Hvað er Cap and Trade?

Cap and Trade er fyrirbæri sem mikið er rætt um í umræðunni um loftslagsmál. Hér verður ekki tekin afstaða með eða á móti þessari aðferð, heldur verður reynt að útskýra hana á einfaldan hátt. Þessi færsla er byggð á 2 færslum af vefsíðunni www.justmeans.com. En nú að efninu, hvað er þetta “cap and trade” eiginlega?

Hvað er Cap and Trade?

Cap er einhverskonar takmörkun eða þak, í þessu tilfelli á losun kolefnis út í andrúmsloftið í tonnum. Það er kannski hægt að líta á “Cap and trade” eins og það að skipta á milli sín pizzu, allir fá sneið, en takmörkunin “cap” í “cap and trade” er í því tilfelli skorðað við eina endanlega pizzu. “Trade” hlutinn af “cap and trade” skírskotar til þeirra gagnkvæmu áhrifa sem þú ættir ef þú myndir vilja meiri pizzu, en þá þyrftir þú að borga einhverjum öðrum fyrir þeirra hlut. Eitthvað af fólki myndi vilja fleiri sneiðar af pizzu en aðrir; stundum myndu margir vilja fá fleiri sneiðar af pizzu, en hafa verður í huga að það er aðeins ein pizza! Húngur er sterkt hvatningarafl, og sú persóna sem er viljug til að selja sína sneið gæti þannig hagnast.

Nú skulum við skipta pizzunni út fyrir kolefnis takmörkunina (cap) og svo skipta eigendum pizza sneiða út fyrir raunveruleg fyrirtæki. “Cap and trade” er hannað til að takmarka magn kolefnis sem er losað út í andrúmsloftið með því að takmarka hlut hvers fyrirtækis til ákveðins hluta af kolefnistakmörkuninni. Sum fyrirtæki sem nota mikið af orku/kolefnislosun gætu því valið að annað hvort að losa minna, en til þess að vega á móti því er hægt að fjárfesta í betri orkunýtingu eða endurnýjanlega orku (framleiða orkuna sem þau nota með aðferðum sem leiða til minni losunnar) eða þá að kaupa réttinn til að losa meira með því að borga öðru fyrirtæki fyrir þeirra losunarheimildir. En hvar, hvenær og hvers vegna kom þessi hugmynd eiginlega upp?

...

Nánar má lesa um Cap and Trade í færslunni Hvað er Cap and Trade ? á Loftslag.is.

Tengt efni:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband