18.10.2011 | 12:18
Loftslagsbreytingar og hörmungar fyrri tíma
Ný grein bendir til þess að margar meiriháttar mannlegar hörmungar stríð og plágur megi rekja til loftslagsbreytinga. Þetta eru svo sem ekki ný sannindi en beinar rannsóknir á orsakasamhengi hafa reynst erfiðar.
Framfarir í fornloftslagsfræðum hafa nú auðveldað fræðmönnum að horfa lengra aftur til baka en áður. Einn þessara fræðimanna, David Zhang í háskólanum í Hong Kong skoðaði nýlega hvernig heit og köld tímabil hafa áhrif á samfélög manna. Zhang (o.fl. 2011) tóku saman mikið magn tölfræðigagna og notuðu öflug tölfræðitól við að greina gögnin. Notaðir voru 14 mismunandi þættir, líkt og hæð manna, gullverð, trjáhringaþykkt og hitastig frá Evrópu milli áranna 1500 og 1800, auk annarra þátta. Rannsakað var hvort orsakasamhengi væri á milli þessara þátta. Síðan skiptu þeir tímabilinu niður í styttri tímabil, 40-150 ár hvert, til að sjá hvort stór atburður á þessum tímabilum var í raun vegna hitasmismunar á tímabilinu en sýndi ekki bara leitni við hitastig.
[...]
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Loftslagsbreytingar og hörmungar fyrri tíma
Tengt efni á loftslag.is
12.10.2011 | 08:15
Aukin jarðfræðileg virkni við hnattræna hlýnun
Það er þó þannig að jarðfræðingar eiga auðvelt með að sjá fyrir að hin hnattræna hlýnun hafi áhrif . Við yfirborð jarðar eru massar vatns ýmist í föstu eða í vökva formi sem valda þrýstingi niður í jarðlögin og hafa þannig áhrif á jarðskjálftasprungur og kvikuhólf. Breytingar á þessum mössum geta ýmist aukið eða dregið líkur á jarðfræðilegri virkni.
Sem dæmi þá hafa nú þegar orðið jarðskjálftar sem taldir eru tengjast athöfnum manna. T.d. er talið að jarðskjálfti sem varð í Kína árið 2008 og drap 80 þúsund manns hafi farið af stað vegna risavaxinnar stíflu sem breytt hafi þrýstingi jarðlagana undir. Jarðskjálftinn varð aðeins 5 km frá stíflunni. Skemmst er frá að minnast á þá manngerðu skjálfta sem verða undir Hellisheiði í tengslum við niðurdælingu vatns niður í jarðlögin (sjá t.d. Manngerðir skjálftar). Því ætti það ekki að vekja undrun fyrst skjálftar verða við dælingu vatns niður í jarðhitakerfi að loftslagsbreytingar geti breytt jarðfræðilegri virkni (McGuire 2010).
[...]
Sjá nánar á loftslag.is: Aukin jarðfræðileg virkni við hnattræna hlýnun
Heimildir og ítarefni
Unnið upp úr færslu á heimasíðu NewScientist: Climatequake: Will global warming rock the planet?
McGuire 2010: Potential for a hazardous geospheric response to projected future climate changes
Geyer og Bindeman 2011: Glacial influence on caldera-forming eruptions
Guillas o.fl. 2010: Statistical analysis of the El NiñoSouthern Oscillation and sea-floor seismicity in the eastern tropical Pacific
Þorsteinn Sæmundsson o.fl. 2008 (glærur): The Morsárjökull rock avalanche in the southern part of the Vatnajökull glacier, south Iceland
Bill McGuire 2012 (óútgefin bók): Waking the Giant: How a changing climate triggers earthquakes, tsunamis and volcanoes
Pagli og Sigmundsson 2008: Will present day glacier retreat increase volcanic activity? Stress induced by recent glacier retreat and its effect on magmatism at the Vatnajökull ice cap, Iceland
Bondevik o.fl. 2005: - The Storegga Slide tsunamicomparing field observations with numerical simulations.
Tengt efni á loftslag.is
- Eldgos og loftslagsbreytingar
- Eldvirkni og loftslag
- Blogg: Geta hafnarbylgjur frá Austur Grænlandi valdið tjóni á Íslandi?
- Í skugga hörfandi jökuls
3.10.2011 | 12:32
Eitt af fingraförum aukinna gróðurhúsaáhrifa
Til að byrja með skal tekið fram að um er að ræða frétt um heiðhvolfið, sjá mynd:
Mynd tekin af heimasíðu stjornuskodun.is
Í kjölfarið á því er rétt að minnast á að þessi kólnun í heiðhvolfinu er í takt við það sem spáð er að gerist við hnattræna hlýnun - þ.e. að það kólni í heiðhvolfinu samfara minni útgeislun af völdum aukinna gróðurhúsalofttegunda eða eins og stendur í leiðarvísinum: Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir:
Fingraför mannkyns #7, kólnun í efri hluta lofthjúpsins
Við það að gróðurhúsalofttegundir beisla meiri varma í neðri hluta lofthjúpsins fer minni varmi upp í efri hluta lofthjúpsins (heiðhvolfið og ofar). Því er búist við hlýnun í neðri hluta lofthjúpsins og kólnun í efri hluta lofthjúpsins. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamælingum og veðurbelgjum [1].
Heimildir og ítarefni
1. Jones o.fl. 2003 (ágrip): Causes of atmospheric temperature change 1960-2000: A combined attribution analysis.
64. Mears og Wentz 2009 (ágrip): Construction of the Remote Sensing Systems V3.2 atmospheric temperature records from the MSU and AMSU microwave sounders.
Tengt efni á loftslag.is
- Merkjanleg áhrif mannkyns á loftslag
- Gróðurhúsaáhrifin mæld
- Hitastig veðrahvolfsins eykst
- Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir
Mikil ósoneyðing yfir N-heimskauti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2011 | 11:23
Efasemdir um hnattræna hlýnun – Hinn vísindalegi leiðarvísir
Við á loftslag.is erum stoltir að kynna nýjustu afurðina í samstarfi loftslag.is og Skeptical Science. Það er leiðarvísirinn Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir, sem er íslensk þýðing á The Scientific Guide to Global Warming Skepticism sem John Cook og félagar á Skeptical Science tóku saman.
[...]
Þess má geta að við munum á næstu vikum setja inn efni úr leiðarvísinum í færslur á loftslag.is. Fyrstu færslurnar hafa nú þegar birst, sjá hér undir.
Nánar má lesa um leiðarvísinn á loftslag.is - Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir
Fleiri færslur gerðar úr leiðarvísinum:
25.9.2011 | 10:38
Efasemdir um hnattræna hlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2011 | 08:43
Loftslag og veður – öfgar aukast
14.9.2011 | 19:21
Viðburður: Sannleikurinn um loftslagið – 24 hours of Reality
12.9.2011 | 10:32
Valda geimgeislar hnattrænni hlýnun?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2011 | 13:22
Hafíslágmark ársins nálgast – Hafísútbreiðsla í ágúst og umhugsunarverð þróun rúmmáls
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2011 | 09:03
Er búið að staðfesta kenningar Svensmarks?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2011 | 11:20
Samhljóða álit vísindamanna sterkt
29.8.2011 | 09:02
Hreyfingar jökulbreiðunnar á Suðurskautinu kortlagðar í fyrsta skipti
26.8.2011 | 10:42
Styrkur koltvísýrings á Íslandi yfir 400 ppm
23.8.2011 | 11:19