Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Eitt af fingraförum aukinna gróðurhúsaáhrifa

Til að byrja með skal tekið fram að um er að ræða frétt um heiðhvolfið, sjá mynd:

lagskipting_lofthjups_jardar 

Mynd tekin af heimasíðu stjornuskodun.is

Í kjölfarið á því er rétt að minnast á að þessi kólnun í heiðhvolfinu er í takt við það sem spáð er að gerist við hnattræna hlýnun - þ.e. að það kólni í heiðhvolfinu samfara minni útgeislun af völdum aukinna gróðurhúsalofttegunda eða eins og stendur í leiðarvísinum:  Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir:

Fingraför mannkyns #7, kólnun í efri hluta lofthjúpsins

Við það að gróðurhúsalofttegundir beisla meiri varma í neðri hluta lofthjúpsins fer minni varmi upp í efri hluta lofthjúpsins (heiðhvolfið og ofar). Því er búist við hlýnun í neðri hluta lofthjúpsins og kólnun í efri hluta lofthjúpsins. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamælingum og veðurbelgjum [1].

Frávik hitastigs (gráður á selsíus) í efri og neðri hluta lofthjúpsins, mælt með gervihnöttum (RSS). [64] 

Heimildir og ítarefni

1. Jones o.fl. 2003 (ágrip): Causes of atmospheric temperature change 1960-2000: A combined attribution analysis.

64. Mears og Wentz 2009 (ágrip): Construction of the Remote Sensing Systems V3.2 atmospheric temperature records from the MSU and AMSU microwave sounders.

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Mikil ósoneyðing yfir N-heimskauti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir

Við á loftslag.is erum stoltir að kynna nýjustu afurðina í samstarfi loftslag.is og Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á  The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.

[...]

Þess má geta að við munum á næstu vikum setja inn efni úr leiðarvísinum í færslur á loftslag.is. Fyrstu færslurnar hafa nú þegar birst, sjá hér undir.

Nánar má lesa um leiðarvísinn á loftslag.is - Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir

Fleiri færslur gerðar úr leiðarvísinum:


Efasemdir um hnattræna hlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir

ForsíðaVið á loftslag.is erum stoltir að kynna nýjustu afurðina í samstarfi loftslag.is og Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á  The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.

Við ritstjórar á loftslag.is byrjuðum á þýðingunni einhvern tíma í febrúar á þessu ári og því hefur það tekið langan tíma að þýða leiðarvísirinn. Með dyggri aðstoð góðra manna þá tókst það að lokum og við viljum sérstaklega þakka þeim Halldóri Björnssyni og Emil H Valgeirssyni sem lásu yfir textann og bættu málfar og orðaval.

Á næstu vikum má búast við að eitthvað af efni þessa leiðarvísis birtist hér á loftslag.is, en einnig má hlaða niður pdf skjali af leiðarvísinum hér í heild, með því að smella á myndina hér til hægri.

[Sjá meira á loftslag.is - Efasemdir um hnattræna hlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir]

Ítarefni

Sjá ýmsar útgáfur á leiðarvísinum á Skeptical Science: Scientific Guide to Global Warming Skepticism

Bloggfærsla um íslensku útgáfuna má finna hér: Icelandic translation of The Scientific Guide to Global Warming Skepticism


Loftslag.is er tveggja ára – 606 færslur, 82 fastar síður og þýðingarmikið efni

Í dag á loftslag.is afmæli og í tilefni þess er hér færsla sem verður gott að grípa til í framtíðinni. Hér fyrir neðan eru ýmsar færslur á loftslag.is sem hafa öðlast þann sess í huga okkar í ritstjórn að vera þýðingarmiklar, m.a. vegna fjölda tilvísana okkar sjálfra í þær. Þess má geta að þetta er færsla númer 606 á loftslag.is, þá eru ótaldar fastar síður sem eru orðnar 82 á þessu augnabliki.

 

Vera má að við gerum þessa færslu að fastri síðu, jafnvel með viðbótum síðar.

Sagan og kenningin

Koldíoxíð áhrif og mælingar:

Áhrif CO2 uppgötvað
Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar
Gróðurhúsaáhrifin mæld

Svörun loftslags við aukningu gróðurhúsaloftegunda:

Jafnvægissvörun loftslags
Hver er jafnvægissvörun loftslags?

Fyrri tímar og framtíð:

Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
Loftslag framtíðar

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem finna má enn fleiri tengla á þýðingarmikið efni, í ýmsum flokkum, sem við höfum skrifað á þessum fyrstu tveimur árum, sjá Loftslag.is er tveggja ára – 606 færslur, 82 fastar síður og þýðingarmikið efni


Loftslag og veður – öfgar aukast

Við aukna öfga í veðri, þá er eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort þessir öfgar geti verið vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Hingað til hafa vísindamenn ekki treyst sér til að segja annað en, á þann veg, að líkur á öfgum aukist með aukinni hlýnun  – vegna aukinnar orku í veðrakerfum, aukinni uppgufun og vatnsgufu í lofthjúpnum o.sv.frv.

Undanfarin misseri hafa vísindamenn farið að hugsa þetta upp á nýtt, sérstaklega í ljósi rannsókna sem sýna að hægt er að tengja saman öfga í veðri og loftslagsbreytingar (sjá Min o.fl. 2011 og Pall o.fl. 2011 – en áður var fjallað um þær rannsóknir hér – Aukin flóðahætta af völdum hnattrænnar hlýnunar). Með framförum í tölfræðitólum, loftslagslíkönum og sterkari tölvum, þá hefur þessi tenging færst frá því að vera nánast útilokuð og yfir í vera vel möguleg.

[.]

Sjá nánar á loftslag.is - Loftslag og veður – öfgar aukast

[.]

Heimildir og ítarefni

Þessi umfjöllun byggir mikið til á umfjöllun Nature News: Climate and weather: Extreme measures

Sjá einnig ritstjórnargrein í Nature: Heavy Weather

Heimasíða ACE – Attribution of Climate Events

Grein Min o.fl. 2011 má lesa hér (ágrip): Human contribution to more-intense precipitation extremes

Grein Pall o.fl. 2011 má lesa hér (ágrip): Anthropogenic greenhouse gas contribution to flood risk in England and Wales in autumn 2000

Grein Dole o.fl. 2011 má lesa hér (ágrip): Was there a basis for anticipating the 2010 Russian heat wave?

Sjá einnig eldri umfjöllun á Nature News: Increased flood risk linked to global warming

Tengt efni á loftslag.is

 


Viðburður: Sannleikurinn um loftslagið – 24 hours of Reality


Við viljum vekja athygli á viðburði þann 14.-15. september þar sem vekja á athygli á loftlagsbreytingum með nýrri margmiðlunarsýningu um hlýnun jarðar.

 

Verkefnið ber heitið „The Climate Reality Project“ og er á vegum Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, og samtaka hans. Fimm ár eru frá því að kvikmyndin An Inconvenient Truth kom út og því heldur Gore alþjóðlegan viðburð sem á að sameina heimsbyggðina á ögurstundu í hnattrænni meðvitund til að koma áleiðis mikilvægum skilaboðum: Loftslagsbreytingar eru staðreynd og þær eru þegar hafnar.

Al Gore hafði samband við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, til að fá Ísland til þess að taka þátt í þessu verkefni og úthlutaði forsetinn verkefninu til Garðarshólms og Norræna Hússins. Sýningin fer fram í Norræna húsinu og í húsi Garðarshólms á Húsavík 15. Sept kl. 19.00 en er einnig send beint út frá vef verkefnisins.

Norræna húsið opnar kl. 18.30 þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson nýráðinn framkvæmdastjóri Landverndar tekur á móti fólki. Sýnt verður beint frá fyrirlestri á Húsavík og umræðum sérfræðinga um hvernig málið snýr að Íslandi. Almennar umræður verða svo í lokin. Dagskrá lýkur kl. 20:30.

Á Húsavík opnar húsið kl. 18:00 og verða léttar veitingar á boðstólum í boði Gamla Bauks. Dagskráin hefst svo kl. 19:00 þegar Embla Eir Oddsdóttir, MA, verkefnisstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar býður gesti velkomna áður en Sigurður Eyberg, MS, verkefnisstjóri Garðarshólms flytur íslenska útgáfu af sýningu Gore’s. Viðburðinum lýkur með pallborðsumræðum þar sem Brynhildur Davíðsdóttir, PhD, dósent við Háskóla Íslands, Halldór Björnsson, PhD, veðurfræðingur og Þröstur Eysteinsson, PhD, sviðsstjóri þjóðskóganna sitja fyrir svörum gesta. Dagskrá lýkur kl. 20:30

Á 24 klukkustundum, í 24 tímabeltum á fjölmörgum tungumálum mun 24 Hours of Reality opna nýja margmiðlunarsýningu um hlýnun jarðar sem Al Gore bjó til og her þjálfaðra fyrirlesara frá öllum heimshornum mun kynna. 24 Hours of Reality hefst í Mexíkóborg og heldur svo sem leið liggur í vestur í kringum hnöttinn. Sýndar verða í beinni útsendingu svipmyndir af áhrifum breytinga á loftslagi með sérstökum áherslum heimamanna, allt frá Kotzebue til London, frá Jakarta til New York – og til Húsvíkur. Allir viðburðirnir verða kvikmyndaðir og sýndir beint á netinu en einn viðburður fer fram í hverju tímabelti klukkan 19:00 að staðartíma og mun Al Gore sjálfur flytja síðasta fyrirlesturinn í New York.

Með því að beina kastljósinu að breytingum á loftslagi í heilan sólarhring er ætlunin að búa til hnattræna hreyfingu og hvetja til aðgerða til lausna á vandanum hina 364 daga ársins. Á hverjum stað fyrir sig mun athyglinni beint að verkefnum og aðgerðum á vegum innlendra stofnanna og félagasamtaka og boðið upp á upplýsingar og tækifæri fyrir fólk að taka þátt í því sem er að gerast í þeirra eigin samfélagi. Þessar samræður um allan heim eiga að leiða til aðgerða sem leysa þann vanda sem breytingar á loftslagi eru.

Sjá nánar:

24 Hours of Reality, Climate Reality Project á Húsavík 15.september, klukkan 19:00

Sjá viðburðinn í Norræna húsinu á á facebook: Sannleikurinn um loftslagið/Climate Reality Project


Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?

Á loftslag.is má sjá fróðlegt myndband frá Potholer54, þar sem hann, enn og aftur, lítur hlutina gagnrýnum augum og leyfir sér að efast um fullyrðingar sem settar eru fram, t.d. á bloggsíðum, án frekari rökstuðnings. Í útskýringu við myndbandið virðist hann skrifa beint til þeirra sem hafa fallið í þann pytt að trúa innihaldslausum fullyrðingum sem hægt er að finna á bloggsíðum sem aðhyllast afneitun vísinda, og segir Potholer m.a. (í lauslegri þýðingu): 

Ég veit að þú hefur lesið það á bloggsíðum að búið sé að sýna fram á fylgni á milli geimgeisla og hitastigs og þegar þú ert einu sinni farinn að trúa þesss háttar staðhæfingum er erfitt að sannfæra þig um vísindin. Hvað um það, gerum tilraun…

Í þessu myndbandi lítur Potholer54 á það sem fram kom í nýlegri rannsóknarskýrslu Kirby o.fl. 2011 varðandi geimgeisla og hitastig Jarðar. En sú skýrsla virðist hafa valdið einhverju fjaðrafoki og töluverðum misskilningi meðal “efasemdamanna” sem virðast þó hafa lesið furðu lítið af sjálfri skýrlsunni áður en sterkar ályktanir voru dregnar, sjá t.d. umfjöllun okkar Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks? Heimildir eru Potholer54 ofarlega í huga nú eins og áður og að sjálfsögðu las hann skýrsluna og dró ályktanir af þeim lestri og þeim gögnum sem fyrirliggja…það er hægt að læra ýmislegt af hans vinnulagi.

[...]

 

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?

Tengt efni á loftslag.is:


Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls

Meðalútbreiðsla hafíss í ágúst 2011 var sú næst minnsta síðan gervihnattamælingar hófust árið 1979. Bæði Norðaustur- og Norðvesturleiðin virðast vera opnar fyrir siglingar. Í ágústmánuði var hafísútbreiðslan nokkuð nærri því þegar hafísútbreiðslan var minnst fyirr mánuðinn árið 2007. Það undirstrikar enn fremur þá áframhaldandi bráðnun hafíss sem á sér stað á Norðurskautinu.

Hafísútbreiðslan mun mjög líklega ná lágmarki ársins á næstu 2 vikum og munum við fylgjast með því hér á loftslag.is.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, þar sem einnig má sjá myndir og gröf, m.a. af rúmmáli hafíss sem er nú þegar komið undir lágmark síðasta árs;  Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls

Tengt efni á loftslag.is:

 


Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks?

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst vel með nýjustu fréttum úr heimi "efasemdamanna" um hnattræna hlýnun af völdum manna, þá birtist nýlega grein í Nature frá þeim sem rannsaka möguleikann á því að geimgeislar geti myndað kjarna sem gætu haft áhrif á myndun skýja og geti þar með haft áhrif á loftslag, en eins og allir vita þá eru ský mikilvægur þáttur í loftslagi jarðar.

Til að gera langa sögu stutta, þá hafa efasemdaraddir gerst háværar um að þarna sé búið að staðfesta kenningar Svensmarks (sjá Grein í Nature: Kenning Henriks Svensmark um áhrif geimgeisla og sólvirkni á skýjafar virðist hafa verið staðfest hjá CERN...). Fyrir utan fyrirsögnina, þá eru skemmtilegar setningar í þessari færslu, t.d.:

Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar fyrir kenninguna um samspil geimgeisla, virkni sólar og skýjafars.

Til hamingju Henrik Svensmark!

... einnig:

Var einhver að hvísla, ætli Henrik Svensmark eigi eftir að fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði? Hver veit?

Síðan er vísað í færslur um kenningar Svensmarks, kenningar sem hafa verið marghraktar (sjá Geimgeislar Svensmarks og hlýnun jarðar).

En hversu mikla staðfestingu hafa kenningar Svensmark fengið?

Eins og við höfum áður fjallað um, þá þarf margt að ganga upp til að staðfesta kenningar Svensmark um áhrif geimgeisla á núverandi loftslagsbreytingar:

Til að kenningin gangi upp, þá þarf að svara þremur spurningum játandi:

  1. Veldur aukning geimgeisla aukinni skýjamyndun?
  2. Breytir mismunandi skýjahula hitastigi jarðar?
  3. Skýrir breyting í skýjahulu þá hlýnun sem orðið hefur undanfarna áratugi?

[..]

Lesa má nánar um þetta á loftslag.is:Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks?

[..]

Heimildir og ítarefni

Greinin í Nature eftir Jasper Kirkby o.fl. 2011 (ágrip):  Role of sulphuric acid, ammonia and galactic cosmic rays in atmospheric aerosol nucleation.

Á Real Climate er fjallað um þessa grein: The CERN/CLOUD results are surprisingly interesting…

Einnig er umfjöllun um greinina á Skeptical Science, sjá: ConCERN Trolling on Cosmic Rays, Clouds, and Climate Change

Tengt efni á loftslag.is


Samhljóða álit vísindamanna sterkt

Endurbirting á frétt frá því í fyrra

Í fyrra birtist grein í PNAS (Proceedings of the National Academy of Sciences) þar sem staðfest er samhljóða álit (e. consensus) loftslagsvísindamanna að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og séu af völdum manna (Anderegg o.fl. 2010).

Gerð var greining á ritrýndum skrifum 1372 loftslagsvísindamanna og kom í ljós að nánast allir vísindamenn sem eru virkir á sviði loftslagsvísinda telja að loftslagsbreytingar séu af völdum manna. Í ljós kom að um 2% af þeim 50 vísindamönnum sem teljast virkastir í loftslagsvísindum eru ekki sannfærðir um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum. Svipað er upp á teningnum þegar skoðaðir eru topp 100 virkustu vísindamennirnir, en þá eru 3% ekki sannfærðir og um 2,5% af topp 200 vísindamönnunum hafa efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þá kom í ljós að því meira sem vísindamenn hafa skrifað í ritrýnd tímarit - því líklegri voru þeir til að vera sannfærðir um loftslagsbreytingar af mannavöldum.


Dreifing vísindamanna eftir fjölda ritrýndra greina, eftir því hvort þeir eru sannfærðir um loftslagsbreytingar af mannavöldum (CE) eða ekki sannfærðir (UE).

Höfundar segja enn fremur (lauslega þýtt):

Þrátt fyrir að fjölmiðlar leitist við að sýna báðar hliðar rökræðunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum, sem getur leitt til misskilnings meðal almennings um hvar sú rökræða stendur, þá eru ekki allir loftslagsvísindamenn jafnir hvað varðar vísindalegan trúverðugleika og sérfræðiþekkingu á loftslagskerfum.

Þá benda höfundar á að þessi umfangsmikla greining á þeim sem eru framarlega í loftslagsvísindum bendi til þess að umræða í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna, sem og almenn umræða, ætti að taka mið af þessu þegar verið er að fjalla um loftslagsmál.

Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir af svipuðu meiði, en Doran o.fl. (2009) komust að svipaðri niðurstöðu,  sjá t.d. mýtuna Vísindamenn eru ekki sammála, en þar segir meðal annars:

Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna. Doran o.fl. 2009

Heimildir og ítarefni

Anderegg o.fl. 2010 - Expert credibility in climate change

Doran o.fl. 2009 -  Examining the Scientific Consensus on Climate Change

 

Tengt efni af loftslag.is


mbl.is Fleiri hafa áhyggjur af hlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband