Mótmæli

Vísir, 18. mar. 2009 07:33

Búist við 30.000 mótmælendum á loftslagsráðstefnu

mynd
Mengun. Búist er við fjöldamótmælum þegar Sameinuðu þjóðirnar ræða loftslagsmálin í desember. MYND/AP

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Búist er við að allt að 30.000 mótmælendur hvaðanæva, mæti til Kaupmannahafnar þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. Æfingar eru þegar hafnar því um það bil 200 mótmælendur frá 22 löndum komu saman um síðustu helgi á Nørrebro til að samhæfa aðgerðir fyrir ráðstefnuna. Þegar er vitað að mótmælin verða áköfust undir lok ráðstefnunnar en þá verða allir háttsettustu fulltrúarnir mættir til að missa ekki af lokaathöfninni, segja mótmælendur.þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember.

Sá þessa frétt á visir.is  - merkileg frétt, ég er ekki alveg að fatta hverju á að mótmæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

"Just google it" ?

http://www.google.com/search?q=protest+copenhagen+2009+climate

Það er að sjálfsögðu hægt að hugsa sér tvennt, án þess að gera netleit, eða spyrja neinn :

  1. Mótmælt að allt of lítið sé gert, að stjórnmálamenn halda áfram að (í þeirra augunum - og mínum) draga lappirnar í aðgerðum til að draga úr losun. Þetta hefur maður séð margoft áður.
  2. Einhverjir sérhagsmunir koma með sínum fulltrúum og mótmæla, því þeim finnst hag sinum ognað.  Til dæmis eigenda ólíufélaga (nei grín)  eða starfsmenn bílaverksmiðja. Held ekki  að svoleiðis mótmæli hafa verið enn.  Bara í formi ósamanhangandi blaðurs á bloggsíðum og spjallþráðum.  Og þeir nýta sér "vitneskju"  sem að miklu leyti virðist vera fjarmörgnuð af ólíurísum og samkvæmt sumum nýti sér sömu aðferðir, fólk og "samtök"og tóbaksiðnaðurinn gerðu þegar þeir héldu því fram að reykingar / óbeinar reykingar ekki voru skaðlegar. 

Morten Lange, 22.3.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Loftslag.is

Jamm, ég var hreinlega ekki að nenna að gúggla. En ég sá fyrir mér að það væri annað hvort 1 eða 2. Ég nenni ekki enn að gúggla það

Loftslag.is, 22.3.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband