Sakir bornar af Phil Jones

Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður. Í þessu máli fóru efasemdarmenn hamförum með upphrópanir og mistúlkanir varðandi efni tölvupóstanna. Sjá t.d. í eftirfarandi færslu Blogg: Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp . En nú er komin skýrsla frá bresku vísindanefndinni sem hefur haft rannsókn málsins í sínum höndum. Í fréttatilkynningu kom m.a. eftirfarandi fram:

The focus on Professor Jones and CRU has been largely misplaced. On the accusations relating to Professor Jones’s refusal to share raw data and computer codes, the Committee considers that his actions were in line with common practice in the climate science community but that those practices need to change.

On the much cited phrases in the leaked e-mails—”trick” and “hiding the decline”—the Committee considers that they were colloquial terms used in private e-mails and the balance of evidence is that they were not part of a systematic attempt to mislead.

Insofar as the Committee was able to consider accusations of dishonesty against CRU, the Committee considers that there is no case to answer.

Lesa má alla skýrslu nefndarinnar hér (PDF).

Ítarefni

Climategatemálið af Loftslag.is

Aðrir miðlar:

House of Commons exonerates Phil Jones
Phil Jones Exonerated by British House of Commons

Climate science ‘openness’ urged


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú athyglisvert að eini vísindamaðurinn í nefndinni var vægast sagt ósammála niðurstöðu nefndarinnar og aðrir vísindamenn sem komu að rannsókninni hafa gagnrýnt þessa niðurstöðu.

http://www.theregister.co.uk/2010/03/31/climategate_carry_on/ 

Gulli (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 19:42

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér undir má sjá hverjir meðlimir nefndarinnar eru. Þarna eru t.d. 6 með doktorsgráður, það er svo sem ekki víst að allir séu þeir starfandi vísindamenn. Þessi grein sem þú bendir á Gulli, bætir engu við og ekki er nefnt sérálit ákveðina meðlima nefndarinnar.

Meðlimir nefndarinnar:

Mr Phil Willis (Liberal Democrat, Harrogate and Knaresborough)(Chair)
Dr Roberta Blackman-Woods (Labour, City of Durham)
Mr Tim Boswell (Conservative, Daventry)
Mr Ian Cawsey (Labour, Brigg & Goole)
Mrs Nadine Dorries (Conservative, Mid Bedfordshire)
Dr Evan Harris (Liberal Democrat, Oxford West & Abingdon)
Dr Brian Iddon (Labour, Bolton South East)
Mr Gordon Marsden (Labour, Blackpool South)
Dr Doug Naysmith (Labour, Bristol North West)
Dr Bob Spink (Independent, Castle Point)
Ian Stewart (Labour, Eccles)
Graham Stringer (Labour, Manchester, Blackley)
Dr Desmond Turner (Labour, Brighton Kemptown)
Mr Rob Wilson (Conservative, Reading East)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.4.2010 kl. 09:49

3 identicon

Í dag skrifar Kristján Leósson í Sunnudags-Moggann greinina „Góð vísindi, slæm vísindi, sjúk vísindi og gervivísindi“. Þar segir hann í upphafi:

„Í nóvember 2009 var brotist inn í tölvukerfi rannsóknastofnunar í loftslagsmálum (CRU) við East Anglia-háskóla á Englandi og stolið þaðan þúsundum skjala og tölvupósta sem þóttu sanna að nokkrir vísindamenn innan stofnunarinnar og samstarfsmenn þeirra hefðu breytt gögnum um hitastigsbreytingar til að falla betur að kenningum sem þeir vildu renna stoðum undir. Málið hefur vakið mikla athygli þeirra sem láta sig loftslagsmál varða og hefur það komið til kasta vísindanefndar breska þingsins sem hélt opnar yfirheyrslur í málinu fyrir nokkrum vikum. Skjölin vekja þó ekki síður spurningar um trúverðugleika vísindamanna almennt, sérstaklega þegar miklir hagsmunir einstaklinga, fyrirtækja, þjóða eða jafnvel alls mannkyns eru í húfi.“

Hvers vegna setur Kristján málið fram svona í ljósi þess að vísindanefndin hefur þegar skilað áliti sínu og langt er síðan fullnægjandi skýringar hafa verið settar frá á „brellunum“ svokölluðu? Er þetta liður í nýrri stefnu blaðsins í ljósi þess að annar ritstjóranna hefur um langt skeið verið í hópi hinna svokölluðu efasemdarmanna? Kristján virðist ekkert hafa kynnt sér málið áður en hann setti nú niður penna. Ég tek fram að kenningin um þekkingarleysið er sett fram Kristjáni til varnar. Hin skýringin er sýnu verri.

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband