Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 21:49
Flundran
Hér er áhugaverð grein úr fréttablaðinu. Bæði veiðimenn og vísindamenn eru í raun að kenna hlýnun sjávar um veikingu bleikjustofnsins. Talið er nefnilega að Flundran sé að aukast hér við land vegna hlýnunar sjávar, eins og sjá má í skýrslunni sem gefin var út í fyrra um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb).
Hér er greinin úr fréttablaðinu, smella á tvisvar til að stækka í lesanlegt horf.
30.4.2009 | 21:43
Spurning um siðferði
Án þess að ég ætli að blanda mér mikið í deilur um olíuleitina (sem jarðfræðingur þá finnst mér það spennandi, en hef áhyggjur af umhverfisáhrifunum), þá vil ég benda á siðferði þessarar fullyrðingar félagsmálaráðherra. Feitletra það sem ég hjó eftir.
Með breytingunum skapast nýtt ástand í nánasta nágrenni Íslands í norðri. Við verðum að aðlaga okkur að því og nýta þau tækifæri sem felast í breyttu ástandi. Við bentum á að innan fárra ára kynnu að opnast ný siglingaleið til Kyrrahafsins um Norður-Íshafið. Þá geti verið hagkvæmt að hafa umskipunarhöfn á Íslandi fyrir flutninga á milli Evrópu og Norður-Ameríku yfir til Asíu."
Fyrst og fremst finnst mér að við íslendingar ættum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ástandið breytist ekki (við eigum ekki að þurfa neinar undanþágur frá losun CO2). Við þurfum að gera okkar til að draga úr útblæstri á CO2, því við og aðrar iðnvæddar þjóðir erum að skapa geigvænlegt ástand í vanþróaðri löndum og þá sérstaklega í löndum umhverfis miðbauginn.
Þar eru lönd sem hafa lítið gert til að skapa þetta ástand, en þau verða verst úti - minni úrkoma yfir árið, en samt meiri rigning á styttri tíma - það munu því skiptast á þurrkar og hrikaleg flóð í mörgum af þessum löndum. Hækkandi sjávarstaða skapar síðan vandamál fyrir margar af fjölmennustu þjóðirnar, en margar af stærstu borgum heims eru við sjávarmál.
Mögulega jákvætt fyrir Ísland: Margt bendir til þess að einhver partur af hlýnuninni geti verið til góðs fyrir Íslendinga - mögulega opnast siglingaleiðir, mögulega eykst gróður og allavega eykst tímabundið rennsli í jökulám (til að virkja), jafnvel getur verið að nýta nýjar tegundir dýra til sjávar og sveita (ræktun á strútum kannski ). Svona má eflaust lengi telja.
Mögulega neikvætt fyrir Ísland: Siglingaleiðir við Ísland (mengunarslys aukast), ágengar tegundir nema land (gróður, skordýr o.fl). Fergingalosun við bráðnun jökla - auknar líkur á eldgosum. Þetta er ekki tæmandi heldur (t.d. sýring sjávar sem er hluti af CO2 vandamálinu og hefur áhrif á grunnstoðir lífríkis sjávar).
Ég vil þó segja að þótt ekkert neikvætt fylgi þessari hlýnun fyrir okkur Íslendinga, þá er það rangt siðferði að ætla að hagnast á ástandinu, hagnast á eymd annarra - sérstaklega ef við gerum ekki okkar besta til að draga úr losun á CO2. Við erum ekki að standa okkur vel í að draga úr losun.
Hlýnunin felur í sér tækifæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2009 | 20:13
Nýjasta Nature
Fróðlegt væri að nálgast nýjasta heftið af Nature, en þetta hefti er að hluta tileinkað loftslagsbreytingum:
Latest content : The Climate Crunch
Research published in Nature reveals that once a trillion tonnes of anthropogenic carbon has been released into the atmosphere, a peak global warming exceeding 2°C is likely. Yet only a third of economically recoverable oil, gas and coal reserves can be burned before 2100 if that 2°C warming is to be avoided. Faced with this climate crunch, three news features ask: will cutting back on carbon be tougher than we think? Can we drag CO2 directly from the air? And could we cool the planet with a wisp of mist? The worst-case scenario is a world in 2100 that has twice the level of pre-industrial CO2 in the atmosphere. If we want to avoid that, the time for action is now, says Nature
29.4.2009 | 23:14
Uppfærsla - bráðnun hafíss á Norðurskautinu.
Bráðnun hafíss á Norðurskautinu virðist samkvæmt þessari mynd ganga hægar en búist var við:
Bráðnun það sem af er 2009 nálgast meðaltalið (mynd NSIDC).
Það verður fróðlegt að sjá hvað þeir segja um apríl mánuð, en fréttatilkynning kemur yfirleitt frá NSIDC þegar um vika er liðin af hverjum mánuði. (sjá síðasta mánuð)
29.4.2009 | 21:52
Uppfærsla - Wilkins íshellan
Það var í fréttum um daginn að ísbrúin sem hélt Wilkins íshellunni saman væri brostin (sjá færslu). Í kjölfarið bjuggust vísindamenn við því að íshellan myndi byrja að brotna upp næsta sumar (á Suðurskauti - þar er vetur nú).
Nú hafa borist myndir frá gervihnettinum TerraSAR-X sem sýna að hún er nú þegar byrjuð að brotna upp.
Mynd frá TerraSar gervihnettinum (smelltu á myndina tvisvar til að sjá hana stærri).
29.4.2009 | 21:51
Samhljóða álit vísindamanna
Ég fékk athugasemd við síðustu færslu, frá honum Magusi, sem ég var búinn að lofa að svara, þegar ég hefði tíma.
Hann vitnar einnig í texta á heimasíðu - Hér - en segir ennfremur:
"Concensusinn" sem skýrsla SÞ um hnatthlýnunina átti að sýna fram á er algjörlega fallinn. Fram hafa komið vísindamenn sem tóku þátt í skapa þá skýrslu en hafa skipt um skoðun. Á alþjóðlegum ráðstefnum hafa komið fram næstum 700 vísindamenn sem mótmæla Al Gore og skýrslu SÞ., þ.á.m. vísindamenn sem tóku þátt í skýrslu SÞ. Þessir næstum 700 vísindamenn sem mótmæla kenningu SÞ eru 12 sinnum fleiri en þeir sem veittu samþykki sitt.....
En þetta fréttist bara ekki ef menn treysta á Moggann eða CNN. Þetta hefði átt að vekja mikla athygli, alveg eins og atvik sem hafa komið fram þar sem menn hafa verið að falsa gögn, t.d. með því að birta gamlar myndir og gögn ár eftir ár....til að "sanna" hnatthlýnunina.
Ég gerði smá gúggl - og komst að ýmsu varðandi þessar fullyrðingar og notast við nokkrar upplýsingar, sem gagnlegt er að skoða.
Climate Progress - þessi fer mjög ítarlega í málið, svo ítarlega að ég hef ekki haft tíma né nennu til að lesa.
650 climate scientists - þessi flokkar niður vísindamennina (sem voru 650 þegar hann skrifaði þetta) og fékk eftirfarandi út:
16 % með góðan vísindalegan bakgrunn í loftslagsfræðum.
27% með mögulega vísindalegan bakgrunn sem hægt er að tengja loftslagsfræðum.
51% með vísindalegan bakgrunn sem er ekki hægt að tengja loftslagsfræðum.
7% með engan vísindalegan bakgrunn.
Fullyrðing 1: Consensus (almennt samhljóða álit) er fallið.
Svar: Ekkert bendir til að almennt samhljóða álitið sé fallið, einstaka vísindamenn eru ósammála um að það sé að hlýna af mannavöldum - en þeir hafa ekki getað bent á aðrar skýringar fyrir hlýnun jarðar - rök þeirra hafa verið hrakin. Því er hið almenna samhljóða álít nokkuð traust.
Fullyrðing 2: Fram hafa komið vísindamenn sem tóku þátt í skýrslunni en hafa skipt um skoðun.
Svar: Það eru þrír vísindamenn (af 618) sem eru á listanum yfir þá vísindamenn sem hafa skipt um skoðun. Tveir þeirra Erich Roeckner og Oliver Frauenfeld og eru þeir aðallega ósáttir við þau líkön sem notuð eru, ekki hef ég heyrt að þeir hafi skipt um skoðun. Aftur á móti hefur einn skipt um skoðun, hann heitir John Christy.
Fullyrðing 3: Á alþjóðlegum ráðstefnum hafa komið fram næstum 700 vísindamenn sem mótmæla Al Gore og skýrslu SÞ., þ.á.m. vísindamenn sem tóku þátt í skýrslu SÞ. Þessir næstum 700 vísindamenn sem mótmæla kenningu SÞ eru 12 sinnum fleiri en þeir sem veittu samþykki sitt.....
Svar: Jahá, þeir eru komnir í 700 - sjá fyrir ofan hlutfall þeirra (650) sem voru þegar það svar kom. Efast um að hlutfallið hafi breyst. Þeir sem komu að gerð fyrsta verkhóp (WG1) voru held ég 618 (tala sem ég fékk einhvers staðar á netinu). Miðað við hversu lítill hluti vísindamanna úr loftslagsgeiranum komu að þessum mótmælum, þá eru undarleg fullyrðing að þeir séu 12 sinnum fleiri.
Fullyrðing 4: En þetta fréttist bara ekki ef menn treysta á Moggann eða CNN. Þetta hefði átt að vekja mikla athygli, alveg eins og atvik sem hafa komið fram þar sem menn hafa verið að falsa gögn, t.d. með því að birta gamlar myndir og gögn ár eftir ár....til að "sanna" hnatthlýnunina.
Svar: Þetta vakti töluverða athygli, en líkleg ástæða þess að þetta kom ekki hingað til Íslands var líklega það að þau rök sem koma fram í þessari skýrslu voru svo léleg að þau voru hrakin og það þurfti enga 650 til að hrekja þessi rök, nokkra bloggara. Hitt er ljóst að fjölmiðlar á Íslandi eru frekar lélegir miðað við marga fjölmiðla í útlöndum, en við sem kunnum ensku getum þá gert okkar besta við að kynna það sem við rekumst á.
Meira lestrarefni um þessa skýrslu: Greenfyre's og Pseudoscience
Mótrök | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.4.2009 | 21:56
Málið er...
... að í útreikningum Milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (The Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC), var tekin sú ákvörðun að miða ekki við mögulegar breytingar á jökulskjöldum Grænlands og Suðurskautsins, vegna þeirrar óvissu sem var á hvort og hve mikið þeir myndu bráðna. Útreikningar hingað til og áætlanir um hækkun sjávar hafa því miðað við útþennslu sjávar við hlýnun og við bráðnun minni jökla:
Líkleg hækkun sjávaryfirborðs til loka aldarinnar er háð því hversu mikið hlýnar, en varmaþennsla veldur um 70% af hækkuninni. Stór óvissuþáttur í sjávaryfirborðshækkun felst í hugsanlegum breytingum á ísflæði í stóru íshvelunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Þessi óvissuþáttur er ekki tekinn inn í útreikninga IPCC, en gæti aukið við sjávaryfirborðshækkunina. Hér að neðan verður því miðað efri mörk hækkunarinnar sem kemur fram hjá IPCC. Þetta er ófullkomin aðferð við að vega saman óþekkta óvissu vegna hugsanlegrar aukningar ísflæðis og þekktrar óvissu vegna annarra þátta, og mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að útiloka mun meiri sjávaryfirborðshækkun.
Sjá skýrslu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb). *
*óvíst er hvort áhrifin verði svo mikil hér á landi vegna jarðskorpuhreyfinga af völdum minna fargs frá jöklum - fjalla um það síðar.
Hægt er að lesa um niðurstöður þær sem fréttin vísar í, í þessari skýrslu hér (Update on selected issues of concern pdf ~9 Mb).
Ég hef ekki séð sjálfa fréttina í Morgunblaðinu, en í skýrslunni segir meðal annars:
Glaciers can be difficult to use as indicators of change, in part because melt area is not direct a measure of change as the change in mass of glacier, but mass is more difficult to measure. Chenges in mass correspond to accumulation or loss of ice. Nearly all glaciers studied are decreasing in mass, sesulting in rising sea level as the water drains to the ocean. Excluding Antarctica and Greenland, the rate of sea level rise from glacial melt is estimated at 0,58 millimeters fer year from 1961 to 2005, with að higher rate of 0,98 milleters per year between 1993 and 2005. The largest contributors to this rise are glaciers in Alaska and other parts of the Arctic, and the hig mountain of Asia. By 2100, glacial melt may increase sea level further 0,1 to 0,25 meters.
Þá segja þeir frá því að bráðnun á Grænlandi fyrir árið 2007 hafi verið það mesta frá því mælingar hófust (1973):
Mynd úr skýrslunni sem sýnir frávik í lengd sumarbráðnunar á Grænlandi, fyrir árið 2007 í samanburði við meðaltal áranna 1973-2000.
Þrefalt meiri hækkun sjávar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afleiðingar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2009 | 18:33
Climate Denial Crock - hlýnun frá 1998!
Alltaf áhugavert að skoða nýjasta Climate Denial Crockið.
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 22:44
Loftslagspólitík
Ég var á því í gærkvöldi að hætta þessu bloggi, en vegna hvatningar frá bloggvinum og út af tölvupósti sem ég fékk, þá hef ég ákveðið að halda áfram. Þessi færsla og síðasta eru líklega undantekningafærslur, því ég fjalla lítið um pólitík hér, en meira um fræðin á bak við kenningarnar á bak við hlýnun jarðar af mannavöldum, svona eins og ég skil þau - þá fjalla ég stundum um mótrökin og hyggst gera það áfram.
---
Mig langar að benda á tvær greinar sem birtust í erlendum veftímaritum í dag og eru nokkuð "pólitískar" og þótt þær hafi birst í dag, þá eru þær nokkuð samhljóma þeirri ályktun minni í gær að hætta mögulega að eyða tíma í að rökræða þessi mál hér. Önnur greinin birtist í Huffington Post og heitir: Quit Arguing With Douchebags that Everyone Hates (dálítið harðorð grein og vil ég ekki meina að allir sem aðhyllast ekki kenninguna um hlýnun jarðar séu sturtusáputöskur ;o) og hin birtist í The Guardian og heitir: The truth about climate change.
Ég ætla mér ekki að þýða þessar greinar, en þær sýna vel andrúmsloftið sem er í gangi út í hinum stóra heimi, þ.e. að það sé tímasóun að halda uppi rökræðum um hlýnun jarðar af mannavöldum og að nú sé tími til að hætta því og huga að lausnum vegna þess aðsteðjandi vanda sem liggur fyrir.
----
Einnig vil ég benda á áhugaverða bloggfærslu sem ég las áðan um falsanir og mistúlkanir olíuiðnararins á gögnum sinna eigin vísindamanna - sjá hér og greinin sem hann vísar í er úr The New York Times og má sjá hér.
Þetta er það sem olíuiðnaðurinn tjáði umheiminum:
"The role of greenhouse gases in climate change is not well understood... scientists differ" on the issue.
Þ.e. "Áhrif gróðurhúsalofttegunda á loftslagsbreytingar eru lítið þekktar... vísindamönnum ber ekki saman um málefnið."
Það sem vísindamenn höfðu tjáð sínum yfirmönnum var aftur á móti þetta:
The scientific basis for the Greenhouse Effect and the potential impact of human emissions of greenhouse gases such as CO2 on climate is well established and cannot be denied.
Þ.e. "Vísindalegur bakgrunnur gróðurhúsaáhrifanna og hugsanleg áhrif útblásturs manna á gróðurhúsalofttegundum eins og CO2 á loftslag er vel ígrundað og er ekki hægt að draga í efa."
En nóg um pólitík og afneitunariðnaðinn. Hann sér um sig sjálfur.
Pólitík | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 23:47
Hví að blogga um loftslagsmál?
Ég tók það upp hjá sjálfum mér að blogga um loftslagsmál fyrir nokkrum vikum síðan, því mér fannst sem sumir bloggarar og lesendur þeirra væru í mörgum tilfellum að fara með rangt mál, en margir hverjir hafa ansi skrítnar upplýsingar í höndunum um það hvað er að gerast á þessari jörð - sumir halda að ekki sé að hlýna, aðrir segja að ekki sé að hlýna af mannavöldum og sumir halda því jafnvel fram að það sé bara gott ef það er að hlýna. Áður hafði ég skautað í gegnum hitt og þetta og komist að þeirri niðurstöðu að líklega væri jörðin að hlýna og að allt benti til þess að það væri af mannavöldum, en ég var alls ekki viss en hafði gaman af því að rökræða þessi mál og finna upplýsingar með og á móti. Skemmtilegt áhugamál jafnvel.
Fyrst eftir að ég byrjaði að blogga um þetta, þá tók ég það því upp á mitt einsdæmi að skoða þær upplýsingar sem eru til á netinu, en netið er endalaus uppspretta upplýsinga um hin ýmsustu álitamál. Ég hef eytt ótal kvöldstundum síðustu vikur við að skoða hitt og þetta um þessi mál, en á netinu má finna hafsjó af upplýsingum um hlýnun jarðar af mannavöldum og einnig fullt af síðum um menn sem fullyrða að kenningin sé röng.
Ég las bókina Gróðurhúsaáhrif og Loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson, auk þess sem ég hef blaðað í gegnum skýrslu sem gefin var út í fyrra um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb). Þessi rit eru á vel skiljanlegu máli og enginn heimsendastíll í þeim, en rauði þráðurinn er þó sá að hlýnun jarðar af mannavöldum er raunveruleg og áhrifa þeirra gætir nú þegar og að allt bendir til þess að þetta eigi eftir að versna.
Þetta var í ákveðinni mótsögn við margt af því sem maður hefur verið að lesa á erlendum netsíðum, en þar eru ákveðnar síður sem endurspegla þær skoðanir sem margir netverjar íslenskir halda fram um hlýnun jarðar, að búið sé að afsanna kenningar um hlýnun jarðar af mannavöldum, talað um samsæri vísindamanna og annað í svipuðum stíl.
Svo rak á fjörur mínar Ritið: 1/2007 og Ritið 2/2008 (takk Guðni). Það síðarnefnda verð að segja að ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um loftslagsbreytingar - þá á ég að sjálfsögðu við greinarnar sem fjalla um hlýnun jarðar (en fjölbreyttar greinar um önnur mál eru í þessu tímariti).
Ég ætla að fjalla lítillega um Ritið 2/2008, en mæli einnig með grein Guðna í Ritinu 1/2007 sem fjallar um gróðurhúsaáhrifin og íslenska umræðuhefð.
Þar er grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem heitir Viðhorf og vistkreppa, sem er eiginlega sögulegt yfirlit um hugmyndir að vistkreppu, auðlindaþurrð og hlýnun jarðar. Einn punktur vakti helst athygli mína en það er að spár um framtíðina (t.d. hlýnun jarðar), eru ekki í raun forsagnir um það sem koma skal, heldur aðvaranir um það sem getur gerst ef ekki verður brugðist við, því falla þessar spár um sjálft sig ef brugðist er við vandanum (eins og gert var með ósonlagið). Þetta eru því ekki í raun heimsendaspámenn, heldur eru þetta aðvaranaorð frá mönnum sem hafa vit í sínu fagi. Lokaorðin voru líka viðeigandi:
Að lokum er rétt að tilfæra hér frægt spakmæli frá Kenía sem lýsir kjarna málsins. Í rauninni ættu allar ritsmíðar um umhverfismál að enda á því:
Við höfum ekki fengið jörðina til eignar frá foreldrum okkur; við höfum hana að láni frá börnunum okkar.
Grein Halldórs Björnssonar og Tómasar Jóhannessonar er skyldulesning, þar er fjallað um á einföldu máli hvað er lagt til grundvallar kenningunni um gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar og afleiðingar þeirra. Einnig er farið yfir nokkur rök efasemdamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum og þau hrakin.
Þarna var einnig grein eftir Snorra Baldursson um áhrif hlýnunar á lífríki jarðar og Íslands, svolítið yfirborðskennt enda um víðfeðmt efni að ræða og erfitt að kafa djúpt í slíkt í lítilli grein í tímariti - þetta efni á erindi í bók og mæli ég með að einhver kýli á að skrifa þá bók. Fínt yfirlit samt.
Þá er merkileg grein eftir Guðna Elísson um efahyggju og afneitun. Fjallar hann um pólitíkina í kringum þetta viðfangsefni og umfjöllun manna hér á landi um hlýnun jarðar. Mjög uppljóstrandi og lýsir hann ótta frjálshyggjumanna við þessar kenningar og hvernig þær geti grafið undan þeirra hugmyndum um frelsi (þetta er mín túlkun). Hann vitnar í Hannes Hólmstein hér:
"Hvers vegna ættum við að afsala okkar þægilegu lífi venjulegs Vesturlandamanns fyrir orð þeirra ein? Kapitalisminn hefur fært okkur stórkostleg lífsgæði. Ég ætla ekki í björgunarbátana, fyrr en ég er viss um, að skipið sé að sökkva," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarsson í einni af mörgum greinum sínum um umhverfismál um þá sem varað hafa við hættunni af alvarlegum loftslagsbreytingum. Skipið sem Hannes vísar til er jörðin sjálf, en Hannes fer ekki nánar út í hvert hann ætlar að fara.
Það sem vakti þó einna helst athygli mína var þýdd grein í Ritinu og er eftir George Monbiot, en sú grein fjallar um afneitunariðnaðinn. Eftir lestur þeirrar greinar áttar maður sig á þeim sterku öflum sem hvíla þungt á baki margra af þeim röddum sem eru hvað háværastar um það að hlýnun jarðar af mannavöldum sé bull. Búið er að sá efasemdafræjum víða (og hér á landi virðast þau vaxa vel).
Margir geta vottað það að ég hef verið duglegur síðustu vikur að blogga um þetta málefni og jafnvel svarað færslum annarra um þessi mál og reynt að rökstyðja mál þeirra sem halda því fram að hlýnun jarðar af mannavöldum sé veruleiki. En alltaf koma upp aftur og aftur sömu rökin, sem hafa verið hrakin og því fer þetta að verða leiðingjarnt til lengdar. Því er ég mikið að íhuga að hætta þessu bara, leyfa efasemdaröddunum að eiga sig, enda virðist pólitíska landslagið loks vera að lagast út í hinum stóra heim (Obama virðist ætla að gera góða hluti og loks er kominn forseti sem er ekki í eigu afnetunarsinnanna). Þá er sá flokkur hér á landi sem er hvað harðastur á því að hlýnun jarðar af mannavöldum sé ekki staðreynd, kominn í stjórnarandstöðu og vonandi tekur við ríkisstjórn sem tekur á þessum málum af festu.
Því er það eingöngu vandræðalegt að hér á landi skuli vera svona sterkar raddir á móti kenningunni um hlýnun jarðar, en ég held að það muni ekki hafa nein úrslitaáhrif á þróunina hnattrænt séð - þótt vissulega séu Íslendingar hálfgerðir umhverfissóðar hvað varðar útblástur CO2 - og þótt eingöngu væri fyrir stolt okkar sem upplýsta þjóð, þá ættum við að standa okkur betur.