Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Nokkrar gráður.

Ég rakst á nokkur stutt myndbönd á YouTube frá National Geographic Channel. Þar er verið að velta því upp hvað geti gerst við hverja gráðuhlýnun á jörðinni. Þetta er í hasarmyndastílnum.


Tveggja gráðu markið.

Eitt af því sem mikið er rætt þessa dagana er áætlun evrópusambandsríkja (og annarra ríkja) að reyna að miða við að það hlýni ekki meir en um 2°C, ef miðað er við árið 1990. Þetta er hægara sagt en gert segja sumir - meðan aðrir segja að þetta sé hálfgerð uppgjöf.

Til þess að þetta sé hægt, þarf að draga töluvert úr losun á CO2 eða um sirka 80% fyrir árið 2050.

090502092019-large
Efri myndin sýnir útblástur CO2 með takmörkunum á útblæstri (blátt) og án takmarkana (rautt). Þar neðan við er líkan sem sýnir hvaða áhrif þessar tvær sviðsmyndir myndu mögulega hafa á hitastig jarðar (mynd af ScienceDayly.com).

Það er talið að nú þegar sé farið að styttast í að útblástur manna verði kominn að því marki að hlýnunin verði 2°C, hvort sem þróuninni verði snúið við eður ei. Eftir því sem við drögum það meir að draga úr útblæstri, því erfiðara verður að fara ekki yfir tveggja gráðu markið.

Það verður þó að taka fram að þótt það sé góðra gjalda vert að miða við tveggja gráðu markið, þá er líklegt að sá hiti muni hafa mjög neikvæð áhrif á mannkynið. Tíðari þurrkar, hitabylgjur, flóð og einhver hækkun sjávarmáls - ásamt fylgikvillum sem fylgja þessum atburðum (fólksflótti og stríð). Tveggja gráðu hlýnun myndi þýða að jörðin yrði heitari en hún hefur verið í milljónir ára. En það er þó allavega skárra en fjögurra gráða hlýnun, hvað þá sex gráða hlýnun.

Aðrir hafa fjallað um þetta, meðal annars Einar Sveinbjörnsson og RealClimate.

Smá útúrdúr: Miðað við þessar áætlanir, þá er það skrítið að Íslendingar séu að spá í olíuleit - en jú, það má nota olíu í annað en að brenna - t.d. að framleiða plast - er það ekki? Hver ætli losunin sé við það?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband