Hver er staðan á jöklum Suðurskautsins?

Loftslag.is fjallaði um málið:

Hver er staðan á jöklum Suðurskautsins?


mbl.is Bætist við ísinn enn um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um yfirvofandi Litla Ísöld

Nú keppast ýmsir við að benda á fréttir sem birtast á pressan.is og mbl.is um yfirvofandi litla ísöld - vegna minni sólvirkni og vegna möguleikans á því að sú sólvirkni eigi eftir að minnka enn frekar, jafnvel svo að lægðin fari niður í sama far og á sautjándu öld. Þær fréttir eru hafðar eftir BBC sem þykir almennt séð frekar áreiðanlegur miðill og því eðlilegt að sumir gapi, enda vita flestir að hnattræn hlýnun er á fullu gasi og ekkert sem bendir til þess að hún sé á undanhaldi - síður en svo.

Það er einmitt svo að þegar betur er að gáð, þá er frétt BBC alls ekki á sama veg og hjá pressan.is eða mbl.is. Vissulega er fréttin um minni sólvirkni, en það fylgir sögunni hjá BBC að þó sólvirknin haldi áfram að minnka, þá hafi það lítil sem engin áhrif á hina hnattrænu hlýnun - gefum Prófessor Mike Lockwood orðið:

"If we take all the science that we know relating to how the Sun emits heat and light and how that heat and light powers our climate system, and we look at the climate system globally, the difference that it makes even going back into Maunder Minimum conditions is very small.
"I've done a number of studies that show at the very most it might buy you about five years before you reach a certain global average temperature level. But that's not to say, on a more regional basis there aren't changes to the patterns of our weather that we'll have to get used to."

Vísindamenn telja því að þetta geti tafið hina hnattrænu hlýnun kannski um fimm ár, þ.e. ef ástand sólar fer niður í sama far og á sautjándu öld. Staðbundið geti þessar breytingar þó valdið því að það verði nokkuð kaldara yfir vetrartímann á ákveðnum svæðum, t.d. í norður Evrópu.

Einhverra hluta vegna sleppa pressan.is og mbl.is að útskýra hvað þetta þýðir fyrir okkur í dag - að þessi afdrifaríka breyting í sólinni núna myndi rétt duga til að setja hlýnunina í pásu og þessar fréttastofur gefa sér að möguleg minnkandi sólvirkni hafi sömu áhrif nú og á sautjándu öld.

En við skulum líta aðeins á hvað er til í því að kuldatímabil eða kuldaskeið sé í vændum.

Litla Ísöldin og núverandi hlýnun

Sjá nánar á loftslag.is: Um yfirvofandi Litla Ísöld


mbl.is Kaldari veður og sjaldséð norðurljós?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var staða hafíssins á Norðurskautinu í lok sumars?

Þeir sem fylgjast með loftslagsumræðunni vita að það er ansi sveiflukennt hvaða rök eru notuð gegn kenningunni um hnattræna hlýnun af mannavöldum hverju sinni. Stundum eru teknir stuttir bútar í hitamælingum til að sína fram á að það sé ekki að hlýna – þó leitnin sé klárlega önnur. Stundum er vísað í undarlegar vísindagreinar sem hafa ratað í fálesin tímarit og standast ekki skoðun. Upplýsingarnar koma oft frá “vísindamönnum” sem eru leynt og ljóst á kaupi hjá afneitunariðnaðinum. Bergmál þessara “upplýsinga” er síðan ansi hátt í sumum fjölmiðlum, t.d. Fox sjónvarpstöðinni í Bandaríkjunum og í Daily Mail götublaðinu á Englandi.

Þáttur hafíssins á Norðurskautinu

Annað til fjórða hvert ár vekur hafísinn athygli þessara fjölmiðla og þá vegna þess að lágmarksútbreiðsla þessa árs hefur þá verið meiri en árið á undan.

Sumir ganga reyndar nokkuð langt og túlka gögnin þannig: Metaukning á ís á Norðurheimskautinu: Eru gróðurhúsaáhrifin ýkt? .

Þar vitnar Pressan í Daily Mail, en þar segir meðal annars:

Kalt sumar á Norðurheimskautinu hefur valdið því að nú þekur ís meira en 2,6 milljónum fleiri ferkílómetra en á sama tíma fyrir ári en þetta er 60 prósenta aukning á ís á svæðinu á milli ára…

…Daily Mail segir að sumir heimsþekktir vísindamenn telji að nú sé jörðin að fara inn í kuldatímabil sem muni vara fram að miðri þessari öld en ef það verður raunin mun það gera lítið úr dómsdagsspám um gróðurhúsaáhrifin og áhrif þeirra á hækkandi meðalhita. (Pressan 9.sept 2013)

Það skal tekið fram að þessi frétt birtist nokkrum dögum áður en hægt var að staðfesta að lágmarkinu væri náð og margt rangt við þessa frétt annað en það sem um er fjallað hér.

[...]

Sjá nánar á loftslag.is, þar sem ennfremur er hægt að gera athugasemdir

Hver var staða hafíssins á Norðurskautinu í lok sumars?


Langvinnar sjávarstöðubreytingar vegna bruna jarðefnaeldsneytis

Ný rannsókn bendir til þess að bruni á öllum jarðefnaeldsneytisbirgðum jarðar myndi valda hækkun sjávarstöðu um allt að fimm metra og að sjávarstaða myndi haldi áfram að rísa í 500 ár eftir að bruna þeirra lýkur.

Loftslagsbreytingar, þar á meðal sjávarstöðubreytingar, eru yfirleitt settar í samhengi við næstu 100 ár. Nýleg grein sem birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters skoðar hversu langvinnar núverandi 

Sjá nánar á loftslag.is Langvinnar sjávarstöðubreytingar vegna bruna jarðefnaeldsneytis

 - - -

 

Heimildir og ítarefni

Greinin birtist í Geophysical Research Letters og er eftir Williams o.fl. 2012 (ágrip):  How warming and steric sea level rise relate to cumulative carbon emissions.

Umfjöllun má lesa á heimasíðu NOC (National Oceanogaphy Centre): Long term sea level rise due to fossil fuels assessed

Tengt efni á loftslag.is

 


Loftslagsbreytingar og samsæriskenningar

Ný rannsókn sem gerð var við Háskólann í vestur Ástralíu sýnir ákveðin tengsl milli þess að afneita loftslagsvísindum og vilja til að samþykkja samsæriskenningar. Niðurstaða rannsóknarinnar byggir á spurningalistum sem birtur var á ýmsum bloggum milli...

Hafíslágmarkið 2012 - nýtt met, 18% undir metinu frá 2007

Það eru liðnar þó nokkrar vikur síðan ljóst varð að hafíslágmarkið í ár myndi slá öll fyrri met, með minni útbreiðslu en áður hefur mælst. Það stendur heima og vel það, þar sem metið frá því 2007 var slegið rækilega og var hafís útbreiðslan í ár 18%...

Öfgavetur í kjölfar mikillar bráðnunar hafíss á norðurslóðum

Í kjölfar mikillar bráðnunar hafíssins á Norðurskautinu nú í sumar, má búast við röskun í veðrakerfi norðurhvelsins í vetur og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta er mat Jennifer Francis sem er sérfræðingur í lofthjúpi jarðar í háskólanum...

Svar við undarlegum ályktunum

Þar sem lokað var á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á bloggi Kristins Péturssonar, fyrir það eitt að benda honum á vísindagreinar sem stönguðust á við skoðun hans, þá finnst okkur rétt að setja hér á blað nokkra punkta sem svar við...

Opinbert met - Hafís á Norðurhveli hefur aldrei mælst minni - 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu

Nýtt met í útbreiðslu hafíss var opinberlega staðfest af NSIDC í dag ( Arctic sea ice extent breaks 2007 record low ). Útbreiðsla hafíss hefur aldrei mælst minni og enn ættu alla jafna að vera 2-3 vikur eftir af bráðnunartímabilinu. Það er því líklegt að...

Líkur á öfgum í hita hafa aukist

Ný rannsókn sem gerð var af vísindamönnum NASA sýnir að líkur á öfgum í hita eru mun meiri en fyrir hálfri öld síðan, en vísindamenn telja ljóst að þessar auknu líkur séu vegna loftslagsbreytinga. Við greiningu á langtíma leitnilínum hitastigs, þá lýstu...

Svar við rangtúlkun

Þar sem lokað er á athugasemdir frá okkur ritsjórum á loftslag.is á "vísinda" bloggi Ágústar Bjarnasonar þá finnst okkur rétt að rita stutta athugasemd við nýjustu rangtúlkun hans á þróun sjávarstöðubreytinga. Ath, þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ágúst...

Miðaldahlýnunin - staðreyndir gegn tilbúningi

Miðaldahlýnunin hefur oft á tíðum (sérstaklega á bloggsíðum “efasemdamanna”) verið sögð hlýrri en þau hlýindi sem við upplifum í dag og reynt er að spinna út frá því einhvern spuna um hvað það þýðir varðandi núverandi hlýnun ( til að mynda...

Auknir veðuröfgar breyta almenningsáliti í Bandaríkjunum

Samkvæmt nýrri skoðunarkönnun þá eru 70 % bandaríkjamanna sammála fullyrðingum um að hnattræn hlýnun sé að hafa áhrif á veður í Bandaríkjunum. Í kjölfarið hefur stuðningur á mótvægisaðgerðum gegn loftslagsbreytingum aukist til muna. Samkvæmt könnuninni...

Enn og aftur eru fingraför mannkyns á hnattrænu hlýnunina staðfest

Enn og aftur kemur fram rannsókn sem staðfestir mannleg áhrif á hnattræna hlýnun, í þetta skiptið varðandi hlýnun sjávar á heimsvísu. Hér undir má sjá stutt yfirlit á ensku og tengil á frétt Skeptical Science um málið. Gleckler et al Confirm the Human...

Micheal Mann á Íslandi

Við á loftslag.is viljum vekja athygli á stórviðburði sem verður í næstu viku: The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines Hvenær hefst þessi viðburður: 13. júní 2012 – 12:00 Staðsetning viðburðar: Oddi Nánari...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband