Fellibyljatímabiliđ á fullum snúningi

Nú er fellibyljatímabiliđ komiđ á fullan snúning og í augnablikinu eru Igor, Júlía og Karl (sem er 11. nafngreindi stormurinn og varđ til eftir ađ byrjađ var ađ skrifa ţessa fćrslu) í gangi. Igor og Júlía hafa náđ ţví ađ verđa 4. stigs fellibylir, en sem betur fer virđast leiđir ţeirra ćtla ađ liggja yfir opnu hafi. Ţađ er mjög sjaldgćft ađ tveir 4. stigs fellibylir séu í gangi á sama tíma.

En hvernig lítur fellibyljatímabiliđ út miđađ viđ fellibyljaspá NOAA frá ţví í vor? Til ađ skođa ţađ skulum viđ líta á myndina hér undir:

Ţess má geta ađ ţegar ţessi mynd var gerđ, ţá var Júlía ekki orđin ađ stórum fellibyl og Karl var heldur ekki kominn til. Eins og sjá má á ţessari mynd ţá eru komnir 10 (11 međ Karli) nafngreindir stormar, ţar af 5 fellibylir og ţar af eru 3 stórir fellibylir (4 međ Júlíu). Í međalári eru komnir 6 nafngreindir stormar á ţessum tíma, ţar af 3 fellibylir og einn stór fellibylur. Ţađ má ţví segja ađ áriđ í ár sé hingađ til virkara en í međalári. Hvort ţađ heldur áfram er ekki gott ađ segja, en samkvćmt spá NOAA ţá bjuggust ţeir viđ 14-20 nafngreindum stormum í ár (sem er yfir međaltali). Ţar af 8-12 fellibylir og 4-6 stórir fellibylir (3., 4. og 5. stigs fellibylir). Ţađ er ţví ekki langt í ađ tölurnar fari allar ađ skríđa inn á neđri mörk ţeirrar spár. Venjulega er talađ um ađ fellibyljatímabiliđ nái frá 1. júní til 30. nóvember og virkasti tíminn er talinn vera í ágúst, september og október. Ţađ er ţví nokkuđ eftir af tímabilinu enn ţá og margt getur ţví gerst enn ţá.

Á myndinni hér ađ ofan má sjá spá um hugsanlega braut fyrir bćđi Igor (vestar) og Júlíu (austar).

Eftir ađ ţetta var skrifađ á loftslag.is í gćr hefur Karl bćst í hóp fellibylja og er orđin ađ stórum fellibyl, ţannig ađ skorkortiđ er ekki rétt. Einnig haf bćđi Igor og sérstaklega Júlía minnkađ í styrk síđasta sólarhringinn.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:

 


mbl.is Karl orđinn ađ fellibyl
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband