Færsluflokkur: Blogg
8.6.2009 | 23:19
El Nino/La Nina - tímabundnar sveiflur í hitastigi.
Mönnum verður oft tíðrætt um El Nino og La Nina í tengslum við loftslag, enda hafa þessi fyrirbæri töluverð áhrif á sveiflur í loftslagi.
Það er til lítils að vera alltaf að tala um El Nino án þess að vita neitt um það, svo ég tók saman það helsta sem ég fann um það á stuttum tíma - vonandi fer ég með rétt mál.
Hvað eru El Nino og La Nina (oft kölluð El Nino Southern Oscillation Index eða Enso)?
Langa svarið er á vísindavefnum, sjá hér, en stutta útgáfan er þessi:
Margra mánaða langt ástand með víðáttumiklum jákvæðum sjávarhitafrávikum í austanverðu Kyrrahafi nefnist El Niño.
Margra mánaða langt ástand með víðáttumiklum neikvæðum sjávarhitafrávikum í austanverðu Kyrrahafi nefnist La Niña.
El Nino og La Nina eru nokkuð sjáanleg fyrirbæri ef skoðuð eru kort af fráviki í sjávarhita Kyrrahafs:
Hitafrávik sjávaryfirborðs (°C) í nóvember 1997, nærri hámarki hins mikla El Niño atburðar 1997-1998. Takið eftir jákvæðu frávikunum við Kaliforníu, en þar slaknar á uppdrætti kaldsjávar þegar vindátt verður vestlægari en venjulegt er (mynd og texti fengin af vísindavefnum).
El Nino myndast á 4-7 ára fresti og stendur í 12-18 mánuði. El NIno og La Nina eru oft plottuð saman á grafi til að sýna ákafa þeirra, svokallaðan Enso Index:
Rauðir toppar eru El Nino og La Nina eru bláu topparnir (mynd af cdc.noaa.gov)
Eins og sést þá er útlit fyrir að nýr El Nino sé að byrja á ný, en nú er talið meira en 50% líkur á að hann fari af stað fljótlega (á næstu mánuðum), en frá byrjun apríl hefur yfirborðshiti við miðbaug Kyrrahafs hækkað í 0,5°C yfir meðallagi (El Nino viðmiðunin er 0,8°C yfir meðaltali). Takið einnig eftir árinu 1998 en þá var El Nino óvenju sterkur og sést það vel á hitatölum frá því ári:
Hérna setti ég lauslega saman línuritið fyrir ofan plottað ofan á hitafrávikstölur RSS, takið eftir 1998 - smellið til að sjá stærra.
Þessi frávik í Enso sjást greinilega í hitasveiflum eins og línuritið sýnir hér fyrir ofan, en talið er að hluti af þeirri stöðvun í hlýnuninni sem hefur orðið undanfarin tvö ár sé hægt að rekja að hluta til La Nina (en auk þess er lægð í virkni sólar). Þetta sést greinilega þegar hitagögn eru leiðrétt með tilliti til Enso sveiflna:
Hér má sjá leiðréttingu á hitasveiflum miðað við Enso - þykkar línur og óleiðrétt gögn sem brotalínur. Eins og sést þá er hlýnunin enn í gangi þegar þetta graf var teiknað - ef tímabundnar sveiflur í Enso eru dregnar frá (fengið af RealClimate.org - frá 2008).
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2009 | 21:20
Svar
Þetta er eiginlega svar við bloggfærslu sem Kristinn Pétursson kom með fyrir nokkru og ég ætlaði að svara hjá honum, en hann virðist vera með ansi sveiflukennda opnun á athugasemdakerfinu sínu, þannig að þegar ég ætlaði að fara að tjá mig hjá honum þá voru tímamörkin skyndilega liðin. Líklega tilviljun en mögulega er ég of duglegur að skipta mér af umræðu um loftslagsmál og mögulega er ég farinn að pirra suma. En hvað um það, meðan órökstuddar fullyrðingar um loftslag svífa um bloggið, þá er ég með haglabyssuna á lofti
Forsagan er sú að hann notar myndir til rökstuðnings þess að það hafi verið hlýrra á norðurslóðum fyrir 2500 árum en nú er, ég var búinn að biðja hann um að benda mér á hvaða gögn liggja á bakvið þessum myndum, fræðilegur áhugi að mestu, en einnig efasemdir um að hægt sé að nota myndir sem þessar sem rök fyrir hlýnun án þess að vita hvaða gögn eru á bakvið þær (hann hafði engin svör). Myndirnar eru þessar og eflaust góðar og gildar - en það skiptir ekki máli ef maður veit ekki hvernig þær eru gerðar:
En altént, þá vil ég klára að svara því sem hann segir síðast í athugasemdunum, en þar segir hann (og sjá má hér):
- Sápubox, hér hefur ekkert verið "rifist" að mínu mati. Skoðanaágreiningur er ekki "rifrildi". Svo er til betra orð ... það er "mismunandi skilningur" á málefnum. Þú og Páll hafði fullt leyfi samkvæmt stjórnarskránni - og mitt leyfi líka - til að viðra ykkar skoðanir hér. Ég er þakklátur fyrir athugasemdir. þen þessi er ekki rétt...." Þetta rifrildi þitt við Pál er síðan bara fyndið, sérstaklega þar sem þú neitar að viðurkenna að þú hafir rangt fyrir í þeirri fullyrðingu þinni að vísindamenn hafi talið jörðina verið flata fyrir 300 árum."
- "fyndið rifrildi"... he,he...... Ég hélt því fram - og geri einn að spænski rannsóknarrétturinn hafi pyntað Calileo (og fleiri) til að viðurkenna að jörðin væri flöt - var það ekki þannig......
- Svo var ég að nota þessar myndir til rökstuðnings um að það hefði verið hlýrra - ég fann þessar myndir á síðu Ágústar H Bjarnasonar.... og myndirnar tala sínu máli... Svo er ég ekki fáanlegur til að "rökræða" gerð myndanna??? Hvað ertu að fara?? Ef þú veist eitthvað sérstakt um þessar myndir - annað en þær sýna - þá er þér velkomið að skrifa um það.......
- Ég held þessu fram: Allt of margar fullyrðingar - um þessa "hlýnun jarðar"... og "gervi"-vísindamenn fara langt fram úr sjálfum sér - í alls konar fullyrðingum og hafna því að sólin sé helsti orsakavaldur að hreyttu hitafari jarðar... vitna ég þá í bloggsíðu Ágústar H Bjarnasonar - þar sem besta fagmennska er notuð sem ég hef séð...
- Svo hafa auðvitað eldgos haft mikil áhrif....
- Að lokum aftur: Skoðanaágreiningur er ekki rifrildi - þetta eru hrein skoðanaskipti. Ef laust hefur enginn "rétt" fyrir sér í endanlegri merkingu.... þetta er þróun - og við erum að reyna að skilja orsakir og alfeiðingar - og munum halda því áfram...
Svo ég svari þessu:
1, 2 og 6: mér þótti þetta fyndið, sérstaklega þar sem búið var að útskýra fyrir þér nokkrum sinnum að þú hefðir rangt fyrir þér varðandi hina flötu jörð.
3: Mér þykir mikilvægt að vita hvað liggur á bakvið þessar myndir - þær einar og sér segja ekkert, en einhver gögn liggja á bakvið gerð þeirra (það geta verið góð gögn - en geta líka verið úrellt gögn). Líklegast hafa rannsóknir á setkjörnum eða frjókornamælingar leitt í ljós eitthvað hitastig á Íslandi eða í nágrenni Íslands (líklega frjógögn miðað við að Þorleifur Einarsson kom að gerð myndanna) - útfrá hitanum sem þau gögn segja til um hafa menn talið líklegt að jöklar hafi legið eins og myndirnar sýna. Ef svo er þá er skrítið að nota þessar myndir til rökstuðnings um að það hafi verið hlýrra þá (þótt það hafi eflaust verið svo). Rökréttast væri að nota gögnin sem liggja á bakvið myndunum sem grundvöll rökfærslu. Mér vitanlega er allavega ekki fræðilegur möguleiki að þessar myndir séu gerðar eftir gögnum um legu jökla, því jökulgarðar frá þessum stöðum hefðu jöklar litlu ísaldarinnar afmáð fyrir löngu. Ef svo er, þá væri kjörið að nota myndirnar sem rök.
4: Málið er að fullyrðingarnar koma frá þér og þínum, þú fullyrðir að vísindamenn hafi rangt fyrir sér og hefur fyrir þér Ágúst Bjarnason (sem segist vera hlutlaus í sínum málflutningi) - en mest allt eru þetta órökstuddar fullyrðingar af þinni hálfu. Bentu á eina færslu hjá Ágústi sem sýnir fram á að það sé sólin sem sé helsti orsakavaldur hlýnunarinnar undanfarna áratugi og útskýrðu af hverju. Þú getur einnig skoðað hvað ég hef skrifað um þetta hér og hér og reynt að hrekja þau orð.5: Varðandi eldfjöll þá hef ég fjallað um þau hér.
----
Svo að athugasemd númer 35, en þar er rökstuðningur Kristins merkilegur:
bullkenningunni um þessa "hnattrænu hlýnun".... af manna völdum.... það hefur sekki sést svona mikill snjór á NA landi í mörg ár.... og Grænlandsjökull er farinn að hækka aftur...... "hnattræn kólnun"....
Hann vísar sem sagt í veðurfar einn vetur á takmörkuðu svæði í litlu landi sem mótrök gegn hnattrænni hlýnun. Einnig segir hann að Grænlandsjökull sé að hækka aftur en minnist ekkert á það hvernig hann fær það út.
Hér eru myndir sem sýna massabreytingar í Grænlandsjökli, fyrst neðan við 2000 m og síðan ofan við 2000 m:

Samtals gerir þetta þá:

Gervihnattagögnin ljúga varla.
Ég ætla ekki að gera það að venju minni að svara athugasemdum bloggfærslna hér, en mér fannst ég knúinn til þess að þessu sinni.
Blogg | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2009 | 21:56
Málið er...
... að í útreikningum Milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (The Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC), var tekin sú ákvörðun að miða ekki við mögulegar breytingar á jökulskjöldum Grænlands og Suðurskautsins, vegna þeirrar óvissu sem var á hvort og hve mikið þeir myndu bráðna. Útreikningar hingað til og áætlanir um hækkun sjávar hafa því miðað við útþennslu sjávar við hlýnun og við bráðnun minni jökla:
Líkleg hækkun sjávaryfirborðs til loka aldarinnar er háð því hversu mikið hlýnar, en varmaþennsla veldur um 70% af hækkuninni. Stór óvissuþáttur í sjávaryfirborðshækkun felst í hugsanlegum breytingum á ísflæði í stóru íshvelunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Þessi óvissuþáttur er ekki tekinn inn í útreikninga IPCC, en gæti aukið við sjávaryfirborðshækkunina. Hér að neðan verður því miðað efri mörk hækkunarinnar sem kemur fram hjá IPCC. Þetta er ófullkomin aðferð við að vega saman óþekkta óvissu vegna hugsanlegrar aukningar ísflæðis og þekktrar óvissu vegna annarra þátta, og mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að útiloka mun meiri sjávaryfirborðshækkun.
Sjá skýrslu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb). *
*óvíst er hvort áhrifin verði svo mikil hér á landi vegna jarðskorpuhreyfinga af völdum minna fargs frá jöklum - fjalla um það síðar.
Hægt er að lesa um niðurstöður þær sem fréttin vísar í, í þessari skýrslu hér (Update on selected issues of concern pdf ~9 Mb).
Ég hef ekki séð sjálfa fréttina í Morgunblaðinu, en í skýrslunni segir meðal annars:
Glaciers can be difficult to use as indicators of change, in part because melt area is not direct a measure of change as the change in mass of glacier, but mass is more difficult to measure. Chenges in mass correspond to accumulation or loss of ice. Nearly all glaciers studied are decreasing in mass, sesulting in rising sea level as the water drains to the ocean. Excluding Antarctica and Greenland, the rate of sea level rise from glacial melt is estimated at 0,58 millimeters fer year from 1961 to 2005, with að higher rate of 0,98 milleters per year between 1993 and 2005. The largest contributors to this rise are glaciers in Alaska and other parts of the Arctic, and the hig mountain of Asia. By 2100, glacial melt may increase sea level further 0,1 to 0,25 meters.
Þá segja þeir frá því að bráðnun á Grænlandi fyrir árið 2007 hafi verið það mesta frá því mælingar hófust (1973):
Mynd úr skýrslunni sem sýnir frávik í lengd sumarbráðnunar á Grænlandi, fyrir árið 2007 í samanburði við meðaltal áranna 1973-2000.
![]() |
Þrefalt meiri hækkun sjávar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.3.2009 | 23:01
Jákvæð frétt

![]() |
Japanir beita grænum aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 22:28
Ráðstefnan.
Þeir sem ekki vita, þá byrjaði þessi ráðstefna á þriðjudaginn og endaði í dag. Nú þegar hefur ýmislegt áhugavert komið fram, eins og ég hef minnst á áður (t.d. ný gögn um súrnun úthafana)
Fyrir þá sem vilja lesa um ráðstefnuna, þá er heimasíða hennar hér. Þar má meðal annars komast í ágrip erinda með því að fara inn á þessa síðu og velja eitthvert session (eftir því hvað hentar hverjum), t.d. session 4 (Vulnerability in Carbon Sinks-fjallað um kerfi sem gleypa CO2 t.d. hafið og hitabeltisfrumskógarnir).
Vísindamenn sendu frá sér fréttatilkynningu með 6 atriðum í lok ráðstefnunarinnar:
Concress key findings - final press release
Hér eru skilaboðin (lauslega þýdd og nokkuð stytt):
Lykilskilaboð 1: Loftslagsbreytingar
Nýjar ransóknir benda til að svartsýnustu spár IPCC séu að rætast. T.d. Hnattrænn meðalhiti yfirborðs jarðar, hækkun yfirborðs sjávar, breytingar í hafís, súrnun úthafana og öfgar í veðri. Margt bendir til að breytingarnar verði hraðari sem leitt geti til að skyndilegra og óbreytanlegra loftslagsbreytinga.
Lykilskilaboð 2: Samfélagsleg upplausn
Rannsóknir sýna að samfélög eru gríðarlega viðkvæm fyrir smávegilegum loftslagsbreytingum, fátæk ríki eru í sérstakri hættu. Það yrði erfitt fyrir okkur nútímamenn að ráða við, ef hækkun í lofthita færi yfir 2 gráður á selsíus.
Lykilskilaboð 3: Langtímamarkmið
Fljótvirk, samfelld og áhrifarík vöktun, með hnattrænni og svæðsibundinni samvinnu er nauðsynleg til að forða okkur frá hættulegum loftslagsbreytingum. Ef farið er hægar í rannsóknirnar er hætt við að ekki verði aftur snúið. Því seinna sem brugðist er við, því erfiðara verður að snúa þróuninni við.
Lykilskilaboð 4: Sanngirni
Loftslagsbreytingar hafa og munu hafa mismunandi áhrif á fólk eftir löndum og landshlutum, hafa mismunandi áhrif á þessa kynslóð og næstu, og á samfélag manna og lífríki jarðar. Öryggisnet þarf að setja upp fyrir þá sem eiga í mestum erfiðleikum með að ráða við áhrif loftslagsbreytinga.
Lykilskilaboð 5: Aðgerðarleysi er óafsakanlegt
Það eru engar afsakanir fyrir aðgerðarleysi. Við höfum nú þegar mörg tól og nálganir til að glíma við loftslagsbreytingar. Þau þarf að nota til að draga úr kolefnisnotkun hagkerfisins.
Lykilskilaboð 6: Standast áskorunina
Til að breyta samfélaginu svo það standist loftslagsbreytinga-áskoruninni, verðum við að velta þungu hlassi og grípa gæsina þegar hún gefst [Nú var ég að komast í þýðingagírinn en komst ekki lengra í bili]
![]() |
Jörðin hlýnar hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 23:22
Ráðstefnur um loftslagsmál
Á visir.is birtist grein í dag um ráðstefnu, sem ég var reyndar búinn að frétta af á öðrum vettvangi. Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum
Jörðin sögð kaldari en fyrir þúsund árum
Yfir sjötíu vísindamenn sem efast um að Jörðinni stafi ógn af hlýnun af mannavöldum sitja nú ráðstefnu í New York.
Ráðstefnan í New York er sannarlega alþjóðleg. Vaclav Klaus forseti Tékklands setti hana í gær en Tékkland fer nú með forsæti í Evrópusambandinu. Klaus hefur sjálfur sagt að það sé vitleysa að Jörðin sé að hlýna af mannavöldum.
Það er The Heartland Institute sem gengst fyrir ráðstefnunni en sú stofnun telur bölsýnisspár um framtíð jarðarinnar alrangar.
Stofnunin segir að yfir 31 þúsund bandarískir vísindamenn hafi undirritað yfirlýsingu þess efnis að hlýnandi loftslag ógni ekki framtíð Jarðarinnar.
Fjölmiðlafulltrúi The Heartland Institute segir að tilgangurinn með þessari ráðstefnu sé að sýna stjórnmálamönnum og almenningi að umræðunni um hlýnun jarðar sé alls ekki lokið.
Það sé marg sem menn séu ekki sammála um og að alvöru vísindi sýni að Jörðin sé ekki að hlýna.
Hann segir að á seinni hluta tuttugustu aldar hafi jörðin hlýnað örlítið enda verð á leið út úr ísöld. Hún sé hinsvegar miklu svalari núna en hún var fyrir þúsund árum.
Hér er heimasíða Heartlands og heimasíðu ráðstefnunnar. Um að gera að kynna sér málið, en hægt er að horfa á vídeó og fleira frá ráðstefnunni.
Það er vissulega hægt að hafa efasemdir um gæði ráðstefnu sem eingöngu er ætluð að fjalla um hlýnun jarðar á einn veg, eins og auglýsing frá þeim gefur til kynna:
Einnig getur maður sett spurningar við það að The Heartland Institute er stofnunin sem styrkir þessa ráðstefnu. Þetta er sama stofnunin og sögusagnir eru um að haldi uppi áróðri gegn því að óbeinar reykingar séu skaðlegar, hversu skynsamlegt sem það er. Þeir sem hafa styrkt Heartland Institude eru meðal annars tóbaksfyrirtækin vestra og t.d. olíufyrirtækið Exxon (og fleiri fyrirtæki tengd olíuiðnaðinum í bandaríkjunum). Því er það vissulega spurning hversu hlutlaus stofnun þetta er?
Þá getur maður líka sett spurningar við þá vísindamenn sem tala á þessari ráðstefnu, samanber grein sem ég rakst á á netinu:
Það verður samt fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessari ráðstefnu, það verður allavega áhugavert hvort eitthvað nýtt kemur fram, eitthvað sem er óhrekjanlegt varðandi það að hlýnun jarðar (af mannavöldum) sé rugl.
Ráðstefnan sem menn eru síðan að bíða eftir verður í Kaupmannahöfn næsta vetur á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Ef menn nenna ekki að bíða eftir því, þá er önnur ráðstefna í mars, einnig í Kaupmannahöfn á vegum International Alliance of Research Universities (IARU sem gæti þýtt á íslensku alþjóðleg samtök rannsóknaháskóla).
Blogg | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)