10/10/10 - Baráttudagur gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum

Sunnudaginn 10. október verður baráttudagur á heimsvísu gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Í ár er fjöldi þátttökulanda meiri en nokkurntíma áður og stefnir í að hópar frá nær öll lönd í heiminum verði með dagsskrá. Núna eru skráðir 6759 atburðir í 188 löndum. Það má lesa nánar um þetta á heimasíðu 350.org, sem eru samtökin sem hvetja til og standa að baki þessum baráttudegi á heimsvísu.

‎Í Reykjavík byrjar dagurinn kl. 14 með fjölda-hjólreiðatúr frá Austurvelli og upp Hverfisgötu að Hlemmi. Þar verður boðið upp á stutta kynningu á Hjólafærni og einkaleiðsögn án endurgjalds. Hjólafærni er tækni sem notuð er til að hjóla í sátt við aðra umferð á götum, og sérstaklega á frekar rólegum götum.

Hlemmur er aðal almennningsamgöngumiðstöð Íslendinga og verða haldnir tónleikar þar, skiptimarkaður (þú getur skipt gömlu dóti út fyrir nýtt), gefins “Slow food” – hollur matur og kynningar á þeim lausnum sem eru til staðar sem lausnir varðandi loftslagsbreytingar.

Að lokum verður buxnalaus gangur niður Laugaveg kl. 19 (hjólreiðafólk er líka hvatt til að hjóla í för með ber læri og leggi) – til að vekja athygli á grænum samgöngum!

Dagskrá:
14:00 Fjölda hjólreiðatúr @ Austurvöllur

15:00-19:00 Viðburðir @ Hlemmur
15:00 – Playground Birds
16:00 – Bróðir Svartúlfs
17:00 – Árstíðir

Þess má geta að einnig verður svipuð dagsskrá á Ísafirði á sama tíma.

Facebooksíða viðburðarins

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband