opnar húsið kl. 18:00 og verða léttar veitingar á boðstólum í boði Gamla Bauks. Dagskráin hefst svo kl. 19:00 þegar Embla Eir Oddsdóttir, MA, verkefnisstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar býður gesti velkomna áður en Sigurður Eyberg, MS, verkefnisstjóri Garðarshólms flytur íslenska útgáfu af sýningu Gore’s. Viðburðinum lýkur með pallborðsumræðum þar sem Brynhildur Davíðsdóttir, PhD, dósent við Háskóla Íslands, Halldór Björnsson, PhD, veðurfræðingur og Þröstur Eysteinsson, PhD, sviðsstjóri þjóðskóganna sitja fyrir svörum gesta. Dagskrá lýkur kl. 20:30

Á 24 klukkustundum, í 24 tímabeltum á fjölmörgum tungumálum mun 24 Hours of Reality opna nýja margmiðlunarsýningu um hlýnun jarðar sem Al Gore bjó til og her þjálfaðra fyrirlesara frá öllum heimshornum mun kynna. 24 Hours of Reality hefst í Mexíkóborg og heldur svo sem leið liggur í vestur í kringum hnöttinn. Sýndar verða í beinni útsendingu svipmyndir af áhrifum breytinga á loftslagi með sérstökum áherslum heimamanna, allt frá Kotzebue til London, frá Jakarta til New York – og til Húsvíkur. Allir viðburðirnir verða kvikmyndaðir og sýndir beint á netinu en einn viðburður fer fram í hverju tímabelti klukkan 19:00 að staðartíma og mun Al Gore sjálfur flytja síðasta fyrirlesturinn í New York.

Með því að beina kastljósinu að breytingum á loftslagi í heilan sólarhring er ætlunin að búa til hnattræna hreyfingu og hvetja til aðgerða til lausna á vandanum hina 364 daga ársins. Á hverjum stað fyrir sig mun athyglinni beint að verkefnum og aðgerðum á vegum innlendra stofnanna og félagasamtaka og boðið upp á upplýsingar og tækifæri fyrir fólk að taka þátt í því sem er að gerast í þeirra eigin samfélagi. Þessar samræður um allan heim eiga að leiða til aðgerða sem leysa þann vanda sem breytingar á loftslagi eru.

Sjá nánar:

24 Hours of Reality, Climate Reality Project á Húsavík 15.september, klukkan 19:00

Sjá viðburðinn í Norræna húsinu á á facebook: Sannleikurinn um loftslagið/Climate Reality Project


Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?

Á loftslag.is má sjá fróðlegt myndband frá Potholer54, þar sem hann, enn og aftur, lítur hlutina gagnrýnum augum og leyfir sér að efast um fullyrðingar sem settar eru fram, t.d. á bloggsíðum, án frekari rökstuðnings. Í útskýringu við myndbandið virðist hann skrifa beint til þeirra sem hafa fallið í þann pytt að trúa innihaldslausum fullyrðingum sem hægt er að finna á bloggsíðum sem aðhyllast afneitun vísinda, og segir Potholer m.a. (í lauslegri þýðingu): 

Ég veit að þú hefur lesið það á bloggsíðum að búið sé að sýna fram á fylgni á milli geimgeisla og hitastigs og þegar þú ert einu sinni farinn að trúa þesss háttar staðhæfingum er erfitt að sannfæra þig um vísindin. Hvað um það, gerum tilraun…

Í þessu myndbandi lítur Potholer54 á það sem fram kom í nýlegri rannsóknarskýrslu Kirby o.fl. 2011 varðandi geimgeisla og hitastig Jarðar. En sú skýrsla virðist hafa valdið einhverju fjaðrafoki og töluverðum misskilningi meðal “efasemdamanna” sem virðast þó hafa lesið furðu lítið af sjálfri skýrlsunni áður en sterkar ályktanir voru dregnar, sjá t.d. umfjöllun okkar Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks? Heimildir eru Potholer54 ofarlega í huga nú eins og áður og að sjálfsögðu las hann skýrsluna og dró ályktanir af þeim lestri og þeim gögnum sem fyrirliggja…það er hægt að læra ýmislegt af hans vinnulagi.

[...]

 

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?

Tengt efni á loftslag.is:


Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls

Meðalútbreiðsla hafíss í ágúst 2011 var sú næst minnsta síðan gervihnattamælingar hófust árið 1979. Bæði Norðaustur- og Norðvesturleiðin virðast vera opnar fyrir siglingar. Í ágústmánuði var hafísútbreiðslan nokkuð nærri því þegar hafísútbreiðslan var minnst fyirr mánuðinn árið 2007. Það undirstrikar enn fremur þá áframhaldandi bráðnun hafíss sem á sér stað á Norðurskautinu.

Hafísútbreiðslan mun mjög líklega ná lágmarki ársins á næstu 2 vikum og munum við fylgjast með því hér á loftslag.is.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem einnig má sjá myndir og gröf, m.a. af rúmmáli hafíss sem er nú þegar komið undir lágmark síðasta árs;  Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu kortlagðar í fyrsta skipti

Vísindamenn frá Kalíforníu hafa í fyrsta skipti kortlagt hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu og jökulstrauma þess, en þar eru um 90 % af öllum ís sem finnst á jörðinni.  Þeir notuðu gögn frá gervihnöttum sem Evrópuþjóðir, Kanada og Japan höfðu aflað.

[...]

Nánar á loftslag.is, þar sem einnig má sjá stutt myndskeið; Hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu kortlagðar í fyrsta skipti

Tengt efni á loftslag.is


Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm

Frétt af vef Veðurstofunnar:

Samfelldar mælingar á styrk CO2 (koltvísýrings) í lofthjúpnum hófust árið 1957 á suðurpólnum og árið 1958 á Mauna Loa á Hawaii. Þessar mælingar sýndu fljótlega að styrkur CO2 í lofti jókst ár frá ári og var aukningin sambærileg í hitabeltinu og á suðurpólnum.

Við upphaf mælinga var styrkurinn um 315 ppm en árið 2010 var hann orðinn um 390 ppm*. Mælingar á magni CO2 í loftbólum í ískjörnum sýna að fyrir daga iðnbyltingarinnar var styrkurinn í lofthjúpnum um 280 ppm; nokkur árstíðasveifla var í styrknum og útslag hennar meira en í hitabeltinu.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm

Tengt efni á loftslag.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband