Fljót heimsins að minnka

Vil bara benda á frétt sem var í útvarpsfréttum RUV í morgun:

Vatn á þrotum í heiminum

Vatn hefur minnkað stórlega í stærstu fljótum heims síðustu áratugi. Þetta hefur alvarleg áhrif á aðgang milljóna manna að drykkjarvatni að mati bandarískra vísindamanna.

Í niðurstöðum rannsóknar á 900 helstu fljótum og ám í heiminum sem vísindamennirnir birta í loftslags tímariti bandaríska Veðurfræðifélagsins segir að vatn hafi minnkað í mikilvægustu fljótum og ám síðustu fimm áratugina.

Þetta eigi við Gulafljót í Kína, Ganges á Indlandi og Colorado ána í Bandaríkjunum, sem fari þverrandi og margar aðrar helstu ár sem sjá stórum hluta mannkyns fyrir ferskvatni.    Tímabundin rennslisauking sé þó í nokkrum fljótum eins og Brahmaputra og Yangtze í Kína vegna mikillar báðnunar jökla í Himalayafjöllum, sem leiði til vatnsskorts í náinni framtíð.  Einungis á norðurhjara veraldar sé enn gott jafnvægi í vatnsbúskapnum og næganlegt rennsli í ánum vegna bráðnunar snjóalaga og ísa. 
Annars staðar hafi rennslið minnkað verulega og æ minna vatn fari um árósa út í höfin. Þessar breytingar á vatnabúskap heimsins séu að miklu leyti að kenna  framkvæmdum manna, árnar hafa verið girtar af með stíflum til raforkuframleiðslu og vatnið sé í auknum mæli notað í áveitur á ræktarland sem sé að þorna upp.
Alvarlegust séu þó áhrif loftslagsbreytinga, að andrúmsloftið sé að hitna vegna aukinnar loftmengunar. Mengunin valdi hækkandi  lofthita og öfgum í veðri m.a. dragi úr úrkomu  og valdi alvarlegum þurrkum.  Haldi þetta áfram muni vatnsskortur takmarka lífsmöguleika milljóna manna víða um heimsbyggðina.
Hér má lesa ögn meira, þar er einnig kort:
trendMaps_NewsRelease
Kortið sýnir breytingar rennsli fljóta og áa á heimsvísu milli 1948 og 2004 - blátt sýnir aukið rennsli og rautt lítið rennsli. (Mynd frá http://www.ucar.edu úr Journal of Climate)
Hægt verður að lesa greinina hér um miðjan næsta mánuð (15 maí).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þarna stendur að í mörgum tilfellum sé talið að vatsleysið stafi af breyttri úrkomuhegðun en ekki að það sé aðalorsökin fremur en mannlegar framkvæmdir. Þegar greinin er lesin virðist það fyrra ekki endilega vega þyngra en það síðara. Það er ekki sagt. Svo er það ansi djörf staðhæfing að segja: ''Vatn á þrotum í heiminum''.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Loftslag.is

Já, mér sýnist sem RÚV hafi fallið í þá gryfju að nota DV-fyrirsagnastíl. Ákvað að tóna það niður í minni fyrirsögn, þó ég eigi það til að blása hlutina stundum upp 

Loftslag.is, 22.4.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband