Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

global-warming-arctic-ice-sheetsÍ nýrri færslu á Loftslag.is er borin upp spurningin: Er lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar í vændum á næstunni?

Það virðast nefnilega rúmast vel innan marka rökfræðilistarinnar hjá þeim sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum að halda tvennu fram: Annars vegar að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum og því hafi þeir rangt fyrir sér nú og hins vegar að halda því fram að það muni ekki hlýna – heldur kólna og að jafnvel sé yfirvofandi önnur Litla Ísöld eða jafnvel nýtt kuldaskeið Ísaldar. Hvort tveggja eru mýtur sem eru misvinsælar.

Í færslunni eru skoðaðar sveiflur í sólvirkni sem sumir hafa túlkað sem svo að sambærilegt kuldatímabil og Litla Ísöldin sé í vændum - við skoðum hvort eitthvað er til í því.

Einnig eru skoðaðar sveiflur á milli kuldaskeiða og hlýskeiða Ísaldar og skoðaðar ástæður fyrir þeim og rýnt í framtíðina. Hvenær lýkur núverandi hlýskeið og kuldaskeið ísaldar skellur á?

Sjá meira á Loftslag.is: Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á? 


Nýlegt efni á Loftslag.is

Okkur langar til að segja frá því sem ratað hefur á síður Loftslag.is að undanförnu. Fyrst ber að nefna nýja fasta síðu, undir "Vísindin á bak við fræðin", sem nefnist "Helstu sönnunargögn". Þessi nýja síða kemur inn á þónokkur sönnunargögn um að hitastig fari hækkandi og að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig. Eins og aðrar fastar síður á Loftslag.is, þá munum við leitast við að uppfæra hana reglulega.

Ýmislegt annað nýlegt efni er að finna á Loftslag.is, eins og myndbönd, fréttir, blogg og vangaveltur. Hérundir verður upptalning á einhverju af því efni sem birst hefur nýlega.

 

Fréttir hafa verið tiltölulega fáar að undanförnu á síðum Loftslag.is, en þó má nefna 3 nýlegar fréttir til sögunnar:

 

Eftirfarandi færslur innihalda myndbönd af ýmsum tegundum:

 

Annað nýlegt efni og blogg af Loftslag.is:




Ógnvekjandi myndbönd

Greg Craven hefur sett loftslagsvandann upp í ákvarðanabox (e. grid) þar sem hann gerir ráð fyrir fjórum útkomum út frá ákveðnum forsendum (sjá má myndböndin á Loftslag.is). Hann færir rök fyrir því hvernig hægt er að nálgast ákvörðun um loftslagsvandann út frá áhættustýringu (e. risk management). Það eru í raun tvær ákvarðanir sem hægt er að velja á milli varðandi loftslagsmál að hans mati:

  1. Það er gripið til mótvægisaðgerða núna, sem mundi hafa í för með sér efnahagslegan kostnað og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar
  2. Það er ekki gripið til mótvægisaðgerða nú, sem mundi ekki hafa í för með sér efnahagslegan kostnað núna og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar

Myndböndin hafa verið skoðuð oftar en 7 milljón sinnum, samkvæmt heimasíðu Greg Craven, og hann hefur einnig gefið út bók í kjölfar þessara vinsælda á YouTube. Þetta eru engin vísindi en athyglisverður vinkill í umræðuna og umhugsunarverður.

Sjá myndböndin og færsluna á Loftslag.is [Ógnvekjandi myndbönd]


Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu á miðlífsöld

Í nýrri færslu á loftslag.is er fjallað um nýlega rannsókn á styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti Miðlífsaldar (fyrir 251-65 milljón árum), sem er með heitari tímabilum í sögu jarðar og í upphafi Nýlífsaldar (fyrir u.þ.b. 55 milljónum ára).

Samkvæmt rannsókninni gæti styrkur CO2  hafa verið mun minna en áður var talið - en greining á styrk þess er erfið og óvissa mikil. Greindur var jarðvegur og myndun kalsíts við núverandi aðstæður og bendir rannsóknin til þess að styrkur koldíoxíðs, í andrúmslofti þessara tímabila hafi verið svipaður og spáð er að geti orðið í lok þessarar aldar.

Sjá frétt á loftslag.is: Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu á miðlífsöld


Helstu sönnunargögn - Nýjung á Loftslag.is

nullVið höfum bætt við nýrri undirsíðu við "Loftslagsbreytingar - vísindin". Sú síða inniheldur helstu sönnunargögn um það að hitastig sé að hækka ásamt því að það geti verið af mannavöldum. Síðan nefnist "Helstu sönnunargögn" og eru þar nefndir þættir eins og hitastig, hafís, sjávarstöðubreytingar o.fl. Við hvern lið sem settur er fram á síðunni er eitthvað ítarefni, þó ekki tæmandi listi, af Loftslag.is. Í hliðarstikunni hægra megin á síðunni má sjá þennan nýja lið, í rammanum "Vísindin á bak við fræðin".

Við munum leitast við að uppfæra þessa síðu með reglulegu millibili. Á myndinni hér undir má sjá hvernig ramminn í hliðarstikunni lítur út.

nyung.png 


Gestapistlar á Loftslag.is

Á Loftslag.is höfum við fengið til liðs við okkur gestapenna. Þetta hafa verið bæði sérfræðingar og áhugamenn um loftslagsmál. Á síðustu vikum hefur verið tiltölulega rólegt meðal gestapislahöfunda á síðunni, en við eigum þó von nýju efni frá gestapistlahöfundum á næstunni. Það verður fróðlegt að sjá hvað þar verður fjallað um, enda fá gestapistlahöfundar frjálsar hendur um efnistök í sínum pistlum og við sjáum þá ekki persónulega fyrr en þeir berast okkur til birtingar.

Áður en næstu gestapistlar berast í hús, er ekki úr vegi að vera með upprifjun á þeim gestapistlum sem birst hafa hingað til á Loftslag.is.


Fróðleg myndbönd og upplýsingar

Á Loftslag.is er síða með ýmsum myndböndum sem við finnum og finnst passa inn í umræðuna á einhvern hátt. Misjafnt er hvert tilefnið er, stundum er það bara afþreying, stundum finnst okkur að tiltekið myndband rammi inn einhvern athyglisverðan vinkil í umræðunni eða bara flott myndband að okkar mati. Hérundir má sjá hvernig velja má öll myndbönd á síðunni. Þ.e. farið er í stikuna að ofanverðu, bendillinn settur yfir "Heiti reiturinn" þá kemur undirstikan niður og hægt er að velja "Myndbönd". Ef bendillinn er t.d. settur yfir "Blogg" kemur fram undirstika með "Gestapistlar", "Blogg ritstjórnar" og "COP15". 

Sýnishorn af nokkrum fróðlegum myndböndum af Loftslag.is:



Vangaveltur varðandi mistök IPCC

Það eru uppi vangaveltur um þýðingu þeirra mistaka sem gerð voru hjá IPCC í 4. matsskýrslunni um loftslagsmál. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá kom fram mikilvæg villa í skýrslu vinnuhópis II (WG II) hjá IPCC. Villan er sú að þar er talað um að mögulega hverfi jöklar Himalaya fyrir árið 2035, nánar má lesa um þetta í færslunni, Jökla Himalaya og álitshnekkir IPCC.

En hvað gerðist eiginlega?

Það má segja að vinnuhópur II, sem skrifar skýrslu um afleiðingar loftslagsbreytinga, hafi gert þessi mistök. Þeir höfðu ekki ritrýndar heimildir fyrir skrifum sínum, eins og fram kemur í færslunni um málið. Eftir að þetta kom upp hefur orðið mikil umræða um störf Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Þessi villa er m.a. í mótsögn við það sem t.d. kemur fram í skýrslu vinnuhóps I (WG I) um jökla Himalaya. Í vinnuhópi I eru sérfræðingar á hverju sviði sem stjórna skýrslugerðinni. Þar kemur m.a. fram að “Asian High Mts.” skera sig ekki úr hvað afkomu varðar, (Sjá t.d. mynd 4.15 í WG I) eða þá málsgrein á bls. 360 í WG I þar sem sagt er að háfjallajöklar í Asíu “have generally shrunk at varying rates”, auk þess sem nefnd eru dæmi um jökla sem hafa þykknað eða gengið fram. (sjá nánar athugasemd eftir Halldór Björnsson). Raunar er líka merkilegt að þessi villa hafi ekki komið upp fyrr, en ein ástæðan fyrir því gæti verið að þessi texti var djúpt grafinn í skýrslu vinnuhóps II og kom m.a. ekki fram í úrdráttum um þann hluta matsskýrslunnar.

fig-4-15
Fig. 4.15 úr skýrslu IPCC (WG I)

Eins og fram kom í færslu okkar, þá mun þetta mál væntanlega hafa þau áhrif að efasemdarmenn fá byr í seglin:

Þetta mál á væntanlega eftir að gefa efasemdarmönnum byr í seglin, þar sem þeir munu væntanlega taka djúpt í árina og oftúlka merkingu þessa atviks. Jafnvel mun verða reynt að tengja þetta Climategate málinu svokallaða, þar sem ummæli vísindamanna í tölvupóstum voru oftúlkuð og rangtúlkuð í mörgum tilfellum og af ýmsum talin grafa undan sjálfum vísindunum, sem þó er fjarri lagi.

Það er mikilvægt að hafa í huga að matsskýrslur IPCC eru upp á ca. 3.000 bls. og það kemur fjöldinn allur af skýrsluhöfundum að gerð þeirra. Þessi mistök velta í sjálfu sér ekki loftslagsvísindunum, jörðin er því miður enn að hlýna og það mun væntanlega hafa einhverjar afleiðingar í framtíðinni, hvað sem um þessa meinlegu villu er hægt að segja.


Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC

Álitshnekkir IPCC

Trúverðugleiki loftslagsvísindanna og þá sérstaklega IPCC varð fyrir álitshnekki þegar fram kom villa í 4. matsskýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Villan er tiltölulega mikilvæg og er sú að í skýrslunni er sagt að það sé líklegt (sem merkir 66-90% líkur) að jöklar Himalaya muni minnka úr 500.000 í 100.000 ferkílómetra fyrir árið 2035. Einnig er nefndur möguleikinn á því að þeir verði horfnir fyrir 2035. (IPCC, vinnuhópur II, 2007).

Samkvæmt fréttum, þá er villan upphaflega komin úr grein New Scientist frá 1999, sem byggð var á stuttu tölvupóstsviðtali við þekktan Indverskan jöklafræðing (Syed Hasnian) sem sagði að miðað við þáverandi bráðnun þá myndu jöklar í Mið- og Austur Himalaya hverfa fyrir árið 2035. Svo virðist sem WWF (World Wide Fund for Nature) hafi síðar skrifað skýrslu - þar sem þessum ummælum var haldið á lofti.

....

Röð mistaka

En hvað sýnir þetta atvik okkur?

Nánar er hægt að lesa um þetta á Loftslag.is í færslunni [Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC]

 


mbl.is Játa á sig ýkjur um bráðnun jökla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitahorfur fyrir árið 2010

Nú er janúar rúmlega hálfnaður og því eru komin ýmis konar yfirlit yfir síðasta ár og menn byrjaðir að velta fyrir sér árinu sem nú er byrjað.

Hér á loftslag.is höfum við birt yfirlit yfir hvað var helst að gerast í loftslagsfræðunum (sjá Annáll – Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn) og um hitastig jarðar og yfirborðs sjávar 2009 samkvæmt NOAA (sjá Frétt: Hitastig ársins 2009). Þá hafa aðrir birt yfirlit fyrir veðurfar Íslands t.d. Veðurstofan,  Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni og Emil Hannes birti einnig athyglisverða kubbamynd sem sýnir hvernig hitinn í Reykjavík var miðað við fyrri ár (sjá Meðalhiti í Reykjavík frá 1901 í kubbamynd).

Í færslunni á Loftslag.is eru pælingar varðandi hitahorfur fyrir árið 2010, sjá nánar [Hitahorfur fyrir árið 2010]


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband