Áhætta þjóða misjöfn

Áhugaverð úttekt var gerð á vegum fyrirtækisins Maplecroft, sem er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættugreiningu. Gerð var úttekt á því hvaða þjóðir væru í mestri áhættu af völdum loftslagsbreytinga á næstu 30 árum. Þeir tóku saman gögn úr yfir 40 rannsóknum og litu á ýmsa þætti sem geta haft áhrif við þær loftslagsbreytingar sem búist er við. Þættir eins og loftslagstengdar náttúruhamfarir, þéttleiki byggðar, fátækt og hversu háðar þjóðir eru landbúnaði – auk þess hversu vel yfirvöld eru undir það búin að aðlagast loftslagsbreytingum.

Þær þjóðir þar sem áhætta er mest og minnst af völdum loftslagsbreytinga (mynd: Maplecroft 2010). Hægt er að smella á myndina til að stækka.

Sem dæmi þá er Bangladesh ein af þeim þjóðum sem lenda í þeim hópi sem eru hvað viðkvæmust gagnvart komandi loftslagsbreytingum – þá vegna þéttleika byggðar, fátæktar og miklum líkum á flóðum (sjá t.d. sjávarstöðubreytingar). Indland lendir í öðru sæti vegna þéttleika byggðar – en mörg ríki Asíu lenda í flokki þeirra sem eru viðkvæmust.

Meðal þjóða sem taldar eru líklegastar til að þola loftslagsbreytingar eru Norður- Evrópuþjóðir, þar á meðal Ísland.

Heimildir og frekari upplýsingar

Á heimasíðu Maplecroft er umfjöllun um áhættugreininguna, sjá Big economies of the future – Bangladesh, India, Philippines, Vietnam and Pakistan – most at risk from climate change

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband