Nýjar rannsóknir á bráðnun Grænlandsjökuls benda til þess að fjarðarbráðnun gegni lykilhlutverki í minnkun Grænlandsjökuls. Tvær greinar um málið birtust fyrir stuttu í Nature Geoscience. Mælingar á hitastigi sjávar í nokkrum fjörðum Grænlands, sýna hversu mikil áhrif hlýnandi sjávarstraumar hafa á jökulinn.
Austur Grænland
Fiammetta Straneo o.fl, gerðu ýmsar mælingar á sjónum þar sem Helheimajökull, einn af stærstu jökulstraumunum á Austur Grænlandi gengur í sjó fram í Sermilik firði. Þeir benda á mjög mikla blöndun á hlýrri sjó af landgrunninu og sjó í lokuðum firðinum og telja líklegt að núverandi hröðun í bráðnun jökulsins hafi farið af stað við miklar breytingar í straumum sjávar og lofthjúps.
...
Vestur Grænland
Eric Rignot o.fl. rannsökuðu þrjá jökulfirði á Vestur Grænlandi og fundu að bráðnun jökuls frá heitum sjó væri svipað að mælikvarða og massalosun vegna borgarísjakamyndana en það var þó mismunandi milli jökla.
...
Nánar má lesa um þetta á Loftslag.is "Hlýir sjávarstraumar hraða bráðnun Grænlandsjökuls" - Frétt um tvær greinar sem benda til að hlýir sjávarstraumar séu að auka hraða bráðnunar á Grænlandi.
Aðrar umfjallanir tengdar Grænlandi á Loftslag.is má finna hér: Grænland