Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Samhengi hlutanna

Alla síðustu viku þá var umræðan sterk í ýmsum bloggmiðlum og fréttamiðlum, bæði hér heima og erlendis, um að vísindamenn við Háskólann í East Anglia (CRU) hefðu stundað falsanir á loftslagsgögnum og hefðu fleira misjafnt í pokahorninu (sjá Blogg: Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp).

Svo virðist sem þetta mál sé þannig að vexti að sumir telja að hægt sé að afneita heilli öld loftslagsrannsókna og afgreiða hlýnun jarðar af mannavöldum sem eitt risastórt samsæri. Því miður er það mikill misskilningur á því hvernig vísindin virka.

Þótt við þyrftum að henda öllu því sem þau hjá CRU hafa gert (sem ekkert bendir til) þá hefði það lítil sem engin áhrif á stöðu málanna í dag. Það eru aðrar stofnanir sem stunda loftslagsrannsóknir, t.d. má finna óháðar hitastigsmælingar á heimasíðu NASA, NOAA og JMA - sem sýna svipaða sögu og gögnin frá CRU.

Þetta eru ekki einu gögnin sem sýna að hitastig fer hækkandi, sem dæmi má nefna gögn um hörfun jökla, sjávarstöðubreytingar, úr ískjörnum, snjóalög, sjávarhita og hafísmælingar, svo við nefnum nokkur af þeim gögnum sem vísindamenn nota til að staðfesta hlýnun jarðar. Út frá þessum gögnum hafa þúsundir vísindamanna skrifað tugþúsundir greina um vandamálið: Hlýnun jarðar af mannavöldum.

Það verður að teljast ansi langsótt að vísindamenn séu búnir að fikta við öll þessi gögn og séu allir í einhverju stórkostlegu samsæri. Ef það kemur svo í ljós að vísindamenn CRU hafi átt við gögnin, þá er það vissulega ámælisvert fyrir þá vísindamenn – en það segir ekkert um alla hina.

Sjá meira á loftslag.is: Samhengi hlutanna


mbl.is Pachauri ver loftslagsfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er verið að ræða minni losun gróðurhúsalofttegunda?

loftslagJá, hvers vegna er það? Er um tískubólu að ræða eða hugsanlegt samsæri vísindamanna og stjórnmálamanna? Nei, þetta er alvöru mál, sem finna þarf lausn á. Þetta er alvarlegt, vegna þess að mælingar sýna fram á að hitastig fari hækkandi og lang flestir loftslagsvísindamenn telja að hægt sé að rekja þessa hækkun hitastigs til aukningar gróðurhúsalofttegunda. Þ.a.l. er verið að reyna að vinna að svokallaðri pólitískri lausn í Kaupmannahöfn í desember.

Það vill nú oft verða svo með pólítískar lausnir, að ekki er auðvelt að fá alla til að verða sammála. Í þessu tilviki spyrja sumar þjóðir sig t.d. hvort að þær eigi að taka þátt í svona samkomulagi, þar sem þær telja jafnvel að aðrar þjóðir hafi staðið að bak stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda. Hvort hinar pólítísku lausnir eru einu framkvæmanlegu leiðirnar til að ná settu marki, er spurning sem við verðum að spyrja sjálf okkur? En ef þetta er ekki lausnin, hvar liggur hún þá?

En hvert er þá markmið svona ráðstefnu, eins og haldin verður í Kaupmannahöfn í desember? Jú markmiðið er einfaldlega að ná samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að minni líkur séu á að hitastig fari 2°C yfir það hitastig sem var fyrir iðnvæðingu. Vísindamenn eru almennt sammála um að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig, enda liggur fyrir mikið magn rannsókna og mælinga að baki. Hverjar afleiðingar hitastigshækkunar verða er erfitt um að segja, en við hljótum að vilja nýta þekkingu okkar, okkur til framdráttar og reyna að hafa jákvæð áhrif á framtíðina með gjörðum okkar. 


mbl.is Kínverjar og Bandaríkjamenn ætla að draga úr mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Ísland?

Þetta er væntanlega fín skýrsla sem vísað er í, í fréttinni - en takmörkuð er hún - allavega fyrir okkur Íslendinga.

Fyrirsögn fréttarinnar gefur Íslendingum hugsanlega von um að í þessari skýrslu sé verið að segja að við (væntanlega Íslendingar) getum grætt á hlýnun jarðar.

Við á loftslag.is renndum í gegnum þessa skýrslu og rétt er að minnast á það að hvergi er minnst á Ísland - enda erum við ekki í Evrópusambandinu.

Reyndar er margt sem þykir mikilvægt fyrir Ísland, ekki rætt í þessari skýrslu, sjá þessa tilvitnun:

This project does not pretend to be comprehensive as relevant impact categories are not included in the assessment. Market impact categories such as fisheries, forests and energy demand/supply changes have not yet been addressed. Other non-market impact categories like biodiversity and potentially catastrophic events are not considered in this study either.

Sem sagt ekki er fjallað um fiskveiðar (og þann markað), skógrækt, né orkuframboð né eftirspurn, spurning hvort óreglulegra rennsli fyrrum jökuláa eigi t.d. eftir að hafa áhrif á orkuframboð hér á landi í framtíðinni - þegar jöklar á Íslandi minnka. Einnig er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort um gróða sé að ræða þegar ekki er fjallað um breytingar í vistkerfum og öfgaatburðum t.d. öfgaúrkomu.

Þar sem ekki var fjallað um fiskveiðar, þá kemur það að sjálfsögðu ekki á óvart að ekki er fjallað um súrnun sjávar - en það getur haft töluverð áhrif á fiskveiðar framtíðarinnar.

En þar sem ekki var fjallað um ofangreinda þætti, né Ísland sérstaklega þá verðum við að grípa eitthvað sem gæti verið nálægt þeim aðstæðum sem við búum við á Íslandi.

Við eigum t.d. margt sameiginlegt með Bretlandseyjum, en um heildarefnahagslegu áhrifin þar er sagt meðal annars:

The sectoral and geographical decomposition of welfare changes under the 2.5°C scenario shows that aggregated European costs of climate change are highest for agriculture, river flooding and coastal systems, much larger than for tourism. The British Isles, Central Europe North and Southern Europe appear the most sensitive areas. Moreover, moving from a European climate future of 2.5°C to one of 3.9°C aggravates the three noted impacts in almost all European regions. In the Northern Europe area, these impacts are offset by the increasingly positive effects related to agriculture.

Bretlandseyjar koma því ekki vel út úr þessari skýrslu og því má reikna með, miðað við takmarkanir þessarar skýrslu að sambærileg gildi hefðu komið fyrir Ísland. Um það er þó erfitt að fullyrða. 

Það virðist sem að út frá þessu þá komi Norður Evrópa best út (þ.e. Svíþjóð, Finnland og Eystrasaltsríkin). Við eigum lítið sameiginlegt með þeim hvað varðar loftslag.

Svo er það siðferðisleg spurning hvort að rétt sé að meta hvort einhver lönd eigi eftir að "Græða" á hlýnun jarðar? Það bendir nefnilega allt til þess að hluti jarðarbúa eigi eftir að fara illa út úr þeim loftslagsbreytingum sem hugsanlega eru framundan.

Sjá skýrsluna hér: Climate change impacts in Europe - Final report of the PESETA research project


mbl.is Gætum grætt á hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp

nullVið skrifuðum um ansi heitt málefni fyrir tveimur dögum á loftslag.is (sjá Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl).

Hakkarar náðu að afrita tölvupóst loftslagsvísindamanna sem starfa við rannsóknarmiðstöð háskólans í East-Anglia (CRU) í Norwich. Þessir tölvupóstar – eða hluti af þeim hefur birst á vefsíðum sem sérhæfa sig í að efast um hlýnun jarðar af mannavöldum og margir fjölmiðlar eru nú farnir að bergmála það sem efasemdamennirnir segja – oft án þess að kynna sér hvað vísindamennirnir voru í raun og veru að segja.

Við fjölluðum í raun ekki ítarlega um þetta í upphafi, því okkur fannst líklegt eftir dálítinn lestur að það þyrfti ansi hreint magnaða samsæriskenningasmiði til að sjá eitthvað samsæri og falsanir út úr þessum tölvupóstum.

Meðal annars hafa íslenskir fjölmiðlar birt skrumskældar útgáfur af þessum fréttum – það selur víst að skrifa svona fréttir, þótt þær séu illa unnar.

Við tökum eina svona frétt og leiðréttum misfærslur sem þar koma fram í nýrri bloggfærslu á loftslag.is. Sjá Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp


Óvissan mikil

antarctic_dome_a_226Í nýjasta hefti Nature Geoscience sem er hliðarrit Nature, er bréf til tímaritsins um nýjar niðurstöður á úrvinnslu úr þyngdarmælingar með nýrri kynslóð gervitungla sem nefnist GRACE (Gravity Recovery and Climate Experiment). Hingað til hefur verið vitað að Vestur-Suðurskautið væri að missa massa hratt – en gögn hingað til hafa bent til þess að Austur-Suðurskautið væri tiltölulega stöðugt.

Þessar nýju rannsóknir benda til þess að Austur-Suðurskautið sé búið að vera að missa massa síðastliðin þrjú ár, en rétt er að benda á að óvissa er nokkuð mikil.  

Á loftslag.is er fjallað meira um þessa óvissu, en það er of snemmt að draga þær ályktanir að þessi massabreyting geti verið af völdum loftslagsbreytinga og þá er enn síður hægt að fullyrða að hún geti valdið 5 m hækkun sjávarstöðu eins og segir í fréttinni sem hér er tengt við.

Sjá meira á loftslag.is: Austur-Suðurskautið líka að missa massa?


mbl.is Suðurskautið bráðnar hraðar en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru loftslagsmálin einföld eða flókin?

loftslagEmil Hannes Valgeirsson hefur skrifað sinn annan gestapistil á Loftslag.is. Að þessu sinni veltir hann upp spurningunni, "Eru loftslagsmálin einföld eða flókin?". Pistillinn byrjar með þessum orðum:

"Eins og flest annað í þessum heimi geta loftslagsmálin í senn verið einföld og flókin. Þau geta líka verið auðskilin eða torskilin en mjög oft eru þau líka misskilin. Fyrir mér eru hugmyndir um hlýnandi loftslag af mannavöldum í sinni einföldustu mynd eitthvað svipaðar því sem sést hér á myndinni."

[Pistil Emils má lesa hér]

Einnig má benda á ýmsa aðra gestapistla sem birst hafa á síðunni, m.a. um fugla, jöklabreytingar, Norðurheimsskautið og fleira fróðlegt, sjá gestapistla síðunnar

 

 Hlýnun af mannavöldum


Afleiðingar

loftslagÞað er gert ráð fyrir margskonar mögulegum afleiðingum af hækkandi hitastigi. Ekki er hægt að festa niður hvernig þróuninn mun verða í framtíðinni, en flestar spár gera ráð fyrir hækkandi hitastigi á næstu árum og áratugum. Hvernig mögulegar afleiðingar af þeirri hitastigshækkun verða, mun væntanlega verða misjafnt eftir svæðum. Ekki er hér ætlunin að taka afstöðu um það hvort tryggingafélögin hafi reiknað rétt í þessu tilfelli sem fréttin fjallar um.

Á heimasíðunni Loftslag.is höfum við skrifað ýmislegt um afleiðingar loftslagsbreytinga og framtíðina, m.a. eftirfarandi:


mbl.is Tryggingafélög ýkja loftslagstjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnir

Það er væntanlega ýmislegt sem skoða þarf í sambandi við þær lausnir sem þarf að grípa til vegna losunar koldíoxíðs.

Í þessu sambandi langar mig að vekja athygli á síðu á Loftslag.is sem fjallar lítillega um lausnir og mótvægisaðgerðir

Einnig höfum við fjallað um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn, sjá:

loftslag


mbl.is Kolefnisjöfnun virkar öfugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrnun sjávar

loftslagAuk hlýnunar jarðar, þá hefur losun CO2 (koldíoxíðs) út í andrúmsloftið önnur og minna þekkt áhrif, svokallaða súrnun sjávar (e. ocean acidification). Frá aldamótunum 1800 hefur sjórinn gleypt einn þriðja af losun manna á CO2 og hefur sjórinn því verið eins konar sía sem minnkað hefur áhrif CO2 á hlýnun jarðar – en um leið hefur það haft áhrif á efnafræði sjávar. Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er því einskonar aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað ”hitt CO2-vandamálið”.

Við höfum tekið þetta fyrir á Loftslag.is, meðal annars á eftirfarandi síðum:


Nokkur lykilatriði um loftslagsfundinn

COP15Nýleg færsla á loftslag.is fjallar um nokkur lykilatriði sem verða rædd á loftslagsfundinum í Kaupmannahöfn.

Þar er eftirfarandi spurningum velt upp:

Um hvað fjallar loftslagsfundurinn í Kaupmannahöfn?
Hvað er málið?
Hverjir eiga að draga úr losun?
Hverjir munu borga?
Hvað með verslun á kolefniskvóta?
Er auðveldara að minnka losun með því að stoppa eyðingu skóga?
Hverjir eru möguleikarnir á samningi í Kaupmannahöfn?

Sjá nánar á loftslag.is: COP15 – Kaupmannahöfn nokkur lykilatriði


mbl.is Engin bindandi takmörk á losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband