Bandarísk rannsókn

Nú er bandarískt rannsóknateymi á vegum NASA að fara að mæla yfirborð jökla á Grænlandi og Íslandi. Ef ég skil þetta rétt, þá mun sérhönnuð flugvél fljúga í 12,500 metra hæð og radarmæla landslag jöklanna eða eins og segir:

Both radars use pulses of microwave energy to produce images of Earth's surface topography and the deformations in it. UAVSAR detects and measures the flow of glaciers and ice sheets, as well as subtle changes caused by earthquakes, volcanoes, landslides and other dynamic phenomena. GLISTIN will create high-resolution maps of ice surface topography, key to understanding the stresses that drive changes in glacial regions.

Sem sagt, gríðarlega spennandi verkefni og eiginlega skrítið að maður hefur ekki heyrt af þessu - kannski fylgist maður ekki nógu vel með.

Hvernig tengist þetta loftslagsbreytingum? Vísindamennirnir segja:

"We hope to better characterize how Arctic ice is changing and how climate change is affecting the Arctic, while gathering data that will be useful for designing future radar satellites," said UAVSAR Principal Investigator Scott Hensley of JPL.

Það verður fróðlegt að vita hvaða gögn koma út úr þessari rannsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Ég mun reyna að skrifa um Grænlandsjökul í kvöld eftir vinnu, eftir það mun ég vitna í þá færslu í hvert skipti sem menn minnast á það sem rök gegn hlýnun jarðar að Grænlandsjökull sé að hækka (stækka).

Loftslag.is, 5.5.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Loftslag.is

Annars þarf ég við tækifæri að búa til fasta síðu hér á blogginu sem auðveldar fólki að finna svör mín við mótrökum gegn hlýnun jarðar - því megnið af því sem menn nota dags daglega í sínum rökum gegn hlýnun jarðar hef ég svarað hér á blogginu. En til bráðabirgða, þá geta menn skoðað hvað ég hef flokkað sem svör við mótrökum (þetta er ekki tæmandi, því maður gleymir stundum að flokka færslurnar).

Loftslag.is, 5.5.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband