Færsluflokkur: Fréttir
28.5.2010 | 09:23
Vísindin á bak við fræðin
Umræðan um loftslagsbreytingar er búin að fara fram í langan tíma og sífellt bætast í sarpinn nýjar upplýsingar.

Ískjarnaborun er eitt af því sem hefur aukið skilning vísindamanna á loftslagsbreytingum fyrri tíma.
Hér fyrir neðan má fræðast um söguna á bakvið kenninguna um gróðurhúsaáhrifin og þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi. Teknar eru saman helstu orsakir fyrri loftslagsbreytinga og þá náttúrulega ferla sem ollu þeim og síðan farið yfir grunnatriði kenningunnar um hlýnun jarðar af mannavöldum. Að lokum er horft fram á veginn og loftslag framtíðar skoðað.
Sagan
Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
Grunnatriði kenningarinnar
- Mælingar staðfesta kenninguna
Loftslag framtíðar
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2010 | 13:58
Er CO2 mengun?
Færsla síðan í janúar af loftslag.is - Er CO2 mengun?
---
Í umræðunni um loftslagsmál heyrist oft sú fullyrðing að CO2 sé ekki mengun, því það sé náttúrulegt og nauðsynlegt fyrir líf á jörðinni. Gott og vel, það hljómar sem mjög skynsamleg rök og satt best að segja þá finnst manni við fyrstu sýn að þetta sé gott og gilt.
Skilgreining
Hér er skilgreining á mengun:
mengun -ar KVK: -skaðlegar breytingar í umhverfinu, einkum vegna umsvifa mannsins, geta haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið
Skoðum þessa skilgreiningu aðeins betur lið fyrir lið:
- Skaðlegar breytingar í umhverfinu: Nú er vitað að aukning á CO2 er að valda loftslagsbreytingum og súrnun sjávar
Í júlí árið 2008 kom út skýrsla fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi og þar er eftirfarandi texti:
Margir ólíkir þættir geta valdið breytingum á náttúrulegum kerfum. Sumir eru af mannavöldum en þó ekki loftslagstengdir. Sem dæmi um slíka þætti má nefna hnignun landgæða, skógareyðingu, mengun og vöxt þéttbýlis. Áhrif slíkra þátta þarf að greina frá áhrifum loftslagsbreytinga. Þegar jörðin er skoðuð í heild sinni er líklegt að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi þegar haft merkjanleg áhrif á umhverfi og mörg vistkerfi
Höldum áfram:
- Vegna umsvifa mannsins: Einnig er vitað að aukningin á CO2 er af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og landnotkunar, þ.e. af mannavöldum
Höldum áfram:
- Hafa áhrif á heilsufar manna og lífríki: Vísindamenn sýna daglega fram á það með nýjum rannsóknum að loftslagsbreytingar eða súrnun sjávar hafa áhrif á heilsufar manna og lífríkið
Hér eru nýlegar fréttir um áhrif á lífríki:
- Fewer Migratory Birds in Dutch Woods Due to Climate Change
- Fisheries and Aquaculture Face Multiple Risks from Climate Change
- Hypoxia Tends to Increase as Climate Warms
- Scientists Map Speed of Climate Change for Different Ecosystems
- Butterflies Reeling from Impacts of Climate and Development
Í fyrrnefndri skýrslu umhverfisráðuneytisins segir ennfremur um tengsl við heilsufar:
Einnig má merkja áhrif loftslagsbreytinga á þætti tengda heilsufari, svo sem á dauðsföll vegna sumarhita í Evrópu, frjókornaofnæmi utan hitabeltisins á norðurhveli jarðar og smitleiðir farsótta á sumum svæðum
Niðurstaða
Það skiptir ekki máli, þegar verið er að skilgreina eitthvað efni sem mengandi, hvort það er til í náttúrunni eða ekki. Það að magn CO2 hefur aukist það mikið af völdum manna að það er farið að skaða umhverfið vistkerfin og þar með farið að hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Í núverandi magni er CO2 nú þegar talið vera orðið mengandi efni og farið að hafa töluverð áhrif á samfélag manna og lífríkis.
Að lokum má benda á að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (Environmental Protection Agengy EPA) skilgreindi CO2 sem mengun í fyrsta skipti í fyrra.
Ítarefni:
Umhverfisstofnun Íslands: Hnattræn mengun
Skýrslan sem gefun var út fyrir Umhverfisráðuneytið: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Vísindavefurinn: Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA), um mengandi gróðurhúsalofttegundir: Endangerment and Cause or Contribute Findings for Greenhouse Gases under the Clean Air Act
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.5.2010 | 12:09
Smávegis um hafís
Örlítið um hafísinn, tekið af síðunni; Helstu sönnunargögn af loftslag.is.
Útbreiðsla hafíssinn á Norðurskautinu hefur dregist saman á síðustu áratugum. Hafís Norðurskautsins er í lágmarki í september ár hvert og eins og sjá má á efri myndinni hérundir, þá hefur útbreiðsla hafíss síðan mælingar með gervihnöttum hófust minnkað úr u.þ.b. 8 miljónum ferkílómetra í um 5,5 miljón ferkílómetra árið 2009. Árið 2009 var 3. minnsta útbreiðsla hafíss síðan gervihnattamælingar hófust. Hafísinn á Norðurskautinu hefur verið að minnka um 11 % á áratug, miðað við meðaltal 1979-2000. Neðri myndin sýnir hvernig þróunin er núna, brotalínan er veturinn 2006-2007, sú bláa er veturinn núna og sú gráa þykka er meðaltal áranna 1979-2000. En auk útbreiðslu hafíssins ber einnig að skoða rúmmál, sem hefur farið minnkandi, þ.e. þykkt hafíssins, sem er þynnri en áður.
Ítarefni af loftslag.is: Myndband: Hafís 101; Er hafísinn á hverfanda hveli; Myndband: Ferðalag um frera jarðar
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2010 | 12:16
Efasemdir eða afneitun
Nýjasta tölublað New Scientist, frá 15. maí, er sérstaklega helgað umræðu um tímaskeið afneitunar (e. Age of Denial). Í blaðinu er rætt um ýmiskonar afneitun á vísindum, þar með talið afneitun á loftslagsvísindum. Það virðast vera svipaðar aðferðir notaðar við afneitun vísinda í sambandi við tengsl krabbameins tóbaksnotkunnar og afneitun á loftslagsvísindum.
Mig langar að benda á grein úr þessu tölublaði, sem nefnist, Lifað í afneitun: Þegar efasemdarmaður er ekki efasemdarmaður (e. Living in denial: When a sceptic isnt a sceptic). Í þessari grein er munurinn á efasemdarmönnum og afneitunarsinnum skoðaður. Greinin er skrifuð af Michael Shermer þar stendur meðal annars, í lauslegri þýðingu:
Hver er munurinn á efasemdarmanni og afneitunarsinna? Þegar ég kalla sjálfan mig efasemdarmann, þá á ég við að ég noti vísindalega nálgun til að leggja mat á rökin. T.d. mun efasemdamaður um loftslagsmál, skoða hverja staðhæfingu fyrir sig og varfærnislega skoða rökin og er tilbúinn að fylgja staðreyndunum þangað sem þær leiða hann.
Sá sem afneitar loftslagsvísindunum, er með fyrirfram ákveðnar skoðanir og fer í gegnum gögnin með notkun hlutdrægrar staðfestingar sem er hneigðin til að leita að og finna gögn sem staðfesta fyrirfram ákveðnar skoðanir og vísa öðru á bug.
Í greininni er rætt um efasemdar í sambandi við vísindalegar aðferðir, þar sem nota þarf gagnrýna hugsun til að skoða gögn og mælingar. Það má segja að til að vera vísindamaður, þá þurfi að koma til nokkuð mikið af hugsun byggða á efasemdum og gagnrýnni hugsun. Það koma nefnilega fram fjöldi rannsókna í vísindum sem reynast rangar þegar upp er staðið. En afneitun er öðruvísi, það sem á sér stað þar er afneitun á gögnum, sama hversu góð rök eru til staðar og oft þrátt fyrir mjög góð rök fyrir gagnstæðum hugmyndum.
Afneitun er að jafnaði drifin áfram af hugmyndafræði eða trúarlegri skoðun, þar sem fylgni við skoðunina er mikilvægari en rökin sem sett eru fram. Skoðunin kemur fyrst, svo röksemdir skoðunarinnar og þær röksemdir eru aðskildar öðrum til að tryggja að skoðunin varðveitist í sinni mynd.
Ég mæli með grein New Scientist fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar. Við höfum einnig skoðað þessi mál hér á loftslag.is, t.d. í greininni, Rökleysur loftslagsumræðunnar, þar sem við ræðum m.a. um efasemdir eða afneitun:
Það má hugsanlega færa rök fyrir því að efasemdarmenn eða efahyggja nái hugsanlega ekki nógu vel að skilgreina þá sem afneita vísindunum. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:
- Samsæriskenningar
- Sérvalin gögn (e. cherry-picking)
- Fals sérfræðingar
- Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)
- Almennar rökleysur
Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem búið er að hrekja. Þetta eru atriði sem gott er að hafa í bakhöndinni þegar umræðan um loftslagsmál er skoðuð. Erfitt að sitja frammi fyrir því að þurfa að margendurtaka sömu hlutina, þar sem rökin virðast ekki komast til skila, þ.e. sömu falsanir, sérvöldu gögnin, samsæriskenningar, o.s.frv. koma aftur upp í umræðunni. [...] Innantómt málskrúð sem oft einkennir umræðuna, virðist til þess fallið að draga athyglina frá því sem vísindin hafa um málið að segja.
Það er að mínu mati ábyrgðarleysi að halda á lofti þeirri óvísindalegu nálgun sem oft sést hjá þeim sem telja að vísindin samrýmist ekki þeirra hugmyndafræði. Þar sem notaðar eru þær nálganir sem rætt er um í grein New Scientist og hér að ofan. Það er í raun afar merkilegt að New Scientist hafi ákveðið að tileinka einu tölublaði afneitun vísindanna og að afneitun loftslagsvísindanna skuli hafa fegnið þar háan sess, á stalli með þeim sem afneita vísindalegum gögnum varðandi HIV, vísindum um tengls tóbaksnotkunar og krabbameins og þeirra sem afneita þróunarkenningunni (sköpunarsinna), svo dæmi séu tekin. En það má kannski segja að það þurfi sömu hugmyndafræðilegu nálgunina í öllum þessum tilfellum, þar sem notkun svipaðra rökleysu virðist vera helst á dagsskrá í öllum tilfellunum. Mig langar að enda þetta á annari tilvitnun úr textanum um rökleysur loftslagsumræðunnar:
Gott er að að hafa nokkur atriði í huga við skoðun á vísindum:
- Athugun heimilda er mikilvægur þáttur
- Athugum hvað sérfræðingar segja (helst einhverja sem vinna við fræðin)
- Skoðum fullyrðingar og heimildir með gagnrýnni hugsun
- Byggjum rök okkar á sanngjörnum grunni og sanngjörnum efasemdum
- Pössum okkur á rökleysum og fullyrðingum sem ekki standast skoðun
Heimildir:
Tengt efni af loftslag.is:
- Rökleysur loftslagsumræðunnar
- Climategate
- Hrakningar Lord Monckton 1. hluti
- Hrakningar Lord Monckton 2. hluti
- Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin
- Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum
- Sakir bornar af Phil Jones
- Loftslagsvísindin traust
- Mýtur
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 20:38
Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns
Vísindamenn sem rannsakað hafa Tanganyika vatn, sem er eitt af elstu vötnum Jarðar og annað dýpsta og er staðsett í Austur Afríku sigdældinni, hafa fundið út að hlýnunin undanfarna áratugi eigi sér ekki fordæmi síðastliðin 1500 ár. Þeir segja að áframhaldandi hlýnun eigi eftir að hafa slæm áhrif á fiskistofna vatnsins, sem milljónir manna í kringum vatnið reiða sig á. Niðurstöður rannsóknanna birtist í nýjasta tímariti Nature Geoscience.
Höfundar tóku borkjarnasýni úr botnsetlögum vatnsins og endursköpuðu sögu yfirborðshita úr setlögunum. Gögnin sýna að yfirborðshiti sem mældur var árið 2003, um 26°C hafi verið sá hæsti síðastliðin 1500 ár. Auk þess er mesta hitabreytingin sem sjá má úr setlögunum, sú sem varð á síðustu öld og telja höfundar að sú hlýnun sé valdur að meiri hluta þeirrar hnignunar sem orðið hefur á vistkerfi vatnsins á sama tíma. Það telja þeir vera vegna minnkandi hringstreymis næringarefna úr neðri lögum vatnsins við hærri yfirborðshita.
Niðurstaðan er fengin út frá tveimur leiðöngrum sem farnir voru árið 2001 og 2004, en þá voru kjarnarnir teknir.
...
Lesa má restina af færslunni á loftslag.is, Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns
Tengdar færslur á loftslag.is
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2010 | 10:55
Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?
Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar og einnig á loftslag.is, Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?
Eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af er óstöðugleiki jökulbreiðanna á Grænlandi og á Suðurskautinu. Ef Grænlandsjökull bráðnar að fullu, þá þýðir það allt að 7 m hækkun sjávarstöðu. Að sama skapi þá myndi Vestur Suðurskautið valda um 6 m sjávarstöðuhækkun. Austur Suðurskautið myndi síðan valda um 70 m hækkun sjávarstöðu, en sú jökulbreiða er ólíklegust til að verða fyrir mikilli bráðnun. Því er mikilvægt að rannsaka viðbrögð þessara jökulbreiða við hlýnun jarðar.
Nýlega kom út grein (Stone 2010), en höfundar hennar áætla að styrkur CO2 í andrúmsloftinu, sem yrði til þess að bráðnun Grænlandsjökuls færi á fullt, sé á bilinu 400-560 ppm. Við núverandi losun CO2 út í andrúmsloftið þá verður styrkur þess orðið 400 ppm innan 10 ára.
Þó það sé ákveðin óvissa um eðli jökulbreiðanna, þá eru ýmsar vísbendingar um það hvernig jökulbreiður hegði sér við hlýnun jarðar. Ef við skoðum Grænlandsjökul nánar, hvað segja mælingar okkur þá að sé að gerast á Grænlandi? Þyngdarmælingar frá gervihnöttum sem mæla massajafnvægi hafa sýnt að Grænlandsjökull er að missa massa hraðar og hraðar (Velicogna 2009).
Mynd 1: Breytingar í jökulmassa Grænlandsjökuls áætlað út frá þyngdarmælingum úr gervihnettinum GRACE.Ósíuð gögn eru með bláa krossa og rauðir krossar þegar búið er að sía frá árstíðabundinn breytileika. Besta annars stigs leitnilína er sýnd sem græn lína (Velicogna 2009).
En hvernig vitum við hvernig Grænlandsjökull muni bregðast við hlýnun til lengri tíma litið? Hægt er að skoða hvernig jökullinn hefur brugðist við á fyrri tímabilum jarðsögunnar. Ein af bjartsýnni spám IPCC hljóðar upp á hnattræna hlýnun upp á 1-2°C við lok þessarar aldar. Síðast þegar það gerðist var fyrir um 125 þúsund árum. Á þeim tíma var sjávarstaða um 6 m hærri en hún er í dag (Kopp 2009). Það segir okkur að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru mjög viðkvæmar fyrir stöðugu hærra hitastigi en nú er og að búast megi við því að á næstu öldum hækki sjávarstaða um metra frekar en sentimetra.
Eins og minnst er á hér ofar í formála, þá er komin út grein um stöðugleika Grænlandsjökuls og heitir hún The effect of more realistic forcings and boundary conditions on the modelled geometry and sensitivity of the Greenland ice-sheet (Stone 2010). Við rannsóknina voru notuð gögn sem sýna undirliggjandi landslag á Grænlandi og þykkt jökulsins og þau notuð til að smíða nákvæmt líkan af hreyfingum Grænlandsjökuls. Við gerð líkansins var líkt eftir hegðun jökulsins ef styrkur CO2 í andrúmsloftinu væri stöðugur við 400, 560 og 1120 ppm. Líkanið var síðan keyrt sem samsvarar 400 ár við það ástand.
Niðurstaðan við þær keyrslur er að þótt jökulbreiðan bráðni ekki að fullu við 400 ppm þá missir Grænlandsjökull töluverðan massa eða á milli 20-41%. Hafa ber það í huga að þetta gerist ekki á augnabliki við að styrkur fer yfir 400 ppm heldur tekur það nokkrar aldir. Við styrkaukningu upp í 560 ppm, missir Grænlandsjökull á milli 52-87% af massa sínum. Ef CO2 fer upp í 1120 ppm, þá verður lítið eftir af jökulbreiðunni eða rýrnun um 85-92%. Mikilvægasta niðurstaða greinarinnar er sú að Grænlandsjökull verður mjög óstöðugur við styrk CO2 í andrúmsloftinu á bilinu 400-560 ppm.
Þetta er töluverð óvissa og líklegt að á næstu árum þá muni menn reyna að festa það betur niður hvar mörkin eru. Þetta bil á milli 400 og 560 ppm er þó hægt að setja í samhengi við spár IPCC um losun CO2 út öldina. Ef ekkert er gert til að draga úr losun á CO2, þá er búist við að styrkur CO2 fari upp í 1000 ppm árið 2100. Jákvæðustu spárnar gera ráð fyrir að styrkur CO2 fari yfir 500 ppm árið 2100.
Mynd 3: Styrkur CO2 mældur á Mauna Loa frá 1958-2008 (svört brotalína) og mismunandi sviðsmyndir IPCC (litaðar línur) (IPCC Data Distribution Centre).
Mynd 3 sýnir vissulega bara spár. En hvernig ætli þetta sé búið að vera að þróast undanfarna áratugi? Losun á CO2 síðustu ár hefur í raun og veru fylgt nokkurn vegin verstu sviðsmyndinni.
Mynd 4: Losun CO2 við bruna jarðefnaeldsneytis og framleiðslu sements, borið saman við IPCC spár um losun.Litaða svæðið sýnir sviðsmyndir IPCC (Copenhagen Diagnosis).
Gervihnattamælingar, gögn um fornloftslag og líkön sem líkja eftir jökulbreiðum sýna öll sambærilega mynd. Hlýnun jarðar hefur gert Grænlandsjökulinn óstöðugan, en sýnt hefur verið fram á að hann er viðkvæmur fyrir stöðugu og hærra hitastigi en nú er. Með áframhaldandi losun CO2 þá er líklegt að á næstu öldum muni Grænlandsjökull valda sjávarstöðuhækkun um nokkra metra. Þá er jökulbreiðan á Suðurskautinu ekki tekin með í myndina, en Suðurskautið er einnig að missa massa á auknum hraða.
![]() |
Landris vegna bráðnunar jökla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2010 | 16:53
Heitasti apríl og tímabilið janúar - apríl
Helstu atriðið varðandi hitastig aprílmánaðar á heimsvísu
- Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir apríl 2010 var það heitasta samkvæmt skráningum, með hitafráviki upp á 0,76°C yfir meðalhitastigi 20. aldarinnar. Þetta var 34. aprílmánuðurinn í röð sem var yfir meðaltali 20. aldarinnar.
- Hitastig hafsins á heimsvísu var 0,57°C yfir meðaltali 20. aldarinnar, og var það heitasta í apríl samkvæmt skráningum. Hitastigið var mest áberandi á hafsvæðum við miðbaug, sérstaklega í Atlantshafinu.
- Hitastig á landi á heimsvísu var það 3. heitasta fyrir mánuðinn samkvæmt skráningu, með hitafrávik upp á 1,29°C yfir 20. aldar meðaltalið.
- Fyrir tímabilið janúar apríl var sameinað hitastig fyrir bæði land og haf, með hitafrávik upp á 0,69°C yfir meðaltalið það heitasta fyrir tímabilið síðan mælingar hófust.
Apríl 2010
Helstu atriði sýnd á myndum og gröfum, bæði fyrir mánuðinn og tímabilið janúar apríl.
Í töflunni hér fyrir neðan má lesa helstu tölur varðandi hitastig fyrir aprílmánuð 2010.
Í grafinu hérundir má sjá þessi gögn í öðru ljósi:
Og svo að lokum hitafrávikin fyrir tímabilið janúar apríl 2010.
Eins og sést þá hefur hitastigið það sem af er árinu verið í hæstu hæðum. Samkvæmt NASA, þá eru síðustu 12 mánuðir einnig þeir heitustu frá því mælingar hófust.
Heimildir og annað efni af loftslag.is:
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig mars 2010 á heimsvísu
- Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig árið 2009
- NOAA apríl 2010
- Tag Hitastig
- Helstu sönnunargögn
![]() |
Heitasti aprílmánuður sögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.5.2010 | 07:33
Rafmagnsbílar
Á næstu árum munu, ef áform ganga eftir, rafmagnsbílar (og einnig bílar með aðra orkugjafa) hefja innreið sína á bílamarkaðinn. Það er þó ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi. Það má kannski komast þannig að orði, að það þurfi að verða breyting á hugarfari varðandi notkun og áfyllingu orku á bílana.
Við vitum flest hvernig þeir bílar sem er núna á markaðnum virka (í grófum dráttum). Við erum nánast fædd með upplýsingar um það hvernig bensínstöðvar virka og hvar þær eru staðsettar. Í gegnum árin hefur þróunin einnig verið á þann veg að við sjáum að miklu leiti um að dæla á bílinn sjálf og við lærum að það þarf þrennt til að bíllinn gangi, þ.e. súrefni, neisti og eldsneyti. En hv ernig ætli rafmagnsbílar virki ? Ja, ekki er beint hugmyndin að svara því hérna, en skoða aðeins hvaða áskoranir þarf að skoða við umbyltingu á bílaflota, eins og væntanleg innleiðing rafbíla getur orðið. Það virðist t.d. vera ákveðin hræðsla við að hleðslan klárist í miðjum bíltúrnum. Þannig að staðsetning orkustöðva og hversu langan tíma hleðsla tekur er mikilvæg svo og hversu langt bílarnir komast á hleðslu. Það mun væntanlega taka lengri tíma að hlaða bíla, en að fylla bensín á tankinn, þar af leiðandi er mikilvægt að finna neyslumynstrið, svo innleiðingin verði auðveldari.
Í nýrri rannsókn sem gerð verður í Bandaríkjunum og byrjar núna í sumar, á að fylgjast með 4.700 notendum rafmagnsbíla í 11 borgum staðsettum í 5 ríkjum. Bílarnir eru allir af gerðinni Nissan Leaf. Notendur bílanna hafa samþykkt að gefa upplýsingar um notkun á bílunum, hvernig hleðslu á bílunum er háttað og hvar, svo og aðrar upplýsingar tengda notkun bílanna. Þáttakendum er skipt í hópa og fá mismunandi upplýsingar, sumir fá ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig best sé að hlaða og á hvaða tímum, aðrir fá litlar upplýsingar. Svo er skoðað hver munurinn er á milli hópanna. Og reynt verður m.a. að fá svar við því, hvort það verði einhver marktækur munur á því hvernig hóparnir haga notkun sinni?
Það er t.d. munur á því hvort að bílarnir eru hlaðnir á nóttu eða degi. Ef flestir velja að hlaða bílana á daginn, þá þyrfti að koma til aukin fjárfesting og bygging fleiri raforkuvera, til að anna eftirspurninni, en ef flestir hlaða á nóttunni, þá eru meiri möguleikar á því að raforkunetið anni eftirspurninni án fleiri raforkuvera og þar með minni losun CO2 en ella. Þetta er eitt af því sem vonast er til að hægt verði að kortleggja í rannsókninni og einnig hvort hægt er að hvetja notendur til að nýta frekar næturnar t.d. með upplýsingagjöf og/eða mismunandi á verði. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari rannsókn og hvernig þróunin verður í framtíðinni, en gera má ráð fyrir því að þróunin verði í áttina að bílum og samgöngutækjum sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti í framtíðinni.
Heimildir:
Tengt efni á loftslag.is:
- Endurnýjanleg orka Lausn mánaðarins (vindorka)
- Vindorka II. hluti
- Endurnýjanleg orka Lausn mánaðarins (myndband sem fjallar m.a. um notkun rafmagnsbíla)
![]() |
Rafbílaleiga í HR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2010 | 08:41
NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
Þrátt fyrir tal um kulda í vetur, sérstaklega í Norður-Evrópu og hluta Bandaríkjanna, þá er síðasta 12 mánaða tímabil það heitasta frá því mælingar hófust samkvæmt NASA. Þetta sést þegar rýnt er í hitagögn frá NASA. Einnig kemur í ljós að apríl mánuður er sá heitasti frá því mælingar hófust og einnig að tímabilið janúar til apríl í ár það hlýjasta fyrir það tímabil. Við höfum hér á loftslag.is einnig skoðað horfur fyrir árið 2010 í færslunni; Hitahorfur fyrir árið 2010, þar segir m.a.:
Horfur með hitastig 2010
Eins og sést ef skoðaðar eru helstu náttúrulegar sveiflur og spár um þær, þá bendir margt til þess að árið 2010 verði heitara en árið 2009 og jafnvel talið líklegt að það geti orðið heitasta árið frá því mælingar hófust. Ástæðan fyrir því er þá helst talin vera áframhaldandi hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og líkur á áframhaldandi meðalsterkum El Nino ef aftur á móti það verða snöggar breytingar í El Nino og nægilega mikil eldvirkni til að valda kólnun, þá eru minni líkur á því að árið 2010 verði það heitasta frá upphafi mælinga.
Hvort þessi spá rætist skal ósagt látið, en árið er hlýtt hingað til þrátt fyrir lágdeyðu í sólinni. Þess ber þó að geta að meðalstór El Nino er í gangi og hefur áhrif á hitastigið. Það eru fleiri en NASA sem skrá hitastig á heimsvísu, við höfum verið með reglulegar fréttir af hitastiginu frá NOAA. Tölurnar frá þeim ættu að koma fljótlega eftir helgi og verður fróðlegt að sjá hvernig þróunin er samkvæmt þeirra tölum. Það getur munað einhverju smávægilegu frá tölum NASA, þ.a.l. er spurning hvort að það falli einhver met samkvæmt þeirra tölum.
Tengt efni á loftslag.is:
- Hitastig mars 2010 á heimsvísu
- Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig janúar 2010 á heimsvísu
- Hitastig árið 2009
- Hitahorfur fyrir árið 2010
- Helstu sönnunargögn
- Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum?
- Tag-Hitastig
- Mýta-Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2010 | 08:41
Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?
Hér fyrir neðan er þýðing á mýtu, sem upprunalega var birt á Skeptical Science og mun færast yfir á mýtusíðu loftslag.is innan fárra daga frá birtingu. Einnig er hægt að lesa færsluna á loftslag.is, Af hverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess?
Röksemdir efasemdamanna
Tveir amerískir rannsóknaraðilar staðhæfa að vísindamenn bandarískra stjórnvalda hafi skekkt leitni hitastigs á heimsvísu með því að hunsa mælingar frá þúsunum veðurstöðva um allan heim, sérstaklega þá á stöðum hærra yfir sjávarmáli og á hærri breiddargráðum, eins og t.d. í Norður Kanada. (Vancouver Sun)
Það sem vísindin segja
Samanburður á gögnum er varða leitni hitastigs frá þeim stöðvum sem voru teknar út og frá þeim stöðvum sem haldið var inni í gagnaröðinni sýnir að stöðvarnar sem voru teknar út eru með örlítið lægri hitaleitnilínu. Fækkun veðurstöðva (þar sem færri stöðvar eru tiltækar) hefur raunverulega orðið til þess að leitni hitastigs er aðeins minni en ella, en munurinn er hverfandi síðan 1970.
Stofnanirnar NOAA og NASA fá hitastigsgögn frá Global Historical Climatology Network (GHCN). Snemma á 10. áratugnum, fækkaði veðurstöðvum á lista GHCN nokkuð. Sumir hafa haldið því fram að þetta sé meðvituð herferð til að fjarlægja kaldari veðurstöðvar til að hækka hitaleitnina. Þessi hugmynd hefur verið drifinn áfram af Joseph DAleo og Anthony Watts í skýrslu sem hægt er að nálgast á vefnum, Surface Temperature Records: Policy Driven Deception. Upphaflega stóð í skýrslunni, Það hefur orðið alvarleg kerfisbundin villa við það að fjarlægja stöðvar hátt yfir sjávarmáli, á hærri breiddargráðum og í dreifbýli, sem leiðir til alvarlegs ofmats á leitni hitastigs. Þessi texti hefur verið fjarlægður úr síðustu útgáfum skýrslu þeirra. Samt sem áður þá er hugmyndinni um að stöðvar sem voru fjarlægðar hafi valdið falskri hitaleitni áfram haldið á lofti í bloggheimum (t.d. oft í athugasemdum á Skeptical Science).
Hvers vegna eru núna færri stöðvar í hitastigsmælingum? Fjöldi áþreifanlegra veðurstöðva sem skila hitastigsgögnum hefur fækkað, sumar af eldri stöðvunum eru ekki lengur aðgengilegar í rauntíma (NOAA). Í raun er hið skynjaða drop-off gert verra, því í raun hefur NOAA verið að bæta sögulegum gögnum inn í GCHN gagnabankann, frá eldri veðurstöðvum sem ekki eru lengur með, í viðleitni til að afla enn víðtækari gagna um fortíðina.
Aðalatriðið varðandi þetta mál, er hvort að fækkun veðurstöðva hafi haft áhrif á hitaskráninguna. Skýrsla DAleo gerir enga slíka greiningu. Þrátt fyrir það, þá hafa verið gerðar nokkrar óháðar greiningar, þar sem reynt er að nálgast einmitt þá spurningu. Fyrsta greiningin var gerð af Tamino frá Open Mind sem greindi hitastigsgögn frá veðurstöðvunum sem höfðu verið teknar út úr GHCN skráningunni (merkt pre-cutoff). Hann bar þær stöðvar svo saman við þær stöðvar sem var haldið í röðinni (merkt post-cutoff).
Mynd 1: Hitastigsgögn fyrir stöðvar sem duttu út (blá lína) samanborið við þær stöðvar sem urðu eftir (rauð lína) (Open Mind).
Það sem er athyglisvert við þetta graf, er ekki aðeins það að það er tiltölulega lítill munur á ferlunum tveimur, heldur einnig það að veðurstöðvarnar sem voru teknar út sýna hærri hitaleitni en þær sem héldust inni. Þetta er ekki neitt sem kemur á óvart, þegar tekið er tillit til þess að margar af stöðvunum sem duttu út, koma frá stöðum á hærri breiddargráðum. Þrátt fyrir að stöðvar á þeim svæðum hafi kaldari raun hita, þá sýna þær hærri hitaleitni. Þetta er m.a. vegna svokallaðrar pólar-mögnunar, þar sem hlýnun við miðbaug er minni en hlýnun við pólana, sem er vegna ýmissa áhrifa, m.a. magnandi svörunar vegna breytingar í endurvarpi frá ís og snjó.
Óháð greining var einnig gerð af Clear Climate Code, sem bar einnig saman hitastigsgögn fyrir stöðvarnar sem duttu út og þær sem haldið var inni. Hann setti einnig inn ferla til að bera saman langtíma hlýnun fyrir bæði tilfellin af stöðvum.
Mynd 2: Hitagögn fyrir 1992 / eftir 1992 stöðarnar frá The 1990s station dropout does not have a warming effect (Clear Climate Code)
Svipað og í niðurstöðum Tamino, þá fann Clear Climate Code út að á stöðvarnar sem duttu út höfðu hærri hitaleitnin en þær stöðvar sem haldið var inni. Munurinn virðist að stóru leiti vera vegna fráviks í eldri gögnum frá 19. öld. Samt sem áður, þá gerðu þeir einnig ferla fyrir leitni síðustu 30 ára fyrir báða ferlana. Hitaleitnin fyrir 1962 til 1992 fyrir stöðvunum sem duttu út er nánast eins og hitaleitnin fyrir 1979 til 2009 fyrir stöðvarnar sem héldust inni.
Svona til að hafa góðan samanburð, þá er hér önnur óháð greining sem var gerð var af Zeke Hausfather á The Blackboard (það eru fleiri sem hafa fengið sömu niðurstöðu, en ég vil ekki að þessi færsla verði of einhæf):
Mynd 3: Samanburður á skráningum á stöðvum sem voru með og duttu út árið 1992 (The Blackboard).
Ástæðan fyrir veðurstöðvunum sem duttu út, er einfaldlega sú að þær stöðvar voru ekki lengur virkar í söfnun hitastigsgagna. Það sem er aftur á móti mikilvægast í þessu sambandi er að stöðvarnar sem duttu út valda ekki falskri hækkaðri hitastigsleitni. Í raun þá er hið gagnstæða raunin, þar sem brottnám stöðva frá hærri breiddargráðum hefur í för með sér örlitla kólnunarleitni (miðað við öll gögnin) síðan 1880. Munurinn á hitastigsleitninni eftir 1970 er hverfandi.
Tengt efni af loftslag.is:
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)