Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun…

Það má sjá myndband frá Greenman3610 á loftslag.is. Myndbandið kom fyrst fram í janúar á þessu ári, en á alveg jafnvel við núna. Hann skoðar kuldahretið sem hafði verið víða um heim á þeim tíma. Hvað segir það okkur um hnattræna hlýnun ef eitthvað. Að venju eru myndbönd úr myndbandaséríunni, sem hann kallar “Climate Denial Crock of the Week” full af kaldhæðni. Greenman3610 segir sjálfur í lýsingu á myndbandinu, eftirfarandi:

“Við höfum heyrt mikið tal að undanförnu frá afneitunarsinnum um að lágt hitastig sé sönnun þess að ekki sé um neina hnattræna hlýnun að ræða. Það lítur út fyrir að það sé að verða að árlegum viðburði hjá mér, að minna fólk á að það komi vetur eftir sumri. Þar sem það lítur út fyrir að afneitunarsinnar vilji trúa því að hlýnunin sé öll lygi, er hugsanlega gott að koma með smá upprifjun.”

Það má taka það fram að við skoðuðum einnig þetta kuldakast hér á Loftslag.is, t.d. í færslunni “Kuldatíð og hnattræn hlýnun“. Einnig er ekki úr vegi að benda á ágæta umfjöllun Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings um þetta kuldakast, “Kuldarnir í Evrópu og Norður-Atlantshafssveiflan“. Það má nálgast fleiri myndbönd Greenman3610 á Loftslag.is.

Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is, Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun…


Ísöld spáð á áttunda áratugnum?

Mýta:  Vísindamenn voru sammála um og spáðu hnattrænni kólnun eða nýrri ísöld á áttunda áratugnum.

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að fyrst vísindamenn voru svo vitlausir að spá ísöld þá, þá eru þeir varla færir um að spá fyrir um hlýnun nú. Þeir sem halda þessu fram birta oft á tíðum ljósritaðar greinar úr vísindasíðum dagblaða og tímarita.  

Gömul grein úr tímariti um hugsanlega ísöld.

Gömul grein úr tímariti um hugsanlega ísöld.

Rétt er að gera greinamun á ritrýndum tímaritsgreinum annars vegar og svo fjölmiðlum og fréttum úr vinsælum tímaritum sem fjölluðu um vísindi hins vegar.

Ritrýndar greinar

Það er rétt að einhverjir vísindamenn spáðu kólnun, en það var ekki almenn skoðun vísindamanna að svo myndi vera – aðrir spáðu nefnilega hlýnun. 

Í greininni The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus (Peterson og fleiri 2008), þar sem farið var í saumanna yfir birtar greinar vísindamanna um loftslagsbreytingar segir eftirfarandi:

Loftslagsfræði eins og við þekkjum þau í dag voru ekki til á sjöunda og áttunda áratugnum. Á þeim tíma voru vísindamenn hver í sínu horni. Þar voru þeir sem rannsökuðu efnafræði lofthjúpsins, CO2 og önnur gös og áhrif þeirra á loftslag jarðar í einu horni. Jarðfræðingar og fornloftslagsfræðingar voru á sama tíma að skoða hvernig jörðin gekk í gegnum ísaldaskeið og hvers vegna. Við skoðun á ritrýndum greinum kom í ljós að öfugt við mýtuna, þá voru menn þá líkt og nú að ræða hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda og þær taldar hafa hvað mest áhrif á loftslag jarðar nútímans…. þó greinin sýni villu mýtunnar, þá sýnir greinin að auki að vísindamenn þess tíma undirbjuggu þær undirstöður sem nútíma loftslagsvísindamenn byggja á enn í dag.

Hér er mynd úr greininni sem sýnir fjölda ritrýndra greina um loftslag sem sýna kólnun, hlutlaus og hlýnun.

Hér er mynd úr greininni sem sýnir fjölda ritrýndra greina um loftslag sem sýna kólnun, hlutlaus og hlýnun.

Fjölmiðlar og tímarit

Fjölmiðlar og tímarit birtu oft greinar um kólnun jarðar (oft líka greinar um hlýnun jarðar) eða eins og segir í greininni sem vísað er í hér fyrir ofan um eina fréttina sem skoðuð var:

Science Digest’s 1973 article “Brace yourself for another Ice Age” (Colligan 1973) primarily focused on ice ages and global cooling, with the warning that “the end of the present interglacial period is due ‘soon.’” However, it clarified that “‘soon’ in the context of the world’s geological time scale could mean anything from two centuries to 2,000 years, but not within the lifetime of anyone now alive.” The article also mentioned that “scientists seem to think that a little more carbon dioxide in the atmosphere could warm things up a good deal.”

Því er ljóst að jafnvel í tímaritum og fjölmiðlum þá var ekki einu sinni eingöngu fjallað um að ísöld væri yfirvofandi.

Heimildir og frekari upplýsingar

Á skeptical science er góð umfjöllun um þessa mýtu, einnig hefur Peter Sinclair gert gott myndband um hana:Climate Denial Crock of the Week – I Love the 70s!!

Greinin The Myth of the 1970s Global Cooling Scientific Consensus

- - - 

Þetta er mýta af mýtusíðu loftslag.is, sjá Mýtur 


NASA - Hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga

Nóvember s.l. var hlýjasti nóvembermánuður frá upphafi mælinga samkvæmt tölum frá NASA GISS. Einnig var tímabilið desember 2009 til nóvember 2010 það hlýjasta samkvæmt sömu tölum, sjá myndina hér undir.

Hér undir má svo sjá hvernig hitafrávikin á heimsvísu voru fyrir mánuðinn. Þrátt fyrir kulda, m.a. í hluta Evrópu, þá mælist hitastigið í hæstu hæðum, en eins og sjá má er hitastig nokkuð hátt í norðurhluta Asíu svo og í Alaska og Kanada í mánuðinum og hefur það haft áhrif á niðurstöðuna.

Það er því enn opið fyrir að árið endi sem það hlýjast síðan mælingar hófust, samkvæmt NASA, sjá vangaveltur varðandi þann möguleika í gestapistli eftir Halldór Björnsson, Og árið verður…

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


“Tvöföldun á styrk CO2 þýðir aðeins 1,64°C hækkun hitastigs…” eða kannski ekki

Nýtt myndband úr smiðju Potholer54 þar sem hann tekur fyrir glænýja mýtu sem er þó komin á fulla ferð í netheimum, sérstaklega Vestanhafs, þeir eru jú oft fljótir til á þeim slóðum ;)

En samkvæmt mýtunni þá hefur komið fram, í nýlegri rannsókn NASA, að hitastig muni aðeins hækka um 1,64°C við tvöföldun CO2 og að það muni taka um 200 ár að ná því hitastigi…já, en ekki höfum við nú samt heyrt um þetta í alvöru fréttum – kannski það sé eitthvað samsæri í gangi..? Lýsing Potholer54 á myndbandinu er eftirfarandi:

Í síðustu viku birtist rannókn vísindamanna hjá NASA GISS sem leiddi til æsifengina yfirskrifta um það að Jörðin muni aðeins hlýna um í mesta lagi 1,64°C á um tveimur öldum. Hljómar þetta of vel til að vera satt? Að sjálfsögðu er það svo.

Ég hef sett þetta myndband saman skjótar en ég venjulega, þar sem þessi mýta hefur nú þegar orðið að einskonar veiru. En gallarnir á þessari mýtu eru svo augljósir að maður getur ekki annað en velt því fyrir sér afhverju fólk sem vill kalla sig “efasemdarmenn” hefur ekki meiri efasemdir en svo að það aflar ekki einu sinni grun heimilda varðandi staðreyndir.

En þetta er svo gott dæmi um gagnrýnislausa hugsun sumra þeirra sem “efast” um loftslagsvísindin og um hækkun hitastigs vegna aukina gróðurhúsaáhrifa að það er næstum grátlegt.

Sjá má myndbandið á loftslag.is:

 


Hokkíkylfa eða hokkídeild?

Þegar rætt er um hokkíkylfuna, þ.e. í umræðu um loftslagsbreytingar, þá er verið að meina línurit sem sýnir hitastig Jarðar út frá veðurvitnum ( e. proxy records ) síðustu þúsund ár eða svo (Mann o.fl. 1998). Hin mikla hlýnun í seinni tíð er þá líkt við...

Ský og meiri hnattræn hlýnun

Nýjustu og fullkomnustu loftslagslíkönin spá töluverðri hlýnun vegna styrkaukningar gróðurhúsalofttegunda líkt og koldíoxíð (CO2) í andrúmsloftinu. Líkönin greinir aftur á móti á um hversu mikla hlýnun megi búast við. Sá munur er að mestu leiti vegna...

Bardagi vísindamanna

Eitt af þeim atriðum sem kom fram í hinu svokallaða Climategate máli á sínum tíma var tölvupóstur þar sem Dr. Ben Santer var mjög harðorður gagnvart öðrum vísindamanni. Hann orðaði það þannig honum þætti það mjög freystandi að “beat the crap out of...

Magnandi svörun í Alaska

Loftslagsbreytingar eru að auka alvarleika skógarelda í Alaska, sem veldur því að meira losnar af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, samkvæmt nýrri grein sem birtist nýlega í Nature Geoscience. Þessir auknu skógareldar í Alaska hafa losað meira...

Hænuskref

Þetta eru vonandi fyrstu skrefin að bindandi samning á næsta ári, svo maður leyfi sér að vera bjartsýnn. Okkur hefur því miður ekki gefist tími til að skrifa mikið um COP16, en vonandi gefst okkur þó tími á næstunni til að grafa aðeins dýpra í þýðingu...

Wikileaks og loftslagsmál

Nú er varla talað um annað en leka ýmissa skjala, yfir á wikileaks. Þau skjöl virðast ná til ýmissa mála og höfum við á loftslag.is rekist á nokkrar umfjallanir um loftslagsmál í tengslum við þau. Nánar er hægt að lesa um þetta á, Wikileaks og...

Stöðuvötn hitna

Undanfarin aldarfjórðung hafa stöðuvötn Jarðar hitnað í takt við hinar hnattrænu loftslagsbreytingar, samkvæmt rannsókn vísindamanna NASA. Notuð voru gervihnattagögn og yfirborðshiti 167 stöðuvatna víðs vegar um heim mældur. Samkvæmt þessari rannsókn...

Vatnsgufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin

Röksemdir efasemdamanna… Vatnsgufa er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin. Hún veldur um 90 % allra gróðurhúsaáhrifanna. Þar sem vatnsgufan er miklu mikilvægari gróðurhúsalofttegund en t.d. CO2 er þá ekki rökrétt að segja að hún sé mengun og...

Eru loftslagsvísindin útkljáð?

Röksemdir efasemdamanna… Margir halda að búið sé að útkljá vísindin um loftslagsbreytingar. Óvissan er mikil, of mikil til að hægt sé að fullyrða nokkuð um hvort mennirnir hafa einhver áhrif á loftslagsbreytingar. Það sem vísindin segja…...

Vitnisburður vísindamanna

Í öðru myndbandinu frá áheyrnarfundi í bandaríska þinginu svara loftslagsvísindamennirnir Dr. Richard Alley og Dr. Ben Santer ýmsum spurningum um loftslagsbreytingar, fyrra myndbandið má sjá hér . Fróðlegt er að sjá hvernig þetta fer fram þarna í BNA....

Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

Sjávarstöðubreytingar eru með verri afleiðingum loftslagsbreytinga og þó að óvissan sé nokkur um hvaða afleiðingar verða af þeim – hvar og hversu miklar, þá þykir nokkuð ljóst að þær munu hafa slæm áhrif víða. Talið er að þær muni hafa hvað verstar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband