Ný yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga. Langtíma breytingar í loftslagskerfum hafa fundist um allan hnöttinn, frá færslu í úrkomumunstri og í minnkandi hafís Norðurskautsins. Breytingarnar fylgja munstri sem búist var við af loftslagsbreytingum af mannavöldum sem styrkir enn frekar að athafnir manna séu að hafa áhrif á loftslag.
Í yfirlitsgreininni var farið yfir stöðu og framgang loftslagsvísinda frá síðustu IPCC skýrslu (AR4) sem gefin var úr árið 2007. Háþróuðum mælingar- og eiginleikaaðferðum (e. detection and attribution methods) voru notaðar til að bera kennsl á langtíma breytingar í loftslagi og síðan athugað:
Hvort þessar breytingar væru vegna náttúrulegs breytileika t.d. vegna breytinga í orku frá Sólinni, vegna eldvirkni eða vegna náttúrulegra hringrása eins og El Nino? Ef ekki, hvort það væru vísbendingar fyrir því að athafnir manna væri orsökin?
Niðurstöðurnar sýna að loftslagskerfið er að breytast á margan hátt og fylgir því munstri sem spáð hefur verið með loftslagslíkönum. Eina sennilega útskýringin er sú að breytingarnar séu vegna athafna manna, þar á meðal vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.
Hægt er að lesa meira um þessa nýju yfirlitsgrein á loftslag.is:
- Loftslagsbreytingar og áhrif manna Ný yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga