Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
24.12.2009 | 09:01
Jólakveðja
Við óskum lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Það verður rólegt á Loftslag.is yfir hátíðirnar, þó stöku pistlar geti ratað inn ef tilefni gefst. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Loftslag.is nánar, þá viljum við benda á ýmsa tengla á síðunum, þar sem t.d. má lesa um Vísindin á bak við fræðin, ásamt eldri færslum, m.a. Gestapistla, Blogg ritstjórnar og COP15.
Með jólakveðju,
Ritstjórn Loftslag.is
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2009 | 13:19
Kaupmannahafnaryfirlýsingin
Talað var um þrjá möguleika varðandi útkomu loftslagsráðstefnunnar, eins og kom fram í pistli gærdagsins, sem eru; 1) lögformlegur og skuldbindandi samningur, 2) pólitískt samkomulag og 3) lokayfirlýsing (sem yrði túlkuð sem misheppnuð útkoma).
Helstu atriði Kaupmannahafnaryfirlýsingarinnar, sem er viljayfirlýsing þjóða eftir loftslagsráðstefnunna í Kaupmannahöfn eru eftirfarandi, lesa má nánar um þetta á Loftslag.is, Kaupmannahafnaryfirlýsingin.
Aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni
Hérundir eru aðalatriðin úr Kaupmannahafnaryfirlýsingunni af loftslagsráðstefnunni, sem 26 lönd þar með talin ESB urðu sammála um á föstudag:
Markmið til lengri tíma:
Samkvæmt yfirlýsingunni á að skera niður í losun CO2 eins og þarf, með skírskotun í það sem vísindin leggja til. Markmiðið er að stöðva hnattræna hlýnun, svo hitastigshækkunin verði ekki meiri en 2°C á þessari öld.
Fjármögnun til fátækari landa:
Í textanum að yfirlýsingunni segir að það eigi að vera passandi, fyrirsjánleg og sjálfbær fjárhagslegur forði, tækni og afkastageta uppbyggingar, sem á að hjálpa þróunarlöndunum í að aðlagast loftslagsbreytingunum. Iðnríkin hafa sett sér markmið um að leggja fram 100 miljarða dollara á ári frá 2020, sem eiga að koma til móts við að hjálpa þróðurnarlöndunum að aðlagast loftslagsbreytingunum. Í einni viðbót við yfirlýsinguna, er loforð um stuðning við þróunarlöndin til skamms tíma, 2010-2012, upp á 10,6 miljarða dollara frá ESB, 11 miljarðar dollara frá Japan og 3,6 miljarðar dollara frá BNA.
Minnkun losunar CO2:
Í textanum eru engin raunveruleg markmið, hvorki til meðallangs tíma (2020) eða til langstíma (2050) um losun CO2. En þar eru loforð ríkja um minnkun losunar reiknuð saman. Á ákveðnu skema getur hvert land fyrir sig, fyrir 1. febrúar 2010, gefið upp hvað þau ætla að gera í þeim efnum.
Staðfesting:
Eitt deiluefnanna í yfirlýsingunni, aðallega fyrir Kína, sem ekki vill alþjóðlegt eftirlit: Er orðað á þann veg, að stóru þróunarríkin eigi að gera upp CO2 losun sína og skýra SÞ frá útkomunni annað hvert ár. Þannig er gert ráð fyrir vísi að alþjóðlegu eftirliti til að uppfylla óskir Vestrænna þjóða um gagnsæi, og að auki að tryggja að sjálfstjórn þjóða verði virt.
Verndun skóga:
Í yfirlýsingunni er viðurkennd mikilvægi vegna losun CO2 sem kemur frá fellingu trjáa og eyðileggingu skóga. Það er orðað á þann veg að það skulli vera hvatning til að styðja skref í rétta átt með peningum frá iðnríkjunum.
Viðskipti með CO2 heimildir:
Þetta var nefnt, en engin smáatriði gefin upp. Það er orðað svo, að það skulli nýta fleiri möguleika, þar með talið möguleikann á að nota markaðskerfi til að draga úr losun CO2.
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Dagur 10 Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
- Dagur 11 Möguleg leið, spil og ferli
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
Rasmussen stoltur af framlagi Dana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2009 | 10:07
Mögulegar leiðir?
Síðasti dagur viðræðnanna í Kaupmannahöfn er í dag. Nú er rætt um þrjár mögulegar leiðir varðandi loftslagssamning, hérundir skoðum við muninn á þessum 3 leiðum:
- Lögformlegur og skuldbindandi samningur: Svipar til og er bindandi eins og Kyoto samningurinn frá 1997 en þó með nákvæmari markmið varðandi takmarkanir losunar á heimsvísu og loforð um fjárhagslegan stuðning til þróunarríkjanna. Svona samning þurfa einstök lönd að samþykkja og hann þyrfti að innihalda viðurlög ef þjóðirnar standa ekki við losunarmarkmið sín.
- Pólitískt samkomulag: Rammasamningur, sem inniheldur pólitísk markmið, en engar fastar skuldbindingar. Svoleiðis samkomulag þyrfti svo að ræða nánar á næstu mánuðum til að ganga frá smáatriðum þess. Samkomulagið myndi svo enda sem lögfræðilega bindandi alþjóðlegur samningur sem löndin þyrftu svo að staðfesta.
- Lokayfirlýsing: Óskuldbindandi yfirlýsing um áætlanir þjóða og yfirlýst loforð. Öll óleyst mál yrðu geymd þar til á næstu loftslagsráðstefnum, þ.e. í Bonn og Mexíkó, sem verða í haldnir í byrjun júní og í nóvember 2010. Svona yfirlýsing myndi verða túlkuð sem misheppnuð útkoma.
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Dagur 10 Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
Ísland minnki losun um 30% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2009 | 08:26
Kröfur og væntingar þjóða
Eitt af stóra málinu við samningagerð svo margra þjóða er hversu ólík nálgun landanna er varðandi samninga. Það eru margskonar kröfur og væntingar sem þarf að ná saman um svo samkomulag náist. Þetta gætu því orðið erfiðir tímar sem eftir eru, þegar þjóðarleiðtogar reyna að ná saman um ólík málefni. Í frétt af Dr.dk kemur m.a. fram að Danir búist ekki lengur við því að hægt verði að ná samkomulagi, til þess séu of margar hindranir, sérstaklega meðal G77 landanna, samkvæmt dönsku fréttinni. Ráðstefnan líkur fyrst á morgun, þannig að enn fara fram viðræður, hvað sem gerist á þeim.
Á Loftslag.is tókum við saman helstu kröfur og væntingar þjóða til hugsanlegs samkomulags - Kröfur og væntingar þjóða
Eldri yfirlit og ítarefni varðandi COP15:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Dagur 10 - Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
Enn pattstaða í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2009 | 23:04
Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
Nú er 10. degi loftslagsráðstefnunar að ljúka. Samkvæmt fréttum dagsins, þá lítur ekki út fyrir að mikillar bjartsýni gæti varðandi það hvort samningar náist. Connie Hedegaard varð að láta formannsembættið í hendur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur í dag. Í ljós hefur komið nokkur óánægja með störf hennar, sérstaklega frá stóru þróunarríkjunum. Á þessum síðustu tímum ráðstefnunnar lítur út fyrir að erfitt verði að ná samkomulagi, m.a. vegna þess að þróunarríkin telja að of lítið fjármagn komi frá ríkari þjóðum. Lars Løkke Rasmussen og Gordon Brown héldu fund í kvöld þar sem þeir fóru yfir málin, ekki hefur enn komið fram, hvað þar fór fram.
Nánar er farið yfir atriði dagsins (dagur 10) ásamt greiningu á aðalatriðum dagsins á Loftslag.is
- Dagur 10 - Afglöp, bjartsýni og formannsembætti
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Dagur 9 Vinnuhópar, stjórnmálaleiðtogar og 48 tímar
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
Heita 2.500 milljörðum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2009 | 13:53
Stjórnmálaleiðtogar koma til Kaupmannahafnar
Nánar er farið yfir atriði gærdagsins (dagur 9) ásamt greiningu á aðalatriðum dagsins á Loftslag.is
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Dagur 8 Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
Annan: Bandaríkin taki forystuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 22:35
8. dagurinn í Kaupmannahöfn
Áframhald var á mótmælum í Kaupmannahöfn í dag, þó meiri ró væri yfir þeim og mun færri handtökur en um helgina. Tölvupóstur sem um tíma var talin vera frá samninganefnd Kanadamanna olli ruglingi, þar sem það kom fram í tölvupóstinum að Kanadamenn ætluðu að draga nokkuð meira úr losun, miðað við fyrri tillögur. Síðar kom í ljós að þessi tölvupóstur var blekkingarleikur og ekki hefur komið í ljós hver sendi hann. Í morgun kom staðfesting frá nokkrum Afríkuríkjum að þau vildu ekki vera með á fundum sem áætlaðir voru í Bella Center í dag, ef ekki yrðu breytingar á viðræðunum. Þetta hefur haft áhrif á viðræður dagsins. Hugsanlegar sjávarstöðubreytingar framtíðarinnar voru einnig í kastljósi dagsins.
Nánar má lesa um helstu atriði 8. dagsins á Loftslag.is - Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 Drög, miljarðar og mótmæli
- Helgin Helgin í hnotskurn
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna COP15
Gagnrýna danska formanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 13:14
COP15: Helgin í hnotskurn
Sjá nánar á Loftslag.is - Helgin í hnotskurn
Eldri yfirlit og ítarefni:
- Dagur 1 Bætur, áskoranir og grátur
- Dagur 2 Leki, framlög, bið og barátta
- Dagur 3 Uppnám, þrýstingur og titringur
- Dagur 4 Eyríki, varagjaldeyrisforði og samstaða
- Dagur 5 - Drög, miljarðar og mótmæli
- Samningsstaða hina ýmsu þjóða - Kröfur og væntingar þjóða
- Yfirlit varðandi loftslagsráðstefnuna - COP15
Uppnám á loftslagsráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 09:11
Sjávarstöðubreytingar
Ekki ætlum við hér að taka sérstaka afstöðu til þessarar skýrslu sem um er rætt í fréttinni, en við höfum skrifað ýmislegt um sjávarstöðubreytingar á heimasíðunni Loftslag.is. Nýlega kom út skýrsla, sem kölluð er Kaupmannahafnargreiningin, í henni kom eftirfarandi fram:
Sjávarborðshækkun endurmetin: Fyrir árið 2100, er líklegt að sjávarborð muni hækka 2. sinnum meira en áætlanir vinnuhóps 1, í matsskýrslu 4 hjá IPCC gerðu ráð fyrir, án nokkurra mótvægisaðgerða gæti sú tala farið yfir 1 meter. Efri mörk hafa verið áætluð um 2 metra sjávarborðshækkun fyrir 2100. Sjávarborð mun hækka í margar aldir eftir að jafnvægi er komið á hitastig, og nokkra metra sjávarborðshækkun á næstu öldum er því talið líklegt.
Einnig langar mig að benda á fína umfjöllun Halldórs Björnssonar á vef Veðurstofunnar um Kaupmannahafnargreininguna.
Meira ítarefni um sjávarstöðubreytingar:
Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna - Tómas Jóhannesson
Myndband: Bráðnandi ís, hækkandi sjávarstaða - Fróðlegt myndband frá NASAexplorer
Ítarleg skýrsla um loftslag Suðurskautsins - Nýleg skýrsla um gang mála á Suðurskautinu
Hafið gæti hækkað um 2 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2009 | 18:39
Hvaða samningsforsendur hafa þjóðirnar með til Kaupmannahafnar
Það eru mjög ólíkar væntingar og kröfur sem einstakar þjóðir og samtök þjóða hafa til þeirra samninga sem reynt er að ná saman um í Kaupmannahöfn. Sjá helstu áherslur varðandi hugsanlega samningagerð fyrir nokkrar helstu þjóðirnar í yfirliti af Loftslag.is.
Einnig viljum við minna á yfirlitssíðu, með öllum færslum varðandi COP15 ráðstefnuna í Kaupmannahöfn á heimasíðunni Loftslag.is.
Ban Ki-moon hæfilega bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)