Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar

Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) hefur útbúið yfirlýsingu um loftslagsbreytingar, þar sem áhersla er lögð á jarðfræðigögn og hvað þau segja okkur. Jarðfræðigögn gefa töluverðar upplýsingar um það hvernig loftslag Jarðar hefur breyst til forna og veita mikilvægar vísbendingar um hvernig loftslagsbreytingum gæti háttað í framtíðinni. Yfirlýsingin byggir þannig á gögnum jarðfræðinnar, en ekki á nýlegum  hitastigsmælingar við yfirborð eða með gervihnöttum, né byggir yfirlýsingin á loftslagslíkönum. Það er alveg þess virði að lesa yfirlýsinguna, en þar koma fram töluverðar upplýsingar auk notadrjúgra ritrýnda heimilda (sjá tengla í lok færslunnar).

Það má lesa um nokkur lykilatriði yfirlýsingarinnar á loftslag.is, Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Fróðlegt að lesa  þetta frá Breska Jarðfræðifélaginu.

Ég er frekar efins um að áhrif mannsins séu eins mikil á andrúmsloft nútímans og oft er látið í veðri vaka.  Náttúran er svo hrikalega miskunnarlaus og brellin að mannsskepnan fær þar varla miklu ráðið.

Takk fyrir þennan fróðleik frá Breska Jarðfræðifélaginu.

Kristinn Pétursson, 10.11.2010 kl. 03:46

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það fer ekki milli mála að styrkur CO2 er nú að aukast af völdum manna, en á fyrri jarðsögutímabilum þá varð styrkbreytingin af öðrum völdum. Eðlisfræði gróðurhúsalofttegundanna breytist þó ekki og því er búist við lofthjúpur jarðar og loftslag bregðist svipað við og á þessum jarðsögutímabilum.

Síðast þegar styrkaukning CO2 varð af svipuðu kaliberi og nú (og stefnir í) þá var mun heitara á jörðinni, þá var mun hærri sjávarstaða og þá dóu út fjölmargar sjávarlífverur.

Höskuldur Búi Jónsson, 10.11.2010 kl. 10:06

3 identicon

 Mjög athyglisverð grein, 

 http://www.redorbit.com/news/science/1947895/extreme_global_warming_in_the_ancient_past/index.html?source=r_science

albert (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 21:59

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sæll Albert, takk fyrir að benda á þetta - mjög athyglisvert.

Hér er önnur umfjöllun um sömu grein sýnist mér: Climate change from 40 million years ago shows climate sensitivity to CO2

Höskuldur Búi Jónsson, 10.11.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband