Yfirlitsíða (efni fyrrihluta árs 2009)

Þetta er bloggfærsla sem ég var búinn að ákveða að yrði föst síða, hún á að vera til að hjálpa mér og öðrum að fletta í fyrri bloggfærslum. Bestu færslurnar með broskörlum

Áhrif CO2 á loftslagsbreytingar  

Hlýnun jarðar - gróðurhúsaáhrif og CO2. Sagan. - Menn tala stundum um það að kenningin um hlýnun jarðar sé ný af nálinni og gerð af vísindamönnum sem þrá það heitast að lifa á styrkjum. En hversu ný er kenningin og hvernig varð hún til?

Hlýnun jarðar - gróðurhúsaáhrif og CO2. Kenningin. – umfjöllun um kenninguna um hlýnun jarðar af völdum útblásturs manna á gróðurhúsalofttegundum.

Smile CO2 og áhrif á loftslagsbreytingar. Nokkur mótrök. - hér tók ég saman helstu mótrökin gegn kenningunni um hlýnun jarðar af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.

Hvað veldur? – stutta útgáfan um það hvernig við vitum að það erum við mennirnir sem erum að valda þessari hlýnun sem nú er.


Umfjöllun um ýmislegt sem sumir telja vera í mótsögn við kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum  

Smile Er það virkilega ekki sólin? – þessi færsla fer nokkuð í saumana á því hvaða áhrif sólin hefur á núverandi hlýnun jarðar.  Áður hafði ég skrifað færsluna ACRIM eða PMOD - deilur um útgeislun sólar sem fjallar um túlkanir á gögnum sem sýna útgeislun sólar. Hér er svo önnur lítil færsla um sólina: Sólin.

Geimgeislar – ég skrifaði um kenningu Svensmark um geimgeisla og möguleg áhrif þeirra á loftslag. Ég hef fengið þá gagnrýni að ég hafi ekki hundsvit á því sem ég var að skrifa um hér. Getur vel verið, skoða það betur í haust.

Útblástur eldfjalla – Hvaða áhrif hafa eldfjöll á loftslagsbreytingar?  Seinna skrifaði ég ítarlega umfjöllun um tvenn eldgos sem voru í gangi þá og hvort þau myndu hafa áhrif á loftslag: Eldgos - áhrif á loftslagsbreytingar?

Hvað með kólnunina eftir miðja síðustu öld? – hér er fjallað um kólnunina sem var eftir miðja síðustu öld

Hokkístafurinn – umfjöllun um hinn umdeilda hokkístaf

Er að kólna? – umfjöllun um yfirlýsingar manna sem segja að jörðin sé ekki að hlýna heldur að kólna.  Svipað efni má finna í þessari færslu: Smile Annar kaldasti apríl á þessari öld!.

El Nino/La Nina - tímabundnar sveiflur í hitastigi. – umfjöllun um El Nino og áhrif sveifla í því fyrirbæri á sveiflur í loftslagi.

Samhljóða álit vísindamanna  - hér er farið aðeins yfir fullyrðingar sumra um að vísindamenn séu ekki sammála um að hlýnun jarðar af mannavöldum eigi sér stað. Seinna fjallaði ég um upphrópanir manna sem segja að um samsæri vísindamanna væri að ræða: Samsæri vísindamanna.

Ísöld spáð á áttunda áratugnum? - hér er farið í saumana á  fullyrðingum manna um að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum, sem er algengt að menn hendi fram þegar þeir vilja gera lítið úr því sem vísindamenn segja í dag.

Tíu mótrök gegn kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum – hér er ein af mínum fyrstu færslum, það sem er helst að finna hér og ekki er fjallað um annars staðar er um það hvernig hitinn er að breytast á öðrum plánetum. Þarf í raun að fara að skrifa nýja færslu um það, geri það í haust.

Umræða um losun Íslands á CO2 og pólitísk loftslagsumræða 

Íslendingar standa sig vel - eða hvað?  - stutt grein um losun Íslendinga á CO2. Hér er svo önnur stutt grein: Ísland ætlar að draga úr losun CO2. Svo vil ég benda á þessa grein sem fjallar um nauðsyn þess að draga verulega saman losun CO2: Mögulegt = nauðsynlegt.


Gott mál... ef... – siðfræðilegar spurningar um það hvort hlýnunin verði góð fyrir okkur Íslendinga. Meira á svipuðum nótum má finna hér: Spurning um siðferði

Nýjasta Nature – hér er fyrsta umfjöllunin um tveggja gráðu markið og hvað þurfi að gera til að ekki verði farið yfir það. Seinna skrifaði ég Smile Tveggja gráðu markið.  Svipað umræðuefni má sjá hér: Hitastig og CO2. Hér er svo farið yfir hvernig loftslag framtíðar geti orðið: Loftslag framtíðar

Pólitík í loftslagsmálum – hér er farið lítillega og af lítilli þekkingu yfir það sem ég vissi þá um pólitík í loftslagsmálum. Vísað er í áhugavert myndband um afneitunariðnaðinn. Seinna skrifaði ég færsluna Loftslagspólitík þar sem ég fjalla meðal annars um uppljóstranir vísindamanna olíuiðnaðarins um að þeir hafi verið ritskoðaðir.

 

Umræða um ýmsar afleiðingar loftslagsbreytinga  

Smile CO2 - vágestur úthafanna – fyrsta grein mín um súrnun sjávar, ber þess merki að ég var að heyra af þessu vandamáli í fyrsta sinn. Seinna skrifaði ég aðra grein: Súrnun sjávar. Einnig minnist ég á súrnun sjávar í þessari grein: Fleiri neikvæð áhrif á kórallinn.

Hafís á norðurslóðum - Hver er staðan? – færsla skrifuð í mars 2009, nokkuð ítarleg grein um stöðuna þá og hugsanlegar afleiðingar. Seinna skrifaði ég færslu í apríl um svipað efni: Enn um hafís Norðurskautsins og í maí skrifaði ég: Hafís á Norðurskautinu í apríl.

Smile Íshellur Suðurskautsins – hér er farið yfir ástandið á íshellum Suðurskautsins (hér er svo uppfærsla: Uppfærsla - Wilkins íshellan) og hér er svo farið yfir kenningar um það af hverju hafís hefur ekki minnkað við Suðurskautið: Suðurskautið

Smile Er yfirborð Grænlandsjökuls að hækka?  - farið nokkuð ítarlega yfir stöðuna á Grænlandsjökli. Seinna skrifaði ég um jökla almennt séð og á Íslandi: Ekki eini jökullinn sem er að minnka. Svo er hér grein um Drangajökul: Drangajökull stækkar og svo grein um Breiðamerkurjökul: Breiðamerkurjökull

Smile Sofandi risi? – umfjöllun um hættuna af því ef sífreri landanna sem liggur við Norðurskautið bráðnar og metan losnar út í andrúmsloftið.

Ef Norður-Atlantshafsstraumurinn stöðvast. – nafnið á þessari færslu segir sig sjálft, en í raun fer greinin út og suður.

Skriðuföll - áhrif hlýnunar.  – hér eru mínar fabúleringar um hvaða áhrif loftslagsbreytingar geti haft á skriðuföll hér við land.

Skemmtilegt – ekki lýsandi heiti, en hér var ég að fjalla lítillega um bráðnun jökla á Íslandi og fabúleraði um áhrif bráðnunar þeirra á eldgos.

Smile 
Sjávarstöðubreytingar – hér er farið yfir spár um sjávarstöðuhækkanir og meðal annars sýnt hvað geti mögulega gerst í vestanverðri Reykjavík ef sjávarstaða hækkar um 5 og 25 m. Áður hafði ég fjallað um frétt sem segir að líklegt sé að hækkun sjávars verði hærri en spár IPCC vegna meiri bráðnunar Grænlandsjökuls: Málið er...

Fréttir vikunnar - afleiðingar hlýnunar jarðar. – grein frá því í apríl, það sem er helst í þessari færslu sem ég hef ekki fjallað um ítarlegar síðar, er mögulegar breytingar á úrkomu í Evrópu við loftslagsbreytingar.

Fyrir augu og eyru

Að lokum ætla ég að benda á þessar færslur fyrir þá sem vantar eitthvað meira að lesa, hlusta á eða horfa á.:

Íslenskt lesefni um loftslagsbreytingar , lesefni á íslensku. Bætti síðan við annarri færslu sem heitir Ritið. Einnig er lítilsháttar ritdómur um Ritið í þessari færslu hér: Hví að blogga um loftslagsmál?

Vísindaþáttur útvarps Sögu – fræðandi útvarpsþáttur, meðal annars fjallað um loftslagsbreytingar.

Skýrslur um ástandið á Norðurslóðum. – erlend skýrsla um ástandið. Hér er svo skýrsla um ástandið í Bandaríkjunum: Bandarísk skýrsla um hlýnun jarðar og loks er hér skýrsla um niðurstöðu ráðstefnu sem var haldin í Kaupmannahöfn í mars: Enn ein skýrslan.

Bækur um loftslagsbreytingar – vísað í ritdóma um erlendar bækur um loftslagsbreytingar.

Myndbönd-  hér má sjá ýmis myndbönd sem ég hef sett inn á bloggið.

Svo vil ég að lokum þakka öllum sem hafa lesið fram til þessa, reikna með að halda áfram seinnipart sumars og þá verður nóg af efni til að fjalla um.


Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hafðu það gott í sumarfríinu. Fínt að fá þetta efnisyfirlit hjá þér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir það. ... ég vil svo spá því að útbreiðsla hafíss verði 4,5 milljónir ferkílómetra í lok sumarbráðnunar (minna en í fyrra en meira en í hitteð fyrra) - (ég verð þó kominn til baka áður en það verður - en niðurstaða kemur væntanlega ekki fyrr en í september).

Auk þess spái ég því að El Nino eigi eftir að hafa það mikil áhrif að hitastig þessa árs verði næstmesta frá upphafi mælinga (þetta var bara auka - fyrir þá sem fylgjast með hnattrænum hitastigstölum í hverjum mánuði).

Einnig spái ég því að ekki verði komin niðurstaða í geimgeislamálið og að Kína muni draga lappirnar í að ákveða losun sína á CO2.

Þar sem ég er í spádómsstuði, þá spái ég því að það verði bjart og hlýtt fyrir norðan og vestan (þar sem ég verð í sumarfríinu).

Loftslag.is, 23.6.2009 kl. 21:35

3 Smámynd: Loftslag.is

Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég skrifa grein um þetta mál í kvöld, en af því að ég er að fara í sumarfrí þá hef ég ekki tíma til þess.

Loftslag.is, 24.6.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Hafðu það sem best í fríinu, þú ert vel að sumarfríinu kominn eftir allan dugnaðinn við bloggið. Þetta er ítarlegasta samantekt á íslensku sem ég hef séð sem færir rök fyrir manngerðri hlýnun. Hina hliðina getur maður síðan skoðað á ágætu bloggi Ágústs Bjarnasonar.

Ég hef ekki haft undan við að lesa allt hjá þér ennþá. Vonandi kemst ég í það seinna í sumar.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.6.2009 kl. 11:09

5 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir það Finnur.

Ég rakst á nokkra lausa enda í tenglunum hér fyrir ofan (þ.e. tenglar sem virkuðu ekki). Búinn að laga þá held ég.

Loftslag.is, 24.6.2009 kl. 12:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband