Hnattræn hlýnun upp á borðum…

Í myndbandi frá Greenman3610 (Peter Sinclair) skoðar hann m.a. sára einfalda tilraun sem hægt er að gera heima hjá sér og sýna þannig fram á áhrif gróðurhúsalofttegunda á hitastig. Svona tilraun er í raun hægt að gera með tiltölulega litlum tilkostnaði og án þess að þurfa neina sérstaka sérþekkingu til.

Peter Sinclair er fyrir að kalla hlutina nöfnum, sem að hans mati passa við tilefnið, og notar hann því t.d. orðið afneitunarsinni (e. denier) án þess að blikna. Jæja, en lítum nú á hans eigin lýsingu á myndbandinu:

Það koma enn afneitunarsinnar til mín og segja mér að það séu engar sannanir fyrir áhrifum CO2 í andrúmsloftinu. En í raun er hægt að sýna fram á eiginleika CO2 með einföldum verkfærum. Svo einföldum, í raun, að barn gæti gert það.

En vindum okkur því næst í myndbandið og þennan barnaleik sem hægt er að reyna heima ef áhugi er fyrir hendi, myndbandið má sjá á loftslag.is, Hnattræn hlýnun upp á borðum…

Tengt efni á loftslag.is:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Reyndar er mynd Al Gore ekki til umræðu hér. En þú vitnar í myndband við Lord Monckton, sem hefur verið staðin að hreinum fölsunum varðandi loftslagsvísindin. Hugsanlega veit hann bara svona lítið um málin að hann hafi ekki þekkingu til að setja sig inní þau, það er þá dæmi um vankunnáttu... En allavega, þá má lesa um villur Monckton á loftslag.is, sjá Abraham á móti Monckton. En í stuttu máli, þá stendur ekki steinn yfir steini í rökum hans og í mínum huga er ekki mark takandi á honum. Ég segi það ekki bara af því að hann hefur aðrar skoðanir en ég á vísindunum, heldur byggi ég þá skoðun mína á því hvernig rökleysur hans hafa verið opinberaðar sem verandi tómt hjal byggt á vankunnáttu hans á vísindunum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 10:43

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Meira bull verður ekki til þess að gæðin aukast. Kannski spurning að þú útskýrir hvað þú ert að reyna að segja með þessu Helgi.

Hér má lesa ýmislegt um Tim Ball, svona af því að hann kemur fram þarna. En Tim Ball hefur m.a. haldið því fram að vera prófessor í Climatology, sem reyndist ekki á rökum reist... og meira með Lord Monckton líka, þú hefur væntanlega ekki skoðað tengilinn sem ég benti þér á Helgi...

Sitthvað um Climate-gate málið hér, sem reyndist vera stormur í vatnsglasi, búin til af afneitunargeiranum.

Ég mæli með að þú kynnir þér þessa tengla sem ég bendi á Helgi og ef þú hefur eitthvað að segja, þá væri væntanlega spurning að segja það í staðinn fyrir að spamma með tilgangslausum tenglum :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 11:03

5 identicon

Ooops i thought you would like to look at something different. Global warming is an undeniable fact. Take a look at the funny picture in this link. (more gargbage i suppose )

http://www.davidicke.com/headlines/39498-legal-defeat-for-global-warming-in-kiwigate-scandal

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 12:12

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

NASA GISS hitaferillinn hér fyrir neðan sýnir ótvírætt hlýnun.

Það er aftur á móti umdeilt hvort öll þessi hlýnun sé okkur mönnum að kenna.

 http://4.bp.blogspot.com/_BsNAUboeko4/TLWp3FpcG0I/AAAAAAAAAYE/WT80q2s2z00/s1600/NASS+GISS+Global+Land-Ocean+Temperature+Index+%281880-2009%29.jpg

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2010 kl. 16:24

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Hvað er "öll þessi hlýnun"? - Ertu þá að tala um að það verði að vera 100% eða hvað? Hversu mikið pláss er þá fyrir náttúrulegar sveiflur...?

Annars er hér hluti af yfirlýsingu frá GSA (Geological Society of America – Jarðfræðafélags Bandaríkjanna), og er í samræmi við margar aðrar yfirlýsingar sem hafa komið fram varðandi þessi mál:

Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt að loftslag er að breytast, bæði vegna náttúrulegra ástæðna og mannlegra athafna. Jarðfræðafélag Bandaríkjanna (GSA) tekur undir mat Bandarísku Vísindanefndarinnar (National Academies of Science 2005), Bandaríska Rannsóknarráðsins (National Research Council 2006) og Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change – IPCC 2007) um að hnattrænt loftslag hafi hlýnað og að mannlegar athafnir (mest losun gróðurhúsalofttegunda) sé megin ástæða hlýnunarinnar frá miðri síðustu öld. Ef áfram heldur sem horfir, þá megi búast við því að hnattrænn hiti í lok þessarar aldar muni hafa töluverð áhrif á menn og aðrar lífverur. Að taka á aðsteðjandi vanda vegna loftslagsbreytinga mun krefjast aðlögunar að breytingunum og átaks í að draga úr losun CO2 af mannavöldum.

Sjá nánar hér.

PS. Ég myndi velja aðra framsetningu á þessu grafi en þú Ágúst, þessi framsetning virðist vera sett fram til að minnka sveiflur og fela hækkunina...en það er náttúrulega bara mitt mat :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 16:53

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Rétt Ágúst, það er nánast öruggt að hlýnunin er ekki öll mönnum að kenna - aftur á móti telja vísindamenn að stór hluti hlýnunarinnar sé af völdum manna. Þessi framsetning er algengari og rökréttari (vilji maður sjá hvað er að gerast). 

Hér er síðan ágætt graf sem sýnir fortíð, nútíð og framtíð hnattrænnar hlýnunar.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.10.2010 kl. 20:03

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég nenni ekki að blanda mér í þetta að öðru leyti en því að ef sú smávægilega uppsveifla í hitastigi sem verið hefur, ein af fjölmörgum upp- og niðursveiflum undanfarnar aldir og árþúsundir heldur áfram, ólíkt öllum hinum er það hið besta mál. Gróðurhúsaáhrif væru góð! Ef hún væri mönnunum að þakka (ekki kenna, heldur þakka), sem fátt bendir til ber að fagna því. Ræktarland mundi aukast stórlega bæði á norðurslóðum og í nýmynduðum eyðmörkum sem aftur mundu gróa upp, t.d.  Sahara sem var algróin þegar loftslag var hlýrra fyrir fáeinum árþúsundum. Gróðurhúsaáhrif ef einhver væru gætu tafið fyrir því að nýtt jökulskeið hefjist og landið verði enn einu sinni skafið niður í klöpp.

Ég endurtek: Gróðurhúsaáhrif væru góð!  

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.10.2010 kl. 22:24

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gróðurhúsaáhrifin eru mikil blessun fyrir okkur jarðarbúa, menn dýr og gróður. Því verður varla á móti mælt...

Hvernig væri lífið á jörðinni án gróðurhúsaáhrifanna? Því er fljótsvarað: Það væri ömurlegt.

 ---

Meira um hin blessuðu gróðurhúsaáhrif hér.

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2010 kl. 22:48

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur, það er ekki rétt hjá þér að núverandi hækkun hitastigs sé bara náttúruleg uppsveifla í hitastigi. Rannsóknir styðja það ekki. Þetta er heldur ekki hægt að kalla bara smávægilega uppsveiflu hitastigs, heldur er uppsveiflan orðin þó nokkur og vísindamenn (þeir sem gera mælingar og rannsóknir) eru sammála um að þáttur aukins styrks gróðurhúsalofttegunda sé aðal áhrifavaldur núverandi hækkunar hitastigs. Ef þú myndir kynna þér málin með opnum huga myndirðu sjá það...Einnig er það tálsýn hjá þér að fullyrða um að öll áhrif hækkandi hitastigs verði jákvæð í framtíðinni. En gróðurhúsaáhrifin sem slík eru góð, en ekki endilega aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 00:25

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Þetta eru ósköp tilgangslaus útúrsnúningur hjá þér Ágúst og þú veist það. Við erum ekki að ræða sjálf gróðurhúsaáhrifin sem slík, þau eru að sjálfsögðu mikilvæg (við áttum okkur á því). Það sem við erum aftur á móti að ræða eru aukin gróðurhúsaáhrif af völdum aukins styrks gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis af mannavöldum. Þetta veistu, en samt velurðu að koma með svona athugasemdir, sem eru tilgangslausar, þar sem þær fjalla ekki um efnið sem um er rætt. Samt veit ég að þú ert þó alveg sammála því að gróðurhúsaáhrifin séu fyrir hendi og ég skil ekki hvers vegna þú velur að gera alltaf lítið úr þeim áhrifum sem aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda getur haft og er mælanlegt, það veist þú sjálfur. Jæja, en þú um það hvernig þú nálgast þínar "efasemdir" :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband