Íshellur Suðurskautsins

moa_iceshelves
Stærstu íshellur Suðurskautsins.

Hvað eru íshellur?

Íshellur eru landfastur ís, sem getur bæði verið af jökuluppruna (hálfgerður skriðjökull), en einnig getur hann verið landfastur hafís sem hefur þykknað vegna snjóaalaga (oft í fjörðum). Þá geta íshellur verið hvoru tveggja (jökulís og landfastur ís). Íshellur eru því mjög stöðug form (hafa myndast á áratugum eða árhundruðum) og því þykir það nokkuð merkilegt þegar þær brotna. 

Athugið að rugla ekki þessum ís saman við venjulegan hafís, en hann sveiflast árstíðabundið eins og hafís Norðurskautsins. Hafís Suðurskautsins hefur í raun aukið útbreiðslu sína í heild undanfarna áratugi, nema í kringum Suðurskauts-skagann (Antarctic Peninsula) þar sem hlýnunin er mest og íshellurnar eru að brotna upp. Hlýnun Skagans er um 2,5°C síðan 1950, sem er töluvert á jafn stuttum tíma (reyndar hlýnunarmet ef ég skil mínar heimildir rétt).

contours
Hér má sjá Larsen íshelluna sem var í fréttum fyrir nokkrum árum og hvernig hún hrundi saman.

Vegna hafstrauma þá er einhver tregða í hlýnuninni á Suðurskautinu (hlýtt loft og hlýir hafstraumar eiga ekki greiða leið að Suðurskautinu) og því eru það því meiri fréttir þegar stórar íshellur brotna upp eins og hefur verið að gerast undanfarna áratugi.

Uppbrotnun íshellna á Suðurskauts-skaganum er talin tengjast að miklu leyti hlýnun jarðar, hlýrra loft og meiri bráðnun á íshellunni, auk þess sem hafís á þeim slóðum hefur minnkað útbreiðslu sína en hann var nokkur vörn fyrir hlýrri sjó sem nú kemst nær Skaganum. 

Uppbrotnun íshellna hefur ekki bein áhrif á hækkun sjávarborðs, þar sem þær eru nú þegar fljótandi í sjó, en þær hafa óbein áhrif þar sem skriðjöklar eiga þá greiðari leið út í sjó - sá jökulís getur hækkað yfirborð sjávar, en hversu mikið deila vísindamenn um.

glac_diagram_4up
Þessi mynd á að skýra sig sjálf.

Í spám IPCC var ákveðið að sleppa því að nota þess háttar óbein áhrif til að spá fyrir um hækkun yfirborðs sjávar og því má segja að í spám IPCC sé ákveðið vanmat í gangi, hvað varðar hækkun sjávaryfirborðs á heimsvísu.

Wilkins íshellan:

Wilkins íshellan hefur verið að hopa frá því á síðasta áratug síðustu aldar og þessi ísbrú var talin mikilvægur hlekkur í því að halda íshellunni saman. Því er talið líklegt núna að íshellan fari af stað og brotni upp og reki á haf út. Í síðustu viku urðu menn varir við að sprungur voru að opnast í þessari ísbrú, en búist hafi verið við þessu í nokkrar vikur.

_45636627_asa_imm_1pnpde20090405_052222_000002522077_00477_37104_3010_100m_img 
Á þessari mynd á að vera hægt með góðum vilja að sjá hvar ísbrúin hefur brotnað þar sem hún er þynnst.

Heimildir og myndir eru frá http://nsidc.org og http://news.bbc.co.uk


mbl.is Ísbrú hrundi á Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir þróun bíla í rétta átt?


Hlýnun miðalda í Evrópu.

Ég hef áður minnst á hlýnunina sem varð í Evrópu á blómaskeiði miðalda - það er ein af þeim rökum sem notuð eru gegn hlýnun jarðar af mannavöldum (útblástur CO2 var ekki á miðöldum og því er hlýnunin nú af náttúrulegum völdum). Rannsóknir sýna aftur á móti að hlýnunin sem varð hér í Evrópu var ekki hnattræn eins og hlýnunin sem við erum að verða vitni af í dag (og er af mannavöldum).  Óljóst hefur verið hingað til af hvaða völdum hlýnunin í Evrópu varð. 

Nú er komin fram kenning sem útskýrir þessa staðbundnu hlýnun (sjá frétt á NewScientist: Natural mechanism for medieval warming discovered). Rannsóknin byggir á árhringjum trjáa í Marokkó og dropasteinum í helli í Skotlandi undir mýri og ætlunin var að finna út hversu blautt eða þurrt var á þessum slóðum síðastliðin þúsund ár.

Stalagmites_Carlsbad_Caverns
Dæmigerðir dropasteinar (mynd Wikipedia).

Veðrið á Skotlandi verður fyrir miklum áhrifum af lægðakerfi (sem kennt er við Ísland - Icelandic Low) og veðrið á Marokkó af hæðakerfi (Azores High). Á miðöldum var úrkoma mikil á Skotlandi og mjög þurrt á Marókkó og því var hægt að endurskapa þrýstingsmun á þessum slóðum á miðöldum.

Þessi þrýstingsmunur bendir til að á miðöldum hafi verið mjög sterk jákvæð Norður-Atlantshafssveifla (North Atlantic Oscillation - NAO). 

Norður-Atlantshafssveiflan er loftslagsfyrirbrigði, sem lýsir sveiflum í loftþrýstingi yfir Norður-Atlantshafi. Hún sýnir loftþrýstingsmun á milli Íslands og Asoreyja en sá munur segir til um stefnu og styrk vestanáttar yfir Norður-Atlantshafinu og er einn af aðalorsakaþáttum breytilegs veðurfars í Evrópu. Norður-Atlantshafssveiflan er öflugasta loftslagsfyrirbrigðið á norðurhveli jarðar, þar sem hún er til staðar alla mánuði ársins. Hún er þó öflugust yfir vetrarmánuðina, frá desember fram í mars.  (tekið af http://is.wikipedia.org).

Því sterkari sem sveiflan er, því meira af heitu lofti sem leikur um Evrópu. Þessi sterka sveifla varði í um 350 ár, frá 1050-1400.

Ástæðan fyrir þessum sterku hlýju vindum má rekja til þess að í Kyrrahafi var El Nino kerfið í neikvæðu La Nina ferli, sem þýðir að þar var kaldara en venjulega.

El Nino og Atlantshafssveiflan eru tengd með svokallaðri seltuhringrás:

conveyor
Seltuhringrásin á upphaf sitt við Grænland, en þar sekkur kaldur sjór og dregur með sér heitan yfirborðsjó. Hringrásin nær um allan hnött (mynd af http://www.srh.noaa.gov/) 

Kenningin gerir ráð fyrir að svokölluð jákvæð afturhverf áhrif (positive feedback) milli La Nina og Norður-Atlantshafssveiflunnar gætu hafa styrkt hvort annað og haft áhrif á stöðugleika miðaldarhlýnunarinnar í Evrópu. Vísindamennirnir telja að breyting í annað hvort útgeislun sólar eða eldvirkni hafi hleypt þessu af stað og slökkt á því.

Talin er hætta á að hin manngerða hlýnun sem nú á sér stað geti sett El Nino í langtíma La Nina ferli, þrátt fyrir að líkön bendi til að það verði akkúrat öfugt. Ef það myndi gerast gætu svæði, sem nú þegar þjást af þurrkum vegna hlýnunar jarðar, orðið harðar úti af völdum þurrka og nefnd sem dæmi norðvestur Ameríka.


Fréttir vikunnar - afleiðingar hlýnunar jarðar.

Hérna eru nýlegar fréttir um mögulegar afleiðingar hlýnunar jarðar.

Fyrst er hér fréttatilkynning frá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) um nýlega rannsókn á hafíslíkönum sem bendir til þess að Norðurskautið geti orðið íslaust yfir sumartíman eftir 30 ár.

Sjá fréttatilkynninguna: Ice-Free Arctic Summers Likely Sooner Than Expected

 seaice

Meðal ísþykkt í metrum fyrir mars (vinstri) og september (hægri) samkvæmt sex líkönum (Mynd háskólinn í Washington/NOAA). 

Það er spurning hvað verður, einnig er áhugavert að fylgjast með fréttatilkynningu frá NSIDC um vetrarhámark hafíss sem var í síðasta mánuði en tilkynnt verður um það þann 6. apríl næstkomandi.

Þá voru að koma út skýrslur (hægt að ná í pdf skrár á þessari síðu) frá loftslagsnefnd á vegum Evrópusambandsins þar sem meðal annars er spáð að úrkomubreytingar í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Portúgal geti minnkað það mikið að það muni hafa geigvænleg áhrif á íbúa þar.

precipitation
Möguleg breyting í úrkomu fyrir Evrópu í kringum lok þessarar aldar í prósentum. Miklir þurrkar yfirvofandi á Íberíuskaga. Ég hegg eftir því að einhver jákvæð breyting gæti orðið í úrkomu á Norðausturlandi (mynd af http://ec.europa.eu/environment)

Svo var að birtast enn ein rannsóknin á afkomu kóralrifja við breytingu á hitastigi og pH gildi úthafana. En ég hef áður minnst á hina súrnun sjávar, einnig hér.

 

------

Við skulum enda á íslenskri forsíðufrétt, í morgunblaðinu, sem ég man reyndar ekki nákvæmlega hvernig var og ég hef ekki aðgang að hérna heima. Það var í raun forsíðumynd af Gróttu og rætt lítillega um landsig sem er að gera það að verkum að Grótta hefur smám saman orðið að eyju.

grotta2
Gróttuviti (mynd af heimasíðu Seltjarnarneskaupstaðar www.seltjarnarnes.is)

Ég vil bara bæta við þessa frétt að miðað við GPS mælingar þá er land í Reykjavík og nágrenni að síga um 2,1 mm á ári. Sjávarborðshækkun undanfarinn áratug hefur verið um 5,5 mm á ári og því hefur hækkun sjávar af völdum hlýnunar verið um 3,4 mm á ári.  Þ.e. Sjávarborðshækkun við Reykjavík (5,5 mm) = landsig (2,1 mm) + hækkun sjávar (3,4 mm). Tölur fengnar úr skýrsla um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb)

En mig langar að fjalla um sjávarstöðubreytingar síðar og þá sérstaklega hvaða áhrif þær munu hafa hér á landi, en það flækir málið lítillega að hér eru jöklar sem munu bráðna - farg á landið minnkar og land rís, sérstaklega í nágrenni Vatnajökuls (nú er landris þar um 15 mm á ári). Það eru svokallaðar ísóstatískar hreyfingar. Líklegt er að á Suðausturlandi verði landris það mikið að hækkun sjávar af völdum hlýnunar muni ekki hafa mikil áhrif á þeim slóðum, nema hlýnunin og hækkun sjávar verði þeim mun meiri.


Keypti bók

Ég keypti í dag bókina Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson, sem kom út í fyrra. Það verður því minna um blogg næstu daga, en hendi inn einhverju þegar við á. Bendi mönnum á frétt um sólina sem Ágúst H. Bjarnason skrifaði færslu...

Potholer

Ekkert í sjónvarpinu, hvað á ég að gera? YouTube? Ég var að þvælast um YouTube og rakst á einn (sem kallar sig Potholer ) sem útskýrir hitt og þetta á auðskilinn og fræðandi hátt, m.a. loftslagsbreytingar. Ég held að bæði þeir sem aðhyllast kenninguna um...

Climate Denial Crock - miðaldahlýskeiðið.

Alþekkt rök þeirra sem rökræða gegn hlýnun jarðar af mannavöldum er hinn mikli hiti miðalda sem miklar sögur fara um. Þetta myndband fjallar um það.

Hafís á norðurslóðum - Hver er staðan?

Á laugardag (þann 28. mars) birti Ríkissjónvarpið í kvöldfréttum sínum, frétt sem gefur að því er virðist góð fyrirheit um að hafís á norðurskautinu sé að jafna sig, en hann hefur bráðnað töluvert undanfarin ár. Ég kann ekki að setja inn myndbandsupptöku...

Skemmtilegt

Alltaf skemmtilegt þegar eitthvað íslenskt kemst á lista þessa dagana (og er ekki tengt kreppunni). Líklega verða Grímsvötn og eldvirkni undir Vatnajökli enn merkilegri þegar jöklar landsins rýrna enn meir en orðið er. Til eru kenningar um það að vegna...

Súrnun sjávar

Ég vil benda á góða grein um súrnun úthafanna í fréttablaðinu í dag, en þar er viðtal við Jón Ólafsson hafefnafræðing. Þeir sem hafa ekki aðgang að fréttablaðinu geta nálgast blaðið hér . Hér er þó ekki verið að ræða hlýnun. Þetta er í raun önnur...

Climate Denial Crock - pólísinn

Hér er áhugavert myndband þar sem fjallað er um hafís norðurpólsins og flatarmál versus rúmmál hans. Ég ætla að fjalla meira um hafísinn síðar, þetta er hálfgerð upphitun fyrir það.

Hvað með kólnunina eftir miðja síðustu öld?

Ein af klassísku rökunum gegn hlýnun jarðar af mannavöldum og maður heyrir stundum er svona: Mótrök: Fyrst það var kólnun eftir miðja síðustu öld, þrátt fyrir vaxandi útblástur manna á koldíoxíði, þá er greinilegt að hitastig stjórnast ekki af...

Hlýnun jarðar - flæðirit

Ég bjó mér til flæðirit sem sýnir nokkra ferla í hlýnun jarðar, þetta er ekki endanleg mynd. Smellið á myndina tvisvar til að sjá hana í réttri stærð.

belgingur.is

Nú liggur heimasíða Veðurstofunnar niðri. Vil benda á ágæta síðu sem ég skoða nokkuð oft og gott er að vita af, þó það sé sjaldgæft að heimasíða Veðurstofunnar liggi niðri. Það er heimasíðan Belgingur .

Climate Denial Crock - hlýnun á mars!

Hérna lýsir Peter Sinclair þau rök sem oft eru notuð í tenglsum við umræðu um hlýnun jarðar af mannavöldum, þ.e. að það sé einnig að hlýna á Mars. Endilega skoðið þetta myndband.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband