Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT

Eins og margir vita, þá eru margar hitagagnaraðir í gangi sem mæla þróun hnattræns hitastigs (sjá t.d. GISTEMP, NCDC og Berkeley Earth). Fyrir stuttu kom út ný útgáfa á gagnasettinu frá bresku veðurstofunni (Met Office) og háskólanum í East Anglia – svokölluð HadCRUT gagnaröð. Sú gagnaröð hefur verið mikið notuð og nær allt aftur til 1850, en hefur þótt takmörkuð vegna lélegrar útbreiðslu mælistöðva nálægt Norðurskautinu.

Nýjasta útgáfan sem kölluð er HadCRUT4 hefur aukið við fjölda mælistöðva – sérstaklega á norðurskautinu (400 stöðvar við Norðurskautið, Síberíu og Kanada). Einnig er búið að lagfæra gögnin vegna breytinga sem urðu á mælingum sjávarhita, sérstaklega þær sem teknar voru eftir seinni heimstyrjöldina (munur var á hvort hent var út fata og hitinn mældur í henni eða hvort mælt var vatn sem tekið var beint inn í vélarúmið).

Lesa má nánar um þetta og skoða myndband á heimasíðu loftslag.is: Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT

 

Heimildir og ítarefni

Fréttatilkynning Met Office má lesa hér: Updates to hadCRUT global temperature dataset

CRUTEM4 gögnin má nálgast hér og hér, ásamt tenglum í  hrá gögn og kóða við úrvinnsluna.

RealClimate er með ítarlega umfjöllun um nýja gagnasettið, sjá: Updating the CRU and HadCRUT temperature data.

Tengt efni á loftslag.is


Sólvirkni

Ágúst Bjarnason birtir á bloggi sínu áhugaverða myndir meðal annars þessa:

 

 http://sidc.oma.be/sunspot-index-graphics/sidc_graphics.php

Þar sem hvorugur ritstjóra loftslag.is fær lengur að tjá sig á bloggsíðu Ágústar (eftir vægar rökræður um hitagögn á heimasíðu Trausta fyrir mánuði síðan) þá viljum við koma með athugasemd hér. 

Þessi mynd er frekar lýsandi fyrir sólvirkni undanfarna áratugi. Við á loftslag.is sýnum oft sambærilega mynd - þar sem teiknað hefur verið að auki inn hlýnun á sama tíma skv. NASA GISS. Sú mynd er svona: 

Temp_vs_TSI_2009

Eins og sjá má þá hefur sólvirknin fallið nokkuð síðan fyrir um 50-60 árum. Á sama tíma hefur aftur á móti hlýnun haldið nokkuð stöðugt áfram. 

Sama segja niðurstöður ýmissa rannsókna sem birtar hafa verið í ritrýndum greinum undanfarinn áratug - sjá þessa mynd (smella á til að stækka): 

ISL-Contrib50-65

Prósentuhluti áhrifaþátta á hnattræna hlýnun síðastliðin 50-65 ár samkæmt Tett o.fl. 2000 (T00, dökk blár), Meehl o.fl. 2004 (M04, rauður), Stone o.fl. 2007 (S07, grænn), Lean og Rind 2008 (LR08, fjólublár), Huber og Knutti 2011 (HK11, ljósblár) og svo Gillett o.fl. 2012 (G12, appelsínugulur). Smelltu á mynd til að stækka.

Eins og sjá má þá eru það mennirnir sem hafa hvað mest áhrif á loftslag á þessu tímabili eða samtals um eða yfir 100 % af mældri hlýnun.

Heimildir:

Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar


Glósublók Thoreau sýnir breytingu í vorkomu

230px-Henry_David_ThoreauSamanburður á nákvæmum glósum sem náttúrufræðingurinn Henry David Thoreau skildi eftir sig og gögn um nútíma veður og blómstur blóma hafa gert vísindamönnum kleyft að sýna fram á breytingu á vorkomu í austur Massacusetts síðastliðin 150 ár.

Vísindamenn frá Boston háskóla skoðuðu einmitt gögn frá Thoreau og fleiri náttúrufræðingum og komust að því að 43 algengar blómategundir blómstra að meðaltali 10 dögum fyrr nú en fyrir 150 árum síðan. Þær tegundir sem ná ekki að aðlagast eru að hverfa samkvæmt rannsókninni. 21 tegund af orkideum (e. orchid) uxu villtar í nágrenni heimabæjar Thoreau, Concord á þessum tíma - nú eru þær bara sex. Frá árinu 1860 hefur hitastig í Concord aukist um 2,5°C.

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í journal BioScience og er eftir Primack og Miller-Rushing (2012): Uncovering, Collecting, and Analyzing Records to Investigate the Ecological Impacts of Climate Change: A Template from Thoreau’s Concord

Sjá umfjöllun á heimasíðu LiveScience: Thoreau's Notes Reveal How Spring Has Changed in 150 Years

Tengt efni á loftslag.is


TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun

Einn fremsti vísindamaður heims í loftslagsfræðum útskýrir hér af hverju hann tekur þátt í umræðum um loftslagsmál í stað þess að sitja inn á rannsóknastofu við rannsóknir. Hann útskýrir hér hversu sterk sönnunargögnin eru og nauðsyn þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Það gengur erfiðlega að setja inn myndband hér á blog.is, en sjá má myndbandið á loftslag.is: TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun

Tengt efni á loftslag.is


Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki

Við viljum minna á málstofu hugvísindaþings um Loftslagsbreytingar og íslenskan veruleika:

Föstudagur 9. mars kl. 13-16.30
Stofa 231 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Þótt loftslagsbreytingar séu hnattrænt vandamál verður í málstofunni fyrst og fremst fjallað um þær í íslensku samhengi. Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson ræða íslenska vefinn loftslag.is sem þeir ritstýra, en hann er helgaður umræðunni um loftslagsmál á Íslandi. Guðni Elísson fjallar um siðferðilegan og pólitískan vanda þess að dæla upp olíu úr íslenska landgrunninu, en Halldór Björnsson varpar fram spurningum um aðlögun Íslendinga í kjölfar loftslagsbreytinga og Þorvarður Árnason talar um loftslagsbreytingar sem nýja tegund af umhverfisvandamáli. Síðast en ekki síst fjallar Hrafnhildur Hannesdóttir um breytingar á jöklum síðustu alda og hvernig megi bera saman veðurgögn (hita og úrkomu) frá upphafi mælinga til þess að stilla af jöklalíkön og spá fyrir um framtíðina.

Fyrirlesarar:

  • Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson, ritstjórar loftslag.is: Loftslag.is - Umræða um loftslagsmál í fortíð, nútíð og framtíð
  • Halldór Björnsson, deildarstjóri rannsókna og þróunar á veðursviði Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim
  • Hrafnhildur Hannesdóttir, doktorsnemi í jarðfræði: Gildi sögulegra heimilda í rannsóknum á jöklabreytingum í Austur-Skaftafellssýslu
  • Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði: Vekjum ekki sofandi dreka: Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu
  • Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði: Hnattrænar loftslagsbreytingar sem umhverfismál

Málstofustjóri: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands

Sjá nánar á heimasíðu Hugvísindastofnunar – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki


Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki

Við viljum minna á málstofu hugvísindaþings um Loftslagsbreytingar og íslenskan veruleika:

Föstudagur 9. mars kl. 13-16.30
Stofa 231 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Þótt loftslagsbreytingar séu hnattrænt vandamál verður í málstofunni fyrst og fremst fjallað um þær í íslensku samhengi. Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson ræða íslenska vefinn loftslag.is sem þeir ritstýra, en hann er helgaður umræðunni um loftslagsmál á Íslandi. Guðni Elísson fjallar um siðferðilegan og pólitískan vanda þess að dæla upp olíu úr íslenska landgrunninu, en Halldór Björnsson varpar fram spurningum um aðlögun Íslendinga í kjölfar loftslagsbreytinga og Þorvarður Árnason talar um loftslagsbreytingar sem nýja tegund af umhverfisvandamáli. Síðast en ekki síst fjallar Hrafnhildur Hannesdóttir um breytingar á jöklum síðustu alda og hvernig megi bera saman veðurgögn (hita og úrkomu) frá upphafi mælinga til þess að stilla af jöklalíkön og spá fyrir um framtíðina.

Fyrirlesarar:

  • Höskuldur Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson, ritstjórar loftslag.is: Loftslag.is - Umræða um loftslagsmál í fortíð, nútíð og framtíð
  • Halldór Björnsson, deildarstjóri rannsókna og þróunar á veðursviði Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og aðlögun að þeim
  • Hrafnhildur Hannesdóttir, doktorsnemi í jarðfræði: Gildi sögulegra heimilda í rannsóknum á jöklabreytingum í Austur-Skaftafellssýslu
  • Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði: Vekjum ekki sofandi dreka: Loftslagsmál, pólitísk umræða og olíuleit á íslenska landgrunninu
  • Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði: Hnattrænar loftslagsbreytingar sem umhverfismál

Málstofustjóri: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands

Sjá nánar á heimasíðu Hugvísindastofnunar – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki


Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir

ForsíðaÁ síðasta ári kom út ítarlegur leiðarvísir hér á loftslag.is. Hann var unninn í samvinnu við við hina stórgóðu heimasíðu Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á  The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.

Við ritstjórar á loftslag.is unnum að þýðingunni með dyggri aðstoð góðra manna, en Halldór Björnsson og Emil H Valgeirsson lásu yfir textann og bættu málfar og orðaval.

Við birtum hér aftur fyrsta kafla hans og vísum í næstu kafla í kjölfarið (sjá tengla í lok færslunnar).

Hvað er efahyggja?

Nánar má lesa um efahyggju og fleira úr leiðarvísinum á loftslag.is, sjá Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir

 

Næstu kaflar

Lesa má leiðarvísinn í heild hér:  Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, en þeir sem vilja skjótast í einstaka kafla hans og nálgast myndirnar á stafrænu formi er bent á eftirfarandi:


Afneitunargeitin jarmar lágt

Sveinn Atli skrifaði góða færslu um afneitunargeitina í gær (sjá Afneitunargeitin [Denial-gate]).  Í tilefni þess að skortur er á umfjöllun fréttamiðla hér á landi um þetta mál og algjöra þögn “efasemdamanna” þá vil ég bæta við eftirfarandi:

Rök venjulegra “efasemdamanna” gegn hinni hnattrænu hlýnun af mannavöldum eru þessi og þeir fara niður listann eftir því hvernig staðan er í umræðunni hvert skipti og reyna við hvert tækifæri að færa sig ofar í listann:

1. Það er engin hlýnun.
2. Það er hlýnun en hún er náttúruleg
3. Hlýnunin er af mannavöldum, en hlýnunin er góð.
4. Hlýnunin hefur hætt.
5. Það er of dýrt að gera nokkuð í þessu.
6. það væri í lagi að reyni að gera eitthvað… (síðan er ekkert gert).

Til að finna röksemdir sem styðja við þennan lista, þá leita “efasemdamenn” nær undantekningalaust í smiðju þeirra sem hafa verið dyggilega studdir með gríðarlegum fjárhæðum af Heartland stofnuninni, eins og kemur fram í færslunni hans Sveins Atla.

Þeir sem fylgjast með umræðunni af einhverju viti ættu að  kannast við þær heimasíður og nöfn sem komu fram í færslu Sveins:

Meðal þess sem hefur komið fram eru gögn um fjármögnun margra “efasemdamanna”, m.a. hafa þeir Anthony Watts á WUWT, Craig Idso á CO2Science, Bob Carter og Fred Singer þáð umtalsverðar upphæðir, svo einhverjir fáir séu nefndir til sögunnar. Við höfum m.a. fjallað um þess “kappa” hér á síðum loftslags.is, sjá m.a. Miðaldaverkefnið (Craig Idso), Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun (Fred Singer o.fl.), Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin (Bob Carter) og Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum (Anthony Watts). Þeir félagar hafa hver um sig þegið umtalsverðar upphæðir, jafnframt því að vera framarlega í heimi loftslags afneitunarinnar.

Hægt væri að nefna fleiri sem hafa fengið styrki til að strá efasemdasykurhúð yfir vísindin (meðal annars má nefna skýrsluna NIPCC en hún hefur meira að segja ratað inn í heimildalista BS-ritgerðar frá HÍ sem er hneyksli út af fyrir sig).

Þessi efasemdasykurhúð er þunn og undir henni eru bitur og sönn vísindi – vísindi sem sýna fram á að yfirgnæfandi líkur séu á að hlýnunin sé af mannavöldum, að hlýnunin eigi eftir að ágerast með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda (sérstaklega CO2) og að afleiðingar þessara loftslagsbreytinga geti orðið alvarlegar fyrir fjölmörg vistkerfi jarðar og manninn þar með (sjá bæklinginn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir).

Það sem þessir “kappar” eru því að gera, er ekki að styrkja þekkingaröflun á loftslagi jarðar. Þeir fá borgað fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sýna fram á að, það sem kemur fram í listanum, sé rangt  (sjá 1-6 hér ofar og þá sérstaklega 1-4). Til þessa verks fá þeir nánast ótakmörkuð fjárráð.

Tilgangurinn:  Að viðhalda skammtímagróða þeirra sem dæla peningum í Heartland stofnunina.

Heimildir og ítarefni

Til að sjá byrjunina, kíkið á heimildir við færslu Sveins, neðst á síðunni (sjá Afneitunargeitin [Denial-gate])

Ágætar umfjallanir hafa einnig komið t.d. hér:

Skeptical Science:  DenialGate Highlights Heartland’s Selective NIPCC Science

NewScientist:  Leaked files expose Heartland Institute’s secrets

Tengt efni á loftslag.is


Afneitunargeitin [Denial-gate]

Vincent De Roeck goatÞað virðist vera komið upp nýtt "-gate" mál. Þeir sem hafa fylgst með umræðunni um loftslagsmál hafa vafalaust tekið eftir málum eins og hinu svokallað "climate-gate" máli, þar sem "efasemdamenn" um hnattræna hlýnun af mannavöldum fullyrtu út og suður um svik og pretti vísindamanna án þess að stoðir reyndust vera fyrir því í raun og veru. Þessi svokölluðu "geita" mál urðu fleiri, þar sem "efasemdamenn" fullyrtu um alls kyns falsanir vísindamanna (m.a. varðandi bráðnun jökla Himalaya og rannsóknir varðandi Amazon). Ekki er hægt að segja að þessum fullyrðingum þeirra hafi fylgt gögn sem gátu stutt mál þeirra (en tilgangurinn helgar jú meðalið). Að mestu leiti voru þetta staflausar fullyrðingar  og einskis verðir útúrsnúningar hjá hinum sjálfskipuðu "efasemdamönnum". Umræðu um þessi svokölluðu "geita" mál mátti einnig finna á bloggi "efasemdamanna" hér á landi og fóru menn mikinn oft á tíðum. Þegar öllu er á botnin hvolft þá eru þessi "climate-gate" mál hvorki fugl né fiskur. Við höfum hér á loftslag.is fjallað aðeins um þau mál og þann algera skort á rökum sem þau byggðu á. Það má í þessu ljósi líka nefna endalausan straum frétta af vísindamönnum sem voru hreinsaðir af tilbúnum ásökunum "efasemdamannanna", sjá t.d. Vísindamenn hreinsaðir af ásökunum um óheiðarlega meðferð gagna og Michael Mann sýknaður af vísindalegum misgjörðum svo eitthvað sé nefnt...

Nú er komið upp nýtt mál sem væntanlega mun ekki heyrast mikið um á síðum "efasemdamanna" - nema þá kannski til að benda á "ofsóknir" á hendur þeim eða um meintar falsanir í þeirra garð (já, það má segja að þeir kasti steinum úr glerhúsi). En hvað sem öðru líður, þá hefur málið fengið hið lýsandi nafn Denial-gate, eða eins og ég vel að kalla það hérna "afneitunargeitin". Málið fjallar um það að það hafa lekið út skjöl frá Heartland Institute varðandi fjármögnun "efasemdamanna", þ.e. hverjir standa fjárhagslega að baki "efasemdamönnum" svo og önnur viðkvæm skjöl. Fyrst var fjallað um þetta mál á Desmogblog.com, Heartland Institute Exposed: Internal Documents Unmask Heart of Climate Denial Machine. Það má því segja að hjarta afneitunarinnar í BNA hafi verið afhjúpað og sé í herbúðum Heartland Institute (sem m.a. tók þátt í að afneita tengslum tóbaks og krabbameins á sínum tíma - vanir menn í afneitunar faginu). Þetta mál byggist meðal annars á, því er virðist, skjölum úr ársreikningi Heartland Institute, þar sem m.a. er að hluta til sagt frá því hverjir þáðu styrki svo og hverjir veittu þá.

Meðal þess sem hefur komið fram eru gögn um fjármögnun margra "efasemdamanna", m.a. hafa þeir Anthony Watts á WUWT, Craig Idso á CO2Science, Bob Carter og Fred Singer þáð umtalsverðar upphæðir, svo einhverjir fáir séu nefndir til sögunnar. Við höfum m.a. fjallað um þess "kappa" hér á síðum loftslags.is, sjá m.a. Miðaldaverkefnið (Craig Idso), Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdamanna” um hnattræna hlýnun (Fred Singer o.fl.), Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin (Bob Carter) og Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum (Anthony Watts). Þeir félagar hafa hver um sig þegið umtalsverðar upphæðir, jafnframt því að vera framarlega í heimi loftslags afneitunarinnar. Anthony Watts hefur fengið sem nemur rúmum 11 milljónum króna (um 90.000 USD) til að setja fram sínar "rannsóknir" þar sem hann var m.a. staðin að óvönduðum vinnubrögðum, Graig Idso fær sem nemur rúmri 1,4 milljónum á mánuði (11.600 USD), sem væntanlega er fyrir hans þátt og Miðaldaverkefni hans, Singer fær líka mánaðargreiðslur sem virðast nema minnst 600 þúsundum á mánuði (5.000 USD) plús kostnað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um fjármögnun "efasemdamanna" eins og þau líta út í skjölum Heartland...en nánar má lesa um þetta á Desmogblog.com.

Að sjálfsögðu hefur Heartland Institute tjáð sig um málið og segja að eitt af aðalgögnunum sem lekið var sé tilbúningur (ætli það sé þá staðfesting á að hin skjölin séu úr þeirra herbúðum...ekki gott fyrir þá hvað sem öðru líður), en það var svo sem ekki við öðru að búast, en að þeir myndu klóra eitthvað í bakkann varðandi þetta mál. Ætli það megi ekki leyfa þeim að njóta vafans varðandi það plagg þar til annað kemur í ljós, þó ekki hafi "efasemdamenn" almennt talið nokkurn vafa um að vísindamenn væru með falsanir og svik í hinu svokallað "climate-gate" máli... En jæja, svona er þetta stundum, what goes around comes around, ying og yang og allt það...

Nánar má lesa um þetta mál á eftirfarandi stöðum:

Tengt efni á loftslag.is:


Súrnun sjávar nú meiri en síðastliðin 21 þúsund ár

Losun manna á CO2 út í andrúmsloftið síðastliðna öld, hefur aukið súrnun sjávar langt umfram það sem telja má til náttúrulegs breytileika. Það getur minnkað getu ýmissa sjávarlífvera (t.d. kórala og skelja) til að mynda beinagrind, stoðgrind eða skeljar, samkvæmt nýrri rannsókn (Friedrich o.fl. 2012).

Efri myndin sýnir hermun á yfirborðsmettun aragoníts fyrir árin 1800, 2012 og 2100. Hvítir punktar sýna hvar stærstu kóralrifin eru í dag. Neðri myndin sýnir styrk CO2 í andrúmsloftinu í ppm og mögulega þróun þess milli áranna 1750 og 2100.

Með loftslagslíkönum sem herma loftslag og aðstæður sjávar frá því fyrir um 21.000 árum síðan og til loka þessarar aldar – þá hefur teymi vísindamanna reiknað út að núverandi mettunarmörk aragóníts hafi nú þegar lækkað fimmfallt meira en hin náttúrulegu mörk voru fyrir iðnbyltinguna, á nokkrum mikilvægum svæðum fyrir kóralrif.

Aragónít er kalsíumkarbónat sem sumar sjávarlífverur nota meðal annars til skeljamyndunar og er lykilvísir í rannsóknum á súrnun sjávar. Þegar súrnun sjávar eykst þá lækka mettunarmörk arabóníts.

Ef bruni manna á jarðefnaeldsneytum heldur áfram með sama krafti og verið hefur, þá má búast við því að mettunarmörkin lækki enn frekar, sem gæti valdið því að kalkmyndun sumra sjávarlífvera gæti minnkað um 40% það sem af er þessari öld.

Heimildir og ítarefni

Umfjöllun um greinina má finna hér: Unprecedented, man-made trends in ocean’s acidity

Greinin í Nature Climate Change, eftir Friedrich o.fl. 2012 (ágrip). Detecting regional anthropogenic trends in ocean acidification against natural variability

Tengt efni á loftslag.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband