Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin

Röksemdir efasemdamanna…

Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Hún veldur um 90 % allra gróðurhúsaáhrifanna. Þar sem vatnsgufan er miklu mikilvægari gróðurhúsalofttegund en t.d. CO2 er þá ekki rökrétt að segja að hún sé mengun og óæskileg?

Það sem vísindin segja…

Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Vatnsgufa er einnig ráðandi við svokallaða magnandi svörun í loftslaginu og magnar upp þá hlýnun sem að breyting í styrk CO2 í andrúmsloftinu veldur. Út af þessari magnandi svörun, þá er loftslag mjög viðkvæmt fyrir hlýnun af völdum CO2.

Vatnsgufa er ráðandi gróðurhúsalofttegund. Gróðurhúsaáhrif (eða geislunarálag) fyrir vatn er um 75 W/m2 á meðan CO2 veldur um 32 W/m2 (Kiehl 1997). Þessi hlutföll hafa verið staðfest með mælingum á innrauðum geislum sem endurvarpast niður til jarðar (Evans 2006). Vatnsgufa er einnig ráðandi í magnandi svörun í loftslagskerfi jarðar og aðal ástæðan fyrir því hvers vegna hitastig er svo viðkvæmt fyrir breytingum í CO2.

Sjá meira á loftslag.is:


Loftslagsbreytingar og áhrif manna

met_office_logoNý yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga. Langtíma breytingar í loftslagskerfum hafa fundist um allan hnöttinn, frá færslu í úrkomumunstri og í minnkandi hafís Norðurskautsins. Breytingarnar fylgja munstri sem búist var við af loftslagsbreytingum af mannavöldum – sem styrkir enn frekar að athafnir manna séu að hafa áhrif á loftslag.

Í yfirlitsgreininni var farið yfir stöðu og framgang loftslagsvísinda frá síðustu IPCC skýrslu (AR4) sem gefin var úr árið 2007.  Háþróuðum mælingar- og eiginleikaaðferðum (e. detection and attribution’ methods) voru notaðar til að bera kennsl á langtíma breytingar í loftslagi og síðan athugað:

Hvort þessar breytingar væru vegna náttúrulegs breytileika – t.d. vegna breytinga í orku frá Sólinni, vegna eldvirkni eða vegna náttúrulegra hringrása eins og El Nino? Ef ekki, hvort það væru vísbendingar fyrir því að athafnir manna væri orsökin? 

Niðurstöðurnar sýna að loftslagskerfið er að breytast á margan hátt og fylgir því munstri sem spáð hefur verið með loftslagslíkönum. Eina sennilega útskýringin er sú að breytingarnar séu vegna athafna manna, þar á meðal vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.

Hægt er að lesa meira um þessa nýju yfirlitsgrein á loftslag.is:

  • Loftslagsbreytingar og áhrif manna Ný yfirlitsgrein frá Bresku Veðurstofunnni um loftslagsrannsóknir, staðfestir að Jörðin er að breytast hratt og að losun gróðurhúsalofttegunda frá mönnum sé mjög líklega ástæða þeirra breytinga

mbl.is Sterkari rök fyrir hlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er jafnvægissvörun loftslags?

Í nýrri færslu á Loftslag.is gerum við grein fyrir helstu rannsóknum varðandi jafnvægissvörun loftslags. Sumir tala um næmni loftslagsins þegar það fjallað er um þetta. Jafnvægissvörun er sýnd sem hnattræn breyting á hitastigi fyrir gefið geislunarálag (þ.e. °C breytingu fyrir ákveðið geislunarálag upp á W á fermetra). Almennt er þetta gefið upp sem sú hitastigshækkun sem tvöföldun styrks CO2 hefur í för með sér (það er frá 280 ppm til 560 ppm).

Þetta er mýta sem oft heyrist í umræðunni, þ.e. að jafnvægissvörun CO2 sé lág og þ.a.l. þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því. Þessa mýtu þýddum við frá og í samvinnu við Sceptical Science.

Röksemdir efasemdamanna...

Í nýlegri rannsókn Stephen Schwartz frá Brookhaven National Lab kemur fram að jafnvægissvörun loftslags jarðar við koldíoxíði sé einungis u.þ.b. einn-þriðji af því sem IPCC gerir ráð fyrir. Samkvæmt niðurstöðu Schwartz, þá hefur tvöföldun á styrk CO2 í andrúmsloftinu þau áhrif að hitastig hækkar að meðaltali um 1,1°C (Planet Gore)

Það sem vísindin segja...

Jafnvægissvörun loftslags hefur verið reiknað út frá beinum mælingum, með því að bera saman fyrri hitastigsbreytingar við náttúrulegt geislunarálag loftslags þess tíma. Mörg tímabil í jarðsögunni hafa verið rannsökuð á þennan hátt og það er almenn sátt um að jafnvægissvörun loftslags sé um 3°C

Í færslunni er komið inn á hvað vísindin segja okkur um jafnvægissvörun loftslagsins ásamt því að koma inn á rannsókn Stephen Schwartz. Nánar á Loftslag.is:


Fuglar og loftslagsbreytingar

Í tilefni af farflugsfréttum viljum við minna á góðan gestapistil sem að fuglafræðingurinn Tómas Grétar Gunnarsson birti á loftslag.is fyrir nokkrum vikum, en þar ræðir hann um ýmislegt tengt fuglum og möguleg áhrif loftslagsbreytinga á t.d. útbreiðslu og tímasetningar atburða yfir árið (varp og farflug t.d.).

Sjá á loftslag.is:


mbl.is Farfuglar að byrja að koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormar fortíðar

Í nýrri grein, sem birtist í Nature í síðustu viku, er sagt frá rannsókn sem bendir til mun meiri tíðni fellibylja á Plíósen (sem varði frá 5,3-2,6 milljónum ára) en nú- sem leiddi til stöðugs El Nino ástands. Talið er að niðurstaðan geti haft ákveðið forspárgildi hvað framtíðina varðar, miðað við spár um hitastig framtíðar.

Vísindamennirnir notuðu fellibyli og loftslagslíkön til að áætla tíðni og dreifingu fellibylja á Plíósen – en þá var hitastig allt að 4°C hærra en það er í dag. Útkoman var sú að það var tvisvar sinnum fleiri fellibylir á því tímabili en í dag, að þeir entust tveimur til þremur dögum lengur að meðaltali og ólíkt því sem er í dag, þá mynduðust þeir um allt Kyrrahafið.

mod_plio_tropical cyclones 
Myndin sýnir braut fellibylja út frá SDSM - líkani. (a) Loftslag eins og það er í dag (b) á Pliósen. Litir benda til styrks fellibyljanna - venjuleg hitabeltislægð (bláar línur) til fellibyls að styrk 5 (rauðar línur). Brautirnar sýna tveggja ára tímabil hvor á meðaltali 10 þúsund keyrslna úr líkaninu. Smella á mynd til að stækka.

Líkindin á milli Plíósens og þess hitastigs sem líklegt er að verði í framtíðinni, gerir það að verkum að vísindamenn leita meir og meir í að skoða aðstæður þær sem voru þá.

Sjá meira á loftslag.is:


Í suðupotti loftslagsumræðunnar

Í upphafi er rétt að taka það fram að við hér á loftslag.is fjöllum almennt séð lítið um þau mál sem að lúta meira að pólitík í kringum loftslagsmál né um áróðursstríðið sem virðist stundum verða í loftslagsumræðunni. Við viljum helst einbeita okkur að vísindunum á bak við þá ályktun að loftslag er að hlýna og af mannavöldum. Þrátt fyrir það, þá birtum við annað slagið umfjöllun um það sem er heitt í umræðunni, eins og þennan pistil - en einnig fylgdumst við vel með COP15 í Kaupmannahöfn fyrir áramót. Nokkur hitamál halda áfram að vinda upp á sig og hér er það nýjasta í þeim efnum.

Svo virðist vera sem að umræðan um loftslagsmál hafi komist á annað stig undanfarna mánuði. Líklega er það tengt tveimur heitum málefnum,  þ.e. Climategate og villu sem fannst í IPCC skýrslunni (sjá t.d. Heit málefni og Climategate). Af þessu hefur hlotist allsherjar orðastríð, sem hefur náð meira að segja inn í öldungadeild Bandaríkjanna (sem er kannski ekki undarlegt - þar sem þar er verið að rífast um hvort og þá hvernig eigi að bregðast við yfirvofandi hlýnun jarðar og sýnist sitt hverjum). Aðaltalsmaður efasemdamanna í Bandaríkjaþingi (Inhofe) hefur sett niður á blað 17 nöfn þeirra vísindamanna sem að hann vill að verði dregnir til saka. Líkindin við nornaveiðar er ljós öllum sem að fylgst hafa með þessum málum.

Hitinn er orðinn slíkur að vísindamenn hafa fengið hótanir - að því er virðist vera á skipulegan hátt, í þeim tilgangi að brjóta þá niður sálrænt séð. Þetta eru alls konar hótanir, allt frá saklausum uppnefnum og upp í hótanir í garð fjölskyldna þeirra. Tilgangurinn virðist helst vera sá að þagga niður í þeim sem að tala opinberlega um hlýnun jarðar af mannavöldum. Ástralskur blaðamaður, Clive Hamilton, skrifaði fyrir skemmstu athyglisverðar fréttaskýringar um ástandið í umræðunni í Ástralíu og þegar þetta er skrifað þá voru eftirfarandi greinar komnar hjá honum:

 

  • Hluti 1: Bullying, lies and the rise of right-wing climate denial
  • Hluti 2: Who is orchestrating the cyber-bullying?
  • Hluti 3: Think tanks, oil money and black ops
  • Hluti 4: Manufacturing a scientific scandal
  • Hluti 5: Who's defending science? 
  •  

    Það er frekar óhugnarlegt að lesa þetta og setja sig í spor vísindamanna sem að lenda í slíku. Á svipuðum nótum hafa menn þurft að glíma við hótanir á virtum heimasíðum sem að fjalla um loftslagsmál, t.d. á Discovery News, sjá Coping With Climate Science Haters.

    Einn af þeim sem að hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarið er Al Gore. Hann hefur reyndar orðið fyrir aðkasti allt frá því að hann gerði myndina An Inconvenient Truth. Hann skrifaði fyrir stystu pistil í The New York Times (sjá We Can’t Wish Away Climate Change) og er vel þess virði að lesa. Annar athyglisverður pistill sem gott er að lesa er skrifaður af Bill McKibben (sjá The Attack on Climate-Change Science Why It's the O.J. Moment of the Twenty-First Century) og er rétt að enda á broti úr þeim pistli:

    The campaign against climate science has been enormously clever, and enormously effective. It’s worth trying to understand how they’ve done it.  The best analogy, I think, is to the O.J. Simpson trial, an event that’s begun to recede into our collective memory. For those who were conscious in 1995, however, I imagine that just a few names will make it come back to life. Kato Kaelin, anyone? Lance Ito?

    The Dream Team of lawyers assembled for Simpson’s defense had a problem: it was pretty clear their guy was guilty. Nicole Brown’s blood was all over his socks, and that was just the beginning.  So Johnnie Cochran, Robert Shapiro, Alan Dershowitz, F. Lee Bailey, Robert Kardashian et al. decided to attack the process, arguing that it put Simpson’s guilt in doubt, and doubt, of course, was all they needed. Hence, those days of cross-examination about exactly how Dennis Fung had transported blood samples, or the fact that Los Angeles detective Mark Fuhrman had used racial slurs when talking to a screenwriter in 1986.

    Þessi færsla var einnig birt á loftslag.is: Í suðupotti loftslagsumræðunnar

    Í leiðinni viljum við benda á stutta færslu sem heitir: Ráðist á loftslagsvísindin, en þar er umfjöllun um pistil sem birtist í fréttablaðinu í dag.


Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum

Tvær staðhæfingar

Tvær af þeim staðhæfingum sem hafa verið nokkuð áberandi meðal efasemdarmanna um hnattræna hlýnun hafa verið hraktar sem verandi alrangar og byggðar á óvönduðum vinnubrögðum.

Aðdragandi málsins er sá að tvær staðhæfingar um mælingar á hitastigi hefur verið haldið uppi af efasemdarmönnum (aðallega í BNA). Þessar tvær staðhæfingar eru:

  1. Að mikil fækkun í fjölda mælistöðva, fyrir hitastig, sem var gerð árið 1992 hafi leitt til rangrar hitaleitni (þ.e. að hitaleitnin hafi því sýnt meiri hækkun hitastigs en rétt sé)
  2. Að vinnsla gagna (leiðrétting gagna fyrir hverja mælistöð) hafi einnig leitt til rangrar hitaleitni.

Þessum staðhæfingum er m.a. haldið fram af þeim Anthony Watts og Joseph D’Aleo í skýrslu sem þeir birtu í síðasta mánuði. Í skýrslunni velta þeir ýmsu fram og staðhæfa ýmislegt, m.a. um þýðingu þess að fækka mælistöðvum og um vinnslu gagna. 

...

Staðhæfingarnar athugaðar

Til að rannsaka 1. staðhæfinguna, var reiknað út hver munurinn á norðurhvelinu var fyrir þær mælistöðvar sem hætt var að nota eftir 1992 og þeim sem voru notaðar voru áfram eftir 1992, til að sjá hvort að það væri marktækur munur á leitni hitastigs á milli þessara tveggja þátta á öldinni þar á undan.  Þannig á að vera hægt að sjá hvort líklegt væri að myndast hefði einhver skekkja við það að hætta að nota mælistöðvarnar 

Til að rannsaka 2. staðhæfinguna, var reiknað út meðalhitastig stöðva á norðurhvelinu með því að nota óleiðrétt gögn og bar það svo saman við leiðrétt meðalhitastig eins og NASA GISS notar, til að sjá hvort að það sé marktækur munur á leitninni, með eða án leiðréttinga eins og GISS notar. 

...

Til að lesa alla færsluna, þar sem m.a. rætt er um Tamino, sem fyrstur gerði þessa athugun út frá þessum forsendum, aðferðafræðina á bak við vinnslu gagna og niðurlag, sjá:

prepost1


Myndbandið sem vísað er í

Út er komið glænýtt myndband frá góðkunningja okkar Greenman3610, en í þessu myndbandi sýnir hann hvernig beinar mælingar og athugandir styðja við gróðurhúsakenninguna og hlýnun jarðar af mannavöldum. Þetta er myndband sem mikið er vísað í og ef þú vilt eitt myndband sem sýnir svart á hvítu að gróðurhúsaáhrifin eru ekki mýta - heldur eitthvað sem að virkilega hefur verið staðfest með beinum mælingum - þá er þetta myndbandið.

Á loftslag.is er myndbandið birt ásamt lýsingu á því - og heimildum þeim sem að liggja á bak við gerð þess.

  • Hvað er vitað um loftslagsbreytingar? Myndband með góðkunningja okkar Greenman3610 – hér sýnir hann hvernig beinar mælingar og athuganir styðja við gróðurhúsakenninguna og hlýnun jarðar af mannavöldum.

Íshellur Suðurskautsins að minnka

Ant_iceshelves

Íshellur Suðurskautsins

Íshellur eru landfastur ís, sem getur bæði verið af jökuluppruna (skriðjökull – jökulstraumur), en einnig getur hann verið landfastur hafís sem hefur þykknað vegna snjóaalaga (oft í fjörðum). Þá geta íshellur verið hvoru tveggja (jökulís og landfastur ís). Íshellur eru því mjög stöðug form (hafa myndast á áratugum eða árhundruðum) og því þykir það nokkuð merkilegt þegar þær brotna upp.  

Hér má sjá Larsen íshelluna sem var í fréttum fyrir nokkrum árum og hvernig hún hrundi saman.

Athugið að ekki er verið að tala um venjulegan hafís, en útbreiðsla hans sveiflast árstíðabundið eins og hafís Norðurskautsins. Hafís Suðurskautsins hefur í raun aukið útbreiðslu sína í heild undanfarna áratugi, nema í kringum Suðurskautsskagann (Antarctic Peninsula) – en þar er hlýnunin mest og íshellur að brotna upp. Hlýnun Skagans er um 2,5°C síðan 1950, sem er töluvert á jafn stuttum tíma (reyndar sá hluti jarðar sem er að hlýna hvað hraðast).  

Nánar má fræðast um íshellur á heimasíðu loftslag.is: Íshellur Suðurskautsins brotna upp


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband