Enn um hafís Norðurskautsins

Það var að koma fréttatilkynning frá NSIDC (þessi tengill mun úreldast um leið og ný fréttatilkynning kemur). Þessi fréttatilkynning er í raun um stöðuna eftir veturinn með áherslu á hvernig staðan var í mars. Hámarkið varð þó þann 28. febrúar.

20090406_Figure3_thumb
Breytingar í marsmánuði frá 1979-2009.

20090406_Figure1_thumb
Útbreiðsla hafís á Norðurskautinu í mars 2009.

Það sem þó stendur upp úr eftir veturinn er það að hafísinn, við upphaf sumarbráðnunar, er þynnri og yngri en áður hefur verið mælt:

20090406_Figure5_thumb
Þessar myndir sýna hvernig ísinn yngist upp og sýnir því að hafís Norðurskautsins þynnist og verður viðkvæmari fyrir bráðnun í sumar. Ís sem er eldri en tveggja ára er nú innan við 10 % af útbreiðslu hafíssins.

Nú í upphafi sumarbráðnunar er stór hluti hafíssins þunnur eins árs ís, sem er líklegri til að bráðna heldur en eldri og þykkari ís. Eldri en tveggja ára ís er innan við 10 %, en frá 1981-2000 var hann að meðaltali um 30 % alls hafíss á Norðurskautinu.

Það er svo sem erfitt um það að spá, en mig grunar út frá þessari niðurstöðu að hafís nái sögulegu lágmarki í sumar (sumarlágmark er venjulega í september).  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll, ég held að það sé svakalega erfitt að spá nokkru fyrir sumarið. Mönnum þótti t.d. líklegt að hafíslágmarkið í fyrra yrði lægra en en það varð árið 2007 og sumir spáðu jafnvel íslausum norðurpól. En staðan núna er samt örugglega þannig að allt getur gerst.

Það sést líka vel þarna á myndunum hversu mikið af elsta ísnum lekur út úr íshafinu og svo suður með Austur-Grænlandsstraumnum - bara til þess að bráðna í sumar.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.4.2009 kl. 09:44

2 Smámynd: Loftslag.is

Jamm, ég sagði þetta nú mest í gamni. En það verður fróðlegt að sjá þróunina í haust.

Loftslag.is, 7.4.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Við fylgjumst með fullir áhuga.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.4.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband