Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
13.9.2009 | 18:54
Súrnun sjávar - Loftslag.is
---
Til að lesa alla greinina, klikkið á Loftslag.is - einnig er boðið upp á spjallborð, sjá tengil á hliðarstikunni á Loftslag.is.
Loftslag.is opnar formlega þann 19. september, en hægt er að kíkja á ýmsar síður nú þegar.
12.9.2009 | 13:35
55.000 dagar og opnun vefsíðunnar Loftslag.is
Eftir viku eða þann 19. september mun vefsíðan Loftslag.is opna með formlegum hætti. Hún er ætluð sem upplýsingaveita um loftslagsbreytingar, orsakir og afleiðingar þeirra, ásamt hugsanlegum lausnum. Hér verða fréttir úr vísindaheiminum er varða loftslagsmál. Bloggfærslur ritstjórnar verða fastir liðir ásamt gestapistlum. Við munum leitast við að fá gestapistla um efni tengt loftslagsmálum á síðuna. Sagt verður frá ýmsum málefnum er varða þetta efni, ásamt myndböndum og ýmiskonar tenglum sem fjalla um málefnið. Farið verður yfir helstu vísindalegu hugmyndir á bakvið fræðin, þar sem farið er í kenninguna, afleiðingarnar, lausnirnar ásamt ýmsum spurningum og svörum og síðast en ekki síst verða mýtur í loftslagsmálum skoðaðar. Þessar síður eru í vinnslu en hægt er að kíkja á hluta síðunar fram að formlegri opnun. Eftir opnunina þann 19. september verður opnað fyrir athugasemdakerfið í fréttunum og blogginu og miðillinn verður lifandi með virkri þátttöku lesenda. Þanngað til er þó opið Spjallborð sem finna má á hliðarstikunni. Opnunin verður formlega þann 19. september klukkan 18.
19. september var valin vegna þess að þá eru liðnir 55.000 dagar frá fæðingu Svante Arrhenius. Hann var einn af þeim fyrstu sem gerði tilraun til að reikna út hugsanleg áhrif á aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Hann fæddist þann 19. febrúar árið 1859 og dó 2. október 1927.
Arrhenius áætlaði að við tvöföldun koldíoxíðs í andrúmsloftinu myndi hitastig hækka um 5-6°C, síðar lækkaði hann þetta mat sitt. Samsvarandi tala hjá IPCC er á bilinu 2-4,5°C. Það má því kannski segja að hann sé einn af frumkvöðlum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin. Arrhenius verður því einskonar verndari síðunnar.
Endilega skoðið síðuna strax í dag á Loftslag.is, einnig geta Facebook notendur verið með á Facebook-síðunni Loftslag.is
11.9.2009 | 08:36
Lausnir og aðlögun - Loftslag.is
Lausnir
Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda, svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina.
Minni losun
Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Eitt af grunnatriðum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin gerir ráð fyrir því að gróðurhúsalofttegundir valdi hækkandi hitastigi. Þar af leiðandi eru t.d. lausnir þar sem gert er ráð fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda mikilvægar í mótvægisaðgerðunum vegna hlýnunar jarðar. Betri nýting orkunar er t.d. einn af þeim þáttum...
Til að lesa alla greinina, klikkið á Loftslag.is - einnig er boðið upp á spjallborð, sjá tengil á hliðarstikunni á Loftslag.is.
Loftslag.is opnar formlega þann 19. september, en hægt er að kíkja á ýmsar síður nú þegar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.9.2009 | 16:03
Mýta - síða af Loftslag.is
Mýta: Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar
Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að maðurinn hafi ekkert með loftslagsbreytingar að gera, að hlýnunin nú sé af völdum náttúrulegra ferla og þess vegna sé það sólin sem hafi langmestu áhrifin.
Útgeislun sólar
Sólin er varmagjafi jarðar og gríðarlega öflug, en án gróðurhúsaáhrifanna þá myndi ríkja fimbulkuldi á jörðinni. Sveiflur í sólinni hafa þó haft gríðarleg áhrif á sveiflukennt hitastig jarðarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að góð fylgni var á milli útgeislunar sólarinnar í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu.....
Til að lesa alla greinina, klikkið á Loftslag.is - einnig er boðið upp á spjallborð, sjá tengil á hliðarstikunni á Loftslag.is.
Loftslag.is opnar formlega þann 19. september, en hægt er að kíkja á ýmsar síður nú þegar.Mótrök | Breytt 10.9.2009 kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 23:28
Eru vísindamenn ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum?
Hér er ein síða sem búin var til fyrir loftslag.is - hún fjallar um eina af klassísku mýtunum sem notaðar eru í loftslagsumræðunni.
Mýta: Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum.
Þessi mýta virðist miða að því að fyrst vísindamenn séu ekki sammála um ástæður hlýnunarinnar þá sé ekki ástæða til að gera neitt í málunum. Ein sterkasta grunnstoðin í kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er skýrsla IPCC, en þar tóku vísindamenn aðildarlanda sameinuðu þjóðanna sig saman og gerðu einskonar úttekt á stöðunni. Því er skýrsla IPCC oft skotmark þessarar mýtu og hún dregin í efa á þeim forsendum að fjölmargirvísindamenn sem tóku þátt í gerð hennar séu afhuga henni núna.
Það skal tekið fram að það er ekki sérlega vísindalegt að vera sammála - vísindamenn eru sífellt að reyna að hrekja ríkjandi kenningar - aftur á móti er það samhljóða álit vísindamanna nú að ekkert hefur enn komið fram sem hrekur kenninguna.
Nýleg skoðanakönnun
Síðastliðinn janúar var gerð skoðanakönnun meðal vísindamanna (Doran 2009) og niðurstaðan borin saman við gallúp könnun frá 2008. Höfundar könnunarinnar spurðu 3114 jarðvísindamenn eftirfarandi spurningu:
Do you think human activity is a significant contributing factor in changing mean global temperatures?
Lauslega þýtt: Telur þú að mannlegar athafnir sé stórvægilegur þáttur í að breyta hnattrænum meðalhita jarðar? Höfundar flokkuðu síðan vísindamennina niður eftir því hvort þeir voru virkir í að birta greinar, hvort þeir voru sérfræðingar í loftslagsfræðum og slíkt. Niðurstaða könnunarinnar má sjá hér:
Í könnuninnni kom fram að eftir því sem virkni rannsókna var meira og því meiri sem þeir unnu beinlínis við rannsóknir á loftslagi og loftslagsbreytingum, því líklegri voru þeir til að telja að hlýnunin væri af mannavöldum, einungis 58% almennings var á sömu skoðun. Lokaorð þeirra er:
It seems that the debate on the authenticity of global warming and the role played by human activity is largely nonexistent among those who understand the nuances and scientific basis of long-term climate processes. The challenge, rather, appears to be how to effectively communicate this fact to policy makers and to a public that continues to mistakenly perceive debate among scientists.
Lauslega þýtt: Það virðist sem rökræðan um ástæður hnattrænnar hlýnunar og hlutverk mannlegra athafna í henni sé lítil sem engin á meðal þeirra sem eru framarlega í að skilja vísindalegan grunn í langtíma loftslagsferlum. Helsta áskorunin viðist vera hvernig hægt er að koma þeim staðreyndum til yfirvalda og til almennings sem virðist enn halda að það séu enn rökræður um málið meðal vísindamanna.
Niðurstaða
Ekkert bendir til að vísindamenn séu almennt ósammála um að það sé að hlýna af mannavöldum - þeir fáu sem ósammála eru hafa ekki getað bent á aðrar skýringar fyrir hlýnun jarðar rök þeirra hafa verið hrakin. Því er hið almenna samhljóða álít nokkuð traust.
Heimildir og frekari upplýsingar:
Hér eru skýrsla sem sýnir úttekt á niðurstöðum vísindamanna á íslensku: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Niðurstaða könnunarinnar má sjá hér: Examining the Scientific Consensus on Climate Change (Doran 2009). Gallúp könnunina má sjá hér: 2008 Gallúp.
---
Á loftslag.is má sjá fleirir Mýtur.
Mótrök | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
6.9.2009 | 22:01
Ný heimasíða - Loftslag.is
Þeir sem skoða þessa bloggsíðu hafa mögulega tekið eftir breytingum á fjölda færsla og innihaldi. Ástæðan er sú að höfundur síðunnar hefur verið upptekinn við að setja upp heimasíðu um loftslagsbreytingar, ásamt Sveini Atla. Stefnt er á opnun síðunnar þann 19. september næstkomandi og verður slóðin http://www.loftslag.is, en nú er hægt að skoða hvernig hún mun líta út. Eitthvað af efni er komið inn, en það er enn verið að vinna í henni svo hún er ekki fullkláruð.
Þessi bloggsíða hér mun smám saman breytast enn meir og verða andlit heimasíðunnar í moggabloggheimum þar sem birtar verða fréttir og annað sem okkur mun þykja þess virði að tilkynna hér. Þessi bloggsíða mun því alls ekki deyja drottni sínum, en sinna aðeins öðru hlutverki en hingað til.
Fram að opnun loftslags.is er möguleiki að einstaka síða sem birt verður þar, rati einnig hér inn þá er um að gera að koma með athugasemdir og benda á hluti sem betur mega fara.
5.9.2009 | 20:40
Vendipunktar í loftslagi
Vendipunktar í loftslagi (e climate tipping point) er þegar sú staða kemur upp að loftslagið fer skyndilega úr einu stöðugu ástandi og yfir í annað stöðugt ástand (oft við magnandi svörun). Eftir að farið er yfir vendipunktinn þá er mögulegt að ekki verði aftur snúið.
Menn eru ansi hræddir við slíka vendipunkta og því vilja sumir nú beita loftslagsverkfræði (e. Geoengineering) til að koma í veg fyrir að farið verði yfir þá.
Eftir því sem hlýnar, þá verða breytingar á ýmsum þáttum sem eru stöðugir við hitastigið sem var áður - það er t.d. talið nokkuð ljóst að við ákveðið hitastig þá fari bráðnun Grænlandsjökuls af stað og ekki verði aftur snúið - hann myndi bráðna að fullu (það gæti þó tekið töluverðan tíma - jafnvel hundruðir ára).
James Hansen einn af helstu vísindamönnum hjá NASA og sá fyrsti sem talaði opinberlega um þá ógn sem hlýnun jarðar stefndi í, heldur því fram að ákveðnum vendipunkti sé náð og að ekki verði aftur snúið - að núverandi magn CO2 sé nóg til að þessum vendipunkti var náð.
"Further global warming of 1 °C defines a critical threshold. Beyond that we will likely see changes that make Earth a different planet than the one we know." Jim Hansen, director of NASA's Goddard Institute for Space Studies in New York.
Aðrir vísindamenn telja að um sé að ræða marga vendipunkta sem hafa áhrif á loftslagsbreytingar og að lítið þurfi til að færa nýja ástandið yfir í sama ástand aftur.
Dæmi
Dæmi um mögulega vendipunkta sem gætu fært loftslag yfir í nýtt stöðugt ástand eru t.d. eyðing frumskóga hitabeltisins, bráðnun hafíss og jökla, truflun á hafstraumum og vindakerfum (t.d. El NIno og monsún) og bráðnun sífrera.
Kenningar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2009 | 00:08
Nýr hokkístafur
Ég bara verð að fjalla smá um þessa frétt þótt Kjartan bloggvinur minn sé búinn að því.
Út er komin ný grein í Science sem mér sýnist að eigi eftir að setja allt á annan endan í loftslagsmálum. Nú þegar eru flestar fréttasíður á netinu og bloggsíður sem ég skoða byrjaðar að fjalla um greinina og nú þegar eru efasemdamenn um hlýnun jarðar búnir að dæma þessa grein sem ómerking. Ég hef ekki aðgang að Science og því verð ég að treysta því að umfjöllun um málið sé rétt. Einnig set ég töluvert af minni túlkun í þetta út frá þessari einu mynd.Málið snýst að mestu um nýtt graf sem sýnir þróun í hitastigi Norðurskautsins síðastliðin 2000 ár:
Myndin sýnir langvarandi kólnun á Norðurskautinu, sem endaði snögglega við upphaf iðnbyltingarinnar og með mikilli hlýnun síðastliðin 50 ár. Bláa línan sýnir mat á hitastig út frá proxýgögnum úr vatnaseti, ískjörnum og trjáhringum. Græna beina línan sýnir að leitnin var í átt til kólnunar. Rauða línan sýnir bein mæligögn á hitastigi. Mynd úr Science, breytt af UCAR).
Athugið að hér er ekki verið að fjalla um hnattræna lýnun, en hér eru proxýmælingar fyrir norðurhvel jarðar - Hokkístafurinn endurbætti:
Hokkístafurinn (Mann og fleiri 2008)
Það má eiginlega segja að báðir þessir ferlar sýni nokkurn vegin það sama - hitastig var búið að falla eitthvað síðastliðin 1000 ár (2000 ár skv. ferlinum úr nýju greininni og meira áberandi þar).
Hér er svo mynd sem sýnir áætlað hitastig núverandi hlýskeiðs í heild:
Áætlað hitastig núverandi hlýskeiðs. Nútíminn vinstra megin, hér má sjá hvernig hitastig hækkaði eftir kuldaskeið ísaldar og náði hæstu hæðum fyrir um 6-8 þúsund árum síðan (mynd wikipedia).
Á tölti í átt til til kuldaskeiðs ísaldar
Hlýnun jarðar af mannavöldum hefur strokað út þá kólnun sem orðið hefur undanfarin nokkur þúsund ár, sem orðið hafa vegna breytinga í sporbaug jarðar (Mynd: National Science Foundation)
Það er niðurstaða greinarinnar að breytingar í sporbaug jarðar hafi verið frumororsökin í þessari hægu kólnun í átt til kuldaskeiðs ísaldar - eins og gerist alltaf á hlýskeiðum ísaldar (við erum stödd á einu slíku núna). Það þýðir að smám saman verður kaldara og kaldara og jöklar taka yfir á norðurhveli jarðar - kuldaskeið byrjar smám saman.
Þetta gerist smám saman á nokkrum þúsund þúsund árum. Fyrir rúmri öld, þá gerðist síðan nokkuð sem breytti þessum náttúrulegu sveiflum skyndilega -Iðnbyltingin olli hlýnun jarðar vegna losunar CO2 út í lofthjúpinn af mannavöldum.
Breytingar í CO2 nokkur hundrað þúsund ár aftur í tímann.
Þessar náttúrulegu breytingar í hlýskeið og kuldaskeið ísaldar eru að mestu stjórnað af svokölluðum Milankovitch sveiflum (sjá Loftslagsbreytingar fyrri tíma) og þegar hlýnar þá losnar CO2 út í andrúmsloftið vegna hlýnunar sjávar - sem magnar upp breytinguna með svokallaðri magnandi svörun (e. positive feedback).
Hér fyrir neðan má sjá þessar sveiflur - nema hvað að ég er búinn að bæta við einu lóðréttu striki til að sýna fram á að við vorum á hægfara leið í átt til ísaldar:
Sveiflur Milankovitch. Rauði ferillinn og svarti ferillinn sýna heildaráhrifin á tvo vegu. Svarti ferlillinn sýnir sólarinngeislun á sólstöðum á 65. breiddargráðu norðurs. Þegar inngeislunin er há, þá er hlýskeið og öfugt. Þetta fellur nokkuð vel að fyrri hlý og kuldaskeiðum ísaldar, til lengri tíma litið. Fyrir neðan eru svo tvö hitastigsproxý (götunga í sjávarsetlögum og ískjarna úr Vostock ískjarnanum) sem styðja þessa kenningu Milankovitch. Rauða lóðrétta strikið sýnir svipaða stöðu allavega myndrænt séð og við erum í núna - þ.e. náttúrulega ferlið segir okkur að hitastig ætti að fara smám saman lækkandi - en ekki hækkandi eins og það hefur gert undanfarna öld.
Gott eða slæmt?
Það er nokkuð ljóst að margir sem þetta lesa eiga eftir að líta þetta jákvæðum augum, þarna kemur í ljós að útblástur CO2 hefur komið í veg fyrir hægfara kólnun í átt til kuldaskeiðs ísaldar - nokkuð sem við íslendingar fáum allavega hroll yfir þegar við hugsum um það. En hvað mun það kosta okkur og lífríkið í heild?
Af tvennu illu þá er ljóst að hægfara náttúruleg kólnun í átt til kuldaskeiðs ísaldar (nokkur þúsund ár) hljómar mun betur hnattrænt séð heldur en snöggur ofsahiti af mannavöldum. Kuldinn hefði að vísu smám saman gert óbyggilegt hér í Norður Evrópu og Norður Ameríku, en annars hefði staðan sjálfsagt orðið þokkaleg fyrir meirihluta þeirra sem byggja þessa jörð.
Þess í stað stefnir allt í að við séum búin að koma af stað atburðarrás sem erfitt getur reynst að aðlagast - gríðarlega hraðar breytingar sem ekki hafa sést hér á jörðinni í tugmilljónir ára og þessi hlýnun Norðurskautsins á mögulega eftir að magna upp hlýnun jarðarinnar töluvert (sjá Metanstrókar). Ekki bara breytingar í loftslagi og tilheyrandi afleiðingum (sjá Hækkun sjávarstöðu), heldur einnig í vistkerfi sjávar (svokallaðri súrnun sjávar).
Langbest fyrir jarðarbúa væri að hætta losun CO2 sem fyrst og reyna að halda hinni óhjákvæmilegu hlýnun eitthvað í skefjum. Einnig er rétt að jarðarbúar fari að búa sig undir það versta og stilli saman strengi sína til að reyna að aðlagast þessum breytingum.
Ýmsar umfjallanir um nýju greinina:
Sjá umfjallanir nokkurra netmiðla um málið:Guardian, BBC, CBC og Telegraph.Norðurskautið kólnaði í 2.000 ár fyrir hlýnunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2009 | 21:35
Spegillinn í gær
Þeir sem misstu af viðtalinu við Halldór Björnsson í Speglinum í gær, geta hlustað á það með því að smella <Hér>
Halldór Björnsson skrifaði bókina Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2009 | 23:21
Climate Wars - heimildamynd frá BBC
Ég rakst á skemmtilega heimildamynd á youtube. Ég er nú þegar búinn að skoða fyrstu 5 bútana (af 18). Fræðandi og heldur manni föstum. Ein athugasemd þó: Í upphafi myndbandsins talar hann mikið um að vísindamenn áttunda áratugarins hafi verið sammála um að ísöld væri yfirvofandi sem er ekki alveg rétt með farið (sjá Ísöld spáð á áttunda áratugnum?). Ekki að það skipti miklu máli fyrir myndbandið í heild. Hér fyrir neðan er fyrsti búturinn, en nálgast má alla heimildamyndina hér.
Myndbönd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)