4.6.2012 | 09:01
Óæskilegt met, styrkur yfir 400 ppm á Norðurskautinu
Í fyrsta skipti í sögu mannkyns* hefur styrkur CO2 í andrúmsloftinu mælst yfir 400 ppm á Norðurskautinu í heild, en í fyrra fóru mælingar á styrk CO2 við Stórhöfða yfir það mark. Hnattrænt er styrkurinn nú um 395 ppm, en mikil árstíðasveifla er milli norður- og suðurhvels. Talið er að hnattrænt muni styrkurinn ná 400 ppm í kringum árið 2016.
[...]
Sjá nánar á loftslag.is Óæskilegt met, styrkur yfir 400 ppm á Norðurskautinu
Heimildir og ítarefni
NOAA: Carbon dioxide levels reach milestone at Arctic sites
Tengt efni á loftslag.is
- Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
- Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
- Menn losa margfalt meira CO2 en losnar við eldvirkni
- Nýjar tölur um losun CO2 fyrir árið 2010
22.5.2012 | 16:24
Ekki mjög svalt: Morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar
Í nýlegri upplýsinga herferð hinna hörðu loftslags afneitunarsamtaka Heartland Institute í Chicago var þeim sem aðhyllast það að jörðin sé að hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsaloftegundum líkt við ógnvaldinn Ted Kaczynski (einnig þekktur sem Unabomber). Heartland samtökin höfðu keypt auglýsingaskilti í Chicago þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram: Ég trúi enn á hnattræna hlýnun. En þú? og svo var höfð mynd af Ted Kaczynski með. Það virðist vera að Heartland Institute hafi þarna farið yfir strikið, þannig að meira að segja einhverjir af þeirra stuðningsmönnum hafi verið misboðið og hætt stuðningi við samtökin. Þess má geta að skýrslur og efni frá Heartland Institute (og ýmisa áhangenda Heartland) hefur meðal annars ratað inn í BS ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason sem er mikill efasemdamaður um hnattræna hlýnun og reyndar líka um aldur jarðar (4ja síðasta athugasemd). Stórmerkilegt að þær heimildir skuli hafa fengið að fljóta með í þá ritgerð og leitt til útskriftar í kjölfarið.
[...]
Sjá meira á loftslag.is Ekki mjög svalt: Morðingjar, ógnvaldar og vitleysingar
---
Meira lesefni:
- Margaret Thatcher, Others: Neither Murderers, Tyrants, nor Madmen
- The Guardian - Heartland Institute facing uncertain future as staff depart and cash dries up
Tengt efni á loftslag.is
- Loftslagsbreytingar þekkingin árið 1982
- Micheal Mann: Hokkíkylfan og orustan um loftslagið
- Vísindi í gapastokk
- TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun
- Carl Sagan frá 1990 um hnattræna hlýnun
- Andlát loftslagsvísindamanns
4.5.2012 | 15:23
Dagur loftslagsáhrifa - línurnar dregnar
Það virðist þó ekki vera neinn viðburður á Íslandi á degi loftslagsáhrifa, eins og sjá má á heimasíðu verkefnisins, en kannski einhver geti tekið að sér að stofna til viðburðar (Höskuldur og ég sjálfur höfum því miður öðrum hnöppum að hneppa nú um stundir). En mig langar þó að hvetja til umhugsunar um þessi mál og jafnvel taka upp umræðu á kaffistofum, afmælis- og skírnarveislum og fleiri stöðum þar sem fólk kemur saman. Hvort sem það er núna á laugardag eða bara hvenær sem er, þá er nauðsynlegt að ræða þessi mál, enda verður vandamálið á borðum okkar í framtíðinni, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Umræða um lausnir er ekki síður mikilvæg, enda margar leiðir til þess og margar ólíkar skoðanir um hvernig best er að nálgast þær.
Á loftslag.is má finna ýmislegt um þessi mál. Fyrst ber kannski að nefna undirsíðu þar sem lesa má ýmislegt um kenningarnar og sögu loftslagsvísinda, Kenningin - þar má finna eftirfarandi undirsíður:
Sagan
- Áhrif CO2 uppgötvað
Orsakir fyrri loftslagsbreytinga
- Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar
Grunnatriði kenningarinnar
- Mælingar staðfesta kenninguna
Loftslag framtíðar
Á annarri athyglisverðri síðu má finna leiðarvísinn, Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er áhugaverður leiðarvísir um loftslagsmál. Leiðarvísinn má prenta út og hafa með sér hvert sem er, m.a. í strætó, vinnuna, flugvélar, skírnir o.s.frv. maður verður að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar með hann í farteskinu!
Það þarf einnig að minnast á mýtusíðuna í þessu tilliti, enda mikið af marg notuðum mýtum í umferð um þessi mál. T.d. má nefna mýtur eins og að það hafi verið loftslagsbreytingar áður (sem er staðreynd) og þ.a.l. þá séu núverandi loftslagsbreytingar bara náttúrulegar eða þá mýtan að þetta hljóti að vera sólin. Báðar mikið notaðar, en hvorug stenst nánari skoðun, enda styðja mælingar ekki þess háttar fullyrðingar.
Að lokum má kannski benda á eftirfarandi tengli, þar sem finna má þýðingarmikið efni sem ratað hefur á loftslag.is í gegnum tíðina (ekki tæmandi listi).
En allt í allt má segja að línurnar séu skýrar og gögnin afgerandi, loftslagsbreytingar af mannavöldum er staðreynd En það er ekki of seint í rassinn gripið, bara um að gera að fara að huga að því hvað er til ráða það er ekki eftir neinu að bíða. Umræða og upplýsingar eru til alls fyrst.
Auka lesefni:
15.4.2012 | 22:42
Rangfærslum haldið til haga
Mbl.is tekst að klúðra þýðingu á frétt BBC. Í frétt BBC er sagt frá rangfærslu varðandi bráðnun jökla í Himalaya og ártalið 2035, sem við á loftslag.is höfum meðal annars sagt frá áður, sjá tengla hér undir.
Það er í raun merkilegt að eftirfarandi orð á BBC;
The response of Himalayan glaciers to global warming has been a hot topic ever since the 2007 report of the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), which contained the erroneous claim that ice from most of the region could disappear by 2035.
séu þýdd á þessa veru á mbl.is:
Rannsóknir sýna að jöklar í Himalaya eru að minnka og raunar benda rannsóknir til að þeir kunni að vera horfnir að mestu árið 2035.
Þetta er rangfærsla sem ekki þarf að halda á lofti og er dæmi um frekar sljóa fréttamennsku að gera ekki betri þýðingu en þetta á þessari annars merkilegu frétt af BBC, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
...though it is well known from studies in other parts of the world that climate change can cause extra precipitation into cold regions which, if they are cold enough, gets added to the existing mass of ice.
Hitt er svo annað mál að það segir ekki mikið varðandi hnattræna hlýnun þó sumir jökla Asíu stækki. Það þarf t.d. að taka tillit til afkomu jökla í heild, ef það á t.d. að skoða áhrif hnattrænnar hlýnunar, sem einhverjir vilja tengja þessa frétt við.
Tengt efni á loftslag.is:
- Eru jöklar að hopa eða stækka?
- Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC
- Vangaveltur varðandi mistök IPCC
- Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla
- Samhengi hlutanna Ístap Grænlandsjökuls
- Bráðnun Grænlandsjökuls til norðvesturs
Sumir jöklar í Asíu að stækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2012 | 22:39
Mikil styrkaukning CO2 er talin hafa kynnt undir endalok síðasta kuldaskeiðs ísaldar
31.3.2012 | 21:50
Hafís Norðurskautsins síðastliðin 1450 ár
29.3.2012 | 08:17
Öfgar í veðri - líkurnar aukast
23.3.2012 | 09:17
Uppfærsla á hitagagnaröð HadCRUT
21.3.2012 | 21:51
Sólvirkni
16.3.2012 | 17:29
Glósublók Thoreau sýnir breytingu í vorkomu
12.3.2012 | 20:35
TED | James Hansen ræðir hnattræna hlýnun
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2012 | 08:48
Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki
8.3.2012 | 08:47
Málstofa – Loftslagsbreytingar og íslenskur veruleiki
26.2.2012 | 16:47
Efasemdir um hnattræna hlýnun – Leiðarvísir
17.2.2012 | 19:01